Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1990, Page 6

Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1990, Page 6
Sigfús opnar með luðrasveit og karlakór Eftir eina viku, laugardaginn 8. des. verður mikið um dýrðir hjá hinu ástsæla tónskáldi og málara, Sig- fúsi Halldórssyni. Hann stendur þá að sýn- ingu á uppundir 100 vatnslitamyndum frá Reykjavík í vestursal Kjarvalsstaða. Hulda Valtýsdóttir, formaður menningamála- nefndar Reykjavíkur, flytur ávarp og opnar sýninguna. Listamanninum til heiðurs munu vinir hans í Lúðrasveit Kópavogs og Karla- kór Reykjavíkur flytja nokkuf hinna alkunnu og vinsælu laga hans. Þá mun og koma út listaverkabók um Sigfús, sem bókaforlagið Reykholt stendur að og verður hún kynnt á sýningunni. For- mála að bókinni skrifar Indriði G. Þorsteins- son, rithöfundur, en bókartextann skrifar Jónas Jónasson útvarpsmaður. Þetta er ekki beint ævisaga, segir Sigfús; ekki viðtalsbók heldur, en fjallar á fijálslegan hátt um ævi Sigfúsar og samfylgd við listagyðjumar. Ferill Sigfúsar er tekinn saman í lokin og þýddur á dönsku og ensku. í bókinni er urmull litprentaðra mynda af verkum Sig- fúsar og það sem gerir hana sérstaka: Aft- ast í bókinni er plata með völdum lögum tónskáldsins og prentaðir textar viðkomandi ljóða. Hljómplatan ræður að sjálfsögðu stærð og útliti bókarinnar; hún er í sömu stærð og plötuumslag, kápan dökk og ekk- ert á henni, nema að sjálfsögðu litla flugan. Auk bókarinnar kemur út 118 síðna söng- lagahefti með lögum Sigfúsar og heiðrar Kópavogsbær tónskáldið á sjötugsafmæli með þeirri útgáfu. í heftinu eru 40 lög, mörg þeirra ný og útsetningar era á lögum Sigfúsar fyrir karlakóra. Heftið verður einn- ig kynnt á sýningunni. Sigfús kvaðst halda, að hann hafi áður haldið 8 sýningar á Reykjavíkurmyndum. Sú síðasta var sumarið 1986 á 200 ára af- mæli Reykjavíkur. Sigfús hefur ekki setið auðum höndum síðan og enn sýnir hann Reykjavíkurmyndir, málaðar með vatnslit- um. Megnið af þeim er úr Kvosinni og af húsum og götum þar í kring. Sigfús málar líka portret af fólki, en þau verða ekki með núna, nema eitt af Vilhjálmi skáldi frá Ská- holti, sem verið hefur á mörgum sýningum Sigfúsar. Sýning Sigfúsar stendur fram að jólum og allan tímann mun tónlistin fá sitt rúm. Meðan sýningin stendur munu tónlistar- menn öðru hvora koma fram á kvöldin. Þetta verður með öðram orðum marghliða listahátíð hjá Sigfúsi Halldórssyni, sem lífgar uppá skammdegið. G.S. Afstrakt sem minnir á landslag Opus, 1989, 35x60 sm. Ljósm.Lesbók/Þorkell Sýning Rúnu Gísladóttur í FÍM-salnum í Garðastræti hófst fyrir viku og stendur hún til 11. desember. Því miður var ekki hægt að gera henni skil fyrr vegna rúmleysis og raunar lenda sumir sýnendur í því að liggja óbættir hjá garði, þegar 5-6 nýjar sýningar hefjast um sömu helgina. Það er hinsvegar regla sem reynt er að fara eftir, að kynna sem flestar einka- sýningar. Rúna Gísladóttir hefur áður sýnt á Kjar- valsstöðum fyrir þremur árum og þar að auki sýndi hún á Blönduósi og á Siglufirði. í 11 ár, eða frá því hún var við nám í Myndlista- og handíðaskóla íslands, hefur hún ræktað þá myndgerð, sem á útlendum tungum heitir collage. Þesskonar verk hafa stundum verið nefnd klippimyndir á íslensku, en Rúna benti réttilega á, að sú nafngift sé vafasöm í hennar tilviki, því hún rífur oftast í stað þess að klippa. Aðferð Rúnu er líka sérstæð í þá veru, að hún byggir ekki á tilbúnum aðföngum, þ.e. prentuðum myndum, eða mynstruðum pappír, nema að örlitlu leyti. Þess í stað hefur hún þróað þá persónulegu tækni, að mála með akrýl á hvítan pappír með ýmsu móti áður en hún rífur hann niður og skeyt- ir saman. Áhorfandinn fær þá hugmynd, að hér sé verið að búa til hálf-afstrakt landlagsmynd- ir eins og nú er raunar í tízku, enda lýsa sýnendur því nú yfir næstum því í kór, að þeir séu að fást við landslag. Rúna kveðst hinsvegar byija hvert verk óbundin af ákveðinni hugmynd. En í meðförunum vill stundum svo til, að myndin fer ósjálfrátt að gefa hugmynd um landslag og þá kveðst Rúna skerpa á þeirri hugmynd. Rúna fékk í fyrra þriggja mánaða starfs- laun í fyrra og vann þá samfleytt við hluta þeirra verka, sem hún sýnir nú í FÍM-saln- um. Auk collage-myndanna sýnir hún nokk- ur málverk. Jafnframt því að vinna að list sinni og sinna húsmóðurstörfum, hefur Rúna kennt myndlist á námskeiðum, sem hún heldur í vinnustofu sinni að Selbraut 11 á Seltjarnarnesi. Þar hefur hún verið með 6-10 manns í einu, unga og gamla, og sumir hafa komið aftur og aftur. GS.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.