Lesbók Morgunblaðsins - 06.01.1990, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 06.01.1990, Blaðsíða 10
Er það svona að vera dáínn? Af daglegu lífi í Iowa í miðríkjum Bandaríkjanna purt er: hvemig er að búa þama í Ohio? Eða: Hvernig er að búa þarna í Indíana? Iowa leið- rétti ég, án þess að kippa mér upp við það. Af einhverjum ástæðum tollir téð fylkisnafn nefni- lega afar treglega í minnisfrumum margra. Grein og myndir: RÚNAR HELGI VIGNISSON 1 Kannski veit heilinn sem er að það gildir einu hvort spurt er um Ohio, Indiana eða Iowa — þetta er mikið til sami grautur í sömu skál: einhverjir staðir einhvers staðar langt frá öðrum stöðum, staðir þar sem engir búa aðrir en örfáir luralegir sveita- menn sem rækta mikið, alltof mikið, af maís og ala feita nautgripi hlaðna hormón- um sem valda illræmdum hamborgararöss- um. Og auðvitað þarf ekki að taka fram að enginn „heilvita" maður heimsækir þessa staði og guð hjálpi þeim sem lenda í að búa þar til lengdar. Svo segir það dulmagnaða fyrirbæri almannarómur og virðist byggja á einhverri sammannlegri skynjun sem eng- inn veit almennilega hvaðan sprettur. Spurt er: Hvernig er að búa á Kópaskeri? í Súðavík? íslenskur almannarómur gatar ekki á þessari. En það er svo með Súðavík og Iowa að vankantar staðanna eru jafnframt kostir þeirra. Einmitt vegna fjarlægðarinnar frá öðrum stöðum og ekki síður vegna tiltölu- legs fámennis þrífst í Súðavík og Iowa ýmislegt sem ekki þrífst eins vel annars staðar. Og hvemig er þá að búa í Iowa? Iowa er afdrep handa þeim sem hafa orðið fyrir áfalli í stórborgum. Mislíkaði ykkur fruntaleg framkoma Parísarbúans? Komið þá til Iowa. Blöskraði ykkur stækjan og stressið í New York? Komið þá til Iowa. Viljið þið geta gengið óhult um götur að kvöldlagi? Komið þá til Iowa. Þar verðið þið ekki niðurlægð, ja, nema þið lendið á stórborgarbúa sem þangað hefur nýlega Sveitavegur í Iowa: “Ekkert“ að sjá svo langt sem augað eygir. íslenskur arkitektaskóli... félagið. Skólinn yrði örvun til rannsókna á arkitektúr, þ.e. formum, byggingaraðferðum og byggingarefni sem hæfa íslenskum að- stæðum og hann yrði banki þeirrar þekking- ar sem þegar er fyrir hendi. Skólinn yrði hvati nýjunga í framleiðslu byggðri á innlend- um efnivið og innlendum kröfum, en árangur á því sviði getur ef vel tekst til orðið tilefni til útflutnings. Að lokinni þeirri alþjóðlegu ráðstefnu sem að framan var getið komust íslenskir arki- tektar að þeirri niðurstöðu að arkitektaskól- inn verður að bjóða upp á flmm ára nám og fullnægja öllum fræðilegum kröfum sem gerðar eru til stéttarinnar. Æskilegt er að allt námið fari fram á Islandi en til að byija með má hugsa sér að hluti námsins fari fram erlendis og er þá horft sérstaklega til Norður- landanna og vitað er að áhugi þeirra er gagn- kvæmur. íslenskir arkitektar eru ósérhlífnir og van- ir löngum vinnudegi. Ef stjórnvöld sýna sig reiðubúna til að fylgja þeim hugmyndum eftir sem hér hafa verið settar fram um íslenskan arkitektaskóla þá getur Arkitekta- félag ísiands ábyrgst að ekki verður skortur á áhugasömu fólki og duglegu til að vinna að framgangi þessa langþráða takmarks. Arkitektar verða að vera menn til að gefa að minnsta kosti sumum verkum sínum til- gang með því að tákngera það yfirbragð sem gerir bygginguna að greinilegum minnis- varða síns tíma. Allar byggingar hvort sem þær eru hannaðar af arkitektum eða öðrum hversu vel eða illa sem að þeim er staðið eru minnisvarðar um samtíma okkar. Það hefur alltaf verið hlutverk arkitekta að skapa minn- isvarða samtíðar sinnar, jafnvel þótt samtíð okkar ætlist ekki til þess af arkitektum þá gera komandi kynslóðir það örugglega. Við og samtíð okkar verðum hart dæmd ef við höfum ekki staðið vel að verki. íslenskum arkitektum er eins gott að horfast án undan- bragða og feimni í augu við þá staðreynd að hlutverk þeirra hefur alltaf, er og mun verða að setja fram með skýrum hætti í verk- um sínum augljós auðkenni menningar sinnar, öðru nafni að byggja minnisvarða. Þegar síðari kynslóðir að nokkrum áratugurh liðnum leggja mat á menningu vorra tíma þá verður arkitektúrinn að vera mynd sem greypir sig í huga fólks, tákn síns tíma. Þetta á að vera veganesti okkar til næstu 50 ára. Höfundur er formaöur Arkitektafélags Islands. slæðst. Þar verður ykkur jafnvel heilsað vingjarnlega af bráðókunnugu fólki á götum úti. En ef þið eruð á höttunum eftir stórbrot- inni náttúru, sneiðið þá hjá Iowa, Indiana og Ohio, líka Illinois, Nebraska, Kansas, Minnesota og Michigan. Sneiðið hjá Mið- vestrinu eins og það leggur sig. Ef þið kunn- ið hins vegar vel að meta ræktarleg tré, tún og engi, komið þá til Iowa — nema það sé þurrkur, eða vetur, þá er allt gult eða grátt. Þrátt fyrir sneypulega stöðu Iowa í hinu dulmagnaða almenningsáliti hefur verið skrifað meira um það fýlki en mörg önnur. Satt að segja hafa rithöfundar frá öllum heimshornum séð ástæðu til að lýsa reynslu sinni af þessu lítilláta landsvæði. Nei, ég er ekki að skálda þetta upp til að réttlæta fjögurra vetra dvöl í þessu „óttalega krummaskuði" eins og íslenskur rithöfundur kaus að kalla þennan part veraldarinnar eftir tveggja mánaða viðdvöl. Öðru nær, það er mjög eðlileg ástæða fyrir þessum orða- flaumi um Iowa: í borginni Iowa City — sem vel að merkja er ekki höfuðborg fylkis- ins lengur, heldur Des Moines, hundrað mílum vestar — í Iowa-borg er staðsettur stór háskóli sem af einhveijum ástæðum, furðulegu'm ástæðum mundi ajmannarómur segja, státar af einni þekktustu rithöfunda- smiðju Bandaríkjanna. í tengslum við hana er boðið þangað skríbentum frá um þijátíu þjóðlöndum á hausti hveiju og það er þetta fólk sem einatt sér ástæðu til að hafa orð um Iowa, en þau ekki öll býsna jákvæð satt að segja. En brottfluttir Iowa-búar geta líka skrifað háðslega um sitt eigið fýlki. Bill nokkur Bryson skrifaði nýverið grein sem hann kallaði „Feitar stelpur í Des Moines“ í tímaritið Granta. Honum fórust m.a. svo orð um heimaborg sína: „Varla nokkur maður flytur burt. Þetta er vegna þess að Des Moines er magnað- asti dávaldur sem vitað er um. Fyrir utan borgina er stórt skilti þar sem segir: Vel- komin til Des Moines. Það er svona að vera dáinn. Þetta er ekki alveg sannleikanum samkvæmt. Ég bjó þetta til. En staðurinn nær tökum á manni. Fólk sem ekki hefur nein tengsl við Des Moines beygir út af hraðbrautinni í leit að bensíni eða hamborg- urum og ílendist til eilífðamóns. Það búa hjón frá New Jersey skammt frá foreldrum mínum og maður sér þau eigra um annað slagið, pínulítið utan við sig, en undarlega friðsæl á svip. í Des Moines eru allir undar- lega friðsælir á svip.“ Þrátt fyrir háðskan tón Brysons — sem almannarómur hefur ef til vill þröngvað upp á hann — ratast honum býsna margt satt orð í munn. Það er eitthvað heimilislegt við fólkið hérna í Iowa. Eitthvað sem minnir á ísland, satt að segja. Islenska bændur og kannski sjómenn líka. Viss einurð. En lengra nær samanburðurinn vart. Það er til dæmis þessi sérstaka bandaríska einlægni sem gerir Iokaðan íslending einatt hvumsa. Og svo tala allir við mann eins og þeir hafi þekkt mann árum saman. Maður stansar til að borga toll á leiðinni frá Chicago og afgreiðslumaðurinn í hliðinu ávarpar mann svo kumpánlega að ætla mætti að hann væri nágranni til margra ára. Þegar maður þekkir ekki sálu getur slíkt verið undarleg reynsla og tilefni flóknustu vangaveltna. Fréttatímar eru alltaf góður mælikvarði á mannlíf og gildismat. I Iowa-fréttum er vanalega ekkert bitastætt. Helsta fréttin kemur á fjögurra ára fresti og stafar af þeirri ráðstöfun að hafa fyrstu forkosningar fyrir forsetakjör í Iowa. Annars gerist aldr- ei neitt. Aldrei. Þar eru meira að segja oft góðar fréttir! Og á milli frétta er ósjaldan skotið inn auglýsingum um áburð og skor- dýraeitur, dráttarvélar og kornskurðartæki. Annars er það helst á íþróttasviðinu sem eitthvað er um að vera. Áhugi á íþróttum er á mörkum þess að vera meiri en góðu hófi gegnir. Þær virðast, ásamt trúnni, vera helsta sameiningartákn fólksins. í Iowa City eru um 60 þúsund íbúar og þar er fótbolta- leikvangur sem rúmar jafn marga. Og hann er alltaf sneisafullur á hveijum leik háskóla- liðsins. Alltaf. Jafnvel í tíu stiga frosti og snjókomu. Margir verða meira að segja frá að hverfa. Þjálfari liðsins er dýrkaður sem guð, að minnsta kosti þegar vel gengur, sem er oftast. Bílum er lagt alls staðar; inni í húsagörðum, úti á túnum og heilu fjölskyld- umar mæta á svæðið, ömmur og afar líka, klæddar í einkennisliti háskólans, já, ömm- urnar og afarnir líka og gera daginn að útilegudegi. Það er grillað fyrir leikinn og stundum eftir leikinn líka. Og meðan á leikn- um stendur berast fagnaðarlætin eins og yfirnáttúrulegar hljóðbylgjur um allan bæ. En guð hjáipi þeim sem reynir að komast leiðar sinnar um götur borgarinnar að leik loknum. Algjör örtröð. Allt fer þó friðsam- lega fram, engin bílflauta þeytt, engin ólæti. Aldrei. Svipað er síðan upp á teningn- um þegar körfuboltavertíðin hefst. Fimmtán þúsund manna höllin er alltaf troðfull þótt sjónvarpað sé beint frá leikjunum. Þykir einhveijum gott að fá fimm þúsund manns í Laugardalshöllina í 90 þúsund manna borg? En þótt ýmislegt kunni að virka sveitó í lýsingum af Iowa og íbúum þess, þá bland- ast þessi sveitamennska, ef svo skal kalla, afar vel svonefndri heimsmenningu. Pró- fessorar og nemendur í háskólanum í Iowa City eru til dæmis frá öllum lands- og heims- hornum, sem gerir borgina að alþjóðlegri vin í látlausum komökrunum (annars er kornið líka tengiliður við heimsmenninguna því það er selt út um allar álfur). Það er meðal annars þetta sem gerir það að verkum að í Iowa er fjarskalega gott að búa. Fólk- ið er traust og framúrskarandi vinsamlegt og sumt lætur sig mann meira að segja Nýlegt, vel teiknað hús, sem fellur hillkomlega inn í umhverfi sitt við hliðina á Hótel Borg. Arkitektar: Guðmundur Kr. Guðmundsson og Ólafur Sigurðsson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.