Lesbók Morgunblaðsins - 21.04.1990, Qupperneq 8
FERÐALÖG
Aldarafinæli Agöthu Christie
Agatha Christie fæddist í ferðamannabænum Torquay.
„Ég er í góðum félagsskap,"
sagði Agatha 1972, þegar hún
sá vaxmynd af sér hjá Madame
Tussau í London!
haldið hátíðlegt með pomp o g prakt
í Devon og víðar
Aðdáendur hafa hlaðist upp eins og hinar ílóknu morðgátur í
78 leynilögreglusögum Agöthu. Og þeir hafa kallað hana „þjóð-
ardýrgrip", „býflugnadrottningu hins leyndardómsfúlla morðs“
eða „einstakt fyrirbæri“. Nú á að minnast aldarafmælis Agöthu
Cristie, eins vinsælasta rithöfundar leynilögreglusagna á 20.
öld, með röð af hátíðahöldum.
Agatha er ennþá ein af mest
lesnu glæpasagnahöfundum í
heimi, þó 14 ár séu frá láti henn-
ar. Bækur hennar hafa verið
gefnar út í yfir billjón eintökum
á ensku - og álíka magni a.m.k.
á 44 öðrum tungumálum. 25.
nóvember 1952 var byrjað að
sýna „Músagildruna" í St. Mart-
ins-leikhúsinu í London - sýning-
ar standa enn, sem er heimsmet
og 8 milljón manns eru búnir að
sjá leikritið. í vaxmyndasafni
Madame Tussaud í London má
sjá Agöthu, umkringda af fræg-
ustu leiðtogum heimsins.
Suður-Devon er miðpunktur
hátíðahaldanna, en Agatha
fæddist og dvaldist lengst í hin-
um vinsæla ferðamannabæ Tor-
quay. Herbergi til minningar um
Agöthu er í Torre-klaustri (frá
12. öld) á hafnarbakka Torquay.
Þar má sjá Remington-ritvél
Agöthu frá 1937, upprunaleg
handrit og fleiri minjagripi.
Agatha gat skrifað bók á 6-12
vikum - og samdi söguþráðinn,
á meðan hún sat í baði og úðaði
í sig eplum!
Hátíðin í Torquay - eða
„Leyndardómar á ensku Ríve-
ríunni“ stendur yfir allt árið, en
mest verður um dýrðir 8.-16.
september. Austurlandahraðlest-
in (líka 100 ára) kemur í heim-
sókn, „morð-helgar“ á Manor
House, hótelinu hans Magnúsar,
og úrval sýninga á leikritum
Agöthu. Torquay, 190 mílur í
í herbergi Agöthu í Torre-klaustri í Torquay má sjá Remington-
ritvélina hennar, upprunaleg handrit og fleira henni tengt.
suð-vestur frá London, nær yfir
þrjá bæi, Torquay, Paignton og
gamla fískimannabæinn Brix-
ham. Svæðið þykir mjög fallegt.
Ferðir með leiðsögn um
Suður-Devon, tengdar aldaraf-
mæli Agöthu, eru í boði hjá:
Wessex Heritage, St. Peter’s
Cottage, Cattistock, Dorchester,
Dorset DT12 OJD - frá tveggja
nátta gistingu með morgunverði,
8.500 kr. - upp í sex daga lúxus-
ferð með Austurlandahraðlest-
inni, sem fer frá London 10. sept-
ember, 83.000 kr.
O.SV.B.
52 spil -
kortleggja
ferðalagið!
lllSi
Já, spil eru ekki lengur aðeins
til leikja! En það skiptir ekki
máli hvort þú ert þrautþjálfað-
ur í brids eða hvort þú hefur
aldrei snert á spilum, enginn
er í vandræðum með að nota
nýju korta-spilin, sem auðvelda
ferðamönnum að rata um borg-
ir eins og New York og Lon-
don. Hvert spil er nákvæmt
kort yfir lítið svæði innan borg-
anna, en þegar öllum 52 spilun-
um er raðað
saman, kem-
ur út stórt
yfirlitskort.
Afar hand-
hægt að
stinga spiia-
pakka í vas-
ann, ekki
satt? Og fáir
veita því at-
hygli, þó að
verið sé með
litið spil í
hendi á
götuhorni í
stórborg.
Og nú er
bara að spila
borgarstrætin!
„Map Deck“-
spilin eru líka
leiðarkort fyr-
ir ferðamenn.
sig í gegnum
Korta-spilin eru teiknuð af J.
Richard Block, sem safnar óvenju-
legum spilum og hefur skrifað og
haldið fyrirlestra um listrænan
uppruna þeirra. Hann er núna að
undirbúa útgáfu á kortaspilum
fyrir Boston, Washington og
Amsterdam. Ferðamenn þurfa
aðeins að líta á eitt spil í einu
yfir tiltekinn borgarhluta. Hveij-
um spilapakka fylgir leiðarvísir.
T.d. sýnir hjartasjöan kort yfir
„Tower of London"! Hugmyndina
af kortaspilunum fékk Block þeg-
ar hann skoðaði spil frá 1676, sem
sýndu kort yfír England og Wales.
Spilapakkinn: um London og
New York kostar um 370 kr. plús
tæpar 100 kr. í flutningsgjald.
Upplýsingar og pantanir hjá: Y&B
Associates, 33 Primrose Lane,
Hempstead, N.Y.11550.
O.SV.B.
Hvað býðst ferðamann-
ínum í Þýskalandi í sumar
Þjóðveijar eru háþróaðir í
móttöku ferðamannna - og
gefa árlega út góð leiðbein-
ingarrit fyrir ferðamenn.
Fyrsta mars tók nýr forsljóri
við skrifstofii þýska Ferða-
málaráðsins í Kaupmanna-
höfii, Udo Grebe að nafiii.
Skrifstofan er fyrir öll Norð-
urlönd, veitir upplýsingar og
sendir bæklinga ef óskað er.
Fyrir upplýsingar um ferðalög
innan Þýskalands, biðjið um
„Welcome to Germany" og
„Germany: Holiday dreams,
íive“. Hinir nýútkomnu bækling-
ar „Holidays in Germany
’90/’91“ og „Self-catering in
Germany" eru fyrir fjölskyldur,
eldri borgara eða ferðamenn sem
ætla sér í skoðunarferðir um
Þýskaland (í gildi fram í mars
1991 - þýskt verðlag er í föstum
skorðum!) og sýna um 300 ferða-
mannaþorp í Þýskalandi. Gistitil-
boð eru frá 3-7 daga í hótelum
í kyrrlátu umhverfí, þar sem
bamafjölskyldur eru velkomnar.
Vikuverð fyrir gistingu og morg-
unverð frá 4.780 kr., en frá
8.070 kr. fyrir gistingu og fullt
fæði.
Ulm-dómkirkja, en í ár er þess
minnst að 100 ár eru síðan
hæsti kirkjuturn í heimi var
fiillgerður. Efst á myndinni, í
hægra horninu, er merki
Ferðamálaráðs Evrópu.
Af 2.000 þýskum tjaldsvæð-
um, eru 400 skráð í „Camping
in Germany" og gæðamerkt frá
í ár er 500 ára aftnæli þýska póstsins.
„góð“ upp í „mjög góð“. Einnig
er hægt að fá bækling yfir 600
þýsk farfuglaheimili innan Al-
þjóða farfuglasambandsins. Tíu
akstursleiðum um Þýskaland er
lýst í sérriti. Og alltaf er verið
að bæta við nýjum feijuleiðum
um ámar þijár, Main, Rín og
Mósel. Úrval 23 feijuleiða í boði
frá 13. maí til 14. október! - Og
fyrir lestarflakkara ganga end-
umýjaðar gufulestir frá 1930 og
’40 eftir ýmsum leiðum. Biðjið-
-um„Nostalgia Tour“! „Events
from April to October 1990“ er
dagatal yfír allar vöru- og list-
sýningar, leikhús, tónlistar- og
menningarhátíðir, íþrótta- og
útiskemmtanir um allt Þýska-
land.
Upplýsingar: Tysk Turist In-
formation, Vesterbrogade 6 D,
DK-1620 Kaupmannahöfn V.
Sími: 33127095.
Stærstu
viðburðir á
Ferðamála-
ári Evrópu
Nýlega var birt dagskrá yfir
helstu viðburði Ferðamálaárs
Evrópu, sem eru Iíklegastir til
að draga ferðamenn til Evrópu
á árinu. Og Ungverjaland er
með í fyrsta skipti. Athygli er
vakin á, að Evrópulöndin 24
leggja áherslu á að taka vel á
móti ferðamönnum á Ferða-
málaári.
Meðal stærstu viðburða eru
afmælin: Grikkland fagnar 2500
ára lýðveldisafmæli. Holland
minnist þess að 100 ár eru liðin
frá dauða Van Goghs. Þýska
borgin Speyer er 2000 ára, Rott-
erdam 650 ára, sænsku borgirnar
Lund og Vásterás 1000 ára og
Ennis á írlandi 750 ára. Allar
borgirnar fagna með hátíðahöld-
um og menningarviðburðum. Og
ekki má gleyma menningarborg-
inni Glasgow, sem oft er búið að
kynna á þessum vettvangi, en þar
verða yfir 1.500 viðburðir — þar
á meðal ný óperuverk og stærsta
„götuveisla" í heimi!
(Frétt frá ferðamálanefind Evrópu)