Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1990, Blaðsíða 11
Myndefnið er við
við fætur málarans
dag opnar Kristinn G. Jóhannsson málverkasýningu
í FÍM-salnum í Garðastræti. Kristinn er Akureyring-
ur og jafnhliða myndlistinni er hann skólastjóri þar
í bæ. Þessvegna er sumarið honum drýgstur tími
til myndsköpunar, en
Mosagötur.
að jafnaði gengur hann að
sínu verki í vinnustofunni á hverjum degi
eftir að vinnu lýkur í skólanum. Kristinn
er liðlega fimmtugur núna og kvaðst hafa
ákveðið það fyrir allmörgum árum, að láta
reyna á það hvað hann gæti í myndlist með
þvi að gefa henni allan þann tíma sem hann
hefur að skólastarfinu slepptu. Þá þyrfti
hann ekki að vera síðar meir fullur eftirsjár
vegna glataðra tækifæra. Hinsvegar þykir
honum gott að kenna jafnframt til þess að
vera ekki háður myndlistinni ijárhagslega.
Þessvegna eyðir Kristinn ekki tíma sínum
í laxveiðar eða golf. Hann veit að tíminn
er dýrmætur og hann bíður ekki eftir
manni. Kristinn hefur líka verið ötull við
sýningarhald og skemmst að minnast þess,
að fyrir ári var hann með sýningu á sama
stað. Á undanfömum áratugi hefur Kristinn
haldið 10 einkasýningar og tekið þátt í 11
samsýningum. Málarar af yngri kynslóð-
inni, sem venjulega eru ötulastir við sýning-
arhald, geta varla samið aðra eins afreka-
skrá, enda hlýtur hún að vera á mörkum
hins mögulega.
Á sýningum Kristins á undanförnum ára-
tugi hefur mátt sjá nokkuð tíðar breytingar
frá myndum sem byggðu á gömlum, íslenzk-
um mynstrum til viðfangsefna, sem tengjst
náttúrunni. Eins og fleiri hefur Kristinn
komizt að raun um, að yrkisefni 'úr ríki
náttúrunnar er ekki einvörðungu bundin
mikilli fjarvídd. Blámi fjarlægðarinnar getur
verið nauðsynlegur til að ná fram ákveðnum
hughrifum og stemmningu, en litskrúðið er
margfalt meira við fætur manns, þegar
gengið er um ríkidæmi náttúrunnar á ís-
landi. Þetta var Kjarval fyrstur málara til
að uppgötva hér á landi. Ég minnist þess
eitt sinn þegar ég heimsótti hann í vinnustof-
una við Sigtún, þar sem hann var að vinna
í mynd vestan af Snæfelsjökli og sást
Kristinn G. Jóhannsson.
aðeins í jökulinn efst í myndinni. Þá sagði
hann sísona: „Fólki finnst þetta vera mynd
af Snæfellsjökli, en í raun og veru er þessi
steinn í forgrunninum miklu þýðingarmeiri
fyrir myndina. Þetta er mynd af steini fyrst
og fremst, en jökullinn er þarna á bakvið".
Stundum er sjóndeildarhringur efst i
mynd hjá Kristni, en miklu oftar virðist
hann beina sjónum sínum beint niður á gijót
og lyng og mosa. Ekki þó til þess að bregða
upp raunsærri mynd af litskrúðinu þar,
heldur er það endurskapað og stílfært,
stundum út á þá yztu þröm í abstraksjón,
að eitt örstutt skref er til alveg óhlutbund-
innar útfærslu. Það er hinsvegar hlutverk
myndlistargagnrýnanda Morgunblaðsins að
komast að raun um, hvort þetta nýjasta
þróunarskref Kristins G. Jóhannssonar hafi
tekizt vel eða miður.
GS.
Haustmosalyng.
SIGNÝ HALLBERG
Sársauki
Ég reyni að gleyma,
gleyma þér,
en minningar streyma,
manstu,
manstu,
manstu,
þegar við vorum ung,
þú fórst í krufningar,
og
ég las eldheit ástarbréf þín,
undir borðinu,
í bókabúðinni heima.
Ég reyndi að gleyma,
gleyma sársaukanum,
en minningin um hann stingur,
manstu,
manstu,
manstu,
þegar ég vildi koma
til þín aftur,
en
þú kaust að hafa kött
í bóli bjarnar,
bólinu mínu.
Höfundur er móðir, kennari og kona.
GUÐBRANDUR
SIGLAUGSSON
Hús og hús
Þótt við megum enn
troða ómótt haf undir iljum,
sorg og svefn,
þennan salta doða í draumum,
sitúr hugur okkar
ótruflaður af öðru.
Að herbergjum
eins og þau horfa við okkur,
hvítri iðu af fugli,
ekki fugli á línu,
þykkum grun um land
í næstu vöku.
Við megum þola þögn
eins og fyrrum
þegar gengum við hlaðnir
myrkri huga
í leit að Ijóði
sem lokaðist eins og dyr
í hús, sem var hvort
tveggja hús og hús.
Ég bið líka
að heilsa
Það er suðlæg átt, skýjað,
rigning á síðustu klukkustund,
hiti fimm stig.
Spáð er versnandi um allt land
því knöpp lægð stefnir
á Knarrarósvita sem logar ekki.
Skulu bændur huga að heyjum
og bundið skal allt lauslegt á
landi
til að fyrirbyggja fok.
Bátasjómenn eru beðnir um
að hafa sig skjótt að landi —
næsta strandstöð Landsímans
Nú treysti hver landfestar sínar.
Meðlimir Hjálparsveita skáta
minntir á að vera við öllu búnir.
Veðurskeyti vantar frá Mýri.
Það er suðaustlæg átt
og ég, ég bið líka að heilsa.
Höfundur býr á Akureyri.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3. NÓVEMBER 1990 1 1