Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1991, Qupperneq 5

Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1991, Qupperneq 5
Þannig er landslagið á Kiijálaeiði - skógurinn er alltaf nálægur. að spá en vonandi fara betri tímar í hönd, vonandi verður þessi mikilhæfa þjóð þess umkomin að bjóða börnunum sínum aðra framtíð en ánauð betlistafsins! EdithSödergran Edit Södergran fæddist sem áður segir í Pétursborg árið 1892. Hún var bráðger og byijaði snemma að yrkja. Árið 1908 veiktist hún af berklum og er send til læknismeðferð- ar í Sviss og dvelst hún þar í landi árin 1911 til 1914. Ekki er mér fullkunnugt um, hvort það var við skólanám hennar í Pétursborg eða í dvöl hennar í Sviss, sem hún kemst í kynni við verk þýska heimspekingsins Fri- edrichs Nietzsche, en augljóst er öllum þeim er lesa ljóð eftir Edith að sú kynni hafa haft úrslitaáhrif á þróun hennar sem ljóðskálds og sjálf gengur hún svo langt að kalla þenn- an rómantíska sveimhuga andlegan föður sinn og biður guðina að standa eilífan vörð um gröf hans^sem hún er fullviss um að er helg- ur staður. Það mun einkum hafa verið kenning F. Nietzsche um endurkomuna eilíflegu, er vakti fögnuð í sinni Edith Södergran, þessarar veiku en lífsglöðu stúlku og fleira mun hafa heillað hana úr speki hans. Um F. Nietzsche hafa staðið miklar deilur og er þeim ekki lok- ið enn. Hafa heimspekingar, og aðrir er láta sig kenningar varða, einkum skipt sér í tvo flokka, munu þeir heimspekingar er fylla fyrri flokkinn, álíta kenningar F. Nietzsche útjarðaþref og hann sjálfan sveimhuga sem eigi sér engan tilverurétt í svo helgum fræð- um sem heimspekin er, en þeir heimspeking- ar sem fylla seinni flokkinn álíta þessar skoð- anir með öllu tilhæfulausar og hina mestu firru og hafa bent á að kenningar F. Nietzsc- he séu í miðpunkti. Hann hafi með hugsun sinni beint sjónum manna að sannleikanum og með sinni frægu fullyrðingu um dauða guðs, verið að benda á andlegan og samfé- lagslegan þátt trúarbragðanna í vestrænni menningu, sem farið hefur sífellt meir halloka fyrir hagkerfum þeim er enn þann dag í dag, stjórni því er þau vilja stjórna í andlegu lífí Evrópubúa. Fæ ég ekki annað séð af lestri mínum á verkum Edith Södergrans, en að hún fylgi seini hópnum að málum. Ekki virðist það veflast fyrir henni að biðja guðina að gæta hans, svo varla var hann í huga hennar sá dýrkandi sjálfshyggju, stríðs og tortímingar, sem löngum hefur verið hent á loft. Ekki skal tekin afstaða til F. Nietzsche hér, en hinu ekki neitað að áhugasamur les- andi menningar- og hugmyndasögu þessarar og fyrri aldar, rekst æði oft á nafn hans sem áhrifavalds manna er áunnu sér orðstír á þeim sviðum, verður að ætla að þeim upplýs- ingum fengnum, að hinn svokallaði vestræni heimur beri mörg merki hugsunar hans. Ljóðlist Edith Södergran er beinskeytt, framsetning kvæða hennar er látlaus og sjald- an örlar á óþarfa skrúðmælgi, þótt líkinga- mál það sem hún notar, sé tíðum æði við- kvæmt og flökti á milli sakleysis og þeirrar ógnar og illsku, er hún veit að steðjar hvar- vetna að manninum í þeim heimi er hann byggir. Þrátt fyrir erfiðan sjúkdóm og örbirgð seinustu æviár hennar í sumarhúsinu á Rai- vola, þar sem hún bjó með móður sinni og kettinum sínum heittelskaða, Totti, þá bíður trú hennar á erindi ljóða sinna enga hnekki, erindi þeirra er brýnt vð þann heim sem ofs- inn og stormurinn hefur á valdi sínu, heiminn þar sem stríðandi fylkingu mannanna lýstur saman aftur og aftur og þeir beijast í sífellu, vofa gegn vofu. Edith Södergran er fulviss um sigur ljóða sinna og hógvært skáld er hún ekki, enda segir hún í forspjalli fyrir bók sinni, Septemb- erlýrunni, sem út kom árið 1918, að sér sé það ómögulegt að líta á sjálfa sig sem minni manneskju en hún sé. Með þeirri bók og Rósaaltarinu (1919) og Skuggum framtíðar- innar (1920) auk þeirra ljóða er hún orti á þessu sama tímabili og birtust i bók tveimur árum eftir lát hennar i sumarhúsinu í Rai- vola 1923, verður breyting á skáldskap henn- ar, „ég-ið“ sprettur fram. (Ingi Bogi Bogason vakti máls á þessu atriði í grein er hann ritaði í Mbl. 12.09. 1990 um hlutdeild Edith Söder- gran í þróun norræns nútímaskáldskapar.) Þettra er ekki það sjálfselska og þver- móðskufulla ég sem lesendur þekkja og stund- um skýtur upp kollinum í skáldskap undanfar- inna ára, þetta ég á veröldina alla að viðfangs- efni og er einlægt, en í dag undarlega nýtt. Ljóðmælandinn ávarpar heiminn og opinberar tilfinningar sínar og þrár, draum sinn og ósk sína um breytt hlutskipti mannanna á þeirri voluðu jörð er hann finnur að riðar undir fótum sér. En Edith á fleiri strengi til í hörpu sinni, það er kona með sára reynslu að baki, sem yrkir hið beinskeytta ljóð: Við konur: Við konur, skynjum nið jarðarinnar í blóði okkar. Við spyrjum fuglinn, hvers hann vænti af vorinu, við Ijúkum höndum okkar um feyskið furutré ogleitum ígangisólarinnareftirmerkingu ográðum. Eg elskaði einu sinni mann, trú átti hann enga ... Kaldan dag kom hann með tómlátt blik í augum, þungbæran dag hvarfhann á braut með gleymsku í hjarta. Ef barn mitt liSr ekki, er sökin hans ... (E.S. 1916) MÁNI Og Sól Á Sama Himni Áfram heldur ferðin í gegnum hinn víðáttu- mikla skógu og meðfram sendinni strönd Finnskaflóans. Víða er jarðrask mikið, vinnuvélar ryðja burt gróðrinum af landinu svo úr verða stór- ir sandflákar, opin sár í þetta gróna land, markmið þeirrar vinnu er ferðalanginum með öllu óljóst. Að tveimur tímum liðnum er áð við stöðuvatn sem líkt og sefur á milli tijánna og þar mætir ferðamanninum það andlit Sov- étríkjanna sem hvað leiðast er í endurminn- ingunni, sölumennirnir, gjaldeyrisbraskararn- ir. Þeir umkringja bifreiðina eins og mý á mykjuskán, atgangur þeirra er harður, menn verða hálfpartinn að olnboga sig útúr þvögu þeirra á leiðini frá bílnum og í sumum tilvik- um dugir það ekki til. Ýmsa hluti hafa þess- ir menn til sölu, allt frá rúblum í skiptum fyrir dollara á mun lægra verði en opinber- lega er kveðið á um (fimmtán rúblur buðu þeir aðgangshörðustu fyrir einn Bandaríkja- dollar) til herskrúða sovéska hersins og þótti ýmsum okkar þá nóg komið. Ekki virtist vinn- andi vegur að sannfæra mennina um áhuga- leysi sitt á vamingi þeim er þeir falbuðu og álengdar stóð lögreglumaður og fylgdist með atganginum án þess að lyfta litla fingri til þess að stöðva þessi viðskipti, sem eru með öllu óheimil samkvæmt nýjum lögum. Erindi lögreglumannsins er, skilst mér af frásögn þeirra er þekkingu hafa á þeim málum, að tryggja það að þeir yfirboðarar hans er láta þessa verslun óátalda, beri ekki skarðan hlut frá borði í ágóðanum ef einhver verður. Tóm- ar bjórflöskur liggja á víð og dreif um rjóðrið og bíll stendur við vatnsborðið, olíutaumar leka undan bílnum í vatnið, auðsýnilega er verið að skipta um olíu á vélinni. Guð hjálpi Sovétríkjunum ef þetta er þver- skurður þess fólks er þau byggir! En sá ótti er ástæðulaus og verður að engu eftir að til Leníngrad er komið. Það fólk er þar gengur um götumar er stolt, viðræðugott og vinsam- legt í viðmóti, undarlegt er að heyra af vörum þess vitneskjuna um það fjarlæga land, ís- land, og ekki er að sjá í fari þess þá óstjórn- legu græðgi er undanrenna sú er hafðist við í ijóðrinu sýndi. Vissulega bregður mönnum þeirrar tegundar fyrir hér líka og mismunun- in eftir þjóðfélagsstöðu er himinhrópandi, valdafíknin á hér enn óðöl sín og yndi. Með þessari þjóð er verið að framkvæma merkileg- ar þjóðfélagsumbætur og andi þeirra er líkt og áþreifanlegur, umbæturnar em stórmerk- ar, allsstaðar virðist umræða í gangi, í fjöl- miðlunum, á götunni, í húsasundunum. Mikið mun veröldin væntanlega eiga undir því að þær þjóðfélagsbreýtingar verði að vem- leika og haldi. Sannarlega hvílir óróleiki og efi yfir þessari borg og einhver óskilgreinan- leg fomeskja, dmngi, en ferðamanninum verður á örskotsstund ljóst hver er auður þessa lands, mikill og áður ónýttur auður, fólkið sjálft. Þennan fyrsta dag á bökkum Nevu stendur það ferðamanninum fyrir hugskotssjónum þvílík raun bíður þessa fólks, hve skuggar fortíðarinnar era margir, skuggar sem það verður að varpa frá sér, eyða og yfírstíga. Ágústdagur í Leníngrad og skýjaslæðumar stillast, hverfast, mynda svipi á bláhvítum grunni, máni og sól á sama himni. Fangaður Fugl Fangaður fugl sat í gylltu búri í hvítri höll við djúpblátt haf. Þreyjandirósirgáfu fyrirheit um hamingju ogheilsu. Fuglinn söng um lítinn bæ hátt uppi í fjöllunum, þar sem sólin er konungur og þögnin dmttning og harðger litskrúðug smáblóm bera líBnu vitni, sem þráast við og er. (E.S. 1916) Landið Gleymda Mörgum dögum seinna á kaffíhúsi í Hels- inki, spyr ég sessunaut minn, unga fínnska skáldkonu, um hug landa hennar til Kiijála- eiðisins, er varðveitti svo merkan þátt áf þjóð- menningu Finna, vakti og efldi þann foma seið er lifir í tónlist Jeans Síbelíusar og hljóm- ar enn í verkum yngri tónskálda, m.a. í óperu Aulis Sallinen: „Ratsumies". Svar hennar kemur mér á óvart. „Kirjála er löngu gleymt land! Viiemöinen gæti verið á vappi hvar sem er í skógum Finnlands og bækur Edith Södergran fæ ég í næstu bóka- búð.“ Umburðarlynt bros skáldkonunnar ber vott um furðu yfir glámskyggni spyijandans sem eins og hún kemur frá einum af útjöðrum Evrópu en þekkir ekki þær raunir er þeir þurfa að þola er lengi hafa mátt una því að stíga dans við blindan risa, vinalegan en vark- árari dans. Óneitanlega verður þetta var spyijandans hugstætt eftir að heim er komið, orðin, mynd- in og endurminningin um hið gleymda, fagra og arðrænda land. Skógarnir og vötnin, bláar hæðirnar í fjarska og gælur öldunnar við sendið fjöruborð, eru í dag hluti af útkjálka heimsveldis er reynir í örvæntingu að veijast falli. Heimsveldis sem vanrækti lengi sinn mesta auð, fólkið sjálft, hugmyndir þess, sköpun og réttlætisleit. Afskiptur útkjálki heimsveldis, þau urðu örlög þess lands er Edith Södergran unni svo heitt og nefndi í ljóðum sínum must- eri guðs. ÞORVARÐUR HJÁLMARSSO.N Sumardagur á Kirjálaeiði (Hugsað til Edith Södergran) / Orð þín hafa augu eins og andlit þitt glöð, þjáð sum eru hvít sem skýjaslæður og snjóföl vetrarins önnur græn gáskaslegin af gróanda sumarsins vatnsblá eru þau lík hillingunum er niðuðu í huganum og mjúkfrjó og mild líkt og Iotningin og leyndin Hvað er líf manneskjunnar annað en spurning, ósk gædd von á þessum agnarlitla hnetti ofurseldum ofsanum? Rósin sem bíður mín opnast og lokast, mót sól, mót myrkri Úr skugga mínum vind ég fléttur handa morgninum án kvíðboga tóms og synjunar ii Ég er ekki stjarna, fugl eða hvelfdur himinn, ekki búr, brú eða bjalla og ég syng ekki þegar þess er óskað einungis ást mín á óræðinu fær mig til að standa hér og hlusta eftir hljómfalli jarðarinhar Á heiðskírum dögum þegar allt er eitt eins og nú og ekkert rýfur samræmi ■ sjónarinnar, ekkert er smátt, ekkert er smátt, koma orðin óbeðin og freista þess eins að höndla þögnina. iii Fögur varnarlaus óskhyggja draumsins oglandiðsem ekki var, er, utan bláma tíbrár og tálmunar. Skynjunin fálmandi snerting í ókleifu andrúmi, heimur af heimi heimtur fijálsar í svip sundraðar að stundu i og dagarnir telja minnin verða Ijós til að blinda. Einhver kemur í landiðunni sveipaður tómi sandsins hálfur af himni og vatni hálfur á jörðu. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 2. MARZ 1991 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.