Lesbók Morgunblaðsins - 21.04.1990, Qupperneq 10
ÞÓRHALLUR GAUTI
BÁRÐARSON
Flotmagn
Með skóflu skynseminnar
moka ég freistingum heimsins
útum lensport
líðandi stundar.
En freistingar fljóta
því miður
og finnast á fjörum.
Finna mig
í fjöru.
Ættsjávar
Ijóð
Rauðmaginn býr
útí reginhafi
átta mánuði á ári.
Hugsar um
grunnsævi
og þara
og grásleppuna.
Og æfir sig að púa.
ÖIl hans framtíð
er undir því komin
að kunna að
púa
í hrognin sín.
IMykur
Höfuð
í vök
á ísilögðum vötnum
hjátrúarinnar.
Augu
sem þyrstir
eftir
Sól
Skugga
Blómi
skugga af blómi.
Veturliði
með gráan makka
Veturliði
með öfuga hófa.
Höfundur er siómaður.
ÞORVALDUR
KRISTJÁNSSON
Svanavatnið
Hátterni hennar minnti á svanavatnið
hvikult og leiftursnöggt augnaráð hennar
rannsakaði hvern kima herbergisins.
Hvöss augu hennar voru algjörlega andstæð
dreymandi og tilgerðarlegu augnaráði Rembrands-
myndarinnar. Rólegt fas hennar minnti á grafarþögn
safnsins, en brimrót úthafsins ólgaði.
Til þín berst ég á árflaumi tilfinninga.
Þagnarmerki lagsins blandast saman við
klapp hlustenda og endurkastast til mín
eins og ugla að næturþeli.
Ég gleymi aldrei brosinu um sumarið
og augnatillitinu um haustið.
Til þín
Hægt fljúga orð úr munni,
sem er beint til þín.
Hægt tifar klukkan.
Hægt liðast pípureykur úr pípu,
sem beint er til þín.
Hægt liðast penni við blað,
þegar bréfið er til þín.
Um sal flögra tónar úr hörpu er þú
spilarþitt síðasta lag um vorið og mig.
Höfundurinn er 12 ára Reykjavíkurdrengur og
yngstur þeirra er fengið hafa Ijóð birt í Lesbók.
RUNAR KRISTJÁNSSON
Innlit
Dagar.
Þið sem eruð löngu liðnir.
Undarlegt er vald ykkar.
Þið knýið á,
og fyrir ykkur opna ég
hvenær sem er.
Myndir ykkar hanga uppi á vegg
í hugskoti mínu,
og renna stundum saman
í eina, stóra rammalausa víðáttu,
sem kallar á mig með hárri rödd,
sem enginn skilur
nema ég.
Höfundur býr á Skagaströnd.
HÖRÐUR GUNNARSSON
Af ferðum út
á sléttunni
Skuggi bifreiðarinnar
teygði sig langt
yfir heiðarnar
Það var sem leiðin
væri kunnug
Fyrir handan
og að baki okkar
leyndust hættur
sem aldrei finnast
Allt var baðað
í birtu
vitund okkar
eitthvað óljóst
Hilling
út á sléttunni
undarleg úrkoma
á einum stað
líkt og þessi staður
væri óspilltur
Við setjumst
regnvot andlit
alvarleg
Höfundur er ungur Reykvíkingur.
Lífsreynslusaga
Iútjaðri byggðar í Vestmannaeyjum
stóð lítið hrörlegt hús. Þetta var í byrj-
un aldarinnar. I húsinu bjuggu fátæk
hjón með mörg börn. Fast upp við húsið
stóð stór eikartunna. Hlutverk hennar var
að safna vatni af þaki hússins þegar rigndi.
Þetta var neysluvatn íbúa hússins og ekki
um annað vatn að ræða.
Skammt frá húsinu var vinsælt leiksvæði
barna, gert af náttúrunnar hendi. Þarna
lékum við krakkarnir okkur oft lengi dags
og að mestu óáreitt. Stundum komu þó stór-
ir strákar og gerðu okkur lífið leitt. Dag
nokkum þegar við vorum þarna að leik —
ég mun þá hafa verið fimm eða sex ára
gamall — sáum við tvo stóra stráka koma
í áttina til okkar. Þessir strákar áttu það
stundum til að skaprauna okkur og hrekkja.
Þeir gengu að tunnunni, horfðu ofan í hana
og sögðu svo hátt að við hlutum að heyra:
Nei, sjáið þið! Þarna flýtur dauður köttur
ofan á vatninu!
Síðan gengu þeir fram hjá okkur án þess
að gera okkur mein. Forvitni okkar krakk-
anna var nú vakin.
Við gengum að tunnunni en vorum of smá
til að geta séð ofan í hana. Ég mældi út
hæð hennar með augunum og ég náði síðan
með hendinni upp á löggina. Ég hífði mig
upp þar til ég sá niður á vatnsflötinn. Þar
var enginn köttur, mér til mikilla von-
brigða. Strákarnir voru bara að plata. Ég
hékk þarna á lögginni þar til kraftar þrutu,
rann síðan niður með tunnunni, rak hökuna
í löggina, og beit næstum í sundur á mér
tunguna. Maður sem átti leið framhjá, sá
til okkar, kom hlaupandi að og bar mig í
fanginu til iæknis. Læknirinn saumaði sam-
an tunguna og síðan var ég borinn heim
og settur upp í rúm.
Allir vildu vera góðir við mig. Geiri bróð-
ir — hann var miklu eldri en ég — var far-
inn að vinna í búð úti í bæ. Daginn eftir
slysið kom hann heim úr vinnu með stórt
tertustykki, sem hann vildi gefa mér af því
að ég var lasinn. En þegar á reyndi gat ég
ekki borðað tertuna vegna meiðsla í tung-
unni. Vonbrigði mín voru mikil. Svona fín
terta var ekki á boðstólum á hveijum degi.
Ég bað mömmu að geyma tertuna á nátt-
borðinu þangað til að ég gæti borðað hana.
Mamma sá strax að tertan yrði óæt áður
en sár mín gréru og spurði mig, hvort Bogga
litla systir mín mætti ekki borða hana. Ég
þvertók fyrir það. Daginn eftir tók mamma
af skarið og sagði Boggu að borða tertuna.
Ég sá góðgætið hverfa ofan í systur mína,
kenndi sárt í bijósti um sjálfan mig og fór
að hágráta.
Ég leiði stundum hugann að þessu atviki
og þá er ekki laust við að ég blygðist mín
fyrir að hafa séð svona mikið eftir tertubit-
anum þeim arna.
Gísli Kristjánsson,
Þorfinnsgötu 8, 101 Reykjavík.
„Sviðinsvík
undir Óþveg-
insenni“
Eftir EIRÍK
JÓNSSON
Sjöunda janúar síðastliðinn endur-
sýndi sjónvarpið samtalsþátt þeirra
dr. Jakobs Benediktssonar og Hall-
dórs Laxness um Heimsljós Hall-
dórs. Þar kom fram að Halldór Laxness tók
mið af Olafsvík þegar hann skóp Sviðinsvík
Heimsljóss. I þættinum kom einnig fram
að örnefnin Sviðinsvík og Óþveginsenni, sem
koma fyrir í Heimsljósi, væru til í Ólafsvík
eða nágrenni. Það er missögn. Samkvæmt
upplýsingum staðkunnugra manna er þessi
ömefni þar ekki að finna. Þessi missögn
hefur slæðst í þáttinn þrátt fyrir að fáir
menn munu unna meir reglu Ara fróða að
skylt sé að „hafa það heldur er sannara
reynist" en þeir dr. Jakob Benediktsson og
Halldór Laxness. Báðir hafa lagt á hana
mikla áherslu, Halldór m.a. með þessum
orðum: „Alltaf hafa heldur það, sem sann-
ara reynist, er siðferðilegt frumboðorð ís-
lendinga, þó ég viti enga þjóð sem á erfið-
ara með að fara eftir þessu boðorði“ (Skegg-
ræður gegnum tíðina, bls. 65). Vegna þess-
arar missagnar er eðlilegt að spurt sé: Hvað-
an eru þá þéssi örnefni? Vegna þeirra sem
aðhyllast staðreyndir skal gerð grein fýrir
því. Árið 1915 kom út smásagnasafnið Tólf
sögur eftir Guðmund Friðjónsson skáld á
Sandi. Um þá bók sagði dr. Þorkell Jóhann-
esson prófessor m.a.: „Þó varð Guðmundur
að bíða með næstu bók sína, 12 sögur, fimm
ár, frá því þær voru tilbúnar frá hans hendi
og þangað til þær komu út 1915“ (Þorkell
Jóhannesson: Lýðir og landshagir II, bls.
261). Guðmundur Friðjónsson hefur því lok-
ið við þessar sögur 1910 eða fyrr. Ein sag-
an í smásagnasafninu heitir Vofan og er
sögusviðið af sumum talið Ólafsvík. Þorpið
í sögunni nefnir Guðmundur Friðjónsson:
Sviðinsvík undir Óþveginsenni (sbr. Ólafsvík
undir Ólafsvíkurenni). Sögnin um að Svið-
insvík sé nokkurskonar dulnefni á Ólafsvík
í sögu Guðmundar kann að hafa orðið til
þess að menn, óstaðkunnugir í Ólafsvík,
hafi talið Sviðinsvík örnefni þar eða í ná-
grenni. Vegna þess sem að framan greinir
má telja næsta víst að Guðmundur Friðjóns-
son sé höfundur þessara nafna. í sögunni
segir frá kennara sem réðst til starfa í sjó-
þorpi: „Ég fékk kennarastöðu í sjóþorpi
nokkru, þar sem barnaskóli hafði verið hald-
inn áður. Þar heitir Sviðinsvik undir Óþveg-
insenni. Örnefnin eru kynleg. En ég komst
sjálfur að raun um það, að örnefnin svara
til staðháttanna og svejtalífsins þarna“
(Guðmundur Friðjónsson: Ritsafn I, bls.
316-317). í þessari tilvitnun má greina þann
skilning að í sögu geti heiti sögusviðs bæði
svarað til söguefnis og túlkað það. Undir
þetta má taka. A.m.k. hefði Halldór Lax-
ness varla getað valið sjóþorpinu í Heims-
ljósi nafn sem hæfði betur söguefninu en:
„Sviðinsvík undir Óþveginsenni".
í heimahögum Guðmundar Friðjónssonar
í Suður-Þingeyjaysýslu eru, eða voru, ör-
nefni kennd við Óþveginn. Nægir að nefna
Óþveginstungu (liklega býli sem nú nefnist
Laugasel) og nefnt er í Reykdælasögu og
Víga-Skútu. Vera má að Guðmundur Frið-
jónsson hafi smíðað nafnið Óþveginsenni
með fyrrnefnd örnefni og Ólafsvíkurenni í
huga. Einnig má vera að nafnið Óþvegins-
enni í sögu Guðmundar Friðjónssonar hafi
orðið til þess að Halldór Laxness nefnir Úlf
óþveginn landnámsmann í Heimsljósi. Raun-
ar bar enginn nafngreindur íslenskur land-
námsmaður þetta nafn en í Njálssögu er
getið um Úlf óþveginn gestahöfðingja sem
aldrei kom til Islands svo í sögur hafi verið
fært. Má því telja líklegt að nafnið Úlfur
óþveginn í Heimsljósi sé sótt í Njálssögu.
Höfundur er eftirlaunamaður