Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1991, Side 8

Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1991, Side 8
„OPINBERAR STOFNANIR LISTARINNAR Á VILLIGÖTUM“ - segir Kjartan Guðjónsson listmálari, sem á tímamótum lítur á nútímann og liðna áratugi yfirlitssýningu Kjartans Guðjónssonar í Hafnar- borg fæst þó nokkur þverskurður af því sem hefur verið að gerjast í myndlist hér síðan lýðveldið var stofnað. Fyrsta sprettinn málar Kjartan fígúratíft, en fyllir síðan flokk form- byltingar manna, sem tóku abstraktlist uppá sína arma um og eftir 1950 og það með slíku offorsi, að mörgum þótti minna á trú- boð frelsaðra manna. Á sýningunni sést síðan hvernig ný viðhorf koma til skjalanna hjá Kjartani, unz hann er kominn aftur að upphafinu eftir því sem hann segir. Þar til fyrir tveimur árum hefur Kjartan unnið fullt starf jafnframt því að vinna að list sinni; brauðstrit hans var að kenna listnem- um í Handíðaskólanum, síðar Myndlista- og handíðaskóla íslands. Nú er Kjartan hættur að kenna, enda sjötugur þótt merkilegt megi virðast svo fullur sem hann er af fítonskrafti. Á þessum tímamótum er hann að kaupa sér hús með betri vinnustofu og kveðst aldrei hafa unnið eins mikið í list sinni og áratuginn eftir sextugt. Svona eiga sýslumenn að vera! Þegar mér bauðst að eiga samtal við Kjartan í tilefni yfirlitssýningarinnar í Hafn- arborg, var það þegið með þökkum. Hvort- tveggja er að Kjartan er óvenjulega vel máli farinn og í annan stað er hann næstum sá eini í röðum myndlistarmanna, sem „brúkar kjaft“ eins og hann segir, eða með ögn mildari orðum: Kjartan hefur aldrei rekist vel með neinni klíku, en hefur gall- harðar skoðanir á því sem hann telur óheilla- þróun í myndlistarmálum og þorir alveg að segja það sem honum býr í brjósti. . Kjartan befur teiknað mikið, unnið í grafík og með vatnslitum. En á sýningunni ákvað hann að takmarka sig eingöngu við olíumyndir frá 1944-1991. Sumt af þeim er í eigu einstaklinga, en stærstan hlutann á Kjartan sjálfur. Hinsvegar er engin mynd af söfnum, „enda hef ég ekki verið í náð- inni þar“, segir Kjartan. Ennfremur: „Ég seldi ekki mynd í 25 ár, svo ég á nóg frá þessu geómetríska tímabili, sem ég tel vera einn allsherjar hortitt í íslenzkri listasögu". „A þessari yfirlitssýningu seilist þú aftur til 1944. Varstu þá hér í Reykjavík?" „Nei, ég var þá vestur í Chicago; var við nám í Art Institut, sem er þekktur skóli þar. Frá þessu tímabili eru fígúratífar mynd- ir, en stílfærðar. Ég sé, að ég hef verið að glápa á kalla eins og Legér og Picasso. Svo kom ég heim 1945 og fór að kenna í Hand- íðaskólanum strax um haustið, en missti af þessari sögufrægu sýningu Svavars Guðnasonar, sem var haldin fyrr á því ári. Frá því er skemmst að segja, að í 6-7 ár .... Mynd frá 5. áratugnum. málaði ég eins og hver annar ieitandi ungur maður, en alltaf fígúratíft; alltaf eftir ein- hveiju mótífi. Ég fór snemma að máia kon- ur; ekki þó naktar - en málaði aldrei þessi hafnarmótíf, sem komust í tízku hjá Snorra Arinbjarnar, Þorv'aldi og fleirum á kreppuár- unum og raunar framyfir stríð." „Svo kemur þar, að þér er turnað til réttrar trúar á geómetríska flatarlist, sem manni skildist þá að væru hin endanlegu sannindi. Manstu hvernig það gerðist?“. „Æ,nei, ég man það ekki. En það kom mjög snögglega hjá flestum. Líklega hefur það ekki sízt staðið í sambandi við, að Þor- valdur fór til Parísar og kom heim með stjörnur i augunum. Hann var einskonar „gúrú“ og trúboði. Það er einmitt orðið; eftirá hefur mér fundizt, að þetta hafi verið á trúarbragðagrundvelli. Ekki svo að skilja að skorti rök. Nóg var af þeim. Til dæmis það, að arkitektúr og myndlist hefðu alltaf haldizt í hendur og nú átti myndlistin að sjálfsögðu að haldast í hendur við módernis- mann í byggingarlistinni. Nú, síðar hefur komið í ljós, að byggingarlistin á þessum tíma er svo sálarlaus og köld, að fólk vill ekki lengur- búa í þessum húsum. En svona var þetta; allt skyldi vera gegnumgangandi Mi KJARTAN GUÐJÓNSSON opnar í dag yfirlitssýningu, sem spannar árabilið 1944-1991, í Hafnarborg í Hafnarfirði. Af því tilefni ræddi hann við blaðamann Lesbókar og lætur gamminn geysa um ,málefni myndlistarinnar, Listasafn Islands, Kjarvalsstaði og Myndlista- og handíðaskólann. Kjartan Guðjónsson með eitt af hinum nýrri verkum sínum. \fjBT, ►‘JjíÍL f Tm |í«i ’ V ’ j ' í""; * imi -

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.