Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.1991, Side 4
Margrete Robsahm.
Ekki verður kvartað undan skorti á andstæðum
eða hraða á ferli hins 33 ára gamla norska
kvikmyndaleikstjóra, Nils Gaups. Frumraun
hans, Leiðsögumaðurinn, var tekin upp á 70
millimetra breiðtjaldsformi og var það í fyrsta
„Maður hefði haldið að
víkingatíminn, með
öllum sínum köppum og
bægslagangi og meitluðu
orðræðu, væri upplagt
efni fyrir kvikmyndir
handa áhorfendum út um
heim, fólki sem helst vill
sjá soldið af blóði án þess
að þurfa að velta of mikið
fyrir sér sálfræðilegum,
að ekki sé talað um
heimspekilegum
ástæðum atburðanna. En
víkingamynd hefur, má
segja, aldrei verið gerð í
Noregi.“
Eftir PER HADDAL
sinn sem slikt var gert á Norðurlöndum.
Myndin byggir á samískri munnmælasögu
frá 13. öld og fara samtöl í myndinni fram
á samísku. Áður _en yfir lauk hafði myndin
verið tilnefnd t.il Óskarsverðlauna sem besta
erlenda mynd, en fáir höfðu trú á því fyrir-
fram að þetta dæmi myndi ganga upp. Til
að auka enn á undrun manna var aðsókn
að Leiðsögumanninum framar öllum vonum
víða um lönd, og sáust aðsóknartölur sem
norskir kvikmyndaframleiðendur eru alls
óvanir. Þar að auki féll myndin gagnrýnend-
um vel í geð.
Allt þetta uppistand vakti athygli Buenos
Vista, dótturfyrirtækis Walt Disneys-sam-
steypunnar, á Nils Gaup. Fyrirtækið gekk
þar með til samstarfs við Gaup um gerð
nýjustu myndar hans, Hákon Hákonsen, og
leggur til helming þeirra 55 milljóna n.kr.
(550 millj. ísl.kr.) sem fjárhagsáætlun hljóðar
upp á, en tölur af þessari stærðargráðu eru
hreint enginn hversdagskostur í norskum
kvikmyndaiðnaði. Engin kvikmynd sem
Norðmenn hafa unnið að, kemst nálægt því
að hafa kostað svo mikið.
Að þessu sinni er ekki um að ræða gamla
munnmælasögu þar sem piltungur leikur á
illvíga yfirgangsmenn, með tilheyrandi bjarn-
dýraslag í anda gömlu indíánamyndanna frá
Hollywood — þá sjaldan indíánarnir höfðu
undirtökin. En ekki skortir framandlegt and-
rúmsloft í þá meira en hundrað ára gömlu
drengjasögu sem nýja myndin byggir á og
fjallar um norskan Róbinson Krúsó sem sigl-
ir um víðan sjá og lendir í ævintýrum í Suður-
höfum.
Myndin var frumsýnd síðastliðið haust og
vakti mikla athygli — og ekki aðeins vegna
sögunnar sem hún segir.
I norskum kvikmyndum eru haf og há-
lendi áberandi afl og má vissulega sjá þess
merki í myndum Nils Gaups. Norsk kvik-
myndasaga hófst einmitt á „brotsjóadrama".
Árið 1907 var báti nokkrum ýtt á flot á
Frognerkílnum í nágrenni Oslóar, þar var
vel að merkja blankalogn. En útkoman varð
engu að síður argandi stormspenna í Fisker-
livets farer (Hættur hafsins), þar sem greindi
frá þeim hörðu lífskjörum sem þessi ólgandi
höfuðskepna hefur búið Norðmönnum gegn-
um tíðina. I samanburði við Leiðsögumanninn
og þá málverkasýningu sem kvikmyndavélin
bregður á breiðtjaldið í þeirri mynd, virðist
þessi gamla kvikmynd allt að því hlægileg,
þótt efnisvalið sé reyndar eins viðeigandi og
hægt er að hugsa sér.
Norskir kvikmyndagerðarmenn hafa feng-
Úr „Leiðsögumanninum1987. Leikstjórí Nils Gaup. Helgi Skúlason lék í þess-
arí mynd.