Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1990, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1990, Blaðsíða 16
B I L A R PREVIA - ferða- og flölskyldubíll frá Toyota Previa heitir nýr bíll frá Toyota sem kom á markað í Evrópu fyrr á þessu ári. Hér er um að ræða einn af þessum bílum sem hannaður er fyrir þá sem vilja ferðast á þægilegan hátt og geta tekið með sér hvort heldur er nokkra farþega eða nóg af farangri eða bara hvort tveggja. Previa verður hugsan- lega fáanlegur hér á landi á næsta ári. Previa er sjö manna bíil og farangursrými er auk þess nokkurt en hægt að auka það til muna noti menn ekki öll sætin. Hann er framleiddur bæði afturdrifinn eða með sítengdu aldrifi. Vélin er ný, 16 ventla, 2.400 rúmsentimetra og 132 hestafla. Hún er stað- sett undir miðjum bílnum en þrátt fyrir það er gólfið slétt og því þægilegt að ganga um bílinn. Fjórhjóladrifsútgáfan er með fimm gíra beinskiptingu. Bíllinn er 1.635 til 1.735 kg að þyngd, hann er með sjálfstæða gorma- ijöðrun á öllum hjólum og vökvastýri. Helstu mál eru: Lengd 4,76 m, breidd 1,80 m og hæð 1,84 m. Bensíntankur tekur 75 lítra og eyðsla í blönduðum akstri er talin vera yfir 13 lítrar á hundraðið en fara niður í tæpa 9 í jöfnum akstri á 90 km hraða. Hámarkshraðinn er 170 km og bíllinn er 11,5 sekúndur að ná 100 km hraða úr kyrrstöðu. Verðið á Previa er í Þýskalandi frá um .1.600 þúsund krónum en á þessari stundu er ekki enn vitað hvenær von er á bílnum hingað til lands né hvert verðið verð- ur. jt Previa tekur sjö manns í sæti og hefur auk þess nokkurt farangursrými. Hægt er að snúa miðjustólnum fram eða aftur. VINSTRIAKREININ Stórborgarbragurinn á umferðinni í Reykjavík krefst þess að ökumenn að lagist, rétt eins og við gerum kröfu til þess að gatnakerfið aðlagist. Sú aðlögun gengur þó hægt því á hveijum degi má sjá dæmi þess í umferð inni hjá okkur. Eitt atriðið er notkun á vinstri akreininni en það er kannski að bera í bakkafullan lækinn að minnast á það. A tveggja akreina götum borgarinnar sem eru farnar að teygja sig um hana þvera og endilanga og yfir í nágrannabæina á hægri akreinin að vera fyrir hægfara ökumenn en sú vinstri fyrir þá sem hraðar fara yfir. Þessa meginreglu virðist hins vegar oft erf- itt að virða í raun. Ökumenn koma inn á þessar götur og lenda á hægri eða vinstri akrein og halda sig þar. Mörgum dettur ekki í hug að skipta frá vinstri til hægri af því þeir ætla einþvern tíma að taka vinstri beygju. Þegar umferð er lítil skiptir þetta kannski litlu máli. Ef einhver ekur hægt á vinstri akrein er næsta auðvelt að aka framúr hon- um hægra megin. í mikilli umferð er þetta hins vegar hvimleitt. Oft má sjá hvar öku- menn sem lenda aftan við þessa rólegu vinstri sinnuðu ökumenn taka að blikka ljós- um og flauta til að vekja á sér athygli. Ekkert fær hins vegar raskað ró þess rólega og hann fer ekki að ómaka sig við að skipta um akrein. Ennþá hvimleiðara er þetta þegar stórir bílar eiga í hlut. Stundum dettur mér í hug að vörubílstjórar séu að reyna með sér við- bragðið tii dæmis við götuljós þegar þeir stilla tíu eða tuttugu tonna trukkunum upp hlið við hlið, jafnvel steypubílum. Og þó að þessir bílar nái góðri ferð þá er viðbragð þeirra mun seinna en fólksbfla og þeir óþol- inmóðu komast ekki framúr. Bflstjórar á svona atvinnutækjum ættu því að reyna að halda sig á hægri akrein. Það getur varla verið að það dragi svo úr akkorðinu þótt þeir bíði stundum einu ljósinu lengur. Við látum þessa mynd fylgja þessari umfjöllun um Toyota en hún er úr tímarit- inu um Toyota á Islandi. Þetta er Crown Deluxe, fyrsti Toyota-bíIIinn sem skráð- ur var á Islandi, hinn 10. júní 1965. Páll Samúelsson stendur hér við bílinn sem hefur nú verið endurbyggður frá grunni og verður sýndur í sýningarsal Toyota við Nýbýlaveg. Previa frá Toyota er skemmtilega hannaður bíll. Tölvukerfi notað við árekstratilraunir Samanburður á útkomu upplýsinga eftir árekstratilraunir í tölvu og raunveruleg- ar tilraunir. Heila línan sýnir upplýsingarnar úr tölvuherminum en brotna línan raunverulegar tilraunir. Tölvutæknin ryður sér sífellt meira til rúms í bílaiðnaði. Tölvan er löngu orð- in grundvallarverkfæri við svo til alla þætti sjálfrar framleiðslunnar og hún er sífellt meira notuð við hönnun. Auk þess hefur hún á síðari árum í auknum mæli verið sett í bílana sjálfa til að gegna þar ýmsum hlut- verkum, stjórna innsprautun, sjálfskiptingu, fjöðrun og svo mætti lengi telja. Tölvu má líka nota til ýmissa rannsókna og eitt sviðið eru. árekstrar. Hafa tæknimenn Nissan- verksmiðjanna náð langt á þessu sviði. Með tölvustýrðum hermi og tilheyrandi hugbún- aði má kanna hvernig tiltekinn bíll verður útleikinn eftir högg. Öryggistilraunir eru stór þáttur í bíla- framleiðslu og margir framleiðendur leggja nú meiri áherslu á að sýna fram á og sanna með dæmum hvemig bflar þeirra koma út í árekstri. Og raunar ekki aðeins bílarnir heldur einnig farþegamir. Hvaða meiðsli hljóta þeir helst og hvað veldur þeim. Er það þegar bijóstkassinn lendir á stýrinu, þegar hnén rekast í mælaborðið, þegar höf- uðið rekst í framrúðuna eða þegar farþeginn aftur í hendist á þá sem sitja í framsætun- um? Fram til þessa hafa menn einkum athug- að þessi atriði með því að koma fyrir sérbún- um brúðum í bíla sem iátnir eru klessa á hindran á sæmilegum hraða. Mælitæki og myndavélar veita vísindamönnum síðan upp- lýsingar um hvað raunverulega gerist. Með þessu móti verður vitaskuld að eyðileggja nokkra bíla og taka þessar tilraunir oft lang- an tíma fyrir utan það hversu dýrar þær eru. Flýtir fyrir hönnun Tæknimenn japönsku Nissan-verksmiðj- anna hafa fyrir nokkru hafið tilraunir með tölvubúnað sem leysir sjálfa bílana af hólmi - að nokkru leyti að minnsta kosti. Þeir hafa i samvinnu við Þjóðveija hannað kerfi sem gerir þeim kleift að athuga á tölvu- skermi hvernig bíl reiðir af við högg. Það tekur þá um hálfa vinnuviku að mata tölvu- búnaðínn á upplýsingum um sjálfan bílinn og ýmsar aðstæður en að því loknu má líka „klessa“ saman bílinn eins oft og menn lyst- ir. Ef ljóst er að hann stendur sig ekki nóg vel verður bara að breyta hönnun bílsins og prófa að klessa hann á ný. Þannig má prófa sig áfram uns sterkur bíll er fenginn. Þegar hér er komið sögu fara hins vegar fram raunveralegar árekstratilraunir til að ganga úr skugga um að hlutirnir séu í raun eins og tölvan hefur upplýst. Línuritið sem fylgir hér með sýnir að ekki er mikill mun- ur á tölvunni og sjálfum bílnum. Þessi bún- aður hefur sérstaklega flýtt fyrir hönnun og endanlegum frágangi á framenda bílanna en oftast nær kemur mesta höggið á fram- endann. Þétta á reyndar við um alla hönnun bílsins. Þegar árekstratilraunir sýna að eitt- hvað lætur undan eru ástæður þess kannað- ar og bætt úr. Sem fyrr segir má síðan hefja sjálfar árekstratilraunirnar þegar búið er að hanna og prófa bílinn í tölvukerfinu eða árekstraherminum. Frumgerðin sem þá er smíðuð ætti að vera nokkuð endanleg gerð og komi ekkert nýtt í ljós varðandi hönnunargalla eða rangt val á efni má líklega hefja sjálfa framleiðsluna. Tækni- menn Nissan telja að þessi aðferð eigi eftir að ryðja sér mun meira til rúms á næst- unni. Segja þeir að tilraunatíminn sé nú lið- inn og framvegis verði unnið á þennan hátt við bílahönnun. jt 16

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.