Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1990, Blaðsíða 15
Sérstæðar ferðir
Heilsuferð til Kassel
í Mið-Þýskalandi 18.-.25 nóvember
Heilsuferð til Kassel er
ætlað að styrkja líkama og
sál. Fararstjóri er Gunnar
Gunnarsson sálfræðingur,
sem mun leiðbeina þátttak-
endum hvernig best er að
takast á við streitu, kvíða,
sárar tilfinningar og líkam-
lega verki samfara erfiðu
sálarástandi. Dvalið verður
við hina fullkomnu heilsu-
stöð, Kurhessen Therme, í
fögru umhverfi Kassel.
Kurhessen Thermel-böðin eru
byggð á japanskri hugmynda-
fræði. og heilsustöðin minnir á
japanskan garð. Baðvatn þekur
1.200 fermetra. Gróður, tré og
steinar skapa hlýlegt umhverfi.
Fossar, gosbrunnar, jafnvel til-
búinn „golfstraumur" auka á
ánægju. Til að stuðla að betri
heilsu eru írsk-rómversk og
finnsk gufuböð, nuddpottar,
þægileg hvíldarsvæði og sólbaðs-
staðir fyrir 150 manns. Einnig
líkamsræktarstöð, góðir nuddar-
ar, veitingahús og nóg afþreying
í boði.
Og hvað er í næsta umhverfí?
Kassel er oft nefnd borgin
græna. Þar skiptast á grænir
akrar, skógarlundir, vötn og far-
vegir Fuldæár. íbúar eru um
193.000. í Kassel er fyrsta
göngugatan í Þýskalandi. I Trep-
penstrasse eða Tröppustræti (frá
1953) er úrval verslana. Aðdrátt-
arafl ferðamanna er „Wilhelmshö-
he“ ofan við bæinn. Efst á hæð-
inni er höll í barokkstíl með
styttu af Herkúles, verndara
Kassel-bæjar, á pýramídaturni.
Gott er að þjálfa sig í göngu upp
á hæðina. Líka nóg af útivistar-
svæðum og görðum til að skokka
Mjallhvítar-
ævintýrið í
leikbúningi
framan við
Löwen-
burg-kast-
ala.
um og gleyma sér í.
Höllin á Vilhjálmshæð geymir
m.a. málverk gömlu meistar-
anna, um 40.000 verk (frá
Rembrandt til Picasso). Miðalda-
kastalinn Löwenburg stendur
aðeins ofar, falinn í skógar-
þykkni. Þar er lítið vopnasafn.
Kassel telst aðalbærinn á „þýska
ævintýraveginum“ sem teygir
sig frá Hanau til Bremen. Kass-
el er heimabær Grimmsbræðra.
Hér söfnuðu þeir saman Grimm-
sævintýrum (1812-1815) sem
búið er að þýða á 140 tungu-
mál. Mjög áhugavert safn um
Grimmsbræður er í Palais
Bellevue — höllinni með fallega
útsýnið. Fyrir leikhúsunnendur
er ríkisleikhúsið í Kassel alltaf
með listviðburði á dagskrá.
Kurhessen Therme-heilsu-
stöðin býður afsláttarverð fyrir
helgardvalir upp í fjögurra vikna
meðferð. Ferðaskrifstofan
Ratvís stendur fyrir skipulagðri
Grænir garðar I Kassel. Höllin á Vilhjálmshæð í baksýn með
Herkúles efst á turninum.
Kurhessen Therme-heilsustöðin í Kassel.
heilsuferð þangað 18.-25. nóv- l
ember. Flogið er til Frankfurt
18. nóvember. Frá Frankfurt er
um 1 'i'i tíma akstur að Ex- I
celsior-hótelinu við Kurhessen I
Therme. Gisting í 7 nætur með
morgunverði, námskeið hjá
Gunnari Gunnarssyni sálfræð- I
ingi, 3 fjögurra tíma heimsóknir
á heilsustöðina innifalið í verði:
kr. 73.900 á mann í tvíbýli.
O.Sv.B.
Morlaix
St.Brieuc
Os 54m
Ouimper Lonenl
4s 20m ' • ;
Redon
Bordnaux
2s 58m /
Nýja franska
Atlantshafshraðlestin
jafnfljót o g flugvél á marga áfangastaði
Frakkar eru fremstir Evr-
ópuþjóða í þróun lestarsam-
gangna. Frönsku lestirnar
geta brunað yfir 500 km, en
fara yfirleitt um 300 km á
klukkustund. í október voru
teknar í notkun nýjar línur á
Atlantshafsleiðinni — leiða-
kerfi sem gengur í vestur frá
París að Atiantshafi. Og Air
France er farið að hafa
áhyggjur af samkeppni —
lestarferð á marga áfanga-
staði innan Frakklands tekur
jafnmikinn tíma og flugferð.
I uppbyggingu frönsku lest-
anna hafa Frakkar haft þrennt
að leiðarljósi; að tileinka sér
fremstu tækninýjungar, fullkom-
in þægindi og öryggi.
Straumlínulöguðu frönsku
lestirnar gætu verið af annarri
plánetu miðað við t.d. breskar
lestir (ferðamenn eiga heldur
betur eftir að finna mismuninn
þegar Ermarsundsgöngin opn-
ast). Og þægindin innan dyra í
frönskum lestum eru mörgum
gæðaflokkum fyrir ofan þær
bresku. Á 300 km hraða getur
þú lesið, skrifað, snætt og slakað
á — án þess að allt sé á stöðug-
um titringi eða þú finnir fyrir
hoppi yfir tengingu á brautar-
teinum.
Og búnaður innan dyra er í
samræmi við straumlínulögun-
ina. Aðlaðandi litasamsetning,
bólstruð sæti í besta gæðaflokki
og þægileg lýsing er í fullkomnu
samræmi til að farþegum líði
sem best á leiðinni. Jafnvel sér-
stakir setkrókar bæði á 1. og
2. farrými bæði fyrir fjölskyldur,
viðskiptafundi eða hópa til að
spjalla saman. í veitingavagni
er hægt að fá heita og kalda
rétti. A 300 km hraða getur þú
farið í símaklefa og hringt um
allan heim. Líka hugsað fyrir
þörfum ijölskyldna með ungböm
— sérstakur ungbarnaklefí.
Þegar ferðast er með Atlants-
hafslestinni, TGV Atlantique,
þarft þú tvo miða — venjulegan
farmiða og „Resa 300“ sem
tryggir þér sæti. Og mundu eftir
að stimpla báða í appelsínugulu
miðavélinni við inngang inn á
brautarpall, að öðrum kosti getur
þú lent í vandræðum og miðinn
orðið ógildur. Náðu þér í leiða-
bókina „Guide du Voyageur TGV
Atlantique" og kynntu þér vel
gulu, grænu, bláu og gráu lita-
síðurnar, sem sýna hvaða daga
og á hvaða tíma sólarhrings
ódýrustu fargjöldin eru í gildi.
Til dæmis er ódýrara að ferðast
í miðri viku en um helgar, dýr-
ara sérstaka frídaga t.d. um
páska og jól. Og endilega að
nýta sér allan afslátt t.d. fyrir
stúdenta og fjölskyldur, eldri
borgara o.fl. Hæsta miðaverð er
sambærilegt við flugfargjöld á
sömu leiðum. O. Sv. B.
Brest |I
3s 59m
LeCroisic j"*
Nantes
3s02m
s
Tours/7 Dwícwps, 0s 56m
1s59m /7 Chatetlerautt
/T Poitiers
La Rochelle*-''' // 1s28m
3s OOm II
Meö
hraölest
til vesturs
■■*■ Nýarbrautir
(opnaöar í október)
Eldra brautarkerfi
::::: Fyrirhugaöar brautir
Jim/f r.
5s04m Pau\v.»T*
..... •!
Angouleme
•■^.Montauban
roulouse
5s10m
Leiðakerfi
frönsku Atl-
antsháfs-
hraðles-
tanna frá
París.
Þú getur jafnvel setið í einstakl
ingssæti.
Þær eru
sannarlega
straumlínu-
lagaðar —
ekki satt?
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3. NÓVEMBER 1990 15