Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1991, Qupperneq 7
í Noregi stóð. Einnig þessi mynd fékk al-
þjóðlega dreifingu, þó ekki eins mikla og
Hustruer fáum árum fyrr.
En sjálfur stafnbúinn var þó fyrirsætan,
leikkonan, handritshöfundurinn og leik-
stjórinn Vibeke Lokkeberg. Mesta augna-
yndi norskra ljósmyndavéla sýndi af sér
gáska og góða takta í kvikmyndinni Le-
perjenten (Hlaupastelpan) frá 1971, norskt
nýraunsæi, litað af stemmningu eftirstríðs-
áranna meðal þeirra sem bjuggu við bág
kjör í Bergen; undur heimsins eru skoðuð
á nærfærinn hátt með bamsaugum sem
bæði stækka og bjaga alla atburði. Þetta
sama sjónarhom bamsins er að vissu leyti
fyrir hendi í myndinni Hud (Húð) sem fjall-
ar um sifjaspell og var valin til þátttöku
á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Þessi
mynd er eins konar þjóðvísa í kvikmyndar-
búningi, sem frammi fyrir auga myndavél-
arinnar' belgist út og snýst upp í útintútna
Wagneróperu frá hinu stormasama Vest-
urlandi. Smykketyven (Skartgripaþjófur-
inn) er ástarsaga úr Ósló nútímans, sem
annars er furðulítið notuð sem sögusvið í
kvikmyndum. Á seinni áram hefur aðeins
skáldsagan Leoparden (Hlébarðinn) borist
hvers vegna þyrfti að keppa við Hollywood
á þeim forsendum sem sú mikla kvik-
myndaborg setti sjálf? Það væri í raun
aðeins Leiðsögumanninum sem tækist
slíkt. Með því vel að merkja að nýta hin
samísku sérkenni, varðveita ræturnar í
frosinni jörð.
En það var kvikmynd með það óvenju
veikburða nafn X sem reyndist vera hlekk-
urinn milli karllegra og kvenlegra eigin-
leika í norskum kvikmyndum. Oddvar Ein-
areon, sem mest hefur fengist við gerð
heimildarmynda, gaf fólki (í svarthvítu)
innsýn í hvemig það er að vera stddur á
röngum hnetti. Osló tók á sig mynd tungl-
borgar. Myndmálið minnti svolítið á það
hvernig sá mikli Rússi Tarkovskíj skapar
andrúmsloft eyðingar og ragnaraka í
myndum sínum, dregur upp mynd af and-
lega útjaskaðri eyðimörk. Dómnefndin á
Feneyja-hátíðinni veitti þessu verki sér-
staka viðurkenningu; og þess má geta að
í myndinni er spiluð næstum hljóðlaus
rokktónlist meðan gefið er í skyn að enn
geti kviknað ást milli unglinga sem fjand-
samlegt umhverfi hefur ekki náð að bijóta
niður.
,Ida litla“ gerist á hernámsárunum 1944-1945. Leikstjóri: Laila Mikkelsen.
úr smiðju Lokkebergs, saga sem reyndar
er hreint óvenju myndræn, en brátt slepp-
ir hún Máfunum (Mákene) lausum í bíó —
án þess að líta um öxl til Tsjekhovs.
Um miðjan níunda áratuginn fóru svo
strákamir að njóta sín svo um munaði.
Andsvar þeirra við feminismanum var
Orions belte (Óríonsbeltið), vöðva- og has-
armynd sem gerist á heimskautasvæðun-
um og veltir upp heimspólitískum spum-
ingum. í kjölfar þessarar þrautagöngu-
myndar fylgdu fleiri spennumyndir. Á
sama tíma komu til sögunnar svokölluð
kommanditt-félög sem gáfu einstaklingum
kost á að festa fé í peningaveltufyrirtækj-
um gegn skattaafslætti. Þessi félög fóra
brátt að velta háum upphæðum. Nú skyldi
reist norek Hollywood í ríki olíuauðsins.
Til landans tóku að flykkjast frá ensku-
mælandi löndum kvikmyndagerðarmenn
sem ekki hafði auðnast að fjármagna verk-
efni sín í heimalandinu — og var það
auðnuleysi reyndar engin tilviljun. En í
Noregi rúllaði þetta einhvem veginn, það
er að segja það rúllaði á hausinn að lok-
um. Og á meðan var blaðalesendum séð
fyrir nóg af krassandi lesningu. En þetta
fjármálaævintýri jók engu að síður tengsl-
in við áhorfendur og áhuga manna á norsk-
um- kvikmyndum og bíói yfírleitt.
En meðan á öllum þessum hamagangi
stóð, allri yfirborðsmennskunni með öllum
sínum kvikmyndagreinum, skrauti, brota-
brotum var næstum alveg stolið úr mönn-
um hvað listrænn metnaður þýddi fyrir
nokkuð. Og margir vörpuðu fram þeirri
spurningu hvemig stæði á að skattborgar-
ar þyrftu að punga út fyrir öðru eins sukki
og viðgengist í kvikmyndagerðinni. Eða
Og alveg undir lok áratugarins kom
fram enn ein frumraunin sem lofaði góðu.
Enda þótt heimsmarkaðurinn hafi ekki
tekið öllum jafn vel og Leiðsögumanni
Nils Gaups, fékk þó Martin Asphaug að
minnsta kosti norrænu byijendaverðlaunin
fyrir frumraun sína En hándfull tid (Hand-
fylli af tíma). Hér er á ferðinni blanda af
siðrænu raunsæi, symbólisma, súrrealisma
eða töfraraunsæi. Hvenær hefur hug-
myndaflugið áður laðað fram erkiengil í
norekri mynd? Þessi myndræna glima við
tímann og rúmið á kannski eftir að ýta
undir listrænan metnað hjá fleiram, þann-
ig að norekir kvikmyndagagnrýnendur
þurfi ekki lengur að rísa upp og lýsa yfir
einum munni að nú sé greinin endanlega
komnin í listrænt þrot.
Norðmenn eiga handfylli af hæfum leik-
stjórum, marga stórgóða myndatökumenn
og leikmyndasmiði miðað við aðstæður og
mannfjölda, margt vel þjálfað fagfólk á
öllum sviðum greinarinnar og leikara sem
alls ekki þarf að skammast sín fyrir að
sýna. Eina undantekningin frá þessu
síðastnefnda er reyndar eina alþjóðanafnið
sem kenna má til Noregs, Liv Ullmann,
sem ekki hefur lekið í norskri bíómynd
síðan 1959!
Kvikmyndagerðin í Noregi er eins og
veðurfarið — stórviðrasöm og ofankom-
urík, stundum er allt á kafi í snjó — grá-
móskuleg eða sólrík, full af fágaðri alvöru
— líkt og Brand í samnefndu leikriti Ibs-
ens eða gáskafull eins og Pétur Gautur.
Þegar best lætur geta norskar kvikmyndir
náð langt út fyrir hóp norskra áhorfenda.
Þýðing: Kjartan Árnason
Höfundur er kvikmyndagagnrýnandi Aftenpost-
ens.
Ljóð háskólanema
ÓLÖF KRISTÍN PETURSDÓTTIR
Hugarvíl
Simdurlaust, litskrúðugt
sáldrast það yfir,
líkast bréförðum
á kjötkveðjuhátíð.
Gargandi flugeðlur fylla loftið.
Ekki er víst að nokkur leynist
að baki gifsgrímu
sem dansar við hjartslátt.
Grátandi truðar
þurfa ekki grímu
og ganga við kveinstafi.
VILBORG DAVÍÐSDÓTTIR
Gráttu
Gráttu brostnar vonir
gráttu gamla drauma
sem aldrei rættust.
Gráttu orðin sem flugu
eins og eiturörvar
um stofuna
gráttu hatrið sem var sáð
— ogtilveruna sem þú uppskarst.
Gráttu, það er svo gott.
ÞORBJÖRG HRÓARSDÓTTIR
Án titils
Þegar hún nálgaðist heyrði hún
nið hafsins og hún fylltist gleði
og fögnuði því hún hafði svo
oft séð fólkið sem lá í sólbaði
á ströndinni eða sem lék sér
fijálst í flæðarmálinu og hún
settist niður og skrifaði hugsanir
sínar í sandinn ogaldan skvettist
yfir hana en þegar hún stóð upp
varð henni Ijóst að hafíð hafði
tekið hugsanir hennar með sér.
Ljóðin eru úr Úrvali Ijóða háskólanema veturinn 1990-1991, sem Stúdentaráð Háskóla Islands
hefur gefið út og ber heitið „Þessi ást/Þessi ást".
Athugasemd vegna greinar um
Kvæðakver Halldórs Laxness
Þann 29 september síðastliðinn birtist í breytingar og leiðréttingar, sern Halldór
Lesbók grein eftir Gerði Kristnýju undir hefur sjálfur gert.
fyrireögninni „Kvæðakver Halldóre Lax-
ness“. Lesbók hefur borist bréf frá Erni Heimildaskráin, sem upphaflega
Ólafssyni, lektor í íslenzku við Kaup- fylgdi grein Gerðar Kristnýjar, er svo-
mannahafnarháskóla, og óskar hann hljóðandi:
skýringa á „rittengslum" við grein eftir 1) Halldór Laxness: Kvæðakver.
hann sjálfan, sem birst hafði í Skírni. í Reykjavík 1930. Prentsmiðjan Acta.
bréfi Amar stóð m.a.: „Greinilega bygg- 2) Halldór Laxness: Kvæðakver.
ist greinin að hluta á grein minni: „Ungl- Reykjavík 1956. Helgafell.
ingurinn í skóginum og Alþingi“, sem 3) Halldór Laxness: „Hin hvítu skip
birtist í Skírni 1985, en þess er hvergi Böðvare Guðmundssonar." Tímarit Máls
getið, þótt hinsvegar sé kirfilega vitnað og Menningar 1939. Reykjavík.
til greinar eftir Óskar heitinn Halldórs- 4) Halldór Laxness: Vefarinn mikli frá
son. Þetta er heldur ógeðfellt, vægast Kasmir. Reykjavík 1957. Helgafell.
sagt, og ég vona að skýringin sé klaufa- 5) Heimir Pálsson: Straumasr og stefnur
skapur byijanda". í íslenskum bókmenntum frá 1550.
Lesbók hafði samband við höfundinn, Reykjavík 1978. Iðunn.
Gerði Kristnýju, og kom þá í ljós, að 6) Jakob Benediktsson: Hugtök og heiti
greininni hafði fylgt heimildaskrá, þar í bókmenntafræði. Reykjavík 1983. Mál
sem m.a. var getið um ritgerð Árnar og Menning.
Ólafssonar. Af vangá féll þessi heimilda- 7) Óskar Halldórsson: „Kvæðakver“. Sjö
skrá niður við birtingu og átti höfundur erindi um Halldór Laxness. Reykjavík
enga sök á því. 1 þessu sambandi eru 1973. Helgafell.
þó nefndar heimildir nánast aukaatriði 8) Örn Ólafsson: „Unglingurinn í skógin-
hjá síðunum úr bókinni, þar sem sjást um og Alþingi". skírnir 1985. Reykjavík.
Hallaðu þér upp að brjóstum mínum
og finndu hvað þau eru mjúk
og hjarta mitt samúðarfullt
— gráttu út.
Snýttu þér svo í tilfinningar mínar
og farðu heim til hennar
sem þarfnast þín meira en ég.
Óminnishegrinn
lætur á sér standa.
Skrjáfar í fáum fjöðrum
erhann blakarþreyttum vængjum
án þess að hefjast á loft.
Dautt sem duft
fellur það yfir,
grá og gljárök aska,
kross á hvítu enni.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 2. MARZ 1991 7