Lesbók Morgunblaðsins - 06.01.1990, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 06.01.1990, Blaðsíða 14
Er heimssýn okkar frumstæð? Hafíð þið gert ykkur grein fyrir að ifiannkynið er um það bil að stíga inn í nýja öld, þar sem þekking á himingeimnum kemur til með að kollvarpa heimssýn okkar. Forfeður okkar sáu jörðina sem flatan disk. Forn- Egyptar sáu hringlaga slönguveru í sólinni, sem faldi sig undir yfirborði Nílar að næturlagi. Vissulega frumstæð heimssýn! En hvað skyldu kom- andi kynslóðir segja um okkar heimssýn? Skyldi þeim ekki fínnast hún frumstæð? Áhugi á stjörnufræðirannsóknum er alltaf að aukast og félag áhugamanna um geimferðir gefur út tímarit, „Planetary Report“, sem greinir frá nýjustu niður- stöðum. Merkúr, Mars, Venus, Júpít- er, Satúrnus og Úranus hafa verið heimsóttar síðustu 30 ár og geimfar er á leið til Neptún- usar. Eftir rannsókn á Neptún- usi er frumstigi geimrannsókna lokið. Nýr þáttur hafinn. Fyrsta kynslóð geimfara — tölvustýrð vélmenni — hafa farið til þess- ara stjarna! Og fyrir 20 árum fóru fyrstu mennimir til tungls- ins — og íslenskt hálendi var best fallið til æfinga fyrir tungl- för! Og nú er Geimferðafélagið að undirbúa að senda mannað geimfar til Mars. Geimferðafélagið er stærsta áhugamannafélag í heiminum — telur yfir 125.000 meðlimi í 100 löndum, sem fá sendar nýj- ustu upplýsingar um niðurstöð- ur vísindamanna frá hverri geimferð. Tímarit félagsmanna birtir ótrúlegustu myndir frá fjarlægum stjörnum og sýnir fram á hvernig þær hjálpa okk- ur til að öðlast fyllri heimssýn. Rannsókn sólkerfisins eða geimferðir em ekki aðeins í höndum stórveldanna. Sem íbú- ar stjömunnar jarðar emm við öll að rannsaka sólkerfið. Stjörnufræðirannsóknir skapa stórkostlegt tækifæri fyrir gagnkvæman skilning og sam- vinnu fyrir alla jarðarbúa. Nýja öldin á ömgglega eftir að kynna ferðalög til annarra stjama sem nýjung í ferðaþjónustu! Nánari upplýsingar: The Planetary Society, Membership Department, 65 North Catalina Avenue, Pasadena, CA 91106, U.S.A. Rífa Danir 10 þús- und sumarbústaði? Dönsku sumarbústaðahverf- in minna mörg á fátækrahverfi með gömlum, ljótum og léleg- um húsum, sem standast engan veginn nútímakröfúr. Ferða- menn sækjast mikið eftir dönskum orlofshúsum. Land- rými er takmarkað í Danmörku og nú standa Danir frammi fyr- ir því hvort þeir eigi að rífa um 10.000 sumarbústaði, sem hafa kannski verið í eigu sömu íjöl- skyldu mann fram af manni, til að rýma fyrir nýrri og fínni orlofshúsum fyrir ferðamenn. Við þekkjum líka sumarhúsa- hverfin frá 3. og '4. áratugnum. Þá kom fram löngun til að eign- ast orlofshús úti í friðsælu, fögru umhverfi. Og margir byggðu af mismunandi efnum og ólíkum smekk. Eftirlit með skipulagi og byggingarstíl var lítið sem ekk-. ert, enda er árangur oft eftir því. í Danmörku leigja margar fjöl- skyldur þessa sumarbústaði sína yfir aðalferðamannatímann. Og kvartanir óánægðra ferðamanna hafa ekki látið standa á sér. Oft er langt bil á milli glansmynda í auglýsingabæklingum og raun- veruleikans. Auðvitað eiga ferða- skrifstofur að neita að vera með milligöngu um leiguna. En eftir- HVALA-SAFARIFERÐIR vinsælar hjá ferðamönnum í sumar Yfír 1.300 manns tóku þátt í safariferðum á hvalaslóðir frá Ande- nes í Norður-Noregi I sumar. „Nú verður unnið að því að kynna þessa nýjung í ferðaþjónustu og margt bendir til að „hvalasafari" verði mjög vinsælt hjá ferðamönnum", segir framkvæmdastjórinn Atle Hagtun. Það er nýstofnað félag „Hval- safari AS“, sem stendur fyrir ferð- unum. Félagið var með tilrauna- ferðir í fyrra á hvalveiðiskútunni „Kromhout", en stóð fyrir skipu- lögðum ferðum í sumar. Verðið á ferðunum er of hátt til að ferða- skrifstofur sendi hópa, en þær eru vinsælar hjá einstaklingum. Japan- ir kvikmynduðu „hvalasafari“ í sumar, fyrir myndaflokkinn „Ani- malland" og hinn heimsþekkti hvalaljósmyndari Flip Nicklin tók myndir fyrir tímaritið National Geographic. Flip sagði í viðtali við dagblaðið Andöyposten, að hvergi í heiminum gæti maður komist í návígi við stærri hvali, svo stutt frá iandi. Verða þessir sumarbústaðir rifíiir til að skapa fallega, þjóðlega ímynd af húsum með stráþök- um fyrir ferðamenn? spurn er mikil og peningagræðgi líka. Og nú deila Danir um hvort þeir eigi að jafna 10.000 sumar- bústaði við jörðu! Ferðir á útsölu- verðií Bretlandi í Bretlandi er mikill sam- dráttur í sölu pakkaferða eins og hér — um 15-30% á vetrar- ferðum og steftiir í 50% færri pantanir á sumarleyfísferðum! Slæmar fréttir fyrir ferða- skrifstofúr, en góðar fréttir fyrir þá sem hyggja á ferða- lög. Ein stærsta breska ferða- skrifstofan „AA Travel“ hefúr tilkynnt að hún sé hætt að selja pakkaferðir! Aðrar bre- skar ferðaskrifstofúr, eins og Thomson Holidays (sú stærsta) bjóða afslátt á ferðum upp í 10.000 kr. eða fríar ferða- tryggingar. Mörg gylliboð eru í gangi á Oxford- og Regent- stræti í London. En gætið ykk- ar, ef þið látið heillast! Borgið aðeins inn á ferðir hjá ferða- skrifstofúm, sem eru aðilar í félagi breskra ferðaskrifstofa (ABTA)! Að öðrum kosti getið þið átt á hættu að tapa pening- unum ef ferðin yrði felld niður eða ferðaskrifstofan skyldi verða gjaldþrota! Það snjóar í Noregi og lofar góðu fyrir skíðafólkið „Þeir sem hyggja á skíðaferð til Noregs mega fara að hlakka tfl,“ segja norskir ferðafúlltrú- ar. Haustið heftir verið kaldara en undanfarin ár og fyrsti snjórinn er þegar fallinn á mörg skíðasvæði. Fjöll í Vestur- Noregi eru orðin hvít og minni fjallvegir hafa lokast vegna snjókomu. Ofært hefur verið á sumarskíðasvæðið í Jötunheim- um. Fréttir frá syðri svæðun- um, Hovden og Vrádal, greina frá fleiri sentimetra snjókomu siðustu daga. En fleiri og fleiri norsk skíða- svæði eru að koma sér upp snjó- vélum til að leggja náttúrunni lið! Ef nógu kalt er í veðri, er auð- velt að sprauta snjó á brautirnar. Aðalstraumur ferðamanna til Noregs er með Fred Olsen, feijun- um yfir Skagerak, sem hingað til hafa flutt eina milljón farþega. í júní 1990 verður nýkeypt, endur- byggð feija tekin í notkun, „MS Bayard", sem stóreykur flutnings- getuna. Yetrarferðir Ferðafélagsins ur til að geta betur glímt við hærri fjallatindana sumar. Veigamesta ferðaröðin hefst hins vegar ekki fyrr en veturinn ætti að vera liðinn, alla vega sam- kvæmt almanakinu, því 22. apríl verður fyrsta ferð af tólf í göngu frá Reykjavík upp í Hvítámes- skála á Kili. Þessar ferðir eru farnar til að minnast 60 ára af- mælis Hvítámesskála, elsta sælu- húss Ferðafélagsins. Að vetrarlagi er oft besta göngufærið meðfram strand- lengjunni og fjöraferðir verða sannarlega ekki útundan. Ein- hveijar þeirra era áætlaðar á stórstraumsfjöra t.d. ganga und- ir Brimnesi 11. febrúar og við Hvammsvík í Hvalfirði 11. mars. Fyrsta ferð ársins er einmitt strandganga vestan Straumsvík- ur, hjá Lónakoti og Óttarsstöð: um, sunnudaginn 7. janúar. í þeirri ferð verður kapellan í hrauninu heimsótt. Lífríki fjör- unnar er fjölbreytt þótt hávetur sé og margt forvitnilegt ber fyr- ir augu. Ekki era allar vetrarferðir gönguferðir því einnig era farnar ökuferðir svo sem að Gullfossi, þegar nægur klaki er kominn í hann. Það er oft þegar komið er fram í febrúar. Fyrir marga er Heiðmörkin eingöngu sumarland, en Ferðafé- lagið vill kynna hana á öllum árstímum í eins konar árstíðár- ferðum og er Heiðmerkurferð sunnudaginn 21. janúar. Þórsmörk ættu menn einnig að sækja heim á öðram árstímum en að sumarlagi en þangað er helgarferð 2.-4. febrúar. Farið verður á föstudagskvöldi inneftir og gist í _ Skagfjörðsskála í Langadal. A laugardagskvöldi verður þorrablót Ferðafélagsins. Ferðafélagsfólk mun einnig gera sér dagamun í vetrarfagnaði laugardaginn 17. mars verður gönguskíðaferð í Tindfjöll, á fullu tungli. Af öðram helgarferðum í vet- ur skal sérstaklega nefnd Snæ- fellsjökulsferð 9.-11. mars, einn- ig á fullu tungli. Algengast hefur • verið að ganga á Snæfellsjökul um páska og hvítasunnu þannig að þessi ferð er nýbreytni. Hápunktur vetrarferðanna er svo um páska sem eru nú um miðjan apríl. Þá verða þriggja eða fimm daga ferðir í Þórs- mörk, Landmannalaugar, Snæ- fellsnes og Snæfellsjökul og jafn- vel víðar, auk styttri dagsferða í nágrenninu. Að lokum er rétt að minna alla þá sem hyggja á þátttöku í ferðunum að huga vel að út- búnaði áður en lagt er af stað. Mikilvægt er að klæðast ullar- fatnaði innst og skjólgóðum hlífðarfötum yst og alls ekki gleyma regnfatnaði. Góður skó- búnaður er einnig grandvallarat- riði og ekki má heldur gleyma nesti og hitabrúsa í ferðirnar. í helgarferðir þarf að sjálfsögðu meiri búnað og rétt er fyrir byij- endur að leita sér góðra upplýs- inga áður en lagt er af stað, t.d. á skrifstofu Ferðafélags íslands, Öldugötu 3.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.