Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.1991, Síða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.1991, Síða 6
Fjallið Kommunisma séð frá Moskvina. loka búðunum ákváðum við að fljúga þang- að strax daginn eftir með þyrlu til þess að safna saman þeim búnaði sem við höfðum skilið þar eftir og koma honum til Aschik Tash. Aðkoman í Fortambek var heldur döpur. Tjaldið í tætlum og búnaðurinn á víð og dreif. Gekk okkur samt vel að safna honum saman og fundum við allt að lokum. Þegar vinir okkar frá Georgíu sáu að við vorum á förum komu þeir til að kveðja okk- ur og fala af okkur útbúnað. Við máttum ekki sjá af miklu en þó ákvað ég að selja þeim fjallaskíðaskóna, sem ég gat óbeint kennt kalinu um, ísexi, úrið mitt o.fl. Fékk ég svo greitt fyrir með ísskrúfum, en það er það eina sem þeir eiga verðmætt og er einhvers virði fyrir Vesturlandabúa, því rúblur eru einskis virði og dollara eiga þeir ekki. Kvöddum við svo hina sovésku vini okkar með söknuði og með heimboð til þeirra að ári uppá vasann. Á ferð í þriðju búðir á Lenin. Áfall á áfall ofan ■ Til Aschik Tash komum við svo um miðj- an dag 1. ágúst. Ekki hefði verið viðlit að reyna svo mikið sem að setja bakpoka á bak okkar í því ásigkomulagi sem við vor- um. Jafnvel að ganga í stuttbuxum á jafn- sléttu var talsverðum erfiðleikum bundið og að hlaupa svo til ógerlegt. Fyrir okkur sem unga og hrausta menn var þetta hræðileg upplifun að finna sig svona máttvana og í raun ekki hægt að lýsa því i grein sem þessari þeim tilfinningalegu átökum sem við áttum í, mean við reyndum að vekja upp löngun og vilja til þess að leggja aftur á fjallið, vitandi af öllum þeim erfiðleikum og hættum sem biðu okkar. Ekki varð það svo til að bæta ástandið þegar læknir búðanna tjáði okkur að ég ætti á hættu að missa tærnar ef ég færi aftur upp í fjöllin og ráð- lagði mér að sleppa öllum fjallgöngum í a.m.k. tvo mánuði. Við höfðum séð fram á náðuga daga í búðunum við hvíld, mat og drykk og vonuð- umst til þess að jafna okkur nægilega á rúmri viku til þess að leggja aftur á fjallið. En hlutimir fara ekki alltaf eins og ætlað er, því í stað þess nærast vel og styrkjast fengum við matareitrun með tilheyrandi vanlíðan og niðurgangi. Allur matur sem ofan í okkur fór skilaði sér svo snöggt að við bölvuðum sáran þessum 50 m sem voru milli matarskálans og náðhússins. Smátt og smátt rénaði þó sóttin en líkamlegt ástand okkar var nú jafnvel enn verra en áður og auk þess stóðum við nú frammi fyrir vanda- máli sem við gátum ekki leyst, nefnilega því að Moskvina-búðunum átti nú senn að fara að loka og við því hreinlega fallnir á tíma. Einnig hleruðum við það að eitthvað hefði verið átt við búnaðinn okkar í 3. búð- um en vissum ekkert nánar. Ákváðum við samt að fljúga til Moskvipa þó ekki væri til annars en að reyna að nálgast búnaðinn. Þegar þangað kom vorum við svo heppnir að ná sambandi með talstöð við Rússa sem staddir voru á fjallinu og fengum þá til þess að koma niður með það sem eftir var af búnaðinum. Þeir komu aðeins með hluta hans og sögðu að snjóflóð hefði faliið á tjald- ið og þeir ekki fundið meira. Við létum það gott heita en höfðum þá sterklega grunaða um að hafa stolið þeim búnaði sem á vant- aði. Á þessu stigi málsins afskrifuðum við Síðari hluti riðjudaginn 31. júlí rann upp bjartur og fagur. Kuldinn var hræðilegur og loðnar ísnálarnar á innanverðu tjaldinu __ hrundu yfir okkur við minnstu hreyfíngu. Ónotalegar minningar um erfíðleika undangenginna sólarhringa komu strax upp í hugann eins og -martrod og hugsunin um klifrið og gönguna niður til Moskvina jók enn á kuldahrollinn. Langvar- andi næringarleysi, veikindi og gífurlegt líkamlegt og andlegt erfiði hafði sett mark sitt á okkur. Þetta var 11. nóttin okkar í meira en 6000 m hæð og höfðum við á þeim tíma lést um hátt í tólf kíló, sem svo til eingöngu var tekið út í vöðvarýmun og vökvatapi því við vorum fitulitlir og í mjög góðu líkamlegu formi fyrir ferðina, enda verið í ströngum þrekæfingum í meira en hálft ár. Á endanum varð löngunin í heita baðið og góða matinn í Moskvina yfirsterkari vel- líðunartilfínningunni í hlýjum notalegum svefnpokunum og við dröttuðumst á fætur og út í hráslagalegan morguninn. Tjöldin stóðu enn í skugga tindanna sem gnæfðu yfir séð til austurs en eftir smá stund kom sólin upp fyrir íjöllin og breytti köldu morg- unhúminu í sólbaðsveður á skammri stund. Við höfðum þegar ákveðið að gefast ekki upp og láta undan síga eftir þessa fýrstu atlögu á Kommunisma og vorum staðráðnir í að reyna aftur eftir að hafa jafnað okkur í Moskvina. Með það í huga skildum við eftir stærstan hluta búnaðarins en tókum aðeins svefnpokana og það nauðsynlegasta með okkur niður. Ferðin niður til Moskvina gekk eins og best varð á kosið, en kalnar tær og kraftleysi slógu talsvert á ánægjuna á þessari fallegu leið. Víst er um það að sjaldan höfum við verið eins ánægðir að komast á áfangastað og um kvöldið þegár við loksins náðum Moskvina og gátum feng- ið okkur gott að borða og drekka. Okkur hafði tekist að komast lifandi niður þrátt fyrir fjallaveikina í efstu búðum, en það hafði engan veginn verið sjálfgefið eins og útlitið var á tímabili. Fyrri hluti greinar þessarar, sem Qallar um leiðangurtveggja hjálparsveitarmanna til Pamir-Qallgarðsins í Sovétríkjunum var birt í síðustu Lesbók. Greinarhöfundarnir, sem báðir eru í hjálparsveitum skáta, gengu þar á tvö hæstu fjöll Sovétríkjanna. Eftir BJÖRN ÓLAFSSON og EINAR STEFÁNSSON Enn eitt snjóflóð Strax um kvöldið fréttum við að meðan við vorum á fjallinu hafði snjóflóð fallið á Fortambek-búðirnar sem við lögðum upp frá, og búðimar nú rústir einar en enginn hefði þó slasast. Þar sem ætlunin var að Fjallaklifur í Pamir í sjö þúsund metra hæð - á tindi Leníns

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.