Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1991, Side 6
Iistasöfii lögst
Eftir HANNES
SIGURÐSSON
að heyrðist ábyggilega einhvers staðar hljóð
úr horni ef Listasafn íslands tæki allt í einn
upp á því að selja listaverk til að standa straum
af kostnaði á nýjum verkum. Látum svo að
innkaupanefnd safnsins léti eins og einn „slapp-
an“ Kjarval flakka í skiptum fyrir eitthvað
eftir yngri kynslóðina, eða það sem líklega
þætti verra, seldi verk eftir gömlu meistar-
ana til að gera við þakleka, bæta kaffiað-
stöðuna, eða byggja nýja sýningarálmu. Það
er þó harla ósennilegt að Listasafnið muni
nokkurn tíma grípa til slíkra örþrifaráða
þrátt fyrir þann þrönga fjármálastakk sem
því er sniðinn. Stofnunin er eign ríkisins
og þau verk sem einu sinni komast í henn-
ar geymslu fara þaðan ekki aftur á meðan
þjóð byggir land, eða svo ber að vona.
Öðru' máli gegnir um söfn í Bandaríkjun-
um. Andstætt því sem þekkist heima eru
þau oftast rekin sem sjálfseignarstofnanir
og treysta þess vegna algjörlega á gjafmildi
almennings, rausnarskap listaverkasafnara
og fjárframlög risafyrirtækja, er virðast sjá
ímynd sinni borgið með nafnbirtingu í sýn-
ingarskrám. Hingað til hefur dæmið gengið
upp tiltölulega snurðulaust, en með breytt-
um skattalögum, síhækkandi listaverka-
verði, versnandi efnahagsástandi og fallandi
gengi hafa bandarísk söfn freistast til þess
í stöðugt auknum mæli að selja frá sér lista-
verk. Þetta listaverkabrask gengur undir
heitinu „deaccessioning" („aflátssala,“ eða
í bókstaflegri þýðingu „vanbót" sbr. viðbót)
og er litið afar alvarlegum augum af þeim
er ganga með þá flugu í hausnum að tilgang-
ur safna sé fyrst og fremst sá að varðveita
hluti en ekki standa í vöruviðskiptum. Ætl-
aði allt um koll að keyra á síðasta misseri
þegar Museum of Modem Art í New York
(MOMA) seldi frá sér verk sjö stórmeistara
til að hafa upp í eina mynd eftir van Gogh
sem safnið ágirndist. Slíkar sölur og afleið-
ingar þeirra eru nú þaulræddar um þessar
mundir hér vestan hafs.
Fyrirbærið er ekki nýtt af nálinnþfremur
en svo margt annað í ríki listanna. Á fjórða
áratugnum lét Hermitage-safnið 33 verk
af hendi rakna til að minnka skuldahalla
Sovétríkjanna við Bandaríkin og var fengur-
inn nötaður til að koma hinu þekkta Nation-
al Gallery of Art í Washington á legg. Fjár-
hagskröggur Þýskalands eftir fyrri heims-
styrjöldina urðu einnig þess valdandi að
þarlend söfn misstu marga dýrmæta hluti
úr sinni vörslu. Hitler bætti síðar gráu ofan
á svart með því að leggja nútímalist og
hennar málsvara í einelti. Listamenn eins
og Kandinsky, Kirchner og Nolde vom bann-
aðir, myndir þeirra teknar úr þýskum söfn-
um og seldar úr landi eða hreinlega brennd-
ar á báli.
Glapræði af þessu tagi em héldur ekki
óþekkt á Englandi og hafa söfn eins og
British Museum, National Gallery og Vict-
oria and Albert Museum öll einhvern tíma
á ferli sínum staðið í sölubraski, en þó aldrei
í miklum mæli. Almenn óánægja með þessi
viðskipti leiddi til þess að Bretar settu mjög
ströng lög í sambandi við slíkar sölur árið
Það er nýlegt fyrirbæri í
listaheiminum, að gömul
og virt söfn.selji af
listaverkaeign sinni til
þess að Qármagna
innkaup á einhverju
mjög dýru og hefur til
dæmis þótt nokkuð langt
gengið, þegar
Nútímalistasafnið í New
York seldi verk eftir sjö
stórmeistara
listasögunnar til þess að
fjármagna kaup á einni
mynd eftir van Gogh.
Til þess að hafa efni
á að verða sér úti um
myndina afpóstinum
Joseph Roulin (1889)
eftirvan Gogh, seldi
Nú tímalistasafnið í
New York (MoMA)
frá sér málverk eftir
sjö heimsþekkta
listamenn, samtals að
verðmæti 45 milljón-
ir dala. Segja forr-
áðamenn safnsins að
þetta sé eina leiðin
fyrir stofnunina til
þessað geta lialdið
áfram að bæta við sig
nýjum listrænum
landvinningum.
„Evangelísk kyrra-
Iífsmynd“ (1916) eft-
ir de Chirico er eitt
af þeim verkum sem
MoMA varð að leggja
ísölurnar til að eign-
ast portrettið af Ro-
ulin eftir van Gogh.
brask
r
1
4956 til að koma í veg fyrir að þjóðin
missti enn fleiri góða muni úr landi. Sam-
kvæmt þeim lögum er óheimilt að selja er-
lendum aðila nokkurn þann hlut sem hefur
verið í Bretlandi lengur en hálfa öld og
metinn er á, samkvæmt tölum síðasta árs,
yfir eina og hálfa milljón íslenskra sé inn-
lendur kaupandi fyrir hendi.
Á heildina litið hafa evrópsk söfn gloprað
sáralitlu markverðu frá sér á síðustu áratug-
um ef miðað er við Bandaríkin, en þau eru
líkt og heima flest að hálfu eða öllu ríkisrek-
in. Eftir að Bandaríkin urðu leiðandi afl í
pólitík og listum í lok síðari heimsstyijaldar-
innar varð mörgum söfnum ljóst að ekki
væri nógu fínt að sitja uppi með eitthvert
afdankað dót sem enginn vildi sjá. Voru
heilu lagerarnir af listaverkum keyrðir i
uppboðshúsin og seldir til þess að söfnin
gætu haldið áfram að viða að sér meistara-
verkum. Illræmdasta dæmið á sjötta ára-
tugnum eru listaverkasölurnar í Minnea-
polis, þegar nútímalistasafnið losaði sig vic
hvorki færri en 4.500 verk á einu bretti,
Listasögutímabilum sem falhð höfðu úi
tísku, eins og það egypska, gríska og róm-
anska, var þannig fórnað svo að safnif
gæti eignast perlur eftir stærstu hetjui
módernismans og forvera þeirra á síðari
6
1