Lesbók Morgunblaðsins - 06.01.1990, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 06.01.1990, Blaðsíða 16
4 RANNSOKN I R I S L A N D I Umsjón: Sigurður H. Richter Sambýli belgjurtar og annars gróðurs. Bakteríur í rótarhnýðum belgjurtarinnar vinna nítur úr lofti og umbreyta því í nítrat sem belgjurtir og aðrar plöntur geta nýtt. Grænelri sem smitað hefur verið með níturbindandi geislasveppum (til vinstri) og samskonar planta án smitunar (til hægri). Áhrif geislasveppsins á 'vöxt og viðgang elriplöntunnr eru greinileg. Lifandi áburðarverksmiðjur Ináttúrunni er allstór hópur plantna sem lifir í sam- býli við örverur og geta með hjálp þeirra unnið nítur úr lofti. Nítur er það áburðarefni sem oft er mestur skortur á í næringarsnauðum jarðvegi. Ör- verurnar, sem ýmist eru bakteríur eða sveppir, lifa Tegundafæð Íslenska Gróðurríkisins í rótum plantnanna og binda nítrið í and- rúmsloftinu í efnasambönd sem nýtast plöntum. Slíkar níturbindandi plöntur geta því þrifist án níturáburar í næringarsnauð- um jarðvegi. Oft binda þær meira nítur en þær hafa þörf fyrir sjálfar þannig að grann- plöntur njóta góðs af. Komið hefur í ljós að lúpína er nokkuð örugg í frærækt og hægt er að safna fræjum af henni á lúpínuökrum með afkastamiklum vélum. Eftir ÁSLAUGU HELGADÓTTUR Hér á landi eru aðeins örfáar tegundir níturbindandi plantna sem telja má fullgilda þegna íslenska gróðurríkisins. Þær eru allar af belgjurtaætt og lifa samlífi með Rhizobium bakteríum. Eru þær taldar upp í meðfylgj- andi töflu. Allar þessar tegundir, nema hvítsmári, eru sjaldgæfar í náttúrunni og sjást þær varla á landi sem opið er fyrir beit. A friðuðu landi geta þær breiðst hratt út og má sjá dæmi þess bæði með baunagras og gullkoll. Á undanförnum árum hefur áhugi á ræktun níturbindandi plantna aukist mjög og einnig hafa nýjar tegundir verið fluttar inn. Þær álitlegustu eru nefndar í töflunni. Teg- undafæð íslenska gróðurríkisins ýtir undir innflutning þó svo að gát verði að hafa á að slíkt fari ekki úr böndum. BelgjurtirOg Landbúnaður Á vegum Rannsóknastofnunar landbúnað- arins eru nú stundaðar ýmsar rannsóknir með níturbindandi plöntur. Belgjurtir búa yfir ýmsum kostum í fóðurframleiðslu hefðbund- ins landbúnaðar. Hægt er að ná sambæri- legri uppskeru af túni með því að rækta belg- urtir ásamt grasinu í stað þess að bera á stóra skammta af tilbúnum áburði. Fóðrið verður betra, skepnurnar éta meira og þrífast betur. Framleiðslan er þó oft óáreiðanlegri Yfirlit um innlendar belgjurtir og níturbindandi plöntur af erlend- um uppruna sem nú eru í prófun og þykja álitlegar til ræktunar: Innlendar tegundir Innfluttar tegundir Gulikollur (Antyllis vulneraria) Rauðsmári (Trifolium pratense) Umfeðmingsgras (Vicia cracca) Alaskalúpína (Lupinus nootkatensis) Giljaflækja (Vicia sepia) Skriðla (Galega orientalis) Baunagras (Lathyrus maritimus) Grænelri (Alnus crispa) Mýraertur (Lathyrus palustris) Sitkaelri (Alnus sinuata) Fuglaertur (Lathyrus pratensis) Hvítsmári (Trifolium repens) Blæelri (Alnus tenuifolia) Rannsóknastofnun landbúnaðarins á Keldnaholti. Hér sést greinilega hvernig lúpína hefur breiðst yfír ógróinn mel. GRAS 100 KG NlTUR A HEKTARA IGRAS IRAUÐSMARI Rauðsmári sem níturgjafí í túnrækt. Tún með rauðsmára getur gefíð ámóta upp- skeru án níturáburðar og hreint gras með venjulegum túnáburðarskammti. og ekki jafn árviss og af túni sem fær tilbú- inn áburð. Belgjurtir eru þó ekki nýttar meira í íslenskum landbúnaði en raun ber vitni vegna þess hve erfiðlega hefur gengið að afla hent- ugs fræs til sáningar. í grannlöndum okkar er algengast að hvítsmári sé notaður í bithaga en rauðsmári við ræktun graslendis. Keppt verður að sama marki hér. Auk þess er verið að kanna mögu- leika á ræktun fleiri tegunda. Má þar geta tegundar sem kölluð er skriðla og gefið hefur góða raun í Finnlandi. Ekki er sama hvaðan fræ það kemur sem sáð er og skiptir land- fræðilegur uppruni þess höfuðmáli. Þannig eru innan sömu plöntutegundar til margir mismunandi stofnar. Þeir stofnar sem hér á að nota verða að vera aðlagaðir íslensku veð- urfari, eigi þeir ekki að hverfa úr ræktun á skömmum tíma. Sá eiginleiki sem mestu máli skiptir er vetrarþol, en jafnframt er keppt að því að rækta stofna sem gefa viðunandi uppskeru og gott fóður. Við val á stofnum er unnt að fara tvær leiðir: Annars vegar er leitað fanga erlendis. Mjög margir stofnar hvítsmára og rauðsmára eru til. Því mætti ætla að auðvelt væri að h'afa upp á stofnum sem hér gætu þrifist. Þó nokkr- ir erlendir stofnar hafa verið reyndir, en í ljós hefur komið að ekki eru margir sem henta. Hvað varðar rauðsmára eru þó bundn- ar nokkrar vonir við stofna frá N-Noregi og N-Svíþjóð. Hins vegar er unnt að kynbæta efnivið sem vex villtur hér á landi. Gildir það einkum um hvítsmára sem vex víða. Slíkt starf er nú hafið á Rannsóknastofnun landbúnaðarins. rétt er þó að hafa í huga að allar kynbætur taka langan tíma og mörg ár geta liðið áður en íslenskir stofnar komast í almenna ræktun. Hlutverk Níturbindandi Plantna í Landgræðslu Níturbindandi plöntur geta vaxið án níturá- burðar. Þetta þýðir að þær þrífast vel í nær- ingarsnauðum jarðvegi og ættu því að skipa veglegan sess í landgræðslu. Þær koma gróð- urframvindunni af stað og búa í haginn fyrir aðrar plöntur. Því miður eru nothæfar tegund- ir allt of fáar enn sem komið er. Segja má að einungis Alaskalúpínan hafí sannað gildi sitt til uppgræðslu, en ýmsar aðrar tegundir hljóta að eiga hér erindi þótt það hafi lítið verið kannað. Alaskalúpínan Er Öflug LANDGRÆÐSLUJURT Alaskalúpínan var flutt til íslands fyrir um 40 árum og hefur nú breiðst út um allt land. Hún hefur reynst ákaflega vel sem land- græðsluplanta. Lúpínan breiðist hratt út á gróðurvana landi og margt bendir til þess að hún víki síðan fyrir öðrum gróðri með tíman- um. Áætlað hefur verið að meðalníturbinding lúpínu sé ekki undir 50 kg á hektara á ári, sem jafngildir um helmingnum af þeim níturá- burði sem borinn er á tún, en .getur verið talsvert meiri við hagstæð skilyrði. Komið hefur í ljós að lúpína er nokkuð örugg í fræ- rækt og hægt er að safna fræjum af henni á lúpínuökrum með afkastamikilum vélum. Einnig er auðvelt að koma henni til af fræi sem smitað ’ hefur verið með níturbindandi bakteríum. Það ætti því að reynast auðvelt að nýta hana í stórum stíl til landgræðslu, en þó innan þeirra marka að hún verði ekki of ríkjandi í íslenskri náttúru. Komist sauðfé í Alaskalúpínu heldur það henni niðri með beit. Hún inniheldur þó oft beiskjuefni sem geta reynst skaðleg skepnum sé mikið étið af henni. Þar sem lúpína vex í stórum breið- um með öðrum gróðri gæti reynst mögulegt að nýta hana til beitar því komið hefur í ljós að fé hagar þá plöntuvali sínu þannig að magn beiskjuefna fer ekki yfir hættuleg mörk. Leit Að Öðrum Tegundum Þó að lúpínan reynist vel í uppgræðslu er stöðugt leitað fleiri tegunda því ekki er æski- legt að ein tegund verði ríkjandi. íslenskar tegundir sem binda nítur eru fáar og flestar viðkvæmar fyrir beit. Þær eru flestar lág- vaxnar og bera fá fræ og því erfitt að safna af þeim fræi til sáningar í stórum stíl. Reynt hefur verið að koma baunagrasi til með sán- ingu en gengið illa. Hvítsmári gæti reynst álitleg uppgræðslujurt, en ekki er farið að framleiða fræ enn sem komið er. Lítið sem ekkert hefur verið flutt inn af erlendum teg- undum til uppgræðslu á undanförnum árum, ef frá er talin Alaskalúpínan. Á því er þó að verða nokkur bót og ér nú lögð aukin áhersla á að finna hentugar tegundir á álitlegum svæðum, svo sem í Alaska og í Síberíu. Á vegum Rannsóknastofnunar landbúnað- arins er nú verið að rannsaka þijár tegundir sem safnað var í Alaska haustið 1985. Elri er runni eða lágvaxið tré sem lifir í sambýli við geislasveppi (geislabakteríur) er vinna nítur úr loftinu. Hefur fjölmörgum afbrigðum af grænelri, sitkaelri og blæerli verið plantað víða um land við íjölbreytileg veðurfars- og jarðvegsskilyrði. Jafnframt hafa verið gerðar athuganir á smitun elris með níturbindandi geislasveppum og hefur komið í ljós að best er að smita elrið strax í uppeldinu. Framtíðarrannsóknir Ljóst er að aukin áhersla verður lögð á rannsóknir á níturbindandi plöntum í náinni framtíð. Með því að rækta belgjurtir er unnt að framleiða hefðbundnar landbúnaðarafurðir á hagkvæmari hátt en nú er gert og upp- græðsla ógróins lands verður afkastameiri. Belgjurtir eru umvefjandi og ýta undir fjöl- breyttara gróðurfar. Höfundur er grasafræðingur og starfar á Rann- sóknastofnun landbúnaðarins á Keldnaholti. 16

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.