Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1990, Blaðsíða 14
helgidómur Tælendinga er Wat
Phra Kaew, konunglega kapellan
í gömlu konungsborginni við ána,
þar sem búddhatrúarfólk segir
englana búa. Gullhúðaði kapellu-
turninn skín á móti okkur löngu
áður en komið inn fyrir múra kon-
ungsborgarinnar.
Gamla konungsborgin nær yfir
218.400 fermetra svæði og girt
með 1,9 km löngum múrvegg. Eg
geng í gegnum hliðið og mig skort-
ir lýsingarorð — jafnvel þó búið
sé að skoða ótal myndir af verald-
arundrinu. Trúarhiti og mikið hug-
myndaflug liggur á bak við þessa
ævintýralegu borg. — Jafnvel þótt
allir hönnuðir gerviheimsins
„Disney World“ og auðjöfrar
Ameríku legðust á eitt — gætu
þeir ekki skapað svo stórbrotnar
eða áhrifamiklar byggingar.
Ég er inni í furðuheimi. Allt í
kringum migeru líkneski af dýrum
og djöflum úr goðsögnum, sem
fáfróðir í búddhafræðum vita lítil
deili á. Sex metra háir djöflar í
glitrandi einkennisbúningum
standa vörð við innganginn. Við
alla innganga eru ljón eða varð-
menn með spjót í hendi til að vam-
ar illum öndum. Allt þetta minnir
á hugarheim lítils barns, sem
hræðir sig með sögum af ímynduð-
um verum. Skraut og gylling eru
yfirgengileg og hvert smáatriði
látið njóta sín.
Hið heilagasta af öllu heilögu
Hinn frægi „gullbúddha" stend-
ur á stalii inni í konungskapell-
unni. Þeir sem búast við einhverju
stórbrotnu verða fyrir vonbrigð-
um, líkneskið er aðeins 75x45 cm.
Fyrstu sögur af „gullbúddhanum"
bárust frá Ching Rai árið 1434,
þegar eldingu laust niður í búdd-
hahof og afhjúpaði fremur Ijótt
og Iítið gifslíkneski. En gifshúðin
molnaði og ójarðneskum ljóma fór
að stafa frá litla Búddhanum. Röð
af kraftaverkum sannaði mátt
Búddhans. Búddha úr skíragulli
hlaut að færa konungsríkjum auð-
sæld. Og næstu aldir stóðu blóðug-
ir bardagar um litla Búddhann,
sem barst fram og til baka yfir
landakortið. En nú hefur líkneskið
horft frá háum stalli sínum, um
200 ára skeið yfir tilbiðjendur og
tælenskt konungsríki. Sýnið því
fluttu hrísgijón) eru að rísa úr
rekkju. Menn baða sig naktir í
fljótinu. Og reykur liðast upp frá
te- og kaffikötlum. Örlítið óþægi-
leg tilfinning að horfa inn á einka-
heimili bátafólksins, en heimilislíf-
ið er opið leiksvið fyrir forvitna
ferðamenn með myndadellu. í
rökkrinu má líða eftir þessu óraun-
verulega „leiksviði" yfir kvöld-
verði. Bátar flytja fólk (gegn hóf-
legu gjaldi) á fljótandi markaðinn
við Wat Sai — eða í frumskógar-
garðinn Suan Phak, sem minnir á
leiksviðið í kvikmyndinni „African
Queen“. Heimsókn í slöngubúgarð
er hluti af bátsferðinni. Rósagarð-
ur og krókódílabúgarður eru líka
heimsóknar virði.
Fjölskyldufeður gerast
heilagir menn
Flestar heimsborgir birtast
gegnum bílglugga. En bakdyr
Bangkok opnast frá fljótinu. Gyllt
búddhahof virðast koma í ljós við
hverja árbugðu og tilsýndar sjást
sérkennileg musteri yfirhlaðin af
skrauti. Enda eru 30 þúsund búdd-
hahof í Bangkok og 95% íbúa játa
búddhatrú. Til að skilja styrk
búddismans í Tælandi verður að
setja sig inn í þjóðarsiði. Búddha-
munkar loka sig inni í klaustrum
yfir regntímann. Og þá er ekki
óalgengt að fjölskyldufeður eða
synir gangi í klaustur og gerist
munkar allt frá 3 dögum upp í 3
mánuði. Sumir snúa aldrei aftur
til fjölskylduábyrgðar, heldur ger-
ast heilagir menn. í hverri fjöl-
skyldu er því einhver, sem. hefur
stundað búddhatrúfræði.
Gengið á vit englanna
Hjá kaþólskum er það Péturs-
kirkjan í Róm, borgin Mekka hjá
múhameðstrúarmönnum, en æðsti
Á leið á
markaðinn.
Er hún ekki
falleg? Og
borðskrau-
tið útskorið
úr ávöxtum.
Þarna snúast þær umhverfis pólinn til að sýna sig fyrir körlunum.
götvaði hann. Á fáum árum öðlað-
ist hann heimsfrægð.
Tæsilkið er þykkara og þéttara
í sér en hið kínverska og evrópska
— hentar vel í kvenfatnað. Silkið
er selt í metravís í öllum regnbog-
ans litum og munstrum. Hvergi
er betra að kaupa silki eða láta
sauma á sig. Konur, athugið að
taka með ykkur tískublöð. Tæ-
lenskar saumakonur leggja nótt
við dag aðeins nokkurra klukk-
utíma bið að fá sérsaumaða silki-
kjóla og karlmannaföt fyrir um
5-6 þúsund kr. Alstaðar eru búðir
með silki og saumakonur innan
seilingar, en meðal sérhæfðra
silkiverslana er Tim 'Thompson
Thai Silk við Suriwongse-stræti 9
og T. Shinawatr Thai Silk við 94
Soi 23, Sukhumvit-stræti.
Tælenskur kvöldverður
og kannski...?
Tælenskur matur er á heims-
mælikvarða með ívafi af t.d. ind-
verskri og kínverskri matseld. All-
ir ættu að fara á þjóðdansakvöld
með tælenskum kvöldverði. Tæ-
lensk veitingahús loka kl.10 og
marga langar út að skemmta sér
eftir kvöldverð, en þá byija vanda-
málin. Bangkok er borg karlkyns-
ins og allar skemmtanir í nætur-
klúbbum höfða til karlmanna.
Næturlífið blómstrar við eina litla
götu, Patpong, hefur malað gull
til eigenda sinna — þjóðsagna-
kennd gata (Tu Do stræti í Saigon
í „Deerhunter"). Patpong er ósköp
venjuleg gata um miðjan dag.
Virðulegar skrifstofudömur sitja
þar á veitingahúsum yfir hádegis-
verði, en þær myndu frekar detta
niður dauðar en sýna sig þar eftir
sólarlag.
Vestrænar konur, geta slegist í
hóp með karlmönnum á tælenskan
næturklúbb og læra sjálfsagt heil-
mikið um eðli karlkynsins í leið-
inni, en eins gott að þær séu ekki
helteknar af kvenréttindakennd
eða fínar með sig. Vændi í Tæ-
landi hefur viðgengist um aldarað-
ir, en nýlega er búið að birta ógn-
vekjandi tölur um fjölda alnæmis-
sjúklinga og tælensk heilbrigðis-
yfirvöld ætla sér að beijast gegn
því með oddi og egg. Mæli með
bókinni „The daughters of the
night“ fyrir þá sem vilja kynna
sér sögu barstúlknanna sem snúa
sér fáklæddar í kringum pól fram-
an við spegil til að karlmenn eigi
nógu auðvelt með að velja á milli.
Oriental-hótelið á bökkum Chao
Phya-ár er eitt þekktasta hótel í
heimi (í endurnýjun) en vel þess
virði að fá sér tesopa í „Author’s
Lounge“ þar sem Joseph Conrad
og Somerset Maugham voru tíðir
gestir. Shangri-la er nýjasta hótel-
ið við ána og þykir nú eitt fínasta
í Bangkok. Siam Inter-Continental
er í 10 ekra garði, góð vin í borg-
inni. Frá veitingasvölum hótel-
anna (Menam, Oriental, Shangri-
la, Sheraton Royal Orchid og Roy-
al River) við ána, er fallegt að
horfa á sólsetrið og yfir fljótið,
þegar bátafólkið er að snúa heim
frá vinnu. En eitt besta útsýni
yfir borgina er frá Tiara Room á
efstu hæð Dusit Thani-hótels. Eft-
ir skoðunarferðir í hitasvækju og
mannþröng vilja ferðamenn gjarn-
an hvíla sig yfír svaladrykk um
sólarlag. Og þá er gaman að vera
hátt yfir strætum og fljóti, horfa
á hjartslátt borgarinnar án þess
að vera beinn þátttakandi.
Oddný Sv. Björgvins
Eins og lífið
hafi numið
staðar um
aldabil á
heildsölu-
markaðin-
um Pak
Klong Talad
í Bangkok.
fulla virðingu. Verið ekki of létt-
klædd, farið úr skóm og látið ekki
iljar vísa að Búddhanum. Og at-
hugið að búddhamunkar mega
ekki snerta konur, ekki einu sinni
eigin mæður.
Sameinuðu þjóðirnar í smásjá
Ef rölt er eftir árbakkanum má
trúlega rekast á stjörnuspámenn
og loddara, skrautlega smámark-
aði og lítil búddhahof, betiara og
litríkt mannlíf. En ofsahiti, miklar
fjarlægðir og ruglingsleg götunöfn
gera Bangkok erfiða til göngu-
ferða og hér er enginn miðbæjar-
kjarni. (Prúttið um verð á leigubíl-
um og farið í skipulagðar skoðun-
arferðir.) Bangkok má líkja við
Sameinuðu þjóðirnar í smásjá, en
borgin hýsir mörg þjóðernisbrot.
Eftir borgarhverfum má rekja sig
í gegnum þorp Víetnama, Burma-
þorpið, þorp Kambódíumanna, bæi
Indveija eða Kínveija o.fl.
Ein áhugaverðasta
verslunarborg í heimi
Hér má gera betri kaup en jafn-
vel í Hong Kong. Flest á lágu
verði og víðast hægt að prútta.
Glæsilegur listiðnaður á ótrúlega
lágu verði, skartgripir og fatnað-
ur. Við öll stærri hótelin eru góð
verslunarhverfi. Frægasta fram-
leiðsla Tælands er silkið. Um ára-
tugi var silkið aðeins fáanlegt í
fjarlægustu héruðunum. Aðlinum
í Bangkok fannst fínna að kaupa
innflutt föt. Silkiiðnaður var deyj-
andi listgrein, þegar bandarískur
hönnuður, Jim Thompson, upp-
Alla daga nema laugar-
daga er hægt að ná beinu
flugi til Bangkok samdæg-
urs frá Kaupmannahöfn.
11 tímar. Flug fram og
tilbaka kostar kr. 84.000.
Hótel í Bangkok sem hægt
er að mæla með eru frá
kr. 4.000 á mann í tvíbýli.