Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1990, Page 3

Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1990, Page 3
LESBOK ® ® 1] IH |u] [n] B B H ® ® Œ! ® ® Útgefandi: Hf. Árvakur^ Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjór- ar: Matthías Johannessen, StyrmirGunn- arsson. Aðstoðarritstjóri: Björn Bjarna- son. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 691100. Forsíðan Þessi dulúðuga mynd er af málverki norska málarans Odd Nerdrum, „Kona með hurðarhún". í baksýn er Axlarhyrna á Snæfellsnesi. Sjá nánar um Nerdrum í blaðinu. Tengsl norrænna manna við gelískar þjóðir um og fyrir land- nám íslands, hefur löngum verið rannsóknarefni. Fyrsta víkingaárásin á England var talin hafa verið árið 793, en um miðja níundu öld, eða nokkru fyrir landnám Ingólfs Arnarsonar í Reykjavík, voru norræn- ir menn víða í írlandi og var höfuðvígi þeirra í Dyfl- inni, svo sem írskar heimildir greina frá og fornleyfar styðja. Þetta er fyrri grein Gísla Sigurðssonar, þjóð- fræðings á Stofnun Arna Magnússonar, um þetta efni. Odd IMerdrum er hér kynntur íslenzkum listunnendum. Hann er norskur listmálari, sem telst alveg sér á parti, málar með aðferðum gömlu meistaranna, setur á svið furðu- legt mannlíf og notar islenzkt landslag sem bak- grunn. Lítinn stuðning hefur hann haft til þessa í heimalandi sínu, en þeim mun meiri í Bandaríkjunum. Lesbók hitti Odd að máli þegar hann var hér á ferðinni í haust. GRÉTA SIGFÚSDÓTTIR Dína Ég reyti ekki af mér hárið né ríf klæði mín því harm minn ber ég í hljóði Sæl var sú stund er ég hvíldi í örmum hans undir mórhetjatrjánum í lundinum Móres sæl gegnum tárin Mildar voru hendur hans er hann þerraði þau og hét að gjöra sáttmála við föður minn og bræður svo vér mættum verða að einni þjóð í landi Hemors föður síns Ó þér bræður mínir sem rufuð sáttmálann og hefnduð þess grimmilega að hann óumskorinn hafði spjallað mig dóttur ísraels Enn geymi ég kyrtil minn roðinn blóði hans og þytur mórberjatrjánna hvíslar nafni hans Síkem... Bæri ég ei harm minn í hljóði yrði ég grýtt í hel ' (1. Mósebók, 34. kap.) Höfundur er skáld í Reykjavík og hefur sent frá sér 6 bækur, skáldsög- ur og smásagnasafn. Fyrsta Ijóðabók hennar kemur væntanlega út á næstúnni. R A B B Að skýla fósturjörðinni Sagt hefur verið, að íslending- ar hafi á öldinni sem leið búið við svipaða verkmenn- ingu og landnámsmennirn- ir. Hafði þá ekkert breyst í 1000 ár? Jú, landið var orðið óþekkjanlegt. Vöxtu- legir skógar og víðlent kjarr nær horfið og stórir hlutar landsins orðnir uppblæstrinum að bráð. Fönguleg fjallkonan í tötrum og orðin eins og magur ómagi á að Iíta. Við óblítt loftslag og eimytju eldfjall- anna hafði bæst rányrkja mannsins. Við þessu var ekkert að gera. Þjóðin svalt oft heilu hungri og varð að þreyja þorrann og góuna með öllum tiltækum ráðum. Á þessari öld tók mjög að rofa til á fjöl- mörgum sviðum. Loftslagið er reyndar samt við sig og sama er að segja um náttúruöfl- in, en tækifæri fóru að gefast til að klæða fjallkonuna á ný. Fjölmargir hafa lagt hönd á plóg í því skyni, en árangurinn er enn takmarkaður. Jafnvel svo, að eftir aldar- langa baráttu eru enn áhöld um hvort meira vinnst eða tapast af grónu landi árlega. Breyttar matarvenjur þjóðarinnar hafa snúist á sveif með gróðhrverndinni. Þrátt fyrir óþreytandi áróður og ótalin útgjöld stjórnvalda til að halda lambakjötinu að landslýðnum hefur neyslan sífellt minnkað og beit þar með létt af iandinu. Auðvitað er þetta alvarlegt fyrir margan bóndann, og því fremur sem breytingin hef- ur ekki verið notuð til að þétta byggðina og bæta rýrasta landinu upp aldalanga bú- setu. Viðkvæm uppblásturssvæði era enn beitt allvíða, oft fáum til nytja, en fjölda ræktenda til mikils ama. Með þessu er óþarfa fleyg skotið á milli fólks í þéttbýli og strjálbýli. Augljósasta dæmið um þetta er Landnám Ingólfs, þar sem meginhluti þjóðarinnar býr. Þar er víða gróðurlaust með öllu, en gróður víða annars staðar á fallanda fæti. Þar þarf fólk að girða sig frá grasbítnum, þótt þeir ættu að sjálfsögðu að vera í af- mörkuðum hólfum á ábyrgð eigenda. Einnig er stutt síðan „fjallalamb“ var auglýst sem sérstakt hnossgæti, þótt fjöldi fólks tengdi það áuðnum og örfoka landi. Hjarðmennska af þessu tagi er löngu aflögð í flestum þróuðum löndum og skepnurnar hafðar á beit í ræktuðum hólfum. Til þess skorti ræktað land lengst af hér á landi, en ekki lengur. Margir bændur eru hættir að reka á fjall og sumir þeirra segja, að það sé af hreinum þráa að miklu fleiri hafí ekki fetað í þeirra fótspor. Menn flengjast upp á fjöll, þegar allra veðra er von og setja bæði sjálfa sig og sauðkindina í hættu við smölunina. Söngur í réttum getur sjálfsagt verið mjög skemmtilegur, en er ekki full miklu til hans kostað? Að minnsta kosti hljóma ættjarðarlöðgin nokkuð hjáróma, þegar hugsað er til gróðurfarsins á fjöllum uppi- Nýir tímar eru framundan. Mikið er nú til af ræktuðu landi, almenn skógrækt öflugri en nokkru sinni og heilu lúpínuakr- arnir farnir að bera fræ til stórfelldrar upp- græðslu, að vísu áratugum seinna en skyldi, en þakkai-vert samt. Þó er ótalið það sem gæti borið skjótastan árangur í gróðurfars- legu tilliti í byggðum landsins, en það er skjólbeltaræktun. Ræktun skjólbelta er haíin allvíða, en er allt of skammt á veg komin. Aðferðin er í aðalatriðum einföld, en eitthvað þarf að haga aðgerðum eftir landsháttum og gæti þá aðstoð sérfróðra flýtt fyrir árangri. Ferðir íslenskra skógi'æktarmanna til Alaska, sem nú hafa staðið í hartnær hálfa öld, hafa borið ríkulegan ávöxt. Þaðan kom harðgera lúpínan og hraðvaxta öspin, auk nokkurra ágætra víðitegunda. Svo vitnað sé í fróðan mann, þá mætti standa að skjólbeltarækt á eftirfarandi hátt. Beðin skulu plægð og herfuð og borinn í þau áburður. Dökkt plast síðan lagt yfir beðin með þar til gerðu áhaldi aftan á drátt- arvél. Þá eru beðin tilbúin til að taka við græðlingum, sem stungið yrði í gegnum plastið. Fyrst yrðu þeir keyptir, en síðan er hægt að klippa þá af fyrri ræktun. Tvær tegundir af fljótsprottnum víði frá Alaska, sem laufguðust missnemma, gætu verið í beðunum, en ösp á milli. Þar með væri séð fyrir misháum vexti í beðunum. Plastið mætti liggja áfram og smám saman stækk- uðu á því götin og það rýrnaði og eyddist. Hver hæðarmetri í skjólbelti skýlir um það bil 10 m breiðu landi, þannig að mikill árangur næst á nokkrum árum. Þar sem skipta ætti stóru landi með skjólbeltum gætu verið allt að 100 m á milli þeirra, eða einn hektari í hverjum reit. Við sérstakar aðstæður og til mismunandi nytja gæti milli- bilið farið allt niður í 50 m. Skjólbeltin skýldu hvers konar gróðri, þar með talið grasi, garðávöxtum, korntegund- um og almennri tijárækt, svo að verulega gæti munað í aukinni uppskeru. Þá skýldu þau mönnum og mállleysingjum svo mjög, að dijúgu gæti til dæmis munað í nyt kúnna. Einnig er sagt að hóflega margir hestar gætu verið í slíkum hólfum svo til frá byijun ræktunar skjólbelta, þar sem þeir éta ekki trjásprotana gagnstætt því sem sauðkindin gerir. Trén þurfa hins vegar að komast á legg áður en henni er hleypt að. Skjólbeltum fylgir því almenn gróska og gróðursæl og er þá ótalin fegurðin og hlý- leikinn, sem þau setja á yfirbragð landsins. Ræktun af þessu tagi mætti gjarnan fara fram á svo til öllum jörðum, stórum og smáum, jafnt á túnum sem úthaga. Sama hvort um væri að ræða stórbúskap eða kot- búskap, hvort sem búa ætti til frambúðar eða núverandi ábúendur yrðu þeir síðustu, þar sem skjólbeltin nýttust jafnvel til útivist- ar og búskapar. Auk þess stuðluðu þau að fjölbreyttara fuglalífi og gróskumeiri gróðri. Engir eru færari um að skýla fóstur- jörðmni á þennan hátt heldur en fólkið sem býr í sveitunum, hvort sem það er að búa í haginn fyrir eigin afkomendur eða næstu kynslóðir landsmanna almennt. Víða mundu þessi verkefni geta komið í staðinn fyrir samdrátt í hefðbundnum landbúnaði. Til þess þarf vissulega að veita dijúgu fjár- magni, en það er ólíkt jákvæðara heldur en að styrkja illseljanlega framleiðslu. Best af öllu er hve árangurinn mundi koma fljótt í Ijós. Mörg byggðarlög um allt land hefðu tekið á sig gróskumikið yfir- bragð þegar um aldamót. Þá mundi endan- lega leggjast af að reka fé á fjali, enda færi enginn með búsmala sinn á berangur heiðanna, þegar skjól biðist í heimahögum. Um leið ætti útbreiðsla búfjársjúkdóma að stórminnka. Nokkrar réttir yrðu varðveittar til minja um hjarðmennsku fyrri alda og öll þjóðin gæti sungið einum rómi: „O fögur er vor fósturjörð . ..“ VALDIMAR KRISTINSSON LES8ÓK MORGUNBLAÐSINS 17. NÓVEMBER 1990 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.