Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1991, Qupperneq 9
Abstraktmynd, 1974.
„Jú, til dæmis Kristján Davíðsson. Hann
lét sig aldrei og var það þó ekki vel séð.
Eftir að hann losnaði undan ofurvaldi
Dubuffets, kom fram þessi lýríski málari,
sem hann er og hefur verið æ síðan. Engil-
berts hefði átt að vera með okkur, en hann
var í fjandaflokknum af persónulegum
ástæðum milli þeirra Þorvaldar. Jóhannes
Jóhannesson má segja, að hafi aðeins tekið
trú með hálfum huga. Það var aldrei til
fulls. En Jóhannes Geir var þarna fyrir ut-
an, einn á báti og málaði bará minningar
af Króknum, fjandi góðar myndir; það sér
maður núna. Sá eini sem komst upp með
að vera „stikkfrí" var Sigurður Sigurðssón.
Hann var meðtekinn eins og hann var; enda
sáu menn að hann var góður málari og auk
þess mikill vinur þeirra í klíkunni.
Trúboðið gekk alls ekki svo langt, að
þeim gömlu, Ásgrími, Kjarval og Jónl Stef-
ánssyni, væri hafnað; það var öðru nær.
Slagurinn stóð við miðkynslóðina. Þar voru
erkifjendurnir og inn í þann hóp var Jóni
Engilberts ýtt, þó hann ætti þar ekki heima.
Þar voru fyrir Guðmundur frá Miðdal, Jón
Þorleifsson, Gunnfríður Jónsdóttir, Frey-
móður og Ásgeir Bjarnþórsson, sem skamm-
aðist þó út í alla.
Á bak við þetta voru líka pólitísk trúar-
brögð. Menn þóttust vera „intelektúal",
menn þóttust vera húmanistar og sem slíkir
urðum við að vera kommúnistar. Þetta
hnýttist saman í allsheijar trúarbrögð."
„Þú sagðist eiga fáar myndir í söfnum.
Hefurðu verið tregur við að selja þeim mynd-
ir?“
„Ég hef einfaldlega aldrei komist í náðina
á þeim slóðum; þó átti það sér frekar stað
á meðan ég var yngri, að Listasafn Islands
keypti af mér mynd. En á öllum mínum
helztu sýningum hefur safnið alls ekki keypt
neitt. En ég er ekki sá eini, sem safnið
hefur vanrækt að þessu leyti. Innkaup þess-'
arar stofnunar hafa langalengi verið með
eindæmum, en ekki alltaf. Það er engin til-
viljun hve safnið á góðar myndir eftir Kjarv-
al og Ásgrím frá fyrri árum. Það var vegna
þess að Valtýr Stefánsson var lengi formað-
ur Menntamálaaráðs og annaðist þá innkaup
fyrir safnið. Mér finnst fremur líklegt, að
hann hafi notið leiðsagnar Kristínar konu
sinnar við það val. Þetta var dæmi um
menntað einræði, sem getur stundum gefist
vel. Að minnsta kosti efast ég um, að þetta
val hefði tekizt betur þótt málið hefði verið
sett í nefnd. Nú á safnið sem betur fer lykil-
verk eftir þessa brautryðjendur.
Ég komst í safnráð í ráðherratíð Magnús-
ar Torfa og móðgaði þá forstöðukonuna í
safninu. Eftir það var ekki annað að sjá en
ég væri kominn á svartan lista, því eftir
það voru ekki keyptar af mér myndir. Það
var makalaust hvernig Selma ráðskaðist
með þetta eftir áliaflega þröngum eigin
smekk og ég sé ekki að það sé hætishót
Haldið á mynd, 1990.
eftir þessari línu, líka húsgögn og annað
innanstokks. Ég held samt að fatnaður hafi
sloppið við þessa formbyltingu."
„Og áhrifin á myndlistina komu aðallega
frá París?“
„Þau komu eingöngu frá París. Við höfð-
urn allir verið þar, því þar var nafli heims-
ins. London þekktu menn rétt af afspurn
og enginn vissi til þess að neitt væri að
gerast þar, þótt annað kæmi í ljós síðar.
Hér heima biðu menn með óþreyju eftir
franska mánaðarritinu Art Aujourdhui, sem
var þó ekki litprentað. En það var uppfullt
af franskri geómetriu og ég kalla, að það
hafi beinlínis verið stæit. Á þennan liátt var
liægt að raða saman litum á penan máta
og ég álít, að Karl Kvaran hafi fengið mest
út úr þessu.
Auðvitað hefur það lengi verið þannig,
að framúrstefnumenn taki mið af því sem
þeir sjá í bókum og blöðum. Mér er minnis-
stætt, að eitt sinn varði ég stærstum hluta
mánaðarlaunanna til þess að eignast lista-
verkabók um brezka myndhöggvarann
Hem-y Moore. Hún var lengi í láni, bæði
hjá Karli Kvaran og Ásmundi og það er
auðvelt að sjá, þegar blaðað er í bókinni,
að báðir hafa heldur betur farið í smiðju til
Moore.“
Síðar hefur komið í Ijós, að sumir hættu
að mála á meðan þetta gekk yfir. En voru
ekki einhverjir, sem þráskölluðust og héldu
sínu striki?"