Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq

Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1990, Qupperneq 9

Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1990, Qupperneq 9
FERMRlAfí 1. DESEMBF.R 1990 Á miðjum „róm- antíska vegin- um“ í Þýskalandi Augsburg dregur nafn sitt af rómverska keisaranum Ágústusi, sem trónar yfir Ágústusarbrunni (frá 1600) í miðbænum Augsburg aðventuborgin fræga Augsburg ber nafn Ágústusar keisara úr jólaguðsspjallinu, sem ákvað að skattleggja allan heim. Borgin á sér 2000 ára sögu eins og byggingar hennar og listiðnaður bera vitni um og hátíðir rekja hefðir til. Þangað er urn þriggja tíma ferð í lest frá Frankfurt. Augsburg er fræg fyrir margt og ekki síst fyrir sinn árlega jóla- markað, sem þykir einn sá skrautlegasti og líflegasti í öllu Þýska- landi. Á hveiju ári í byijun jólaað- ventu breytist hið sögufræga ráð- hús í Augsburg í risastórt jóla- dagatal, þegar jólaenglarnir í Augsburg koma fram og leika jólalög. Jólaenglarnir eru eftirlík- ingar af máluðu altarisenglunum í Augsburg eftir Hans Holbein eldra, einn frægasta sons borgar- innar, sem málaði í gotneskum stíl. Og framan við ráðhúsið rís risastór jólamarkaður þar sem seldur er m.a. fallegur listiðnaður sem framleiddur er í Augsburg, en borgin er fræg fyrir tréskurð og margskonar iðnað frá fornu fari. Hvað er að sjá og skoða? Ferðamenn á jólaaðventu í Augburg geta (með fyrirvara) komist í: kertaljósa-kvöldverð í hinum sögufræga „Fuggerkeller", ''jólasýningu brúðuleikhússins í Augsburg, sem þekkt er úr út- varpi og sjónvarpi í Þýskalandi. Á hveijum laugardegi kl. 14-00 (til 30.3.’91) er lagt upp í tveggja tíma skoðunarferðir um borgina frá Hótel Drei Mohren, Maximil- ianstrasse. Jólamarkaðurmn fyrir framan raðhusið í Augsburg þar sem Augsburg-jólaenglarnir syngja um hverja helgi á aðventu. A krossgötum á meginlandinu Fuggerei er einstætt þorp í borginni; elstu félagslegu byggingar í heiminum, reistar fyrir fátækar ekkjur árið 1516 og enn eftir- sóttar til íbúðar. í eins dags skoðunarferð um Bavaríuhérað er hægt að skoða Neuschwanstein kastala, Andechs-klaustur með sam- nefndri ölgerð, hinn hefðbundna tréútskurð í réttu umhverfi sínu í Oberammergau, Wieskirche, sem þykir ein fegursta kirkja í Bavaríu. Og einnig er hægt að skipuleggja fyrir 4-40 manns (verð kr. 3.515 á mann): hring- ferð í fótspor Lúðvígs konungs, ökuferð í hestasleða eða hestvagni frá Graswang til Linderhof kast- ala, þar sem draumar Lúðvígs konungs rættust. Allt frá dögum Ágústusar keis- ara hefur Augsburg staðið á mikl- um krossgötum viðskipta og ferðalaga um meginland Evrópu. Á miðöldum var borgin mjög áhrifamikil vegna legu sinnar og á 13. öld var gamla dómkirkju- borgin fríríki innan hins heilaga Rómaveldis. Og síðar alþjóðleg verslunarborg undir stjórn Fugg- er-bræðranna, sem teygðu við- skiptasambönd sín út um allan heim — fluttu gull og gersemar frá Austurlöndum fjær inn í miðja Evrópu og veittu jafnvel Portúgöl- um harða samkeppni í viðskiptum þegar sjóveldi Portúgala reis hæst. Tískuborg endurreisnartímans Augsburg var „París“ síns tíma. Hvergi þóttu konur jafn fallegar og vel klæddar. Þaðan bárust tískustraumar og bergmál frá dansandi aðli. Á endurreisn- artímanum reis Augsburg hæst og var miðdepill byggingarlistar, tónlistar og málverka. Rokokó var „stíllinn í Augsburg". Ferðamenn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.