Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1991, Síða 11
FERD4BMÐ
LESBÓKAR
Páll í essinu sínu, á siglingu með PH Viking, innan um ferðamennina.
Rætt við ferðamálafrömuð ársins, Pál Helgason
Þrettánda febrúar sl. ríkti eftirvænting á Holiday Inn, þar
sem mikið af ferðaþjónustuliði var samankomið. Eftir fáeinar
mínútur yrði tilkynnt hver yrði útnefndur Ferðamálafrömuður
ársins á vegum ferðatímaritsins Farvís. Menn spurðu og spjöll-
uðu um hver þetta gæti verið? í mikilli samkeppni eins og
ríkir milli fyrirtækja í ferðaþjónustu, yrðu örugglega ekki
allir sammála um útnefningu. En þegar nafn gamalkunna eyja-
peyjans Páls Helgasonar kom upp, færðist bros yfir öll andlit
— um hann voru allir sammála!
— Af hverju heldurðu að þú
hafir verið útnefndur, Páll?
„Kannski af því að hjá mér koma
allir að grænu ljósi. Það er sama
hvort það er 1 maður eða 100
manns, hvort það er forseti eða
launþegi — hjá mér gildir „það
besta fyrir alla“. Einn ferðamað-
ur fær skoðunarferð á við heilan
hóp. Ég tek alltaf á móti farþeg-
um úti á flugvelli eða við skip.
Ferðaskrifstofur og flugfélög
sem skipta við mig vita þetta og
finnst það mikils virði.“
— Helgi Jóhannsson, fram-
kvæmdastjóri Samvinnuferða,
sagði að í fyrsta skipti sem hann
sá þig, hefðir þú geyst inn á
skrifstofu til hans og hund-
skammað hann. Af hveiju? „Við
úti á landi viljum að ferðaskrif-
stofur standi við sitt. Helgi hafði
pantað fyrir heilan hóp sem ekki
kom — og ég reiddist og tók
næstu flugvél í land.“ — Síðar
sagðist Helgi hafa komið til að
forvitnast af hverju allir væru
svona ánægðir hjá þér — og það
tók hann aðeins klukkutíma!
„Já,“ segir Páll og hlær. „Hann
fór út á bát með mér. Og Eyjarn-
ar heilluðu hann eins og marga
aðra. Mitt starf er fólgið í að
hjálpa ferðamönnum til að njóta
eyjanna."
„Opnið augun og skynjið"
„Eyjarnar eru eins og opin
Páll með blómakörfuna sem bæjarstjórn Vestmannaeyja sendi
honum í tilefni af kjörinu ferðamálafrömuður ársins.
margir aðrir, en tóku aldrei neina
borgun. Við bjuggum í stóru
húsi og þar var alltaf opið hús
fyrir gestkomandi sjómenn og
fjái-vana íþróttahópa ofan af
landi. Eitt sinn sagði faðir minn
við mig, að ég yrði að leiðbeina
einum hópnum um eyjarnar. Ég
varð dauðhræddur og sagðist
ekki geta sagt neitt. „Segðu það
sem þú veist,“ sagði faðir minn,
„allir vita meira um sína heima-
byggð en gestkomandi!" Og ég
fór í mína fyrstu ferð sem leið-
sögumaður!“
Skrítin hestanöfn í
Vestmannaeyjum!
„Við ókum fram hjá hvítgirtu
leiði við veginn. Og ég fór að
segja þeim sögur af hestabónd-
anum á Kirkjubæ, sem átti svo
einstakan góðhest, að hann
drapst ekki — en dó. Bóndi gróf
hann með reiðtygjum og öllu, lét
reisa legstein, gróðursetti blóm
og girti í kring. En ég var svo
óheppinn, að einn úr hópnum
stökk yfir girðinguna og las á
steininn. „Þau eru skrítin hesta-
nöfnin í eyjum,“ sagði hann
sposkur á svip. „Aldrei hef ég
heyrt fyrr um hest, skírðan Jón
Þorsteinsson píslarvott!" Þama
hafði eitthvað skolast til í kolli
litla eyjapeyjans. Auðvitað var
þetta gröf séra Jóns, en ekki
einhvers gæðings Kirkjubæjar-
bóndans!“
I skoðunarferð um nýja hraunið gæða ferðamenn sér á glóð-
volgu, nýbökuðu rúgbrauði upp, úr „bökunarofni" hraunsins.
skólabók fyrir náttúruunnendur,
jarð- og fuglafræðinga. Ég opna
bara bókina og hjálpa fólki til
að lesa hana.“ — Það er sagt
að þú hafir byijað í ferðaþjón-
ustu aðeins 11 ára. „Á ég að
segja þér,“ segir Páll, „fyrir
nokkrum árum kom fullorðinn
maður hingað í skoðunarferð.
Hann leit á mig og skellihló.
Hann hafði verið með mér í minni
fyrstu leiðsöguferð, þegar ég var
11 ára og aldrei gleymt sögunni
sem ég sagði þá.
Foreldrar mínir stunduðu
ferðaþjónustu, kannski meira en
Litla gula hænan
„Ferðaþjónusta er eins og sag-
an um litlu gulu hænuna.
Óhemjumikið þarf að leggja í
uppbyggingarstarfið. Hjá þeim,
sem halda sig geta byijað án
þráðar eða upphafs, er ekki von
á góðu. Ferðaþjónusta er hóp-
Eyjar, opin skólabók
fyrir náttúrufólk