Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1991, Side 8

Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1991, Side 8
að reiða fram það fé sem Walker Art Cent- er vildi fá. Myndirnar dreifðust í einkahend- ur og þar með hvarf þessi arfleifð forfeðr- anna sjónum almennings. Þeir hjá Walker Art Center telja sig hafa tekið rétta ákvörðun og segjast ekki sjá eftir neinu, alla vega ekki enn sem komið er. Það hefur þó brunnið við oftar en einu sinni að safn hafi dauðlangað aftur í verk sem það hafði losað sig við. Forstjóri Lista- safnsins í Baltimore var t.d. á höttunum eftir amerískri 19. aldar mynd sem hefði að geyma gott dæmi um sjónblekkingu („trompe l’oeil"), en hann uppgötvaði sér til hrellingar að safnið hafði einmitt átt slíkt verk, ágætis blómauppstillingu eftir málar- ann William Harnet. Fyrir nokkrum árum, áður en núverandi forstöðumaður Balti- more-safnsins kom til skjalanna, duttu þess konar verk úr tísku um stundar sakir og var þá þessi blómamynd seld til Art Instit- ute í Chicago. Og ræðandi um tískusveiflur, þá eru líka til fjölmörg dæmi þess, að það sem einum stjórnanda hafí þótt gott og gilt hafi þeim næsta fundist vera helst til aumt. Ekki alls fyrir löngu losaði Paul Getty-safnið í Kali- forníu sig við „Bretón dreng með gæs“ eft- ir Gauguin, sem hafði verið keypt við lófa- tak árið 1983, vegna þess að núverandi forstöðumaður safnsins var á því að myndin væri einfaldlega ekki nógu góð. Enn nær- tækari eru kaup MOMA á van Gogh-port- rettinu umdeilda er kostaði safnið sjö önnur málverk. Eitt af þessum verkum, „Stúdíó í máluðum ramma" eftir Picasso, var að mati Alfreds H. Barrs, fyrsta stjórnanda MOMA, alveg ómissandi dæmi um snilligáfu listamannsins. Sömuleiðis gerði Barr mynd de Chirico, „Evangelísk kyrralífsmynd," sérstaklega hátt undir höfði með því að velja hana eina allra verka eftir málarann á hina sögulegu sýningu „Kúbismi og ab- strakt list“ árið 1936. Eftirmaður hans, William Rubin, tók í sama streng mörgum áratugum síðar og stimplaði verkið frá- bært. Núna eru yfírvöld MOMA hins vegar allt í einu á því að þessar myndir séu ekki merkilegri en svo að nota megi þær til að skrapa saman fyrir nýju málverki. Þýðir þetta þá að menn hafi næmara auga fyrir góðum hlutum í dag en í gær? ► Ekki endilega. Önnur mynd sem Barr þótti sérlega vænt um, „Sporöskjulaga kyrralífs- mynd með fiðlu" (1914) eftir Braque, var seld laumulega til Galerie Beyeler árið 1982, sem hluti af greiðslu fyrir portrett eftir Egon Schiele. Rétt á eftir rataði verkið í hendurnar á Los Angeles County-safninu, er lýsti því hátíðlega yfir að þetta væri meistarastykki sem fæli í sér allt það besta er Braque hefði haft upp á að bjóða. Svip- aða sögu er að segja um „Portrett af greifa- frú Önnu Potocka“ eftir Vigée-Lebrun, sem Kimbell-safnið í Texas seldi frá sér fyrr á þessu ári undir því yfirskini að það ætti annað og betra verk eftir meistarann. Samt hafði einn helsti sérfræðingurinn um lista- manninn, Joseph Baillio, fellt þann dóm að myndin væri óviðjafnanlegt dæmi um ljóð- . ræna portrettlist. Allt þetta brambolt í Bandaríkjunum að undanfömu virðist hafa espað upp sölu- manninn í evrópskum „safnvörðum". Þrátt fyrir lögin frá 1956, er voru samin til þess að negla hlutina fasta við sýningarbásana, hefur British Museum og Victoria og Al- bert-safninu í London verið veitt leyfí til að losa sig við listaverk hafi þau átt annað sambærilegt eftir sama listamann. V. og A, elns og Bretinn kallar síðarnefnda safn- ið, hafði áður selt gyllta rokokó-stóla í þeirri fullvissu að þeir væru eftirlíkingar og „ómerkilegt hjálmskrípi" eftir óþekktan ítalskan vopnasmið. Seinna kom á daginn að stólamir eru ósvikin vara ættuð úr Ríkis- stjórahöllinni í Feneyjum og Englendingum til ómælds svekkings, að stálhúfan hefði i eitt sinn verið í eigu sjálfs Hinriks áttunda. Nylega færðu forráðamenn National Gall- ery, Tate Gallery og National Portrait Gall- ery sig upp á skaftið og fóru þess á leit við ríkisvaldið að stjómarmeðlimir viðkomandi safna gætu fengið að ráðskast nánast að vild með innbúið, eins og um hvert annað hlutafélag væri að ræða. Samstarfsbróðir þeirra í Hollandi, hinn athafnasami stjórnandi Gemeente-safnsins í Haag, Rudi Fuchs, þykist aftur á móti ekki þurfa að spyrja kóng né prest hvað hann geti gert við „sitt dót“. í mars síðast- liðnum stakk hann upp á því.við starfsfólk sitt að safnið léti af hendi einn Monet (Quai de Louvre," 1867) og tvo Picassóa („Harl- ekín,“ 1913 og „Valva,“ 1921) í skiptum fyrir nokkra af sínum uppáhalds nútíma- listamönnum: Jan Dibbets, A.R. Penck, Donald Judd, Arnulf Rainer og Georg Base- litz. Hefur hollenska þjóðin púað á tillöguna. Niðurlag í næstu Lesbók. Höfundur er listfræðingur og býr í New York. B 1 L A R Nýr Þristur frá BM W BMW 316-323, þrjú-línan sem stundum er nefnd svo, eða Þristurinn, er minnsta gerðin af BMW og hefur síðasta útfærslan verið á ferðinni lítið breytt síðan 1982. Þótt alltaf nyti þessi gerð velgengni á bílamarkaðnum, var hún engu að síður tekin að gamlast. Kassabílalagið, sem einkenndi gamla Þristinn hafði sína kosti, til að mynda hagstætt innra rými, en það verkar gamaldags þegar flestallir bílar skarta straumlínu. Það var vitað mál, að nýi Þristurinn fengi útlit í framhaldi af Fim- munni, sem þykir hafa tekizt frábærlega vel. Að tveimur til þremur árumn liðnum finnst manni að Fimman sé jafnvel ennþl Þannig var umhorfs í Suður-Frakklandi þegar reynsluaksturinn fór fram; aðstæð- ur líkastar því að komið væri til Islands. Mælaborðið er með nýju sniði og umdeilanlegt livort það horfir til framfara. Sætin eru tvímælalaust í hæsta gæðaflokki. fallegri en hún var 1988, þegar bíllinn var kynntur. Það sýnir einfaldlega að hönnunin stenst dóm tímans, sem er hinn endanlegi mælikvarði. Nýja Þristinum var hleypt af stokkunum í desember síðastliðnum með viðeigandi pomp og pragt í rómversku hringleikahúsi í borginni Nimes í Suður Frakklandi. Á vetrum er haft létt þak yfir þessum risaleik- vangi, þar sem Rómverjar skemmtu sér forðum við einvígi skylmingaþræla, þegar ekki voru aftökur eða eitthvað álíka skemmtilegt til að horfa á. Hefðu þeir gömlu rómversku stungið inn kollinum núna, hefðu þeir ugglaust sagt: „0 tempora, o mores“ - Hvílíkir tímar, hvílíkir siðir. Þama voru Þjóðveijarnir komnir í staðinn með sýningu á Þristinum og forverum hans allt frá 1928, svo sem birt var í síðustu Lesbók. Þarna blasti dýrðin við: Þristurinn flöskugrænn á viðhafnarpalli, Þristurinn klessukeyrður og allavega sundurtekinn, þverskorinn og lang- skorinn. Þarna' voru líka allir gömlu Þri- starnir til samanburðar og nýmæli er það hjá BMW, að nú verður haldið áfram að framleiða eldri gerðina á meðan markaður er fyrir hana. Þama vom höfundamir, tæknimenn og verkfræðingar, og messuðu yfir okkur tveimur frá íslandi og stórum hópi blaða- manna frá Japan og Bretlandi. Spurningum var beint til hinna sérfróðu, m.a. hversvegna BMW tæki ekki upp framdrif. Því var til svarað, að hinir frægu aksturseiginleikar BMW næðust ekki með framdrifi. Það væri í lagi á smábílum, en þegar vélarafl fer yfir ákveðin mörk, hættir þeim kröftum að koma saman, sem annarsvegar eiga að sjá um stýringuna og hinsvegar um kraftinn á sömu hjólunum. Þannig hljóðar kenningin, en ekki urðu allir sammála um hana. Fleiri framleiðendur virðast þó vera á þessari skoðun, Volvo og Mercedes Benz til dæmis. Það var ljóst við fyrsta augnakast, að hér höfðu hönnuðir BMW unnið gott verk. Menn voru sammála um, að sjálft „andlit- ið“, framendinn, væri jafnvel betur teiknað- ur en bæði á Fimmunni og Sjöunni. Bíllinn er allur vel hannaður að utan og innan, framendinn þó sýnu bezt. Enn heldur BMW tryggð við kringlótt framljós, en á Þristinum eru þau hinsvegar á bak við gler. NÝJAR VÉLAR - BETRIFJÖÐR- UN í stórum dráttum er Þristurinn jafn stór og fyrirrennarinn, en hefur þó verið lengdur um 11 sm og breikkaður um 5 sm. Heildar- lengdin er 4.43m, breiddin 1.69m. Fleygfor- mið hefur verið aukið til muna með þeim árangri að vindstuðullinn er kominn í 0,29. Þótt breytingin sé veruleg og mjög til bóta, hefur tekizt fullkomlega að halda BMW- svipmótinu, sem þekkist langt að. Á næst- unni kemur langbakur, sem þegar hefur verið teiknaður; einnig verður áður en langt- úm líður völ um aldrif. Þótt útlitið þyki hafa tekizt vel, eru höf- undar Þristsins eru þó jafnvel enn stoltari af því sem þeim hefur tekizt á tæknisvið- inu. Þar ber kannski hæst afturás, sem þró- aður var á sportbílnum Z1 og hefur sams- konar sportbílasvörun og stórbætir aksturs- eiginleikana. Völ er um tvennskonar vélar, annarsvegar fjögurra strokka, 1,6 og 1,8 lítra, vélar sem þekktar eru úr eldri 300- línunni og hinsvegar 6 strokka, 2.0 og 2.5 lítra, 24ra ventla vélar, sem boðið var uppá í Fimmuna á síðasta ári og er geysileg end- urbót frá eldri 6 strokka vélinni. Vélarafl, hámarkshraði og viðbragðshraði er sem hér segir: Ódýrasta gerðin, 316, er með 100 hestafla vél, hámarksshraða 191 km á klst (189 með sjálfskiptingu) og við- bragðið 0-100 er 12,9 (14,4 með sjálfskipt- ingu). Næst ódýrasta gerðin, 318, er með 113 hestafla vél, hámarkshraða 198 (sama með sjálfskiptingu) og viðbragðið í hundrað- ið er 11,3 sek (12,3 með sjálfskiptingu). Þá koma dýrari gerðirnar með 6 strokka vélinni: 320 er með 150 hestafla vél, hám- arkshsraða með og án sjálfskiptingar uppá 8

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.