Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.1991, Page 12

Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.1991, Page 12
R A N N S * O K N 1 R M 1 H M A S K *r o L A í S L A N D S Umsjón: Hellen M. Gunnarsdóttir Biblían í þungamiðju rannsóknarstarfsins Biblían er þungamiðjan í því margháttaða rann- sóknastarfi sem nú á sér stað við Guðfræði- stofnun Háskóla íslands. Á vegum stofnunar- innar og í samstarfi við Hið íslenska Biblíufé- lag er nú hafin vinna við nýja þýðingu Gamla Biblíuþýðing verður aldrei stunduð án ritskýringar. Þar er um óhjákvæmilegt samspil að ræða. Nýr skilningur ritskýringarinnar kallar því gjarnan á nýja þýðingu. Þekking okkar á hinum fornu textum hefur aukist mjög á^ síðustu áratugum. Óhætt er að segja að meira er nú vitað um þann menningarheim, sem Biblían er sprottin upp úr, en nokkru sinni fyrr. Eftir GUNNLAUG A. JÓNSSON testamentisins og hinna svokölluðu apókrýfu bóka Gamla testamentisins. Tekur ríkisstjórnin þátt í kostnaði við gerð hinnar nýju þýðingar, sem unnin er í tilefni af kristnitökuafmælinu árið 2000. Þá er unnið að útgáfu tölvuunnins orðstöðulykils að Biblíunni frá 1981 í samvinnu við þijár aðrar stofnanir Háskólans, þ.e. íslenska málstöð, Orðabók Háskólans og Málvísinda- stofnun. LÍTILL Biblíulestur Ís- LENDINGA Mótmælendakirkjur hafa ætíð lagt mikla áherslu á að almenningur hafi aðgang að Biblíunni á sínu eigin máli og að Biblían þurfi að vera til á máli hverrar kynslóðar. í mjög athyglisverðri og umfangsmikilli könn- un þeirra dr. Björns Björnssonar prófessors og dr. Péturs Péturssonar dósents á trúarlífi Islendinga, sem birtist í 3. hefti Ritraðar Guðfræðistofnunar. Studia theologica is- landica 1990 kemur fram að 58% Islendinga lesa aldrei í Biblíunni og aðeins 4% lesa nokkrum sinnum í mánuði eða oftar í henni. Biblíulestur Islendinga getur því ekki talist mikill, sérstaklega ekki ef haft er í huga að 97% þjóðarinnar teljast til lútherskrar kirkju- deildar. Guðfræðistofnun vill að sjálfsögðu leggja sitt af mörkum til að glæða áhuga landsmanna á lestri helgra ritninga með nýj- um þýðingum og útgáfu hjálpargagna er séu til þess fallin að örva Biblíulestur, einsog t.d. orðstöðulykils að Biblíunni. BIBLÍUÞÝÐINGIN 1. október síðastliðinn var undirritaður samstarfssamningur á milli Guðfræðistofn- unar og Hins íslenska Biblíufélags um nýja þýðingu Gamla testamentisins. Þetta sam- komulag á sér alllangan aðdraganda. Biblíu- útgáfan 1981 átti aldrei að verða annað en bráðabirgðaútgáfa enda var þar aðeins um að ræða nýja þýðingu á guðspjöllunum og Postulasögunni. Einungis voru gerðar smá- vægilegar lagfæringar á öðrum hlutum Ritn- ingarinnar. Haustið 1986 fól Hermann Þor- steinsson framkvæmdastjóri Hins íslenska biblíufélags, þeim dr. Sigurði Erni Stein- grímssyni og dr. Þóri Kr. Þórðarsyni að gera tilraunaþýðingu á Jonasarbók og Rutarbók. Vann dr. Guðrún Kvaran, sem málfarsráðu- nautur, að þessu verki með þeim, og var því lokið vorið 1988. Dr. Sigurður Örn Stein- grímsson var síðan ráðinn hinn 1. nóvember 1988 af Hinu íslenska Biblíufélagi. Hefur hann síðan unnið ein að þýðingu Gamla testa- mentisins og hefur þýtt Samúelsbækur, Kon- ungabækur og Kroníkubækur. I kjölfar samkomulagsins á milli Guðfræði- stofnunar og Hins íslenska Biblíufélags var í desember sl. skipuð þýðingarnefnd til að vinna með dr. Sigurði Erni að þessu verk- efni. Hana skipa: sr. Árni Bergur Sigur- bjömsson, dr. Guðrún Kvaran, dr. Gunnar Kristjánsson, dr. Gunnlaugur A. Jonasson og dr. Þórir Kr. Þórðarson prófessor sem er formaður nefndarinnar. Auk þess hefur sr. Heimir Steinsson verið ráðinn til að starfa sem málfarsráðunautur með aðalþýðandan- um, dr. Sigurði Emi. Er þess því að vænta að meiri skriður komist á þýðingarstarfið á næstunni. HVERS VEGNA ÞARF NÝJA ÞÝÐINGU? í ágætri grein um „Biblíuþýðingar og íslenzkt mál“ í Ritröð Guðfræðistofnunar 4/1990 kemst dr. Guðrún Kvaran svo að orði að þörf verði nýrra þýðinga á Biblíunni „á meðan að bók verður lesin á þessu landi“. Er óhætt að taka undir það með henni. En hætt er við að ýmsir geri sér ekki grein fýr- ir ástæðum þessa. „Er ekki búið að þýða Biblíuna?" spyr fólk. Svarið við þeirri spurn- ingu er vitaskuld játandi. Biblían hefur marg- sinnis verið þýdd á íslensku frá því að Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar var prentað árið 1540 og birst íslensku þjóðinni í mjög mismuTiandi búningi, tignarlegum eða tötur- legum eftir atvikum. Hér skulu nefnd nokkur atriði sem sýna að nýrrar þýðingar er þörf. Til þess að þýða Biblíuna verður að taka afstöðu til þess hvaða texta eigi að þýða. Hinn svokallaði masór- etíski texti Gamla testamentisins — en það er sá texti sem fræðimenn hafa við að styðj- ast fyrst og fremst — er víða augljóslega brenglaður, og er völ margvíslegra leshátta. Álitamálin eru í raun óendanleg og sífelldar rannsóknir fara því fram á textunum. Nýir fomleifafundir hafa jafnvel komið fræði- mönnum til hjálpar frá því að síðasta þýðing Gamla testamentisins var gerð hér á landi (1908/1912), og ber þar hæst fund Dauða- hafshandritanna í hellunum við Qumran kringum 1950, en þau höfðu að geyma texta af'vissum hlutum Gamla testamentisins, sem voru mörgum öldum eldri en elstu handrit sem áður vom til. Biblíuþýðing sem vill rísa undir nafni sem vísindaleg þýðing verður því ekki unnin án umfangsmikils rannsókna- starfs. Þá hafa orðið miklar breytingar á aðferð- um við þýðingar. Yfírlýst markmið þeirra er unnu að þeirri þýðingu var að þýða „orð með orði“. Þeirri aðferð er nú yfírleitt hafnað. Nýjar áherslur í þýðingafræðum eru því meðal þess sem kallar á nýja þýðingu. Loks hefur íslenskt málfar að sjálfsögðu breyst á nærri heilli öld sem liðin er frá því að starfið þófst við þýðingu Gamla testament- isins af Haraldi Níelssyni og samstarfsmönn- um hans, þó ekki sé það veigamesta röksemd- in fyrir nýrri þýðingu. HlNAR „ APÓKRÝFU“ BÆKUR Ljóst er að sú Biblía sem nú er unnið að verður talsvert stærri en Biblían sem við ís- lendingar búum nú við. Ástæðan er sú að ákveðið hefur verið að hinar „apókrýfu" bækur Gamla testamentisins verði teknar með í þessari útgáfu. Þær bækur sem hér um ræðir er ekki að finna í hebreska Gamla testamentinu. Þær voru hins vegar í „Septu- agintu" þ.e. grísku þýðingu gamla testament- isins sem hin kristna kirkja notaði frá önd- verðu. En löngum síðar hefur það verið ágreiningsefni kristinna kirkjudeilda hvort þessi rit eigi heima í Bibliunni. Lúther setti þær skör lægra öðrum ritum Gamla testa- mentisins í biblíuþýðingu sinni sem út kom 1534. Segir hann þær í formála ekki vera jafnar heilagri ritningu en þó góðar bækur og nytsamar til lestrar. Kalvín og fylgjendur hans gengu lengra og gerðu apokrýfu-bæk- urnar útlægar úr Biblíu sinni. Guðbrandur Þorláksson fylgdi Lúther í því að setja apokrýfu-bækurnar sér aftan við Gamla testamentið í útgáfu sinni 1584. Áttu þær síðan fast sæti í íslenskum Biblíum þar til árið 1813 að Hið breska og erlenda biblíufé- lag kostaði í fýrsta sinn íslenska biblíuútg- áfu. Innan þess félags eru kalvínsk áhrif mjög mikil, og hafa þau nægt til að apokrýf- um bókunum er úthýst úr þeim útgáfum er félagið stendur að. Voru apokrýfu bækurnar því ekki í útgáfunum 1866 og 1912. í útgáf- unni 1981 var ætlunin að ráða bót á þéssu en tími vannst ekki til þess að vinna að nýrri þýðingu. 1986 var þeim Jóni Sveinbjörnssyni prófessor og sr. Árna Bergi Sigurbjörnssyni loks falið að vinna í ígripum að nýrri þýðingu apokrýfu bókanna, og er ákveðið að þær verði með í næstu biblíuútgáfu. Ný þýðing á Speki Salómons og Makkabeabókum liggur nú fyrir. Mikilvægi apokrýfu bókanna felst m.a. í því að þær eru að mörgu leyti brú á milli tetamentanna og eru því vitnisburður um þróun trúarhugmynda Gamla testamentisins fyrir tíma hins Nýja testamentis. Orðstöðulykill Að Bibl- ÍUNNIUNNINN MEÐ TÖLVU Vonir standa til að í ár ljúki með útgáfu vinnu þeirri sem hófst árið 1986 til undirbún- ings tölvuunnins orðstöðulykils að Biblíunni, útgáfunni frá 1981. Mestan heiður að þessu verki á Baldur Pálsson kerfisfræðingur, og hefur hann unnið að verkinu allan tímann í samvinnu við ofannefndar flórar háskóla- stofnanir. Vinnan við þennan lykil er gott dæmi um hvernig tölvan hefur opnað nýja möguleika á sviði biblíurannsókna. Hin hefð- bundna aðferð við gerð orðstöðulykla hefur verið fólgin í mjög seinvirkri handavinnu þar sem einstaka eljumenn hafa látið sig hafa það að skrifa á kort flest orð Biblíunnar og það samhengi sem þau standa í, gera síðan úr þeim lista og loks bók. Slík vinna gat hæglega tekið marga áratugi. Brautryðjandi á þessu sviði hér á landi var dr. theol. Björn Magnússon prófessor sem á sínum tíma vann til útgáfu orðalykla að Nýja testamentinu og Passíusálmunum og síðar einnig að Gamla testamentinu þó síðastnefndi lykillinn hafi því miður aldrei verið gefinn út. Við biblíuútgáfuna 1981 var notast við véltækni í prentun, sem fólst í því að gata textann á pappírsræmur, sem síðan voru notaðar til að útbúa filmur, sem prentað var eftir. Baldur Jónsson prófessor (íslenskri málstöð) lét á sínum tíma lesa af þessum ræmum yfir á segulbönd, og var til þess notaður ræmulesari í eigu Pósts og síma. Snemma árs 1986 hafði verð mynduð sam: starfsnefnd um gerð orðstöðulykilsins. í henni áttu sæti, auk Baldurs Jonssonar próf- essors, Baldur Pálsson kerfísfræðingur, dr. Guðrún Kvaran (Orðabók Háskólans), Jon Sveinbjörnsson prófessor (Guðfræðistofnun) og Svavar Sigmundsson dósent (íslenskri málstöð). Var nú hafist handa við að leið- rétta textann og fólst aðferðin við leiðrétting- una í því að lesa allan texta hinnar prentuðu útgáfu Biblíunnar inn á hljómsnældur og bera siðan lesturinn saman við tölvuprentaða textann. Var leiðréttingum lokið í apríl 1988. Samhliða leiðréttingu textans vann Baldur Pálsson að gerð lista yfir mismunandi orð- myndir sem koma fyrir í Biblíunni, en þær eru um 31.000 talsins. Var þar kominn sá grunnur, sem byggt var á við áframhaldandi vinnu, en rúmið leyfir ekki að henni sé lýst í smáatriðum. Vinnan er nú komin á lokastig. Verður lykillinn mikill að vöxtum því öll dæmi nafn- orða og lýsingarorða verða í honum. í sagn- orðum verður mjög óverulegur niðurskurður, fyrst og fremst á hjálparsögnum, en í öðrum orðflokkum hefur að sjálfsögðu reynst nauð- synlegt að skera meira niður. Nýi lykillinn hefur það fram yfír eldri lykla að í honum eru mun fleiri dæmi og hafa þau verið greind í orðflokka. Það er til marks um þá miklu rækt sem Guðfræðistofnun leggur nú við Biblíuna að 4. heftið í Ritröð Guðfræðistofnunar sem kom út í nóvember sl. var helgað biblíuþýðingum. Þar fyölluðu margir kunnir fræðimenn, bæði guðfræðingar, íslenskufræðingar og bók- menntamenn um biblíuþýðingar frá ýmsum sjónarhornum. Ekki kemur þar fram neinn ágreiningur um nauðsyn nýrra biblíuþýðinga. Þórir Kr. Þórðarson prófessor gæti talað fyr- ir munn allra höfundanna er hann lætur í ljós þá von að þjóðin beri „gæfu til þess að varðveita með sér þetta höfuðrit vestrænnar menningar og siðgæðis, að þær munu marka hverri kynslóð nýtt verkefni um túlkun sann- inda og frásagnarlistar, bænaljóða og lof- söngva, siðlegra hvatninga og áminninga, þannig að hver mannsaldur taki orðin til sín og tileinki sér þau. Höfundur er forstöðumaður Guðfræðistofnun- ar Háskóla íslands. Súsanna í baðinu. Málverk eftir Tintoretto eftir einni af apókrýfu bókunum úr Gamla testamentinu. 12

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.