Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.1991, Side 3
B LnI
LESBOK
MORGUNBLADS I NS
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjór-
ar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunn-
arsson. Aðstoðarritstjóri: Björn Bjarna-
son. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 691100.
Fjölbreytnin í höggmyndalist samtímans hefur vax-
ið geysilega á síðustu áratugum, en meðal þess
sérstæðasta eru þó verk frönsku listakonunnar Niki
de Saint Phalle, sem ýmist býr á Ítalíu eða skammt
frá París. Skúlptúrar hennar - oftast konumyndir -
eru risastórir og í bland skrautlega málaðir. Þetta
er óhátíðleg list fljótt á litið og annaðhvort undir
áhrifum frá list næfra, eða skyld henni. Niki de
Saint Phalle sýnist vera að leika sér eins og barn,
en verk hennar eru eftirminnileg og hún er að
minnsta kosti tekin nógu alvarlega til þess að vera
á hinum virðulegustu söfnum.
IMordmenn
hafa gert allmargar kvikmyndir á síðustu árum,
þótt kannski hafi þær ekki notið frægðar hér, nema
Leiðsögumaðurinn, þar sem Helgi Skúlason lék eftir-
minnilegt hlutverk. Per Haddal hjá'Aftenposten er
manna fjölfróðastur um norskar kvikmyndir og hann
hefur skrifað úttekt um málið. Fyrri hlutinn birtist
hér.
Lenin
er nafn á tindi í einu mesta fjalllendi Sovétríkj-
anna. Þangað héldu tveir íslenzkir klifurgarpar,
Björn Ólafsson og Einar Stefánsson, eftir að hafa
gefið sig við tindinn Kommunisma, svo sem sagt
var frá í síðustu Lesbók. Þetta var gífurlegt andlegt
og líkamlegt álag, en þeir sigruðu að lokum og
komust á tindinn.
Explorer
Ford blandar sér í harða samkeppni á jeppamarkaði
með lúxusjeppanum Explorer. Bílaþáttur Lesbókar
fjallar um hann.
SNORRI BJÖRNSSON
Þorrabálkur
[brot] Út reikaði ég Heyrði ég því nær
eftir dagsetur. sem á harða skeiði
Þá var himinn blár albrynjaður jór
og heiðar stjörnur, ísa sprengdi.
fold hjarnfrosin, fallin hrímhéla, Gjöría sá ég
breki lognhvítur gráan skýflóka,
og blika með hafi. svo í mynd að sjá
Heyrði ég til suðurs, sem mann á hesti. Stóð ég og horfði,
hark fór mikið, — hann stefndi beint á mig.
sem reið dunaði Reyndar var það
eða rynni grjótskriða rubbungur mikili.
stallbrattan veg fyrir stálbjörg niður; Sat á flughvötum
gnúði alheimur, fáki steingráum,
en grund nötraði. stórmannlegur
Velti ég sjónhjólum, í steindum söðli; gullreimaðan
varð ég brúnhvelfi, reið við hrímanda,
hélt ég yfir augum stóð stinnlega
höndum báðum. í stigreipunum.
Sá ég eldingar sindra úr grjóti ^ Hafði á höfði
og svellum úr hjálm gullroðinn,
snæljós brenna. hár sem mjöll
Glöggvara vildi ég í hrokknum Iokkum. Huldi búk drifhvít
gæta að þessu, hringabrynja,
launskelkaður og brynhosur
lagði ég við hlustir. á báðum fótum.
Snorri Björnsson, f. 1710, d.1803, var guðfræðistúdent frá Skálholti
1733, prestur á Stað í Aðalvík og á Húsafelli. Séra Snorri varð þjóð-
sagnapersóna fyrir fjölkyngi og krafta. Hann var auk þess skáld og
er brautryðjandi í íslenzkri leikritun. Nánar vísast til ævisögu séra
Snorra eftir Þórunni Valdemarsdóttur, sem út kom í fyrra.
Sem eitur í beinum
öngum hefur verið gert
lítið úr samstöðumætti
Íslendinga, og sjálfsagt
oft af góðu tilefni. Ein-
staklingshyggjan er
k einkar rík í okkur, sem
er oft vel, en einmitt
vegna hennar höfum við
svo oft látið bjóða okkur nánast hvað sem
er. Við ósköpumst yfir því þegar verðRækk-
anir eiga sér stað á daglegum neysluvörum
okkar, en það er ekki líkt eðli íslendingsins
að hætta að kaupa slíka vöru, til þess að
sýna fram á óánægju sína eða hvað? Hvað
þá að neytendur taki sig saman og setji
ákveðna vörutegund á bannlista.
Líklegast þusum við flest í okkar hóp um
það sem okkur er ógeðfellt, en það er ein-
ungis utan úr heimi sem við heyrum af því
að neytendur hætta að kaupa kjúklinga,
vegna þess að kílóið hækkaði um 30%, eða
þeir hætta að kaupa smjör af sömu ástæðu.
Samtakamáttur neytenda héfur aldrei verið
okkar sterka hlið, eins og hann hlýtur þó
að vera magnaður, þegar um breiða sam-
stöðu er að ræða. En hvað er það sem kem-
ur í veg fyrir að Landinn sýni fram á slíkan
mátt, og standi þar með betur vörð um eig-
in hagsmuni? Er það skipulagsleysi, áhuga-
leysi, vonleysi um að geta breytt einhverju?
Eða er það kannski sambland af öllu þessu,
sem leiðir til þess að neytandinn tekur því
sem höndum ber, með frumkvæðislausum
doða og sættir sig við hið „óumbreytan-
lega“?
Undanfarnar vikur hafa slíkar hugsanir
sótt á mig oftar en endranær og reyndar
er ég orðin svo pirruð á því sem varð til-
efni slíks þankagangs hjá mér, að ég get
ekki stillt mig lengur og ætla því að nota
tækifærið og „rabba“ aðeins um málið -
ætli röfla sé ekki réttari sögn.
Pirringskveikja mín er síversnandi aug-
lýsingamennska Stöðvar 2, sem bitnar á
engum meir, en einmitt neytandanum -
þeim sem borgar yfir 2000 krónur á mánuði
í afnotagjald fyrir óruglað efni stöðVarinn-
ar. Stöðin greip fyrir alllöngu til þess ráðs
að rjúfa þáttagerð með auglýsingum, og var
hafíst handa með slíku í fréttaþættinum
19:19. Það út af fyrir sig er kannski ekki
svo óeðlilegt, því þátturinn er brotinn upp
með auglýsingum, við eðlileg kaflaskipti í
umfjöllun. En eftir þetta varð mikil aukning
á því að auglýsingum væri skotið inn í
þætti, algjörlega tilviljanakennt og nú er
svo komið að Stöðin rýfur hvern þáttinn á
fætur öðrum, hveija kvikmyndina á fætur
annarri með auglýsingum, einu sinni, tvisv-
ar, þrisvar, allt eftir því hvað forsvarsmenn
hennar gera sér í hugarlund að margir horfí
á viðkomandi dagskrárlið.
Þetta er með öllu óþolandi, og ekki það
sem við áskrifendur Stöðvar 2 töldum okkur
vera að borga fyrir, þegar við ákváðum að
gerast áskrifendur. Er það virkilega svo,
að heil sjónvarpsstöð hafí ekki að leiðarljósi
langtímamarkmiðið ánægður áhorfandi? Ég
veit að ég er í hópi fjölmargra skoðanasystk-
ina sem nánast fleygja sér á fjarstýringuna
til þess að losna við auglýsingatruflunina
inni í miðjum þætti og skipta yfir _á aðra
stöð. Er það þetta sem Stöð 2 vill? Ég held
ekki.
Ég held að þeir stöðvarmenn ættu að
huga meira að eindregnum óskum viðskipta-
manna sinna - sem vilja fá óruglaða þætti
sína ótruflaða einnig.
Svo ég hverfi frá skjánum yfir á breið-
tjaldið, þá ætla ég aðeins að blanda mér í
þá umræðu sem farið hefur fram að undan-
förnu um kvikmyndahúsamenningu okkar
íslendinga - sem margir halda fram með
réttu að sé ómenning.
Ég brá mér í bíó um daginn með karli
föður mínum að sjá kvikmynd Lárusar
Ýmis Oskarssonar „Ryð“. Myndin hafði ver-
ið færð í B-sal Regnbogans eftir nokkurra
vikna sýningar í A-salnum. Eins og þeir
vita sem séð hafa umrædda kvikmynd, er
uppbygging myndarinnar þannig, að framan
af er myndin hádramatísk, með hægri, en
magnaðri spennuuppbyggingu. Tónlist og
þagnir gegna miklu hlutverki, ásamt drunga
umhverfisins í dramtískri uppbyggingunni.
Til þess að njóta kvikmyndarinnar á þann
hátt sem ég er sannfærð um að framleiðend-
ur, leikendur og höfundur ætlast til að kvik-
myndahússgesturinn geri, er nauðsynlegt
að þögn, algjör þögn, ríki í salnum.
Þótt aðeins átján hræður væru á þessari
sýningu voru átta þeirra að týnast inn ein
og ein fyrsta korter sýningarinnar, með til-
heyrandi truflunum. Ekki nóg með það,
þegar órofin nærvera þagnarinnar var hvað
brýnust, var hún rofin æ ofan í æ, með
skruðningum þeim sem fylgja því þegar
sælgætisbréf eru rifin utan af sætindum,
skijáfi í poppkornspokum, smjatti, hósta-
kjöltri og umli. Oþolandi - hreint óþolandi
og sem eitur í mínum beinum! Hvernig
stendur á því að þetta er samkvæmt minni
reynslu séríslenskt fyrirbæri?'Erlendis, þar
sem ég hef sótt kvikmyndahús, hvort sem
er í Evrópu eða Bandaríkjunum, minnist ég
þess ekki að hafa nokkurn tíma orðið fyrir
því að kvikmynd væri bókstaflega eyðilögð
fyrir mér, vegna tillitslausrar framkomu
annarra kvikmyndahússgesta, jafnvel ekki
þótt sýningin færi fram í risastórum sal,
fullum af áhorfendum.
Raunar er ég þeirrar skoðunar að þeir
sem ekki treysta sér til þess að sýna öðrum
sjálfsagða kurteisi og tillitssemi i kvik-
inyndahúsum ættu einfaldlega að láta af
þeim ósið að sækja kvikmyndahúsin heim.
Þeir geta bara snúið sér alfarið að mynd-
bandaleigum borgarinnar og setið svo heima
í stofu, horft á sína mynd, úðað í sig sínu
poppkorni, skrafað, hóstað og skvaldrað að
vild og leyft okkur hinum að njóta þjónustu
kvikmyndahúsanna í þeim friði sem við
sækjumst eftir.
AGNES BRAGADÓTTIR
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 23. FEBRÚAR 1991 3