Lesbók Morgunblaðsins - 06.01.1990, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 06.01.1990, Blaðsíða 8
Flugstöðin í Keflavík. Arkitekt: Húsameistari ríkisins, Garðar Halldórsson. Hér var staðið að verki með listrænum metnaði og byggingin getur talist táknræn fyrir þá nýsköpun sem orðin er í íslenskri húsagerð á síðustu árum. Myndtextar eru irá Lesbók. fslenskur arkitektaskóli er nú nauðsynlegur rkitektar á íslandi eru nú um 230 talsins. Fjöldi þeirra hefur meira en tvítugfaldast á 50 árum. Haldi þessi fjölgun áfram næstu 50 árin má reikna með að arkitektar verði orðnir um 1.000 að tölu upp úr miðri. næstu Á síðasta ári var þess minnst, að 50 ár voru liðin frá stofnun^ Arkitektafélags íslands, en raunar ná samtök arkitekta aftur til 1926. Á samkomu í tilefni afmælisins, hélt formaður félagsins ræðu um stöðu íslensks arkitektúrs og er hún birt hér ásamt myndum af nokkrum verkum íslenskra arkitekta frá síðustu árum. Eftir STEFÁN BENEDIKTSSON öld. Arkitektar móta þann ramma sem vort ídaglegt líf hrærist í. Þeir skipuleggja byggð °og opin svæði, hanna byggingar og garða, innréttingar, húsgögn og lausamuni. Lífsþægindi og ánægja fólks eru háð því hversu vel arkitektar leysa verkefni sín. Góð menntun arkitekta er því stórt samfélags- legt hagsmunamál. Saga íslenskra arkitekta er ekki löng. Það er fyrst á þessari öld sem íslendingar leita háskólamenntunar í arkitektúr. 1918 útskrifaðist fyrsti arkitektinn, Guðjón Samúelsson. 1940 voru háskólamenntaðir arkitektar 10 talsins, 1950 voru þeir 11, 1960 17, 1970 62 og 1980 137. Nú eru íslenskir arkitektar um 230 talsins. Reiknað er með að mennta þurfi um 15 arkitekta árlega til að mæta nauðsynlegri endurnýjun og fjölgun í stéttinni í samræmi við áætlaða fólksfjölgun og hagvöxt fram yfir aldamót. Um aldamótin yrðu arkitektar hér á landi þá um 320. 1926 var stofnað Byggingarmeistarafé- lag íslands með aðild háskólamenntaðra arkitekta og annarra sem að hönnun bygg- inga stóðu. 1934 var síðan stofnað Félag íslenskra arkitekta og 1936 Akademíska arkitektafélagið. Þessum tíðu félagamynd- unum lauk með stofnun Húsameistarafélags íslands í maí 1939 en þá voru hin félögin Sambýlishús við Hæðargarð í Reykjavík. Arkitekt: Vífíll Magnússon. Athyglis- vert hús þar sem form og litir haldast í hendur. Innan úr Epal-húsinu við Faxafen. Arkitekt: Manfreð Vilhjálmsson. Arkitektúr i háum gæðaflokki, jafnt að utan sem innan. lögð niður og starfsheitið arkitekt var lögg- ilt. 1956 breytti félagið síðan um nafn og kallaðist uppfrá því Arkitektafélag íslands. Örðugt er að gera sér grein fyrir hlutverki arkitektúrs í dag, örðugra en áður; það, gerir hin flókna samfélagsgerð. Allt fram á þriðja áratug þessarar aldar var hlutverk arkitektúrs hreint og klárt. Arkitektúr var til þess að úpphefja og fræða almenning með lærðri notkun algildra tákna í bygg- ingu. Þeir sem áttu fjármagnið byggðu. Arkitektúr bar uppi og umlukti alla menn- ingu. Fyrst leitaði á hugsandi menn sú spurning hvað arkitektúr sé. En af þeirri leit spratt svokallaður nútíma arkitektúr. Þróun mannsandans er meinstríðið fyrir- bæri í því að hún er aldrei samfara þróun daglegs lífs þó hvorugt verði úr samhengi slitið. Sú listastefna í mynd- og byggingarlist sem kennd er við nútímann var langt á undan sínum samtíma. Byggingar frá þess- um tíma eru margar hverjar eins og frá öðrum hnetti í samanburði við aðra hönnur eins og t.d. bíla. Þegar það samfélag serr nútímalist var ætluð varð til, var listastefn- an sjálf í raun um garð gengin. Því spyija menn sig en’n hvað arkitektúr sé. Svarið et þekkt en að finna því stað í nútímanum ei erfiðara. Enn sem fyrr er arkitektinn ábyrg- 8

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.