Lesbók Morgunblaðsins - 21.04.1990, Síða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 21.04.1990, Síða 7
+ minnug þess að ekki er alveg að marka vegalengdir á korti. Þessi leið var unaðslega falleg í kvöldsól- inni og ekki er sízt ástæða til að benda á bæinn Meersburg, sem stendur í snarbrattri brekku við vatnið. Þar eru kastalaleifar og eldfornar byggingar í bland við hótelin, sem allsstaðar eru þarna, - en því miður, það reyndist fullbók- að hvar sem borið var niður, unz kom til Uberlingen útundir vatn- senda. Þar gafst gistirými á Hótel Uxanum og kostaði 100 mörk eins og víðast hvar á miðlungshótel- um. Yfir Svartaskóg Frá Bodensee er völ um margar ökuleiðir til Freiburg. Einn mögu- leiki er að fylgja Rín og fara yfir smáhorn af Sviss og síðan til Bas- el, sem stendur við Rín og þaðan á hraðbraut 5 til Freiburg. Bein- asta leiðin liggur líklega um Singen og Blumberg til Titisee og þaðan til Freiburg, en við kusum að sjá lítið eitt meira af Svartaskógi, sem er hálendi og á stórum svæðum er ekki líkt því eins svartur skógur þar og víða annarsstaðar, heldur þvert á móti víðsýni meira en geng- ur og gerist í Þýzkalandi. En þetta er meira hálendi en margan grunar; hæsti tindurinn, Hertogahorn, er að vísu vaxinn þéttum skógi, en engu að síður 1415 metra hár og væri í flokki hærri fjalla á íslandi. Við völdum sveitaveg nr 14 til Tutlingen í Svartaskógi; það er ein- hverskonar iðnaðarbær og æði lítið um að vera þar um hádegisbilið á sunnudegi. Það var eins og bærinn væri í svefni, aðeins örfáir mættir á knæpuna við aðaltorgið og byij- aðir á bjórnum. Þaðan er sveigt í hávestur til Donaueschingen og það er heldur betur líflegri staður. Smáspræna, sem rennur þarna framhjá og upp er sprottin spölkorni vestar, er raunar sjálf Dóná og á langa leið fyrir höndum. Það var áð góða stund í Donaue- schingen í björtu og fögru veðri og varla hægt að ímynda sér að október væri að byrja. Eftir hótel- unum að dæma er töluverður ferða- mannastraumur þarna; Svartiskóg- ur þykir forvitniiegt svæði og allt er notað í ferðamannasegulinn, meira að segja er hægt að fá að sjá sjúkrahúsið í Svartaskógi, sem íslendingar muna ugglaust eftir úr samnefndum sjónvarpsþáttum. Ekki get ég upplýst lesendur um, -hvar ber að leita að því, en til dæmis um hvað persónur í þáttum af þessu tagi geta orðið fólki ná- komnar, má geta þess áð síðastlið- ið vor mátti sjá mikil hneykslunar- skrif í þýzku pressunni vegna þess að manngreyið, sem leikur þennan vinsæla lækni, hafði skilið við kon- una sína og tekið saman við þrítuga blaðakonu, þó sjálfur væri hann sextugur. Afram með smérið; leiðin liggur um hæðótt og skógi vaxið land til Titisee Neustadt, sem er bær og dvalarstaður ferðamanna. Þar hef- ur íslenzk ferðaskrifstofa verið með ítök og hefur sent fólk þangað, ég held við góð eftirmæli. Titisee Neu- stadt er líka fallegur og í stórum dráttum nýtízkulegur bær, þó er þar gamall og virðulegur kjarni með ótrúlega stórri kirkju frá gam- alli tíð. í hvítu sólskini haustsins var notalegt að setjast niður á fal- lega verönd, fá sér kaffi og láta ökuþreytuna líða úr sér. Síðasta áfangann til Freiburg liggur vegurinn um Svartaskóg sem stendur undir nafni og síðast eftir djúpri og þröngri dalskoru unz opnast víðlendið og sléttan, þar sem Rín rennur til norðurs. I skjóli vestr anundir snarbröttum hæðum Svartaskógar stendur Freiburg, þessi perla meðal bæja, sem ferða- langar um þessar slóðir ættu ævin- lega að taka á sig krók til að gista. Gamalt OgNýttÍ Freiburg Freiburg er bær kirkjuklukkn- anna, sem látnar eru óma svo ákaf- lega klukkan 7 að morgni að vekj- araklukkur hljóta að vera óþarfar. Eitthvað yrði sagt á voru landi, ef fólk væri vakið af værum blundi svo árla morguns, en þetta er Frei- burg og þar á þetta að vera með þessum hætti. Við vorum svo hepp- in að fá inni í Hotel am Rathaus í innsta kjarna bæjarins; óvenjulegt hótel, því fyrst er farið inn í afar nýtízkulega verzlunar-og veitinga- húsamiðstöð áður en komist verður í mótttökusal hótelsins. Freiburg er merkilegt sambland af fornu og nýju og allt í sátt og samlyndi: Nútíma verzlanir eins og þær ger- ast glæsilegastar við hliðina á hús- um frá 12. öld. En umfram allt setur hinn forni og nýi háskóli sinn svip á bæinn; Háskólinn í Freiburg er víðfrægur og hann er til húsa nærri gömlu borgarmiðjunni og starfar í 15 deildum. Og þegar kominn er október þarf engan að undra, að háskólastúdentar setja mjög svip sinn á bæjarlífið; sumir skáeygðir úr austrinu, sumir kol- svartir úr suðrinu en flestir fölir úr norðrinu. Fölir eins og við, sem sátum stundum á Mövenpick-veit- ingahúsinu við Ráðhústorgið og virtum fyrir okkur þetta sundur- leita fólk, sem á framtíðina fyrir sér. Freiburg telst ekki stór bær; þar búa um 180 þúsund manns. En hann er gamall í hettunni, var stofnaður um 1100 og-þgr er starf- andi við góðan orðstír veitingahús- ið Björninn, sem telst vera elzta veitingahús í Þýzkalandi; stofnað árið 1120, þegar Ari fróði var að skrifa. Snemma á Sturlungaöld var byijað að byggja stóru kirkjuna, serrubregður ægishjálmi yfir stað- inn og þeir luku við hana urn líkt leyti og Jón Arason og synir hans voru höggnir í Skálholti unr miðja 16.öld. Athyglisvert er það, að, kirkju- feður hafa vitað um og gert ráð fyrir almennu ólæsi á skrifað mál og því hefur verið brugðið til þess ráðs að segja markverða hluti úr biflíunni í formi tréskurðarmynda, sem standa í röð í fordyri kirkjunn- ar með Maríu guðsmóður í önd- vegi. Þó menn norður á íslandi væru á þessum tíma bytjaðir að skrifa íslendingingasögur, hafði prentlistin ekki ennþá verið fundin upp og því varð að uppfræða alþýð- una með myndum og á máli, sem allir gátu skilið. Það er annars óvenjulegt og um leið merkilegt, að almennir borgar- ar kostuðu þessa svo til hrein-gotn- esku risakirkju og hver atvinnu- stétt tók að sér glugga. Þar er gluggi skraddaranna, gluggi smið- anna o.s.frv. Það er að mestu leyti frá turni þessarar kirkju, sem glymur í 16 kirkjuklukkum á morgnana, aftur um hádegið og loks kl 16 síðdegis. Tilgangurinn var frá upphafi sá að kalla bæj- arbúa til messu. Frá fornu fari hefur útimarkaður verið haldinn á hveijum morgni á torginu í kringum kirkjuna og svo er enn. Þar tíðkast enn svo sem á síðustu öld og öldinni á undan, að bændur ofan úr Svartaskógi koma með afurðir sínar, þar á meðal heimagerða osta, og selja á mark- aðnum. Matvörur allskonar eru á svæðinu hálfu; hinummegin eru seldar allskonar handíðir, dúkar og ekki sízt tréskurður samkvæmt gamalli hefð. Hvergi finríur maður betur samhengi aldanna og æða- slátt lífsins en á svona markaði undir veggjum hinnar fornu kirkju. Líkt og gerðist í Köln í stríðinu, var flest í rúst umhverfis kirkjuna, en það var líkt og ósýnilegri vernd- arhendi væri haldið yfir henni, enda standa verndardýrlingar á stöllum allt um kring. íkveikjusprengjur lentu á þaki kirkjunnar, en þann eld tókst að slökkva og kirkjan stóð af sér skjálftann frá sprengju- regninu, m.a. vegna þess að jarð- skjálftar eru ekki ókunnugt fyrir- bæri hér um slóðir og kirkjusmiðir kunnu þá kúnst að hafa innbyggð- an sveigjanleika í kirkjuskipinu. Það reynir líka á þennan sveigjan- leika þegar organistinn samhæfír með tölvu fjögur orgel kirkjunnar og leikur á þau öll samtímis. ViðLjufan Lækjanið Það setur sinn svip á Freiburg, að brattar hæðir Svartaskógar rísa hátt aðeins steinsnar frá miðborg- inni. Frá þessum hæðum var á miðöldum veitt vatni um bæinn í steinlögðum rennum og hefur þeirri hefð verið haldið. Lækirnir, sem kallaðir eru Die Bláchen, voru farn- ir að streyma um þessar götur rétt eftir 1200, þegar Sturlungaöld var á Islandi. Götur gamla miðbæjarkjarnans eru yfirleitt steinlagðar og kannski þykir konum á háum hælum það óþægilegt, en menn hafa varðveitt þessa gerð í stað þess að hella malbiki yfir allt. Og í þessum gömlu götum eru þessir blessaðir bæjar- lækir; steinlagðir fai'vegir þeirra hálfs metra breiðir og hallinn furðulega jafn, svo straumurinn verður greiður og jafn. Maður gengur þarna um við ljúfan lækjar- nið í bland við annan borgarklið. Bílum er haldið utan við þessa fornu bæjarmiðju, en þar ganga aftur á móti sporvagnar. Fornar eikur standa uppúr gamla Ráðhústorginu fyrir utan hótelgluggann okkar og teygja krónur sínar langleiðina yfír torgið. Þar eru oft ýmsar uppákomur og skrautlegt mannlíf. Þar má oft sjá þetta gamalkunna fyrirbæri úr lífsbaráttunni, að fiðlari eða flautu- leikari fyllir torgið af tónum og í staðinn láta vegfarendur skildinga í töskuna utan af hljóðfærinu, sem músíkantinn hefur opna við fætur sér. Hitt sýndist og vera til, að menn væru að troða upp einungis til að skemmta öðrum án nokkurra óska um ölmusu. Þar á meðal voru nokkrir eldfjörugir Suður- Ameríkumenn, sem litu út eins og Indíánar og hafa líklega verið frá Perú. Þeir léku á þjóðlegar flautur af mikilli leikni og sungu með. Á eftir þeim kom ungur maður og átti torgið í fáeinar mínútur á meðan hann sýndi listdans. Og um leið heyrðist ómurinn af harm- oníkukonsert skammt undan. Þannig er Freiburg. En hún et' líka nútíma verzlunarborg með Kauf- haus og C&A og öðrum þesskonar risaforretningum og urmul smá- búða með flest á boðstólum af því sem hugurinn kann að girnast, nema kannski vestfirzkri skötu, harðfisk eða Mývatnssilung. Tvennt er mér sífellt undrunar- efni, ekki aðeins í Freiburg, heldur víðast hvar í borgum Vestur-Evr- ópu: I fyrsta lagi sýnist láta nærri, að skóbúðir séu nærri því jafn margar og allar aðrar verzlanir til samans. Og í öðru lagi: Að sá glæsi- I legi fatnaður, sem allsstaðar ber fyrir augu í búðargluggum, hann sést yfirleitt ekki utaná vegfarend- um í fólksmergðinni miklu á þess- um sömu götum. I Freiburg er ekki farið í laun- kofa með, að mannfólkið kunni afar vel að meta mat og drykk og veitingahúsamenningin stendur 1 þessvegna á gömlum og traustum grunni. Það eitt að koma á útimarkaðinn á Miinsterplatz ætti að vera nóg til að sannfærast um ótrúlegt úrval matvæla; ekki sízt allskonar jarðargróðurs og græn- metis. í kring um Freiburg hefur a.m.k. verið ræktað vín síðan Guð- mundur góði vat' biskup á Hólum og eitt af því sem ferðalangurinn verður að gera, er að koma á Veinstube og bergja á vínum hér- aðsins Baden-Wúrtemberg. Versta hugsanleg móðgun við Freiburgara er að láta í ljósi efa um þekkingu hans á vínum. Freiburg væri afar ákjósanleg bækistöð í sumarleyfi. Ef menn eru latir við langakstur, er hægt að komast þangað í tveimur mjög ró- legum dagleiðum frá Luxemburg. Frá Freiburg er síðan hægt að fara í skemmri ökuferðir austur og norður um Svartaskóg, suður til Basel í Sviss, eða til Colmar og Mulhause Frakklandsmegin við Rínarfljótið. Að vetrarlagi er snjó- sælt í hálendi Svartaskógar og þar eru skíðastaðir með öllu tilheyr- andi, en að sumarlagi má benda á golfvöll skammt frá Freiburg, sem sagður er afar fallégur, en ekki gafst mér tækifæri til að sannreyna f það. Þarmeð kemur að þeim punkti, að haldið er norður á bóginn frá Freiburg; framhjá Kaiserstuhl út við Rín og Frakklandsmegin norður til Saarbrucken. Að vísu hefði ver- ið hægt að taka hraðbrautina Þýzkalandsmegin, sem liggur til Karlsruhe og þaðan til Saarbruc- ken. En það er talsvert lengri leið og auk þess gífurlegur umferðar- þungi að sögn staðkunnugra. Við ókum framhjá Colmar, en tókum tvo eða þtjá tíma í að aka inn í Strazbourg og vorum svo heppin að hitta á bíiageymsluhús á bezta stað. Við náðum aðeins að þefa af borgarmiðjunni, en eitthvað er bragurinn öðruvísi þar en handan Rínar. Auk þess er Strasbourg afar fjölþjóðleg borg með allar sínar evrópsku stofnanir og mikinn fjölda aðkontufólks, sem þar starfar. Það er víst búizt við því, að þessir sendi- menn séu vel fjáðir; að minnsta kosti má ætla að svo sé eftir verð- laginu að dæma í verzlunum. Hraðbrautin til Parísar liggur frá Strasbourg og sveigir norður til Saarbrucken, þar sem ætlunin var að gista síðustu nóttina. En dagur var að kvöldi kominn, þegar ekið var inn í þennan fallega bæ á bökkum ár- innar Saar og gafst ekki tími til að kynnast hon- um nánar. Þess- ari hringferð á bílaleigubíl lauk daginn eftir með hálfs annars tíma akstri frá Saar- brúcken á flug- völlinn í Luxem- burg, þar sem fastir liðir voru eins og venju- lega: Seinkun á flugi til íslands um marga klukkutíma. Enn var sumar og sól og ljúfur hiti, þótt kominn væri október. Við viss- um, að þar voru síðustu dreggjar sumarsins; októ- bersvalinn mundi ekki bregðast þegar heim kæmi. Og sannarlega gerði hann það ekki. GÍSLl SIGURÐSSON Göniul og rótgróin tréskurðar- hefð er í Svai-taskógi og Freiburg og hún virðist lifa góðu lífí í nút- ímanum. Klukkuberinn er til marks um það. Margra alda gömul hús í Freiburg. Lækirnir sem seitla eftir öllum götum gamla borgarhlutans, hafa runnið þarna síðan um 1200. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21.APRÍL1990 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.