Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1990, Síða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1990, Síða 7
Píanó til solu SMÁSAGA eftir ELÍSABETU JÖKULSDÓTTUR á ókunnum stað. Hún ræður ekki lengur yfir líkama sínum. Hún er á valdi tónanna, einsog þeir vaxi fram sjálfír. Einsog eitt- hvað sem er að gerast í fyrsta sinn. Það er gróður sem fyllir herbergið. í tiján- um er fuglasöngur og lykt af frjósemi. Sköp- unin ríkir ein, fegurðin ein. Gamla konan snýr sér várlega við í rúm- inu. Leiktu bara, leiktu bara áfram, hvíslar hún hljótt. Unga stúlkan við píanóið er horfin. Hún er hluti af hljóðfærinu og leikur á það um leið. Þannig leið þér best, hvíslar gamla kon- an, ég ætti kannski að hella okkur uppá kaffí. En það er leikið áfram af fullum krafti og hún hallar sér aftur. Og það er hætt að rigna. Það heyrist bara hvernig er leikið á píanó- ið. Þeir kvarta ekki lengur, þeir banka ekki lengur í gólfíð, þó hún leiki, einsog þegar þú varst lítil manstu og þurftir að æfa sama stefíð, aftur og aftur, hugsar gamla konan, og er í þann mund að sofna. Það er barið að dyrum. Gamla konan hrekkur upp af blundinum. Liggur kyrr dálitla stund og þá er barið aftur. Hún rís á fætur, fer útí gluggann og tekur ljósmyndimar úr glugganum. Hengir þær á sinn stað á veggnum. Hún fer fram og opnar dyrnar. Það eru eldhúsdymar. Fyrir utan dyrnar stendur ung stúlka. . — Það var út af píanóinu ... — Píanóinu? endurtók gamla konan. Og það fór aftur að rigna. — Já, þú sagðist eiga píanó, sagði stúlk- an fyrir utan dyrnar. - Píanó, sagðist ég eiga píanó? — Ég er kannski á vitlausum stað. Það er kannski annars staðar í húsinu. — Ertu að leita þér að píanói? — Já, ég auglýsti eftir píanói í blöðunum. Ég er að læra söng. Þess vegna vantar mig píanó. Ég auglýsti og þú hringdir. — Hringdi ég? endurtók gamla konan. — Ég veit það ekki. Þetta er kannski ekki rétti staðurinn. En það er örugglega þetta hús, sem mér var vísað í. Ég ætti kannski að reyna á næstu hæð fyrir ofan, fyrirgefðu ónæðið, sagði stúlkan. — Það er héma píanó, sagði gamla kon- an. — Píanó? endurtók unga stúlkan. — Komdu og sjáðu það. Það stendur hérna í eldhúsinu, sagði gamla konan og opnaði dyrnar betur. — Það varst þá þú sem hringdir. — Ég sá auglýsinguna þína, þetta er píanóið. — Nei, hvað það er fallegt, má ég koma við það? — Ertu að læra söng, sagði gamla konan og opnaði píanólokið. — Já, ég verð að eiga píanó. Mig hefur líka alltaf langað í píanó. Þegar ég var lítil, dreymdi mig um að leika á píanó. — Þegar þú varst lítil... sagði gamla konan. — Og núna get ég lært. Ertu að selja þetta píanó? — Ég hringdi. — Mikið vildi ég eignast þetta píanó. En ég hef ekkert vit á hljóðfærum. Ég gæti fengið vin minn til að koma og líta á það. — Ef ég vil selja það, sagði gamla konan og strauk hljóðfærið. — Leikur þú á píanóið hér í eldhúsinu? spurði stúlkan. — Onei, það er ekki ég, sagði gamla konan, og renndi fíngrum yfír nótnaborðið. — Þetta er fallegt píanó. Hvað á það að kosta? — Ég hlusta bara. Það er gott að hlusta í rigpiingunni.. . — Já, það rignir mikið, sagði stúlkan, og sló nokkra tóna. — Ég hlusta bara. — Já, þetta er góð rigning. Hvað ætlarðu að selja það á? — Við getum talað um það, viltu ekki kaffi? — Kaffí ... jú kannski. — Ekki ferðu að ijúka út með píanóið. Ég var einmitt að hugsa um að hella uppá. — En viltu selja það, spurði stúlkan, og litaðist um. — Hvað viltu kaupa það á? — Það er vinur minn sem bíður útí bíl. Hann er píanókennari. Má hann ekki koma og líta á hljóðfærið. — Þetta er gott hljóðfæri. — Já, en bara af því að hann bíður útí bíl... — Þú sækir vin þinn og ég helli upp á könnuna. Stúlkan fór og sótti vin sinn útí bíl. Þau gengu inn portið í rigningunni, og upp tvo þrönga stiga. — Ekki veit ég hvernig þú ætlar að koma píanói héðan út, sagði hann. — Fyrst verðum við að finna sanngjarnt verð, mér líst vel á þetta píanó. En það er ekki að marka. Þú verður að skoða það. — Þetta er einsogjn'laviðskipti. — Ég hef hvorki keypt mér bíl né píanó, sagði stúlkan, og barði létt á hurðina sem hafði fallið í hálfa gátt.. — Komiði inn, vatnið sýður, komdu sæll.. Nú lítur þú á hljóðfærið, en þú stúlka mín, kemur með mér inní stofu, á meðan kaffíð hellist uppá, sagði gamla konan. — En hvað þetta er lítil íbúð. Hér er mjög hlýlegt. — Ég ætla að sýna þér myndirnar mínar. — Er þetta dóttir þín hér við píanóið? — Hún lék á píanóið. Hún lék svo vel. Hún var séní og þótti mjög efnileg ... þeg- ar... — Er hún ...? spurði unga stúlkan. — Hún er dáin. Hún var í útlöndum að læra og nýbúin að halda lokatónleikana sína í skólanum. Ég flaug til að vera viðstödd. Ég hef nú aldrei flogið mikið. En ég vildi heyra hana spila, og ætlaði að fylgja henni heim. En hún sagðist þurfa að hitta vin sinn, og sagðist mundu hitta mig daginn eftir, sagði gamla konan. — Og hún hefur átt þetta píanó, sagði stúlkan varlega. — Já, þetta er píanóið sem.hún lærði fyrst á. Hún gat ekki hugsað um annað. Hún varð svo allt öðruvísi, en hún átti að sér. Þegar hún lék. Venjulega var hún feim- in og fámál. En þegar hún lék á hljóðfærið varð hún svo... svo... — Allt öðruvísi, sagði stúlkan, ég skil. — En hún hitti mig aldrei daginn eftir. — Hvað gerðist, spurði stúlkan. — Það veit enginn hvað gerðist. Það veit það enginn ennþá. Og þetta er píanóið, sem hún byijaði að leika á. Það hefur staðið hér síðan. En nú er ég að flytja á elliheimili og get ekki tekið það með mér. En mér líst vel á þig, og kannski tekst þér að læra á það. — Mikið yrði ég glöð að eignast þetta píanó, einmitt þetta píanó. En þetta er mjög sorgleg saga. En það hlýtur að vera góður andi í píanóinu. — Þú ert ekkert hrædd við það, sagði gamla konan, en nú er kaffíð tilbúið. Vill vinur þinn ekki kaffí líka? — Þetta er ljómandi píanó, tveir tónar aðeins lausir. En mér líst vel á það, sagði vinur stúlkunnar og kom inní stofuna. — Ég ætla ekki að selja það dýrt, viljiði mjólk. — Nei takk. En það gæti orðið erfitt að koma því útúr húsinu, sagði hann. — Það var dóttir mín sem dó, sem átti píanóið. — Mér fínnst það bara enn merkilegra fyrir vikið, sagði stúlkan. — Hún var afskaplega efnileg, afskap- lega efnileg þegar hún dó. — Þetta hlýtur að vera erfítt fyrir þig, sagði hann. En varstu með ákveðið verð í huga. — Thjah,... svona fimmtíuþúsund, er það ekki gott verð? — Það er -mjög gott verð, sagði vinur stúlkunnar. — Og svo þarf að flytja það, sagði stúlk- an. — Já, ekki getur það staðið hér. Ekki lengur.. .gjöriðisvovel. — Ég kaupi það, sagði stúlkan, ég skrifa ávísun núna og svo pöntum við flutn- ingabíl. Þeir hljóta að geta komið því út. — Ætlarðu að taka það strax, spurði gamla konan. — Finnst þér það verra? — Nei, ætli það. Hún leikur ekki lengur. Hún hefur leikið í síðasta sinn ... ætli hún hafí ekki leikið í síðasta sinn. — Kannski er bara betra fýrir þig að við tökum það strax, sagði vinur stúlkunnar. — Já, kannski er það bara betra fyrir mig, sagði gamla konan. — Þetta er gott kaffí, sagði stúlkan. — Þú skrifar þá bara ávísun, sagði gamla konan. — Já, og mikið er ég glöð að eignast píanó. Og eignast píanó, með svona sögu á' bakviðsig, þó hún sé sorgleg. Ég skal passa mjög vel uppá píanóið, sagði stúlkan. Þau luku þegjandi við kaffið. Unga stúlk- an skrifaði ávísun. Gamla konan fór inní eldhús og strauk af hljóðfærinu með klút. Vinur stúlkunnar hringdi á flutningabíl. Fjórir hraustlegir menn með píanóbönd, báru píanóið niður þrönga stigana. Gamla konan var lengi að kveðja ungu stúlkuna. — Þú lítur kannski inní kaffí, sagði hún. — Já, kannski... ég vona að þú hafír það gott, sagði stúlkan. Þegar píanóið var komið niður í portið, sá hún hvar gamla konan veifaði úr eldhús- glugganum. — Þetta hlýtur að vera erfítt fyrir hana, sagði stúlkan. — En þú ert búin að eignast píanó, sagði hann. — Já, frábært. Heldurðu að andi dánu stúlkunnar lifi í hljóðfærinu. — Komdu, þeir eru að leggja af stað. Við verðum að vísa þeim veginn. Stúlkan veifaði uppí gluggann í kveðju- skyni. Gamla konan inni í húsinu, lagði ávísunina uppá ísskápinn og lagðist fyrir á dívaninn. Það var þögn í íbúðinni. Það rigndi ekki. — Ég veit ekki afhveiju ég er að selja þessi píanó, hugsaði gamla konan. Ég afber það aldrei þegar hún hættir að spila. Það verður að vera píanó. Æi, hvað er ég að hugsa þessar hugsanir. Ég verð að hætta að selja píanóin hennar. Eg get ekki gert henni það. Ég verð að geta sofnað, bara sofnað, en það er alltaf best að sofna, þeg- ar hún leikur . .. Það leið hálft ár og þá hringdi vinur stúlk- unnar í hana. — Heyrðu var það ekki í bláu húsi á Bókhlöðustígnum, sem við fórum og keypt- um píanóið þitt, spurði hann. — Jú, það minnir mig á, að ég á þar inni kaffiboð, en afhveiju spyrðu, spurði stúlkan. — Það var vinkona mín sem hringdi í mig, og bað mig um að koma með sér að skoða píanó, sem hún var að sverma fyrir að kaupa. — Og... sagði stúlkan. — Það var sama húsið. Við fórum á stað- inn og það var píanó í eldhúsinu. — Píanó í eldhúsinu? endurtók hún. — Þetta var einsog í lygasögu. Gamla konan kom til dyra og sagðist vera að selja píanó. Svo segir hún: Það var dóttir mín sem dó sem átti þetta píanó. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3. NÓVEMBER 1990 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.