Lesbók Morgunblaðsins - 06.01.1990, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 06.01.1990, Blaðsíða 5
i „ Og þeim þótti það sem staðfesting hinna nýju drauma og góðu fyrirætlana þegar dóttir þeirra á leiðarenda reis úr sæti á undan þeim og teygði úr ungum líkama sínum. “ Hamskiptin voru skrifuð í striklotu árið 1912, þá er Kafka var 29 ára gamall. Þau birtust fyrst almenningi árið 1915, sama ár og Kafka hleypir heimdraganum og mætti túlka það á ýmsan hátt. Frumtitill sögunnar er „Die Verwandlung". Bókin kom fyrst út í íslenskri þýðingu árið 1960 en svo aftur í þýðingu Hannesar Péturssonar árið 1983, þá mjög endurskoðuð. Er algerlega stuðst við þá þýðingu hér. Bókin er 111 síður og skiptist í þijá ónefnda kafla. Iðunn gefur út í tilefni af aldarafmæli höfundar. LYGIN: SPEGILMYND Sannleikans Það er ekki hlaupið að því að reyna að setja sig inní hugarheima Franz Kafka, maður verður að bijótast í gegn. Og svo loksins þegar maður heldur sig hafa eitthvert svar, rennur það úr greipum manns líkt og sandur. Maður ráfar um endalaus völundarhús og speglasali í leit að sannleika sem er svo enginn sannleikur heldur furðuspegill, ímynd manns sjálfs sem að lokum brotnar og verður mulningur fyrir fótum manns. Hver þversögnin rekur aðra. Það kemur fýrir að maður fær haldbæra hluti .uppí hendurnar. Þá er eins gott að varðveita þá vel, því ef maður snýr við til að fá staðfestingu, hrynur allt. Þá byijar maður uppá nýtt og sama sagan endurtekur sig í sífellu. Það eru engin svör nema þau sem maður sættir sig við og þau eru oftast röng. Tákn og myndir sem eru eitt í dag eru annað á morgun og að endingu jafnvel ekki til. En hver er þá tilgangurinn? Hvers vegna að'lesa Kafka; mann sem líkt og leitast við að særa og meiða lesandann; draga hann á asnaeyrum og fá hann tii að efast um sjálfan sig, tilveru sína, sannleika og gildi? Kafka sagði sjálfur í bréfi til vinar síns: „Ef bókin sem við lesum vekur okkur ekki með hnefahöggi á höfuðkúpuna, hvers vegna erum við þá að lesa hana? Til þess að hún geri okkur hamingjusama, eins og þú skrifar? En guð minn góður, við værum líka hamingjusamir þótt við hefðum engar bækur, og bækur sem gera okkur hamingjusama gætum við í neyð skrifað sjálfir. Við þörfnumst hins vegar þeirra bóka sem snerta okkur eins og áfall sem særir okkur mjög, eins og dauði einhvers sem okkur þótti vænna um en okkur sjálfa, eins og við værum reknir á skóg burt frá öllum mönnum, eins og sjálfsmorð, bókin verður að vera öxin í freðið hafið í okkur. “ Bækur Kafka og líf hans sjálfs eru óaðskiljanleg heild. Hann leitaði allt sitt stutta líf að tilgangi, svörum við óræðustu spurningum mannlegrar tilveru, tilveru sinnar. Sú leit endurspeglast í verkum hans. Og þessi gáfaði og hógværi Tékki átti sér margar spurningar. Svörin voru mörg sem hann fékk og öll lygi. Og þar eru verk hans sjálfs komin. í þeim er það einstaklingurinn, hans innra sjálf, sem á í stöðugri baráttu við hinn efnislega heim. Og þannig var líf hans sjálfs. Kafka leit á sjálfan sig sem þolanda, sem píslarvott. Hann var haldinn svokölluðum martyrisma, áleit þjáningar sínar táknræns eðlis og fannst þær hafa tilgang, líkt og dauði Jesú Krists. Þetta er algengt meðal gáfumanna og ofvita. Martyrismans verður oft vart í verkum Kafka enda var hann gyðingur og vel að sér í helgiritum hinnar Guðs útvöldu þjóðar. Þetta kemur fram í ýmsum myndum en augljósast er þó síðusárið sem eins og allir vita táknar píslarvættisdauða Krists á krossinum. í smásögunni Sveitalæknir er það drengurinn sjúki sem ber það: Á hægri síðu hans nálægt mjöðminhi hefur opnast lófastórt sár. Rósrautt, í mörgum blæbrigðum, dökkt þar sem dýpst er, ljósara við jaðrana, fínkornótt, og blóðlifrar hafa safnast fyrir hér og þar, opið eins og ofanjarðarnáma. Þannig tilsýndar. Nánar skoðað kom annað verra í Ijós. Hver getur horft á þetta án þess að gefa frá sér lágt blístur? Ormar, eins og litlifingur minn að lengd og gildleika, upprunalega rósrauðir og auk þess blóðstokknir hlykkjast þeir, fastir niðri í sárinu, með hvíta hausa og fjölda smáfóta mót birtunni. Veslings drengurinn, þér er ekki hægt að hjálpa ..." Mikið hefur verið deilt um túlkun á sögunni. Víst er læknirinn persónugervingur Kafka sjálfs, en hver er þá drengurinn? Við viljum meina að þar sé Kafka líka kominn, módernísk spegilmynd læknisins. Skiptir síðusárið þar miklu máli. Það sama gildir 'iitrii ... Síðan reikaði hann einn síns liðs uppí hæðirnar og reif úr sér bæði augun til yfirbótar fyrir þá ógæfu sem hann hafði, án minnstu vitundar, bakað öðrum.. . (Ödipus. Grískar goðsagnir.) Franz Kafka fæddist í Prag 3. júlí 1883. Hann var af borgaralegum gyðingaættum sem virðast hafa lagt meiri rækt við slavneska og þýska siði heldur en orthodox-gyðingdóm. Hann menntaði sig í Prag og bjó þar svo til alla sína stuttu ævi. Hann lauk stúdentsprófi árið 1901 og fór beint í háskólanám. Svo virðist sem upphaflega hafi hann ætlað að snúa sér að „fagurfræðum“ (hann nam m.a. germönsk fræði) en sneri sér svo skyndilega að lögfræði og lauk doktorsprófi árið 1906. Þessi umskipti í námi hans eru dæmigerð fýrir þá togstreitu sem einkenndi bæði líf hans og skrif og hefur án efa verið innblástur hans og fyrirmynd þess óhugnanlega, en samt kunnuglega heims sem hann opnar okkur í verkum sínum. Togstreitan stóð á milli löngunar hans til að skrifa og tilhneigingar hans til að uppfylla væntingar fjölskyldu sinnar og umhverfis. Það er margt sem bendir til þess að Kafka hafi verið haldinn Ödipusar-duld (Oedipus Rex Compiex). Vissulega má sjá í sumum verka Kafka óvenjumargslungnar og ólíkar tilfinningar í garð föður hans, hann elskaði og-virti föður sinn um leið og hann fyrirleit og óttaðist hann. Við komum betur að þessu seinna. Áberandi ranghugmynd um líf Kafka felst í því að hann hafi lifað einangruðu lífi, verið ómannblendinn og þunglyndur maður. Þessi ímynd er afskaplega rómantísk og ábyggilega eitthvað til í henni en hún er óþarflega ýkt, e.t.v. vegna ofuráherslu á Ódipusarduldina. Sannleikurinn er sá að Kafka lifði mjög ríku „social-lífi“ og stundaði samkvæmi og vændishús af miklum krafti. Ritstörf hóf Kafka á háskólaárum sínum. Elstu sögur sem vitað er um eftir hann eru frá árunum 1904—5. Hann var nokkuð afkastamikill, þrátt fyrir lögfræðinámið og skrifstofuvinnuna sem hann stundaði mest alla sína ævi, hann var lögmaður á slysatryggingastofnun. Eftir hann liggja margar skáldsögur auk fjölda af smásögum, dagbækur hans og bréf. Merkustu sögur hans, auk Hamskiptanna, eru Réttarhöldin, Kastalinn og Ameríka. Réttarhöldin hafa verið kvikmynduð og stóð á bak við það snillingurinn Orson Welles. Þá mynd er hrein unun að horfa á og ekki síst túlkun Welles á smásögunni „Vor dem Gesetz“ sem hann skýtur inní myndina á stórskemmtilegan hátt og gefur um leið vísbendingu um hvernig Kafka sá sjálfan sig í sínum innri heimi. Það má fullyrða að öll verk Kafka séu að meira eða minna leyti túlkanir á hans eigin reynslu og lífi. Það kann að virðast þröngt svið til að vinna á, en hann bætir það upp með grípandi myndmáli sem er ótrúlega fjölbreytt og hugmyndaríkt og ristir djúpt í vitund lesanda. Kaflía var berklasjúklingur alla sína ævi og lést af þeim sökum á heilsuhæli í grennd Vínarborgar 1924 eftir langa og erfiða sjúkralegu. um Hamskiptin. Þar er það síðusárið sem á einn stærstan þátt í dauða Gregors. Undir martyrismann fellur líka þung skelin sem fótkrílin eiga erfitt með að valda, táknræn tilvísun í píslargöngu Jesú Krists með krossinn til Golgata? Við komum nánar að því síðar. Kafka leit á sig sem listamann sem ekki fær notið ástkonu sinnar, bókmenntanna. Hann velktist á milli þess að vera borgaralegur skrifstofuþræll eða rithöfundur og olli honum mikilli kvöl og hugarangri. Hann sagði sjálfur í bréfi til Felice Bauer: „Stundum get ég jafnvel heyrt hvernig ég er brotinn niður, annars vegar af eigin skrifum, hins vegar af skrifstofunni..." Hið yfirvegaða og rólega líf Kafka var þrungið innri spennu og þrá. Og það sorglegasta er, að það er þessi spenna, þessi vanlíðan sem skapar verk hans og gefur þeim þá sál sem nú er ódauðleg. Kafka vissi þetta og þjáðist fyrir það. Hefði hann snúið baki við hinum borgaralega heimi meðalmennskunnar, sem hann hataði og fyrirleit, og helgað sig algerlega ritstörfum sínum, væru verk hans ekki það sem þau eru, heldur eitthvað annað og jafnvel minna. Það hefði farið fyrir honum eins og fór fyrir Gregori, hann hefði rotnað lifandi. Hér sést gjörla samband skálds og skáldverks. ÖDIPUS Á ÞREM FÓTUM AÐ MORGNI Kafka þjáðist alla tíð af minnimáttarkennd gagnvart föður sínum. Hermann Kafka var strangur og harður uppalandi og skipti sér lítið af viðkvæmu tilfinningalífi sonar síns. Hann ætlaði honum að komast áfram í lífinu, verða nýtur þjóðfélagsþegn og lagðist hart gegn öllum undanbrögðum. Kafka þráði að þóknast honum en hans innri köllun og þrá var að skrifa bækur. Þetta olli gífurlegri kreppu i sálarlífi hans og skiptir miklu máli í túlkun á verkum hans. Kafka elskaði og hataði föður sinn á víxl. Hann þráði skilning og blíðu en umfram allt fyrirgefningu. Hann fann til mikillar sektarkenndar gagnvart honum þó hann gerði sér aldrei grein fyrir því af hveiju hún stafaði. í bréfi til föður síns — bréfi sem aldrei var sent — segir Kafka: „Öll mín skrif voru um þig. Álít það sem ég syrgði í þeim var það sem ég aldrei grét út af á öxl þinni.“ Hræðslan við föðurinn kemur fram mörgum verka hans. Réttarhöldin (Der Prozess) eru kannski besta dæmið. Þar er það Jósef K. (Franz Kafka?), sem er ákærður fyrir glæp sem hann veit ekki hver er en hefur þó samviskubit yfir. Ákæruvaldið er ósýnilegt en óhuggulegt og þrúgandi. Jósef K. veit að hann er sekur og að hann verður dæmdur sekur, en hann veit ekki fyrir hvað. Benda má á að hann borðar epli, daginn sem hann er tekinn fastur og gæti það verið tilvísun í syndafall Biblíunnar. Líklega er ákæruvajdið faðir Kafka og Jósef K. hann sjálfur. I Hamskiptunum samsvarar faðir Gregors mjög vel föður Kafka. Hann er ákveðinn og strangur harðstjóri, nálægð hans þrúgar heimilislífið. Fyrir Kafka var faðir hans fulltrúi alls þess sem hann þráði að sleppa frá. Samviskubitið orsakaðist af hatri. Hann hataði föður sinn fyrir ástleysið og kuldann. En hann hræddist hann líka, vald hans, og gerði allt til að þóknast honum, eyddi meira að segja löngum stundum skartgripavöruverslun föður síns, sem var mjög lágkúrulegur hlutur í augum hans því Kafka fýrirleit allt veraldlegt pjátur. Hann óttaðist að faðirinn mundi svipta sig getunni til að skrifa og minnir það óneitanlega á Ödipusarduld Freuds, sem er stig í siðferðisþroska ungra barna. Kafka komst ekki heill í gegn og setti það mark á allt hans líf. Hann átti í erfiðleikum með að standa í tilfinningasambandi við konur en sótti þess !í stað vændishús. Haltu mér, slepptu mér-samband hans við Felice Bauer er dæmigert. Þrisvar sinnum sleit Kafka trúlofun þeirra. Hann gat ekki gert það upp við sig, hvorum heiminum hann vildi tilheyra. Þar tókust á annars vegar óttinn innrætið og skylduræknin og hins vegar óstöðvandi þrá úr sálardjúpum hans sjálfs. Eftir að hafa lesið Hamskiptin nokkrum sinnum, verður manni ljóst að þar er harla fátt til komið af handahófi. Allt virðist þjóna ákveðnum tilgangi, persónur, atvik og reyndar atburðarásin öll. Það að sagan er aðeins skrifuð á hálfum mánuði styrkir þá kenningu að Kafka hafi akkúrat vitað hvað hann ætlaði að skrifa um og hvernig. Það er ekki ólíklegt að hugmyndin sé byggð á draumi. Kafka var mikill aðdáandi draumakenninga Freuds og hafði gaman af að túlka sína eigin drauma. Hamskiptin eru nokkurs konar persónulegt uppgjör Kafka við sjálfan sig, föður sinn, fjöiskyldu og hið borgaralega, kreddukennda umhverfi. Hann lætur , persónugerving sinn, Gregor Samsa, breytast í bjöllu. Bjallan stendur fyrir viðkvæman mann, rithöfund og píslargöngu hans með þunga sket, á völtum fótum, í heimi sem fyrirlítur hann og misskilur. Kafka reynir að lýsa því sem mundi gerast ef hann gæfi upp á bátinn borgaralegar skyldur sínar og tæki til við að sinna ástríðu sinni, að skrifa. Hann kemst að þeirri niðurstöðu að það yrði honum um megn. Hann skrifaði um kvöl sína og þjáningu, sem grundvallaðist á margra ára togstreitu. Ef hann losaði sig við áþjánina, hyrfi um leið krafturinn, sem gaf þessum sjúka manni þrek til að skrifa jafn mögnuð skáldverk og raun ber vitni. Þá hefði hann ekkert til að lifa fyrir lengur. Til að gera okkur betur grein fyrir þeirri alvöru sem býr að baki Hamskiptunum, skulum við líta á nokkrar tilvitnanir í bréf Kafka til Felice Bauer meðan á ritun sögunnar stóð: 18. nóv. 1912. „Ég var að glugga í sögu gærdagsins í yfirþyrmandi þrá í að hella mér útí hana, sem á greinilega rætur sínar að rekja í örvæntingu. “ 23. nóv. 1912. „... af því að sagan er hræðileg. Ég kalla hana Hamskiptin og hún myndi virkilega hræða þig, þú mundir varla vilja heyra hana ..." 1. des. 1912. „... ég er orðinn virkilega spenntur út af litlu sögunni minni; hjarta mitt þráir að æða dýpra og dýpra inní hana..." 6-7. des. 1912. „Gráttu, ástin mín, gráttu, stundin til að gráta er komin. Söguhetjan í sögunni minni var rétt í þessu að deyja. Þér til huggunar, vil ég að þú vitir að hún dó í friðsæld, sátt við allt. Sagan sjálf er ekki alveg búin, ég er ekki rétt stemmdur núna og ætla að geyma endinn þangað til á morgun. Svo er líka áliðið; það tók mig langan tfma að jafna mig eftir truflunina í gær. Það er leiðinlegt hve sumar síður sögunnar bera þreytu minnar merki og aðrar truflanir og áhyggjur eru greinilegar; ég veit að ég hefði getað betur en þetta; þetta er sérstaklega áberandi á hinum tilfinningaríkari síðum sögunnar...“ Ödipusarduld Kafka kemur skýrt fram í Hamskiptunum. Líkt og Ödipus forðum er Gregor hrifinn inní atburðarás þar sem hann fær engu stjórnað og eina leiðin út er dauði og fordæming. Gregor, sem persónugervingur Kafka, fellur í faðm ástkonu sinnar og syndgar þar með gegn vilja fijður síns. Hann er dæmdur til að deyja, einn og yfirgefinn, en þó sáttur, því hann veit að það er eina undankomuleiðin. Og þá komum við aftur inná martyrismann. Kafka lætur Gregor deyja fyrir syndir föðurins og náðar þannig Gregor, sem fær syndaaflausn í þjáningunni. Þessu til rökstuðnings má benda á dauðastund Gregors sem óneitanlega minnir á píslarvættisgöngu Krists á krossinum á Golgata: „Hann víssi ekki meira en svo af skemmda eplinu í baki sér og bólgunni þar í kring, sem var öll hulin mjúku ryki. Til fjölskyldu sinnar hugsaði hann með viðkvæmni og ástúð. Sú skoðun að hann yrði að hverfa, sat honum ef til vill ennþá fastara í huga en systir hans. Svona velti hann vöngum í friði um allt og ekkert, þar til turnklukkan sló þrjú á nóttu: Hann lifði það að sjá gráma fyrir nýjum degi utan gluggans. Síðan, án þess að hann óskaði, hneig niður höfuð hans að fullu og öllu, og fram úr nösunum leið hægt hinsti lífsandinn. “ Tiphareth* - TVENNSKONAR HAMSKIPTI Við túlkun á sögunni skiptir ekki ýkja miklu máli hvort miðað er við mismunandi sjónarmið á sögunni sjálfri eða atburðinum í upphafi sögunnar þar sem Gregor Samsa breytist í bjöllu. Þetta tvennt er það sama, sagan væri allt önnur án upphafsins og upphafið aðeins hugmynd án sögunnar. Myndbreytingin sjálf er sá þáttur sem alltaf verður að taka sem upphafspunkt. Við verðum að gera ráð fyrir að sagan sé eitthvað annað en „fantasía" um mann sem breytist í bjöllu og afleiðingar þess. Óraunveruleiki sögunnar, t.d. það að fjölskyldan efast aldrei um að ófreskjan sé Gregor, gerir þá túlkun fáránlega. Þess í stað verður að líta á söguna sem táknrænan hlut. Það er einnig spurning hvort líta eigi á hana persónulega eða útfrá samfélaginu, og þá sem ádeilu. Niðurstaða flestra er sú að sagan sé vissulega ádeila, en persónuleg ádeila manns sem finnur ekki lífsfyllingu i LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 6. JANÚAR 1990 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.