Lesbók Morgunblaðsins - 21.04.1990, Page 5
tíðina. Við yngri kynslóðin höfðum engar
áhyggjur af sængurfötum á Þingveili þessa
dagana. Það hefði þótt allt að því syndsam-
legt að hugsa um svefn á þeim unaðslegu
islensku vornóttum á Alþingishátíðinni, sem
engum okkar gleymist hversu gömul, sem
við kunnum að verða.
Já, þetta gerðist rétt eftir en heimskrepp-
an mikla skall á og milljónamæringar frá
Wall Street í New York höfðu orðið öreigar
og fyrirfarið sér með því að stökkva út um
giugga skýjakljúfanna á Manhattan-eyju.
Hér norður á íslandi var þess ekki getið
að menn hefðu tapað aleigunni sökum spá-
kaupmennsku, enda ekki úr háum söðli að
detta í því efni á íslandi, þar sem það hafði
verið sjaldgæft í þúsund ár, að forsjónin
mismunaði fólki við veitingu þess, sem menn
telja þessa heims gæði. Hér voru menn van-
ir því, að vera jafnir í fátækt og skorti.
Hýbýli flestra þröng og ónóg í alla staði og
matur oft af skornum skammti. Soðning og
tros hélt lífinu í flestum.
Það fór lítið fyrir peningum í vösum íslend-
inga eða hirslum á þessum árum og allt fram
að síðari heimsstyijöld. Einhveiju sinni á
síðari hluta þrítugasta áratugarins bað ég
minn góða vin og samstarfsmann, Aðalstein
Ottesen, afgreiðslustjóra Morgunblaðsins, að
lána mér tíu krónur í tvo daga. Hann svarði
um hæl: „Ef ég ætti tíu krónur, ívar minn,
held ég, að ég myndi hætta að vinna!“
Á þessum árum var tímakaup verkamanna
á Eyrinni í Reykjavík 1,40 kr. á klukku-
stund, þegar vinna fékkst, sem ekki var á
hveijum degi eða í hverri viku. Þeir voru
ófáir verkamennirnir í Reykjavík, sem röltu
niður að höfn um fimmleytið að morgni í
þeirri von að einhveija vinnu væri að fá þar.
Sjálfur kynntist ég þessu af.eigin raun.
Faðir minn, Guðmundur Jónsson, verkstjóri,
tók m.a. að sér að losa farma úr skipum,
t.d. kolum og salti fyrir ákveðna upphæð.
Hann réð verkamenn til að annast uppskip-
unina, sem hann stjórnaði sjálfur.
Þegar leið að losunartíma skips safnaðist
hópur verkamanna á bryggjuna þar sem fað-
ir minn stóð, höfðinu hærri en aðrir, og réð
verkamenn. Einn og einn verkamaður reyndi
að vekja athygli á sér með því að nefna
nafn föður míns, eða vekja athygli hans á
sér með bendingum. Það kom aldrei fyrir er
ég var viðstaddur þessar ráðningar, að það
væri ekki stór hópur verkamanna óráðinn
er ráðningunni lauk í það og það skiptið.
Faðir minn, Guðmundur Jónsson, var einn
af mörgum Reykvíkingum á þessum árum,
sem var í daglegu tali ekki kenndur við föð-
Hornið hjá Haraldi og Lækjartorg litu þá út eins og nú, nema hvað símakleGnn
stóð á torginu.
má af eftirfarandi vísubroti frá þeim tíma,
sem hér er vikið að, þar segir:
„ . .. Þarna voru þá Gvendur þessi og
Gvendur hinn, Gvendur í Múla og andskot-
inn . ..“
Annar flokkur nafna um þessar mundir
voru „uppnefningar" svokallaðir, eins og t.d.
Gvendur halti, Rúnki rakari, Jón vinnukona
o.s.frv.
Faðir minn var talinn verkhagur í betra
lagi, sem kom honum að góðu haldi er hann
bauð í farmlosun. Skip varð að losa á sem
allra skemmstum tíma, því samningar voru
um hve lengi skipið væri í höfn. Við uppskip-
un á salti og kolum var það upphaflega siður
að moka í poka í lest skipsins og lyfta ákveðn-
um ijölda poka úr lest á hestvagna, sem stóðu
á hafnarbakkanum. Það sagði mér Héðinn
Valdimarsson, forstjóri og verkalýðsleiðtogi,
að faðir minn hefði fyrstur manna látið gera
trog, sem féllu nákvæmlega í set á hest-
vagni og rúmuðu jafnmikið magn af kolum
eða salti og pokalengjurnar áður. Kolum og
salti var þá, eftir þessari aðferð, mokað í
lest skips í trogin, sem lyft var úr lest og
færð yfir á hestvagna. Við þetta var losnað
við þá fyrirhöfn og tímatöf, að moka í poka
í skipslest, þar sem einn þurfti að halda pok-
anum opnum, en annar eða aðrir mokuðu í
hann.
hafa ráð á að eignast Borsalínó-hatt og
bíræfni í meira lagi að eyða hart öfluðu fé
til kaupa á Borsalínó-hatti tii þess að vera
kallaður „flottræfill" á rúntinum í Reykjavík.
Ég var einn þeirra, sem ekki stóðst mátið
og steypti mér í skuld til þess að eignast
Borsalínó. Hattkaupin urðu til þess, að það
kom að því að ég neyddist til að taka víxil-
lán í banka til þess að standa skil á m.a.
hattakaupunum og öðru pijáli. Þar á meðal
voru skraddarasaumuð „City Dress“-föt með
gráu vesti. Fötin kostuðu 165 krónur hjá
Guðmundi Bjarnasyni og Félsted í Aðal-
stræti 6, þar sem Morgunblaðshúsið stendur
nú.
Svo var það um áramótin einu sinni er ég
hafði verið fastráðinn blaðamaður við Morg-
unblaðið, að ég herti upp hugann og fór á
fund bankastjóra í Landsbankanum í von um
að fá víxillán.
Vogun vinnur, vogun tapar, hugsaði ég
með mér Ég fékk áheyrn hjá bankastjóra í
Landsbankanum. Er ég bar upp erindið
spurði peningavaldið:
„Þér eruð einhleypur maður, eða er það
ekki rétt?“
Ég svaraði spurningunni játandi, sannleik-
anum samkvæmt,
„í fastri atvinnu og hver eru launin,“
spurði bankastjórinn.
ur sinn heldur móður sína. Faðir minn gekk
undir nafninu „Söllu Gvendur". Þetta var
ekki gert í óvirðingarskyni, heldur eingöngu
til að aðgreina frá alnöfnum hans, sem voru
margir. Oft urðu nöfn móðurinnar fyrir val-
inu er föðurnafnið reyndist of algengt. Þegar
menn voru kenndir við móður frekar en föð-
ur var það oft vegna skörungsskapar hennar
eða vegna þess að hún var betur kunn í
bænum en bóndi hennar, sem var e.t.v. sjó-
maður, sem lítið bar á, enda fjarverandi á
sjónum oft vikum og mánuðum saman. Fað-
ir minn kunni Söllu nafninu vel og hann
dáði móður sína, Salvöru, dóttur Guðmundar
Árnasonar bónda í Kópavogi. Þegar ættar-
nafnafaraldurinn gekk og mann gátu fengið
skráð löglegt ættarnafn fyrir 50 króna
greiðslu sótti faðir minn um ættarnafnið
„Söllner", en það fékkst ekki skrásett vegna
þess, að þótti of líkt nafni ensks kaup-
manns, „Zollner", sem átti hér talsverð við-
skipti um þessar mundir.
Guðmundarnafnið var algengt eins og sjá
BORS ALIN O-H ATTUR
UPPÁKRÍT
Til þess, að menn væru taldir með mönnum
á rúntinum í Reykjavík var alveg nauðsyn-
legt að eiga góðan hatt á höfuðið. Vinsældir
manna og hvort þeim var veitt nokkur at-
hygli á rúntinum valt oft á því hvort þeir
báru góðan hatt. T.d. var maður, sem bar
Borsalínó-hatt frá Haraldarbúð sýnu meiri
maður en hinn, sem hafði bara keypt venju-
legan nafnlausan hattkúf. Því var það, að
menn steyptu sér í skuld til að eignast sóma-
samlegan hatt.
Fínustu karlmannahattar um þetta leyti í
Reykjavík voru Borsalínó-hattar frá Harald-
arbúð. En þar var sá galli á gjöf Njarðar,
að kúfurinn kostaði 25 krónur.
25 krónur voru miklir peningar í þá daga
þegar vinna var stopul og verkamannakaup-
ið 1,40 krónur á klukkustund. Reyndir skrif-
stofumenn fengu 300 krónur á mánuði. Það
tók því nokkurn tíma og stöðuga vinnu að
„300 á mánuði,“ svaraði ég.
„Nú, sei, sei, jæja. Þá hljótið þér að leggja
fyrir,“ sagði bankastjórinn og brosti.
Ég fékk víxillánið, sem ég greiddi smám
saman, venjulega með fimm eða tíu króna
afborgunum í hvert skipti, en víxillinn féll í
gjalddaga á þriggja mánaða fresti. En það
mun hafa verið eins og gekk og gerðist á
Eyrinni í þá daga, hvað leið greiðslum á til-
fallandi víxilskuldum.
VÍXILSKULDIN
VELDURÁHYGGJUM
Það vildi svo til,' að þessi víxilskuld angr-
aði móður mína. Einhveiju sinni er tilkynning
kom frá bankanum um að komið væri að
gjalddaga víxilsins sagði móðir mín við mig:
„Það kom bréf til þín frá bankanum í
dag. Hvað var það?“
„Það var tilkynning um gjalddaga víxils,"
svaraði ég, en móður minni varð svo mikið
um svar mitt að henni svelgdist á og sagði
er hún mátti mæla:
„Guð minn almáttugur, barn! Hefir þú
tekið vígseðil!"
Ég var kominn á þrítugsaldur, að vísu
ekki langt yfir tvítugt er þetta gerðist, en
ég skildi síðar, að börn mæðranna verða
ávallt börn hvað sem aldrinum líður.
Víxilviðskiptin voru í hennar augum eins
og ég hefði arýgt glæp við að taka víxillán
í banka. „Vígseðils“-nafnið festist hins vegar
hjá okkur í vinahópnum og víxill heitir ekk-
ert annað en vígseðill er talið berst að slíku
uppátæki í okkar hóp.
Þetta kom fram m.a. löngu síðar í vinar-
bréfi, sem mér barst er ég var í Kaupmanna-
höfn, frá félaga úr góðvinahópnum, Jens
Benediktssyni.
Jens var stórfelldur gáfumaður. Hagmælt-
ur af Guðs náð, talandi skáld. Hann tvinn-
aði, án minnstu fyrirhafnar úr ástkæra yl-
hýra málinu skartgripi, sem lýstu eins og
gull og demantar í djásni. í ljóðabréfi, sem
Jens sendi til mín er ég var í Kaupmanna-
höfn, birtist „vígseðilsnafn" móður minnar.
Bréfið hefst á þessa leið:
„Kominn ert þú til Kaupinhavn, ku sú
borg hafa fagurt navn og götur gesilangar.
En ég rónast hér í Reykjavík, regin grimm
eru forlög slík. Mig sækja sorgir strangar.
Vígseðlabrask er víst á mér. En þeir verða
fáir herrarnir, sem blöðin uppá skrifa ...“
Jens Benediktsson nam guðfræði. Hann
var um tíma blaðamaður hjá Morgunblaðinu.
Hann dó langt fyrir aldur fram úr bráða löm-
unarveiki — polio. Hans var sárt saknað af
öllum, sem áttu því láni að fagna að kynn-
ast honum.
Krít Og Greiðslukort
Nútímafólk á vafalaust erfitt með að gera
sér ljóst hvernig við komumst af, sem kallað
er, áður en greiðslukortin komu til sögunnar
á íslandi. Þó var það afar einfalt mál, sem
kallað var „krít“. Menn fengu nauðsynjar og
jafnvel skemmtanir „upp á krít“, eða það var
„skrifað“ hjá þeim, eins og það hét, líka.
Menn gátu gengið svo frá, að þeir „væru í
reikningi" hjá matvöruverslun, fataverslun,
eða hvar sem nauðsynjar voru seldar. Venju-
lega greiddi fólk „krítina“ um mánaðamót,
eða er kaup var greitt. Hægt var að gera
samninga við lánardrottin að borga hluta af
skuldinni, líkt og hægt er að greiða greiðslu-
kortaskuldir að hluta til, en þá tekur lánar-
drottinn vexti af því, sem eftir er af láninu.
Þegar menn voru í krít í gamla daga mun
það hafa verið sjaldgæft að vextir væru
greiddir af ógreiddum hluta, sem var í krít.
Ég kann frá að segja sögu, er mér kom
við, sem sýnir hvernig krítarfyrirkomulagið
gekk fyrir sig og hvernig það gat komið sér
illa, að hafa ekkert reiðufé við höndina.
Tveir ungir menn höfðu boðið tveimur
blómarósum á nýjársdansleik.
Þeir höfðu krít hjá leigubílastöð og yfir-
þjóni veitingahússins. Aðgöngumiðana að
dansleiknum höfðu þeir greitt með sérstöku
láni, eða fyrirframgreiðslu upp í kaup, sem
átti að greiðast 1. janúar.
Allt gekk þetta eins og í sögu. Dömurnar
sóttar í leigubíl upp á krít, veitingar pantað-
ar upp á krít og bílleigan eftir dansleikinn
var tryggð með krít.
Það voru áhyggjulausir ungir sveinar, sem
leiddu dömur sínar að einu besta borðinu í
Hótel íslandi, á þessu gamlárskvöldi fyrir
langa löngu.
En þeir höfðu ekki lengi setið er þeir tóku
sér til skelfingar eftir unglingum, sem gengu
á milli borða til að bjóða til sölu pappírs-
hatta, hrossabresti og pappaflautur, eða
lúðra, og konfekti eða annað, sem fólk
skemmtir sér við á slíkum mannamótum,
einkum á gamlárskvöldum.
Útgjöld til þessa höfðu ekki verið tekin
með í reikninginn. Engir samningar um krít
höfðu verið gerðir við ungu sölumennina.
Það vildi til að dansherrarnir voru öllu
vanir og annar þeirra sagði á stundinni:
„Æ, hver skrambinn. Nú man ég eftir
því, að við gleymdum að tala við hann Sig-
fús eins og við höfðum lofað. Það er alveg
lífsnauðsyn, að við náum til hans í kvöld!
Viljið þið afsaka okkur,“ sagði hann við döm-
urnar, „við verðum ekki lengi!“
í skyndi var hringt á bílastöðina, þar sem
krítin var í lagi og farið á fund vinar, sem
lánaði nauðsynlegt reiðufé „upp á krít“ til
að kaupa konfekt og fleira. En jafnvel
greiðslukort hefðu ekki bjargað konfektkaup-
unum, því ekki var við því að búast að ungl-
ingarnir hefðu getað tekið slíka greiðslu
gilda.
Með öðrum orðum. Það var hægt að lifa
sæmilegu lífi án greiðslukorta á Islandi í
gamla daga, ef maður hafði krít á réttum
stöðum!
Höfundur er fréttritari Morgunblaðsins í Was-
hington.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21.APRÍL 1990 5