Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1991, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1991, Side 2
GÍSLASAGA OG HÖFUNDUR HENNAR Eftir SVEINBJÖRN BEINTEINSSON Gísla saga Súrssonar er jafnan talin með hinum bestu fomsögum okkar. Þar er í ljósu máli sagt frá miklum örlögum. Sitthvað er þar, sem minnir á efni í Eddu- kvæðum, einkum þeim, sem tengjast Völsungasögu. Gísli var vígamaður en drengur góður. Vann þó ill verk. Systkini Gísla, Þorkell og Þórdís, hafa æma raun af honum. Sagan hefst í Noregi. Þar vegur Gísli þijá biðla Þórdísar. Og eiginmann hennar, Þorgrím, drepur hann einnig. Seinni mann hennar, Börk, hefði hann eflaust að velli lagt, hefði hann átt þess kost. Reyndar skildi Þórdís við Börk í reiði sinni eftir víg Gísla. Þorkell veitti Gísla þá hjálp, sem honum var fært, en fékk vanþakklæti eitt að launum og jafnvel fáryrði. Síðan var hann veginn af þeim ástæðum, sem rekja má til Gísla. Glæsimenriið Vésteinn var drepinn í húsi Gísla mágs síns. Og sonur Vésteins er síðar veginn í hefnd eftir Þorkel. Flest það fólk, sem hefur eitthvert hlutverk í sögunni, verður eftirminnilegt. Einnig það fólk, sem er minni máttar. Kristin siðfræði virðist nokkuð ríkjandi i sögunni, og einnig í sumum vísum Gísla. Margar vísur eru í sögunni og flestar eignaðar Gísla. Þetta eru góðar vísur og fara vel í sögunni, flestar. Serkennilegt er það, að í vísum þessum em kvenkenningar margar, þar sem nöfn ásynja og annarra goðkvenna eru höfuðorð í kenn- ingunum. Hvert nafn kemur fyrir aðeins í einni vísu. Goðfróður hefur sá verið, sem kvað. Mikið er um drauma og eiga þeir stoð í vísunum. Sagan má heita rökvís. Staðfræði er yfir- leitt örugg og atburðarás eðlileg. Víða er lýst starfi manna og ferðum á glöggan hátt. Veðri er lýst á snjallan hátt. Skapargerð fólks kemur glöggt í ljós hverju sinni. Lesandi þekkir þetta fólk furðuvel í sögulok. Hér er ekki hugmyndin að rekja efni sög- unnar. Best er að lesa hana. Höfundur Gíslasögu hefur verið skáld gott, fróður og glöggur, en hver var hann?. II Það vill nú svo skemmtilega til að ég veit hver samdi Gíslasögu, og skal nú greina frá því. Sá maður var ættaður frá Selárdal. Þeir Selárdalsmenn voru vel menntir og mikils virtir. Sumir af þeim frændum stunduðu lækningar af meiri list og kunnáttu en aðrir menn á þeim tímum. Þekktastur þeirra er Hrafn Sveinbjarnarson á Eyri við Amarfjörð (Hrafnseyri). Nú er best að nefna mann þennan, sem ég ætla að skrifað hafí Gíslasögu. Það er Sturla Bárðarson. Sturla var sonur Bárðar prests Snorrasonar Bárðarsonar svarta Atlasonar í Selárdal. Þórdís hét móðir Sturlu og var dóttir Hvamm-' Sturlu Þórðarsonar. Meðal náinna ættingja Sturlu voru Hrafn á Eyri, Skarðveijar á Skarðsströnd, Mela- og Garðamenn j Borgar- fírði. Síðan er öll ætt frá Hvamm-Sturlu. Þessar ættir geta menn rakið eftir Sturlungu og fleiri fræðum. Þá sést að Sturla er í ætt við helstu fræðimanna- og skáldaættir á þeirri tíð. Sturla var. djákn að vígslu og lögfróður hefur hann verið. Hann fór með mál á hend- ur Þorvaldi Snorrasyni og varð Þorvaldur sekur. Sturla flutti þetta mál í umboði Hrafns á Eyri og hefur átt heima á Eyri. Hans er þar getið 1208. Þegar Hrafn Sveinbjarnarson var drepinn 4. mars 1213 var Sturla fóthöggvinn. Hann hefur síðan líklega verið lengst af heimilsmað- ur í Reykholti hjá Snorra móðurbróður sínum. Þar var hann fyrir víst 1222 og 1228. Þá segir frá því 1228, að Snorri sat í laugu og fleiri menn. Þar var staddur Þorvaldur úr Vatnsfirði, höfuðóvinur Sturlu. Höfðu menn orð á því, að engin væri þá höfðingi slíkur sem Snorri, m.a. vegna mægða þeirra er hann átti. Snorri kvað mága sína ekki smá- menni. Sturla Bárðarson stóð vörð við laugina og leiddi hann Snorra heim og kváð stöku þessa svo Snorri heyrði: Eiguð áþekkt mægi orðvitur sem gat forðum - ójafnaður gefst jafnan illa - Hleiðrar stillir. Þetta var sumarið 1228. Hér vísar Sturla til sögu af Hrólfí Kraka, en mágur hans stóð að falli konungs og kappa hans. Tengdasynir Snorra voru á þessum tíma: Gissur Þorvaldsson, Kolbeinn ungi og Þor- valdur Vatnsfírðingur. Kunnugt er hvernig fór um þær mægðir. Sturla hefur verið glögg- ur maður og trúlega forvitri. Ekki er ljóst, hvenær Sturla fór að Reyk- holti. Það gæti hafa verið skömmu eftir víg Hrafns. En hvort heldur sem er, þá hefur Sturla stutt Snorra frænda sinn í fræðistörf- um og margan stafínn ritað í Reykholti. Vitað er að Snorri hefur ekki ritað eigin hendi allar þær bækur sem honum eru eignað- ar. Einnig þurfti að leita í eldri rit um fróð- leik og ræða við fróða menn og minnugar konur og óljúgfróðar. Varla hefur á öðrum stað en í Reykholti verið meiri kostur bóka og fræða á þeim tíma. Og þau fræði hafa verið stunduð af alúð. Hver var hlutur Sturlu þar að vitum við ekki nánar. Frændur Sturlu náir eru kunnir af ritverkum og skáldskap, þeir Sturla Þórðarson og Ólafur Hvítaskáld. Báðir voru þeir miklu yngri menn. Melamenn voru fræðimenn og skáld. Þá voru Skarðveijar á Skarðsströnd vestur mikl- ir fróðleiksmenn um langan aldur. Fleiri mætti til nefna af þeim mönnum, sem voru samtíða Sturlu og honum skyldir margir hveijir. Þá var mikil ritöld á íslandi og marg- ar merkar bækur saman settar, sumar í Reyk- holti. Ein vísa í Gíslasögu minnir á vísu Sturlu, sem fyrr var getið: Gatat sál fastrar systir sveigar, mín að eiga, gætin, Gjúka dóttur goðrúnar hugtúnum; Þás log-Sága lægis lét sinn, af hug stinnum svo rak snjallra bræðra sör-Freyja, ver deyja. Hér vísar skáldið til þess, að Guðrún Gjúka- dóttir hefndi bræðra sinna og réð manni sínum bana. í báðum vísum er nútíð borin saman við foma sögu og dreginn lærdómur af. En vísu þessa kveður Gísli, þegar Þórdís, systir hans, hefur ljóstrað því upp, að Gísli var banamaður Þorgríms, manns hennar. Sú vitneskja hlaut að kalla hefnd yfir Gísla. Fleira í sögu Gísla og vísum hans bendir til náinna kynna af Eddukvæðum. Ein vísa í Gíslasögu, 21. v., er kveðin und- ir runhendum hætti. Þar er braglínulengd sem í dróttkvæðum hætti, innrím er ekki en end- arím að runhendum hætti. Upphaf: Eigi verður, en orða oss lér of það borða Gefn drepur fyr mér glaumi, gott úr hveijum draumi. Ekki mun þessi háttur fínnast í varðveittum kveðskap eldri en frá 13. öld. Vísa er til eftir Sturlu Bárðarson undir þessum hætti: Oss hefr elta víða. Náinn frændi Sturlu var garpurinn Aron Hjörleifsson. Frá honum segir margt í Sturl- ungu og víðar. Aron var í flokki Guðmundar biskups góða. Hann var í Grímsey, þegar þeir Sighvatur Sturluson og Sturla Sighvats- son fóru með biskupi. Þar mun einnig hafa verið Pétur bróðir Sturlu Bárðarsonar. Aron bjargaðist úr bardaga í Grímsey og mörgum háska öðrum. Hann átti um skeið athvarf á Eyri hjá Hrafnssonum. Aron var um hríð á laun í Geirþjófsfirði eins og Gísli fyrrum. Einnig þar lenti hann í harðræðum. Að vonum er fátt líkt með sögu Gísla og Arons. Hjálparmenn þeirra beggja urðu þó fyrir fjárútlátum vegna aðstoðar sinnar. Ingjaldur varð að láta Hergilsey fyrir bjargir við Gísla, en Vigfús á Valshamri hlaut að gjalda Valshamarseyjar fyrir að hýsa Aron. Þessir atburðir hafa líklega orðið til þess að rifja upp sagnir um Gísla og sennilega vísur honum tengdar. Þá mætti geta þess, að spjótið Grásíða kemur við sögu í íslend- ingasögu Sturlu Þórðarsonar, og er talið sama vopn og það sem um getur sem örlagavopn í Gísla sögu. Sfurla Bárðarson átti ættir að rekja til Þorgríms goða og Þórdísar. Snorri goði var sonur þeirra hjóna og ætt frá honum valda- mest á landinu í þann tíma, Sturlungar. Snorri Sturluson átti þá í deilum við marga frændur sína, en hefur viljað tryggja völd sín með hagstæðum mægðum. Það fór sem fara vildi. Ekki reyndust mágsemdir Gísla hag- stæðar. Sturla var djákn að vígslu og þess er get- ið, að hann var í fylgd með Guðmundi bisk- upi góða og var þá djákn hans, ásamt tveim öðrum. Það var að vísu áður en Guðmundur tók við biskupskjöri 1201. Þar var þá einnig Snorri bróðir Sturlu í för með Guðmundi. Þeir bræður Sturla og Snorri og Pétur virð- ast lengi fylgt Guðmundi. Kynni Sturiu af þeim góða biskupi mættu sjást í sögunni og siðfræði hennar, t.a.m. sumum vísum Gísla. Mikil vinátta var milli Guðmundar og Hrafns Sveinbjamarsonar, en Hrafn var trú- maður' mikill. Snorri Sturluson veitti Guðmundi ýmsa hjálp, þegar í raunir rak. Sturla hefur eitt- hvað verið í fylgd með sonum Jóns Brandsson- ar'og Steinunnar Sturludóttur, en þeir voru systrasynir Sturla og Jónssynir, sem voru miklir fjandmenn Þorvalds Vatnsfirðings. Varla hefur Sturlu verið sárt um það að Þorvaldur týndi lífí. En það hefur gerst litlu eftir að Sturla kvað vísu sína við laugina í Reykholti. Þorvaldur var brenndur inni 6. ágúst 1228. Þar voru að verki Hrafnssynir, frændur Sturlu. Nú getur verið gaman að velta því fyrir sér, hvemig sagan hefur orðið til og af hveiju efni hún er gerð. Til em tvær gerðir sögunn- ar, og er sú lengri talin yngri. Hér er miðað við þá styttri og eldri. Vel má hugsa sér, að lifað hafi sagnir um Gísla og örlög hans. Ekki verða þær auðveld- lega greindar frá því sem höfundur lagði til sjálfur. Sama er að segja um vísurnar. Það er engan veginn óhugsandi, að fræðakonur vestur á íjörðum hafi kunnað vísur þessar og sögur, sem tengdu þær saman og við ævi Gísla. Maður sem semur slíka sögu verður að kunna vel til verks. Það er meira að setja saman söguheild en að segja frá einstökum atburðum. Sagan getur verið sönn, þ.e. fátt í henni er ómögulegt. Þannig getur einnig verið hátt- að um tilbúna sögu. Ólagaþræðir sögunnar em raktir á sannfærandi hátt. Draumar og forspár vom og era staðreynd. En slíka hluti var einnig snjallt að nota í tilbúinni sögu. Ekkert í sögunni segir til um hvað satt er eða hvað er skáldskapur. Hygginn maður les hana sem sanna sögu, síðan getur hann farið að efast. Það er í raun og vem ekkert sem gefur heimild til að halda því fram að hún sé skaldsaga. En trúin á fullkomin sannindi er ekki örugg heldur. En vísurnar? Það er mest gaman að hugsa sér Gísla höfund þeirra vísna, sem sagan eignar hon- um. Hann gæti hafa dundað sér við það í Geirþjófsfirði að rifja upp liðna tíð og vísur sem hann hafði ort við ýmis tækifæri. Siðan getur hann hafa ort nýjar vísur um það, sem skeði fyrir löngu. Þannig mætti skýra og skilja kenningakerfíð og hugar- ástand Gísla og forspár vísnanna. Svo hefur hann kennt Guðríði fóstru sinni vísnabálkinn og hún síðan öðrum. Hliðstæð dæmi mæti nefna um geymslu óskráðs kveðskapar. Þetta er hinn betri kosturinn. Annað mál er hitt, að vel er sennilegt að höfundur sögunnar (Sturla) hafí fátt vitað um Gisla og ekki kunnað skil á vísum eftir hann að neinu ráði. Snorri virðist ekki hafa vitað um vísur eftir Gísla Súrsson, þegar hann tók saman Skáldskaparmál, en það kann að hafa verið um líkt leyti og Gíslasaga var samin, þó líklega aðeins fyrr. Eigi að leita eftir öðrum höfundi en Gísla sjálfum, er enginn líklegri en Sturla Bárðar- son. Hann var ágætt skáld og fróður maður. Skáld og fræðimenn 13. aldar kunnu glögg skil á bragreglum og kenningum fyrri tíðar. Þær listir hafa verið Sturlu vel kunnar og tiltækar. Ekki hef ég spumir af Sturlu, eftir það að hann stóð vörð við laugina í Reykholti, að sumri til árið 1228. Skömmu síðar var Þorvaldi ráðinn bani. Margt segir merkilegt í Gíslasögu af trú og siðum, því sem nú er oft nefnt þjóðtrú eða fomeskja. Þar segir frá því að tvö systkini vora tekin af lífí fyrir galdra. Frá slíkum aftökum segir einnig í Eyrbyggju og Lax- dælu, einnig Vatnsdælasögu. Þetta er nokkuð sérstætt um þessar sögur. Margt mætti segja um trú í sögunni, Freys- dýrkun, forlagatrú, drauma og fleira. En hér læt ég staðar numið. Fjölmargt hefur verið um Gíslasögu skrifað og hef ég fæst af þvi lesið. Sagan sjálf mun jafnan verða merkilegri lestur, en það sem um hana hefur verið rit- að, og þar með talinn þessi þáttur, sem hér endar. Höfundur er bóndi o£ allsherjargoði á Drag- hálsi. 2

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.