Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1990, Page 3

Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1990, Page 3
íKnrg @@®@®®[I1E®[Ö][8][I][N][8] Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthias' Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoð- arritstjóri: Björn Bjarnason. Ritstjórnarfulltr.: Gisli Sigurösson. Auglýsingar: Baldvin Jóns- son. Ritstjóm: Aðalstræti 6. Sími 691100. Listasafn í Bæjargilinu Lesbókin hefur heimsótt Pál Guðmundsson mynd- höggvara í Húsafelli og gengið með honum upp í Bæjargilið, sem sem er náma af merkilegu gijóti. Þar unir Páll sér vel og meitlar myndir í steina, sem sum- ir eru jarðfastir, en aðrir úti í læknum. Portúgal Hjarta Portúgals slær í gömlu höfuðborginni Porto, sem Ferðablaðið kynnir. Þaðan er m.a. hægt að fara í dagsferðir til norðurhluta landsins, sem sagt er að sé minnst þekktu ferðamannaslóðir álfunnar. Forsíðan Myndin er af málverki eftir Braga Ásgeirsson, mynd- verkasmið og listrýni. Hún er birt í tilefni sýningar hans í Listhúsi, Vesturgötu 17, sem opnuð verður 8. september, og ber sýningin yfírskriftina: „Að hlusta með augunum - mála með skynfærunum“. Myndin heitir „Sólhvörf með Sundum“ ogermáluð 1989-90. Síðar í mánuðinum opnar Bragi aðra sýningu í Gall- erí Borg undir yfírskriftinni „Fuglar og erótík“. Páll Juel er víst alveg óþekktur meðal landsmanna. Samt gerði hann það sem hann gat til þess að koma íslandi ásamt Grænlandi og Færeyjum, undir Rússakeisara. Þetta vai' snemma á 18. öldinni og var ekki metið meira en svo, að fýrir þetta missti P$ll Júel höfuðið. Aðal- geir Kristjánsson skrifar um þennan ævintýramann. KRISTMANN GUÐMUNDSSON Blábrá Myrkrið bláa í augum þínum fyllti æðar mínar söng. Gul birta lampanna, reykský í salnum, dynur margra radda, en blá kyrrð hjá þér. Myrkrið bláa í augum þínum gaf hjarta mínu þögn. Vina mín, Blábrá, brosin í feluleik á vörum þínum, og söngnum um munninn unga, munninn þinn mjúka, svara bláar hörpur í hjarta mínu, svarar blátt myrkrið í Ijóma augna þinna. Kristmann Guðmundsson, f. 1901 á Þverfelli í Lundarreykjadal, var einn þeirra höfunda í byrjun aldarinnar, sem kusu að hasla sér völl utan landsteinanna og varð honum vel ágengt í Noregi. Enda þótt hann sé langsamlega kunnastur fyrir skáldsögur sínar, orti hann einnig Ijóð. Auk þess ritaði Kristmann bókmenntasögu og var um tíma bókmenntagagnrýnandi á Morgunblaðinu. B B Sýnilegur hluti íslenzkrar menningar Erlendir ferðamenn, sem koma hingað til lands, verða flestir ekki sviknir af stórbrotnu landslagi, sem búið er að lýsa fjálg- lega í ferðamannabækl- ingunum, sem þeir lásu heima áður en lagt var af stað. Verk móður náttúru heilla alla, sem hingað koma. En hvað skyldi þeim finnast um sýnileg mannanna verk, sem á vegi þeirra verða á víðáttu landsins, íslenzka menningu, sem þeim er boðið upp á? Ég fór að velta þessu fyrir mér þegar ég var sam- ferða hópi Norðurlandabúa á ferð um landið síðasta sumar og hlustaði á viðbrögð þeirra við því, sem fyrir augu bar. Hetjur í litklæðum ríða ekki meðfram Iangferðabílunum og fomsögumar blasa ekki við út um bílgluggann. Það gera hins vegar byggingar íslendinga. Og hvað skyldi útlendingum fínnast um íslenzka byggingar- list? íslendingar hafa á undanförnum ára- tugum byggt skammarlega ljót hús, eins og allir vita. Gömlum hefðum í byggingar- list hefur verið fleygt fyrir innfluttan mód- emisma, sem á ef til vill heima í erlendum stórborgum, en ekki í íslenzkum fjörðum og víkum. Skipuleggjendur bæja og þorpa á landsbyggðinni virðast flestir haldnir ein- hverri stórborgarduld og vilja reisa sem stærst og nýtízkulegust hús - helzt á sem mest áberandi stöðum. Árangurinn af þess- ari stefnu eru einhver ljótustu sveitaþorp í Evrópu. Gömul timbur- og bárujárnshús hverfa í skuggann af risastórum kassa- löguðum frysfí- eða sláturhúsum, eða þá „glæsilegri" nýbyggingu Kaupfélagsins eða Sparisjóðsins. Ef byggð hefur verið ný kirkja er yfírleitt eins og geimskip hafí lent í bæn- um. Um byggingarlist til sveita gildir reyndar það sama og um sjávarþorpin. Hversu al- gengt er ekki að nýja íbúðarhúsið sé gjör- samlega út úr stíl við gömlu húsin, til dæm- is gult, brúnt og blátt og með flötu þaki, á meðan gamla rauðþekta íbúðarhúsið með kvistinum grotnar niður á bæjarhólnum og engum dettur í hug að halda því við? Marg- ir bændur virðast heldur aldrei nenna að rífa hús, sem þeir eru hættir að nota, og þau grotna niður fyrir allra augum. Hvar eru burstabæimir með skínandi þil, sem voru á myndunum í kynningarbæklingnum, spyija útlendingar skelfdir, og fá að vita að torfbæirnir í bæklingnum hafi verið hér um bil allir burstabæir á landinu, og enginn búi í þeim lengur. Á síðastliðnum árum hafa menn reyndar farið að sýna íslenzkri hefð í húsagerðarlist aðeins meiri skilning og arkitektar hafa byijað að notast við gömul form þótt notuð séu ný efni og byggingaraðferðir. En skipu- lags- og byggingarslysin verða enn út um allt land, og gera íslenzk sveitaþorp og bændabýli ákaflega ólík hinum friðsælu þorpum í Evrópu, þar sem gömlu yfirbragði og heildarsvip hefur verið sýnd meiri virð- ing. Frændur okkar Færeyingar gefa okkur gott fordæmi í þessum efnum, sem við ætt- um að fara eftir. í Færeyjum eru ný hús byggð úr timbri eins og verið hefur í mörg hundruð ár, og oftar en ekki er torf á þak- inu, þótt húsið sé spánnýtt. I snyrtimennsku megum við líka taka Færeyinga okkur til fyrirmyndar, svo ekki sé leitað langt yfir skammt. Draslaraskapur- inn í íslenzkum sjávarþorpum og víða við sveitabæi nær ekki nokkurri átt. í sumum sveitum - þó alls ekki öllum - virðast bænd- ur vera í keppni um að safna sem flestum bflhræjum og ónýtum heyvinnuvélum á hlað- ið hjá sér. Margir hafa þeir greinilega ekki keypt málningardós í nokkra áratugi. Þeir, sem hafa til dæmis ekið um danskar, en- skar eða þýzkar sveitir, vita að það er ekki óyfírstíganlegt vandamál fyrir bændur að hreinsa til og mála. Islenzkar hafnir eru sérkapítuli út af fyr- ir sig vegna þess hvað miklu drasli er oft safnað þar saman. Erlendis er höfnin oft helzta prýði og stolt lítilla bæja og allt er gert til að laða ferðamenn þangað. Hér eru hafnarsvæðin oftar en ekki ruslahaugar. Erlendir gestir leggja sér bókmenntaarf- inn ekki til munns, þótt við Islendingar hafi gert það í hallæri á öldum áður. Eitt- hvað þurfa menn samt að snæða, og hvað skyldi útlendingunum finnast um matar- gerðarlist og eldhúsmenningu íslendinga? Ferðalöngum býðst fátt annað matarkyns en hamborgarar og pylsur í sjoppum - dras- lið úr matarmenningu grannþjóðanna. Hvar er íslenzki fískurinn, lambakjötið, þorramat- urinn og skyrið? Þessar kræsingar, sem eru óaðskiljanlegur hluti menningararfsins, fást ekki í vegasjoppunum og lítil veitingahús eða matstofur, sem bjóða íslenzkan mat á hóflegu verði, eru ákaflega fá og stijál á landsbyggðinni. Því viðhorfi er æ oftar haldið á lofti að íslenzk menning sé veikburða blóm, sem liggi undir sífelldum árásum útlends illgres- is, sem sífellt þurfí að vera að reyta. íslend- ingum hefur enn ekki tekizt að temja sér þann hugsunarhátt, að íslenzk menning sé fyrst og fremst okkar framlag til heims- menningar, eitt skrautblóm í rósagarðinn. Er ekki nánasta umhverfi okkar, bygging- amar sem við búum og störfum í og blasa við öllum, jafnmikilvægur hluti menningar- innar og það, sem við geymum í bókahillun- um? Á það ekki að bera einhvern svip af gömlum hefðum okkar og venjum - vera á einhvern hátt séríslenzkt? Er það ekki sjálf- sögð kurteisi við gesti okkar að gefa þeim að bragða á sama mat og við höfum lagt okkur til munns í aldanna rás í stað þess að fóðra þá á alþjóðlegu örbylgjuruslfæði sem er reitt fram á plastbökkum í sjoppum? Höfum við þama ekki eitthvað að gefa, sem við höfum lagt of litla rækt við? ÓLAFUR Þ. STEPHENSEN LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 1. SEPTEMBER 1990 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.