Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1990, Qupperneq 6

Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1990, Qupperneq 6
Mynd: Ámi Elfar YIÐAR OG'RÓSA Smásaga Þeir ákváðu að njósna um hann; eltu hann þegar hann var búinn í vinnunni og ætluðu að standa fyrir utan húsið heima hjá honum. En alveg sama hvernig þeir reyndu: aldrei tókst litlu strákunum að fylgja Viðari lengra en inn í holtin á bak við háu blokkirnar. eftir EINAR MÁ GUÐMUNDSSON Sumir töluðu um austræn menningaráhrif og meintu vefjarhöttinn. Aðrir nefndu eiginkonur egypskra faraóa og enn aðrir enskar drottn- ingar og franskar hefðar- konur. Loks var sjálf Kleó- patra, drottningin sem fom- leifafræðingar höfðu nýverið fundið á gam- alli mynt, dregin fram í dagsljósið. En ekki voru allir svona sögufróðir. Litlu strákarnir í hverfinu byggðu sagn- fræðilega þekkingu sína aðallega á ævin- týra- og hasarblöðum, svo sem Sígildum sögum. í skrípamyndablöðunum var meiri áhersla lögð á hagfræði. Litlu strákarnir gátu ekki vitnað í bækur eða tímarit og eini sérfræðingurinn sem þeir þekktu var Anton rakari. í þeirra augum hafði gerst kraftaverk og seinna sögðust sumir þeirra aldrei hafa upplifað aðrar eins breytingar á heimilislíf- inu. Þegar þeir komu heim og mættu mæðrum sínum var ekki um neitt að vill- ast: þær höfðu stækkað. Strákunum fannst þær næstum því jafn stórar og tröllskessurnar í sögunum sem þær sögðu þeim á kvöldin og þeir sáu feð- uma skreppa saman og húka einsog rindils- legar gosflöskur. Konurnar gnæfðu einsog turnar. Þær gátu gefið skipanir með augna- ráðinu einu saman. Jafnvel trén vöknuðu af vetrardvalanum og litu forviða upp. Þess vegna skal engan undra þó litlu strákarnir hafi einn morguninn birst einsog heill trúarsöfnuður á gólfi rakarastofunn- ar. Ef Anton rakari vissi ekki hvað hér var á seyði vissi það enginn. Það tók hann heldur ekki langan tíma að átta sig. Anton rakari gekk inn í herbergið og gramsaði lengi í kistli, kom svo með fransk- an kynningarbækling og sýndi þeim mynd- ir. „Túbbering,“ sagði hann. „Þetta heitir einfaldlega túbbering.“ Litlu strákarnir skildu ekki orðið en þeim létti samt. Upplýsingar Antons rakara sönnuðu að mæður þeirra höfðu ekki tekið inn vaxtar- lyf og breyst í risa. Þær höfðu heldur ekki orðið fyrir stökkbreytingu eða framandi verur sest að í líkama þeirra. Þó gerðust undarlegir atburðir og seinna var sagt að líklega hafí völd kvenna aldrei verið meiri í landinu en einmitt þessa túb- beruðu daga. Nú dugðu velhnýttir bindis- hnútar skammt til að upphefja dvergvaxna eiginmennina og vitað var um nokkra sem sváfu með ullarteppi breitt yfir sig úti í bílskúr. Þegar Anton rakari skynjaði hvað átti sér stað klippti hann myndirnar út úr franska kynningarbæklingnum og hengdi þær út í glugga. Sagan segir að eftir há- degi hafi biðröðin náð iangt út á götu og rakarastofan einna helst minnt á pólska kjötbúð. En aldrei þessu vant var Anton rakari of fljótur á sér. Já, hvernig sem hann reyndi, þrátt fyrir fræðilegar rannsóknir, umræður við aðra rakara og æfingar á gínuhöfðunum, tókst honum ekki að laga fingratækni sína að þessu nýja formi há^ skurðarlistarinnar. Konurnar sem mætt höfðu á rakarastofuna máttu því halda út í vetrarkuldann með hálfgerðar heysátur á höfðinu og ef marka má húsvörðinn í stóru blokkinni gengu heimilisstörfin ekki háv- aðalaust fyrir sig það kvöldið. En Anton rakari dó ekki ráðalaus. Þau

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.