Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq

Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1990, Qupperneq 2

Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1990, Qupperneq 2
Hellanöfn síðustu ára - tílurð naíngifta Híðið í Hrútárdyngju á Reykjanesi. Sjá nánar í greinargerð. ODDNÝ SV. BJÖRGVINS Óðurtil ind- verskrar konu I Þú líður inní skugga minn sólheita óræða kona Án fótataks, án líkama aðeins slæðutónar frá spinnandi vefstól — glitrandi í sólstöfum regnbogans — gneistandi í stjörnuskini mógúlanna II Bærist ég í viðjableikri hlébarðamjúkri áru þinni? Gekk ég um götur í líki heilagrar kýr etandi sorpið við fætur þér? Gekk ég í bálið gaf hönd á stein í logandi líkama sólar og tungls? III Og hugblærinn flytur mér Ijóðtóna Eddu Indlands Frá ryðbláu bók- felli papýrus- vafninganna í spegildjúpinu mætast myndir okkar Og saman dönsum við í Shiva á djöflinum Hring eftir hring í kringum hnöttinn Dönsum og dönsum í speglandi ímynd okkar ólíku heima Ljóðandi eddur undir alskyggnu . rauðu augnabliki Höfundur er blaðamaður á Morgunblað- inu. Ljóðið er úr nýútkominni bók, „Þeg- ar prentljósin dansa", sem Skákprent gefur út og er fyrsta Ijóðabók höfundar- ins. Teikningar í bókinni eru eftir Margr- éti Birgisdóttur. Eftir BJÖRN HRÓARSSON Asíðustu árum hefur hella- fræði skotið rótum á íslandi. íslendingar hafa eignast sína fyrstu hellafræðinga og til er Hellaránnsóknafélag íslands. Þessi áhugi hefur leitt til þess að fundist hafa fjölmargir nýir hellar og mörg ný hellanöfn litið dagsins ljós. Hellanöfn síðustu ára eru 57 talsins og hér skipt niður í átta flokka eftir nafngift. Fyrst eru hér tekin dæmi um nokkur hella- nöfn úr hverjum flokki og greint frá tilurð þeirra. Skálarbarmshellir (Skálafell) Það var snemma árs 1990 sem félagar úr Hellarannsóknafélagi íslands voru við hellaskoðun á Reykjanesi. I hvirfli Skála- fellsdyngju er gígur eða skál og umhverfis að sjálfsögðu gígbarmar. Utantil í barmi gígsjns að austan fannst hola og hellir und- ir. Á heimleiðinni, að hellaskoðun lokinni, hófust eins og svo oft áður rökræður um nafn á hinn nýfundna helli. Niðurstaðan varð Skálarbarmshellir enda gengur hellir- inn niður í skálarbarm. Hér réð fundarstaður nafni. Gullbringuhellir (Hvammahraum) Gullbringuhellir, eða hið minnsta niður- fallið í hann, hefur verið þekktur um nokk- urn tíma en nafnið er nýlegt. Nafnið tekur mið af fjallskolli skammt frá sem nefnist Gullbringa (308 m.y.s.). Hér fékk hellirinn nafn af nálægu örnefni. Híðið (Hrútagjárdyngja) Þann 18. júní 1989 voru tveir Birnir (Finnsson og Hróarsson) að leita hella í Hrútagjárdyngju. Fannst þá hellir sem nefndur var Híðið eftir veru Bjamanna þar inni. Þess má geta að annar Bjarnanna hefur lagst til hvílu í Híðinu ásamt tveimur félögum sínum í Hellarannsóknafélagi Ís- lands. Lágu þeir þar í dvala næturlangt og líkaði vel. Hér var nafn dregið af finnendum. Húsheilir (Hrútagjárdyngja) Húshellir fannst sumarið 1988 og fékk nafn af mikilli hleðslu, húsi, sem í hellinúm er. Hér réð utanaðkomandi fyrirbæri í hellin- um nafni. Hafri (Selvogsheiði) Hafri er ekki stór en gólfið í honum er mjög upphleyptá köfluni. Ekki er það ósvipað því sem sjóði í afar stórum graut- arpotti og af þeirri ímynduðu grautár- suðu tók hellirinn nafn. Hér réðu innviðir hellisins nafni. Hvassi (Hallmundarhraun) Hvassi er mjög óþægilegur yfirferðar. Skríða þarf um mestallan hellinn sem ekki er auðvelt sökum þess hve gólfið er odd- hvasst. Hér réðu innviðir nafni. Spunahellir (Gullborgarhraun) Við heliaskoðun í íslenskum hraunhell- um er sjaldgæft að rekast á lífverur. Lífvera fannst ekki í Spunahelli en þar er hins vegar köngulóarvefur. Her réð utanaðkomandi fyrirbæri í hellinum nafni. Langiþröngur (Purkhólahraun) Langiþröngur (320 m) er 18. lengsti hraunhellir landsins en lengsti hellir i Purk- hólahrauni. Hellirinn er þröngur og áber- andi langur miðað við aðra hella í nágrenn- inu. Hér réð lega hellisins nafni. Selhellar (Purkhólahraun) Fyrir enda þessa mikla heilakerfis er holur hóll. í honum eru mannvistarleifar, sem gætu bent til að um gamalt sel væri að ræða. Svo taldi hið minnsta hellamaður- inn sem fyrstur kannaði hellana og gaf þeim samheitið Selhellar. Hér réð utanaðkomandi fyrirbæri í hellin- um nafni. K-l, K-2, K-3, K-4 og K-5 (Kerlingarhóla- hraun) Fimm hellar hafa fundist í Kerlingarhóla- hrauni og lengi gengu þeir aðeins undir samheitinu Kerlingarhólahellar. Nýlega voru þeir hins vegar nefndir K-1 til K-5. Hér réð nýstárleg aðferð, raðtöluaðferðin, nafngiftunum. Ástæður hennar eru e.t.v. andagiftarieysi við nafngiftir eða sú ástæða að vilja ekki hrúga niður mörgum nýjum örnefnum á lítið svæði. Togarahellir (Þeistareykjahraun) Töluverð saga er kringum nafn Togara- hellis. Um 1960 var flokkur manna við mælingar á Þeistareykjum en ekki var veð- ur til starfa. Skiptist hópurinn þannig að tveir gengu út en hinir lögðust til hvílu. Þeir tveir sem út gengu fundu Togarahelli. í honum er vatn og má þar sigla á gúmmí- bát nokkra tugi metra. Finnendunum var hins vegar í mun að sýna fram á .ágæti gönguferðarinnar í stað skálaverunnar svo þeir lýstu hellinum Ijálglega þegar í skála kom og sögðust hafa fundið helli þar sem sigla mætti síðutogara kílómetrum saman. Sagan þróaðist eftir því sem árin liðu og að lokum fékk hellirinn nafnið Togarahellir. Hér réðu utanaðkomandi atvik nafni hell- isins. Jörundur (Lambahraun) Jörundur fannst á hundadögum og því var ákveðið að nefna hann í höfuðið á Jör- undi hundadagakonungi. Hér réðst nafngiftin af utanaðkomandi atriðum. Vörðuhellir (Syðra-Eldborgarhraun) Þegar Vörðuhellir fannst 4. júlí 1947 var innst í honum varða, hlaðin 15.7. 1922. Ákveðið var að nefna hellinn eftir vörðunni. Hér réð utanaðkomandi fyrirbæri í hellin- um nafni. Tvíbotni (Syðra-Eldborgarhraun) Tvíbotni er víða á tveimur hæðum þar sem storkuborð ná saman og þar eru tveir botnar í hellinum. Þá opnast niðurfallið ekki við en'da hellisins þannig að út frá því má ganga í botn hans í báðar áttir. Hellirinn hefur því tvo botna hvernig sem á hann er litið — er Tvíbotni. Hér réðu innviðir hellisins nafni. Vegkantshellir (Syðra-Eldborgarhraun) Hellismunni Vegkantshellis er rétt við vegkant.' Her réð því staðsetning nafni. Fallhellir (Syðra-Eldborgarhraun) Fallhellir gengur milli tveggja niðurfalla en hefur ekki önnur op til yfirborðs. Vegna niðurfallanna fékk hellirinn nafnið Fallhellir. Hér réði því lega hellisins nafni. Samantekt Þá hefur í stuttu máli, verið gerð grein fyrir ástæðum er liggja að baki nokkrum hellanöfnum úr hveijum flokki. Rétt er að líta á örlitla samantekt þeirra ástæðna sem réðu nafngiftum á þeim 57 hellanöfnum sem til hafa orðið á síðustu árum. 1. Raðtöluaðferðin réð nafni (16 hellar, 28%): K-l, K-2, K-3, K-4, K-5, T-2, S-l, S-2, S-3, S-4, S-5, S-6, S-7 og S-10. 2. Innviðir hellis réðu nafni (9 hellar, 16%): Gljái, Hruni, Hafri, Fosshellir, Hvassi, Stúthellir, Dímon, Tvíbotni og Súluhellir. 3. Utanaðkomandi fyrirbæri í helli eða við hann réðu nafni (9 hellar, 16%): Húshell- ir, Rótahellir, Áni, Rjúpnahellir, Sandi, Spunahellir, Selhellar, Vörðuhellir og Lamb- hellir. 4. Lögun og/eða lega hellis réð nafni (7 hellar, 12%): Aðalhola, Aukahola, Flóki, Strompahellir, Bratti, Langiþröngur og Fall- hellir. 5. Nafn dregið af finnanda eða finnendum (6 hellar, 11%): Dátaskúti, Híðið, Hjartar- tröð, Árnahellir, Halur og Litli-Björn. Þess skal getið að aðeins í einu þessara tilfella gaf finnandi hellinum nafn sitt. 6. Nálægt örnefni stjórnar nafni (4 hell- ar, 7%): Gullbringuhellir, Kistufellshellar, Hellirinn eini og Klofahellir. 7. Utanaðkomandi atvik eða atburður réð nafni (3 hellar, 5%): Togarahellir, Jörundur og Stullahola. 8. Fundarstaður ræður nafni hellis (3 hellar, 5%): Skálarbarmshellir, Lofthellir og Vegkantshellir. Athygli vekur að 20 nöfn eða aðeins 35% af þessum 57 nöfnum enda á -hellir. Þegar öll íslensk hraunhellanöfn eru aftur á móti skoðuð kemur í ljós að um 70% þeirra enda á -hellir. Því virðist sem nafiigefendur hella á síðustu árum hafi mun frekar en áður sleppt endingunni -hellir. Raðtölunafngiftin hefur verið notuð á flesta hella, þrátt fyrir að henni hafi aðeins verið beitt á þremur stöðum. Aðferðinni fylgja bæði augljósir kostir og gallar en e.t.v. skekkir hún nokkuð mynd þá er sýnir orsakir nafngifta á hellum. Með því að sleppa raðtölunafngiftinni og einfalda myndina enn frekar fæst eftirfar- andi tafla sem verður hér látin standa sem lokaniðurstaða þessarar samantektar á til- urð nýlegra nafngifta á íslenskum hraun- hellum: Fyrirbæri í helli ráða nafni: 18 hellar eða 44% Lögun og/eða lega ræður nafni: 7 hellar eða 17% Nafn dregið af finnendum: 6 hellar eða 15% Nálæg örnefni stjórna nafni: 4 hellar eða 10% UtanSðkomandi atriði ræður nafni: 3 hellar eða 7% Fundarstaður ræður nafni: 3 hellar eða 7% Höfundur er jarðfræðingur og formaður Hella- rannsóknafélags l’slands.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.