Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq

Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1990, Qupperneq 11

Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1990, Qupperneq 11
Gleðileg jól á erlendri grund Litið á helgarfargjöld Flugleiða og tilboð í jólaferðum Fólk hefur raargar ástæður til að vilja eyða jólunum erlendis; fjárhagslegar, heilsufarslegar, fjölskyldulegar - eða bara löng- un eftir meira sólarljósi. Hver sem ástæðan er - skulum við aðeins lita á jólavenjur í þeim löndum sem íslendingar gætu' hugsanlega heimsótt yfir jólin. Jesús á móti Búddha Til að losna alveg við jólahald er best að eyða jólunum í búddha- trúarlandi í Asíu, þar sem ekki er haldið upp á jól. Beint flug frá KMH til Bangkok eru aðeins 11 tímar (flugmiði héðan 84.000 kr). Píla- grímsferðir til ísrael um jól hafa verið farnar héðan og dvalið yfir jól í Jerúsalem og Betlehem á vest- urbakkanum. Samkvæmt helgi- sögnum á Jesús að hafa verið lagð- ur til hinstu hvíldar í Grafarkirkj- unni í Jerúsalem. Krossfarar börð- ust við að frelsa kirkjuna undan yfirráðum Tyrkja. Nú er jólaguð- þjónusta kaþólskra haldin í kirkju heilagrar Katarínu í Betlehem. Hátíðamessa er líka í Fæðing- arkirkju en þangað komast aðeins útvaldir. Hinir syngja með kórum á torginu fyrir utan og horfa á athöfnina á sjónvarpsskermi. Mót- mælendur heimsækja gjarnan - hirðingjasléttuna - utan við Betle- Glóðarvíni skenkt á þýskum jólamarkaði. hem en eftir henni eiga María og Jósep að hafa komið. Þýskjól Jólatréð og norrænir jólasiðir koma að mestu frá Þýskalandi. í upphafi aðventu (30. nóvember í ár) er kveikt á jólatré á öllum torgum í þýskum borgum og þorp- ■um. Alla jólaaðventuna liggur ilm- ur af glóðarvíni og góðiim mat yfir torgum t.d. við Römerberg í Frankfurt. Sérkenni þýskrar jóla- aðventu eru skrautlegir jólamark- aðir. Aðalhátíðin er á aðfanga- dagskvöld eins og hjá okkur. Jóla- maturinn er jólagæs, engiferbrauð og heitt glóðarvín. Margir fara í kirkju á aðfangadagskvöld. í fyrsta skipti í 45 ár fagna allir Berlínarbúar jólum. Jólahald var ekki bannað í Austur-Þýska- landi en jóladagur var ekki helgi- dagur - og erfitt að ná í jólatré. Fólk kom saman í kirkjum en það voru engar jólamessur. Á nýárs- nótt, „Sylvester Nacht“, er mikil flugeldahátíð í Berlín, sem sló öll met í fyrra, þegar Brandenborgar- hliðið opnaðist rétt fyrir jól. Öll veitingahús eru opin í Berlín um Listakona að leggja síðustu hönd á jólaengil, sem á að fara á jólamarkað. jólin. - Berlín er borg sem aldrei lokar. Dauf jól í London Norskt jólatré piýðir Traf- algar-torg í London - og aðventan einkennist af jólatónleikum og söngvum. En sjálf jólin eru fjöl- skylduhátíð. Öll minni hótel og veitingahús loka - hvorki neðan- jarðarbraut, strætisvagnar eða leigubílar starfa eðlilega. Jóladag- ur er aðalhátíðin en lítið um að vera á aðfangadag. Þá eru versl- anir opnar eins og venjulega og Englendingar eyða oft aðfanga- dagskvöldi á kránni. Frönsk hátíðamáltíð í París er meira haft opið en í London yfir jólin. Aðfangadagur er venjulegur vinnudagur. Aðal- hátíð á jóladag, en á annan í jólum mæta flestir til vinnu. Á jóladag fara margir út í sveit til að borða jólakalkúninn. Á gamlárskvöld er venja að fara út að borða. Flest veitingahús eru með hefðbundna áramótamáltíð; reyktan lax, ka- víar, ostrur og kampavín. Um tólfleytið safnast síðan fjöldi manns saman í miðborginni. Montparnasse, Latínuhverfið og Champs-Elysées eru vinsæl. Allir óska góðs árs og ókunnugir kyssa hvern annan á kinnina. Á meðan Þjóðverjar horfa á flugelda á himni eru Frakkar hávaðasamari og þeyta bílhorn með miklum lát- um þegar klukkan slær 12. Sólríkjól Vinsæll áfangastaður um jól eru Kanaríeyjar - að eyða jólunum á sundlaugarkanti og strönd eða dansa í diskóteki fram eftir nóttu. Hitastig er um 20 gráður. En á Majorka getur verið kalt og rign- ingasamt um jól. Flórída og Karabíska hafið eru líka að verða vinsælir jólaleyfisstaðir. Loftslag þar er þægilegt í desember og janúar og vatnið hreint. O.Sv.B. í helgarverði Flugleiða til nokk- urra borga er innifalið: þriggja nátta gisting á 3. stjörnu hóteli, morgunverður og flug. Frankfurt kr. 32.400 - London kr. 35.000 -París kr. 33.900 -Glasgow kr. 26.000 -Amsterdam kr. 32.050 (4 nætur). Helgarpakkar eru að- eins dýrari í desember. Gisting í 3 nætur á 4. st. hóteli og flug yfir helgi til New York kr. 47.000 -til Baltimore kr. 41.000 (gilda til 13.12.). Flórída -5 náttagisting í Orlando, 10 nætur í St. Péturs- borg og flug- frá kr. 78.000. Jóla- ferðin til Kanaríeyja 19.12. - 9.1/91, frá kr. 83.400. Jólaferðalög- in í loftinu Litið á fargjaldatilboð SAS Jólaferðalögin nálgast. Milljónir manna taka sig upp og fljúga til og frá um hnöttinn. Námsfólk hópast heim til litla íslands. Fjölskyld- ur nota langt jólafrí til að heimsækja ættingja erlendis. Og enn aðrir vilja hverfa frá jólaundirbúningi, jólastreitu og eiga langt og gott jólafrí á framandi slóðum - eða upplifa skrautlega jólaað- ventu og kaupa jólagjafir í stuttri ferð fyrir jólin. Við skulum líta á hvað okkur er boðið upp á, hjá- í helgarpökkum SAS til KAUP- MANNAHAFNAR er boðið upp á gistingu á 4 SAS hótelum. Brottför á laugardagsmorgni og tilbaka á mánudagskvöldi. Sem sagt tími til að skemmta sér á laugardags- kvöldi, hvíld á sunnudegi, en trú- lega annasamur innkaupadagur á mánudegi! - Athugið að biðja um „Tax-Free“ eyðublöð eftir að hafa verslað fyrir 600 DKR. (14-15% afsláttur) í sömu verslun. - Fram- vísið söluskattsnótum á Kastrup- flugvelli til „customs service" áður en þið bókið farangur inn. Frá 1.-23. desember er jólahátíð á SAS Royal. Gisting í 2 nætur, morgun- verður, flug frá 27.310 til 29.970 kr. í tveggja manna herbergi. Skíðafólk getur notfært sér sér- fargjald til ZURICH kr. 37.270. Frá og með 4. desember er flogið SAS. til PARÍSAR frá KMH alla daga nema laugardaga - tæpir 2 tímar milli flugferða. Ódýrasta fargjald til Parísar er á kr. 30.180. ISTAN- BUL er vinsæll áfangastaður, enda aðeins þriggja tíma flug til svo framandi borgar þar sem margt er að skoða og ódýrt að versla. Fram til jóla er þar yfirleitt milt haustveður, en oft kaldara eftir áramót. Flogið er til KMH laugar- daga eða þriðjudaga, gist þar eina nótt og áfram til Istanbul daginn eftir, þar sem dvalið er í 5 nætur. Síðan samdægurs tilbaka um KMH. Verð um 60 þúsund kr. fyr- ir flug, gistingu með morgunverði og ferðir til og frá flugvelli. Athugið að flug til KAÍRÓ leggst niður frá og með 3. desember - eða þangað til spennan minnkar á þessum slóðum. Vinsælasta Glæsilegur framandi heimur á lystiskipi úti fyrir klettavirki á Karabíska hafinu. Ameríkuflug SAS frá íslandi er til SEATTLE. Þá er gist í KMH á útleið - gistiverð 2-3.000 kr. Lagt af stað til Seattle kl.11.30 næsta morgun og lent í Seattle um miðjan dag. Mest er þetta fólk að heim- sækja ættingja. Verð kr. 63,390.00. í jólamánuðinum gilda jólafar- gjöld til Norðurianda. Til OSLÓ, BERGEN, KRISTIANSAND, STA- VANGER kr. 30.750.00. Til GAUTABORGAR kr. 32.050.00 -MALMÖ kr.35.820.00 -STOKK- HÓLMS, JÖNKÖPING, NÖRR- KÖPING, KALMAR og.VÁXJÖ kr. 37.630.00 VÁSTERÁS kr.38.720.00. Önnur sérfargjöld: Til SAO PAULO kr.79.900.00, -NEW YORK, CHICAGO kr. 59.510.00, -LOS ANGELES kr. 73.430.00, -AÞENA kr. 44.640.00, -RÓM kr. 42.640.00, -TEL AVIV kr. 46.280.00, -LISSABON kr. 46.280.00, -NICE kr. 44.390.00, BARCELONA kr. 46.290.00. Athugið að komu- og brottfarar- dagur er bundinn í öllum þessum fargjöldum, sem gilda fram til 31. mars. O.Sv.B. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 1. DESEMBER 1990 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.