Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1990, Side 9

Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1990, Side 9
Maður líkir eftir skýi, 1990. 1.38x1.73m. Landslagið, sem hér er notað fyrir baksvið, fann Oddur í Rauðhólunum. Faðir Odds varð með tíð og tíma einn af forstjórum SAS og hefur ugglaust átt þátt í að koma á fót fyrstu sýningu Odds í húsakynnum flugfélagsins í New York 1968. Ekki gekk það slysalaust. Oddur vildi sýna risastóra mynd af manni, sem hefur orðið fyrir stórslysi, svo út falla iðrin. Þetta þótti víst ekki heppilegt til að sýna í flugfé- lagshúsnæði og var fljótt tekið niður. En það var í tengslum við þessa sýningu, að einhver fór með Odd á fund popparans fræga, Andy Warhol. Sá hafði um sig hirð allskonar undarlegra fugla og hirðmenn hlógu háðslega, þegar ungi maðurinn kvaðst mála myndir eins og Rembrandt. Nema Warhol. „Why not“, sagði hann, „That is OK“. Hjá Andy Warhol var allt OK. En Odd Nerdrum fjarlægðist samtímann ennþá meir eftir þennan fund. „Þú spurðir um stöðu mína í heimalandi mínu núna“, sagði Odd þegar við höfðum skolað niður svörtu kaffi og horft á haust- hretið lemja sinuna í Vatnsmýrinni. „Jú, ég get sagt, að það fer lítið fyrir mér þar. En ég er samt í símaskránni. Ég get sagt það líka, að landar rnínir eru ekki þeir, sem helzt kaupa af mér verk. Minn markaður er og hefur verið umfram allt í Bandaríkjun- um“. Eg spurði um verðið og Oddur yppti öxl- um og sagði: „Allir spyija um verðið. Við skulum tala um eitthvað annað.“ Það má ugglaust gera ráð fyrir, að verðið sé hátt og gengið á Oddi ætti að hækka eitthvað núna, þegar hann er tekinn til umljöllunar í einu víðlesnasta listariti heimsins, Art in Amei-ika. Það hækkar líka verðmætið, að framleiðslan er lítil. Oddur málar ekki nema 5 myndir á ári að jafnaði. Viðurkenning heima fyrir hefur verið ' minni en búast mætti við. Norskir menning- arvitar virðast ekki hafa áttað sig á því, að með Oddi hafa þeir eignast þungaviktar- leika. Mynd, sem birt er í bókinni eftir Odd 10 ára, ber vott um ótrúlegan þroska. Frá 7 ára aldri var hann harðákveðinn í að verða málari. Leið Odds lá með tíð og tíma í Listaakade- míuna í Osló. Hann vandaði sig mjög við tvö verk, sem hann sendi inn vegna inntöku- prófsins, en iét fylgja með það þriðja, sem hann málaði í hvelli kvöldið áður. Ut á þá mynd var hann tekinn inn og þá byrjaði hann strax að efast. í námsför til Stokk- hólms, þegar Oddur var 16 ára, sá hann fræg og umtöluð verk bandarísku popplista- mannanna, Rauschenbergs, Jaspers Johns ofl. Sú upplifun nægði honum til að verða and-módernisti, en mynd eftir Rembrandt, „Eiðstafur Claudiusar Civilis“, sem hann sá í sömu ferð, varð honum opinberun. Eftir það varð hann „fyrirbærið Nerdrum" í aka- demíunni. Prófessorinn hans skildi ekki þessa ásókn hans í Rembrandt og aðra málara fyrri alda, „þegar Picasso er ennþá lifandi". „ Mér hefur alltaf þótt veröld Rembrandts manneskjulegri en veröld Pic- assos“, var svar Odds. Sjálfur segist hann hafa verið rekinn úr akademíunni „eins og hundur." Odd Nerdrum taldi sig ekki eiga samleið með nútímalist og afneitaði nú- tíðinni yfirhöfuð. Síðar lá leið hans til Þýzka- lands, þar sem hann var hjá þeim fræga konseptfrömuði Jósef Beuys. Þótt vel færi á með þeim, varð niðurstaðan sú, að hvorug- úr skildi hinn. Beuys leit á norsarann sem „kúnstnerískt vandamál“ og þótti hann þröngsýnn. Síðar átti hann þó eftir að skipta um skoðun. málara. En upphefð hans virðist þurfa að koma að utan. Sú upphefð virðist nú orðin nóg, því spurnir hafði ég af því nú nýlega, að yfir stæði í Osló sýning á verkum eftir Odd Nerdrum- hann hefur ekki sýnt þar í 4 eða 5 ár - og hefur nú loksins vak- ið verðskuldaða athygli í heimaborg sinni. Heimild hef ég fyrir því frá Oslo, að gagn- rýnendur hafi nú allt í einu snúið við blað- inu og séu frá sér numdir af hrifningu, enda öllu óhætt þegar maðurinn er kominn með gæðastimpil frá útlöndum. Síðastliðið vor hélt listasafnið Horsens Kunstmuseum í Danmörku sýningu á verkum hans og framundan er sýning í Berlín í vetur og í Chicago næsta vor. „Norðmenn eru illa haldnir af smáþjóða- og útnesjakomplex", segir Oddur.,, Þeir sem ráða ferðinni, eru alltaf að bíða eftir nýj- ustu tízku að utan. Það sem sýnt er utan landsins sem norsk list, þarf helzt að vera bergmál af einhverju, sem búið er að gera í Ameríku eða Þýzkalandi. Ef eitthvað frurn- legt á sér stað í norskri list, þá snúa þeir við því bakinu þar til það hefur fengið viður- kenningu í útlöndum.“ „Jæja, eitthvað hljómar þetta kunnug- lega. Nákvæmlega þannig er það hér á Is- landi einnig. Það hefur ekki dugað að eign- ast hóp af listsagnfræðingum, nema síður væri. Margir telja að með þeim hafi þetta stórversnað. Hér þykir ekkert merkilegt, nema það sé bergmál af list liðinna ára utan við pollinn. En svo vikið sé að öðru: Þú hefur ekki Framhaldá bls. 10 t LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17. NÖVEMBER 1990 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.