Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1991, Qupperneq 13

Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1991, Qupperneq 13
 .. , - "U'v' .. . Pjakkaklúbbur Veraldar við sandkastalavirki á ströndinni. Hvað býður V eröld? Andri Ingólfsson situr fyrir svörum Og við höldum áfram að kynna okkur ferðaskrifstofu-þjónustuna. Andri Ingólfsson er framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Ver- aldar. Andri hefur flakkað víða um heim, átt heima á Spáni um árabil og í Bandaríkjunum, verið fararstjóri þar og víðar. En hvað býður Veröld; ný ferðaskrifstofa á gömlum grunni? nýir, 1-4 ára, með einni undan- tekningu og ný íbúðahótel eru í boði á öllum áfangastöðum okkar. Hreinna umhverfi — meira öryggi Frá fjórða áratugnum var stöð- ug sókn ferðamanna til Spánar, sem verulega dró úr síðustu árin. En nú er stóraukin eftirspurn, sem er athyglisvert. Fólki finnst Spánn vera bæði heillandi og öruggur dvalarstaður. Spánska ríkisstjóm- in er með fjárveitingu í að auka enn við eftirlit á ferðamannastöð- um og miklu fjármagni er nú veitt til uppbyggingar og hreinsunar og gatnakerfið hefur gjörbreyst til hins betra. Spánverjar eru meðvitaðri um umhverfi sitt. íslendingar eru hópsál; vilja vera saman í fríinu og í hringiðu mannlífsins. Til dæmis er athygl- isvert að vinsælasti áfangastað- urinn er Benidorm, sem má kannski líkja við Manhattan í New York — samþjappað mannlíf á litlu svæði og mikil kvöldstemmning. íslendingar elska að geta gengið út í hlýtt kvöldið, útimarkaði og opin veitingahús, sem Spánarfríið veitir þeim ríkulega. —Eru erfiðir tímar í íslenskri ferðaþjónustu, Andri? „Veröld byijaði 1989, á erfiðasta ári í ís- Ienskri ferðaþjónustu um langt árabil. Við áttum stóran hóp við- skiptavina og starfsfólks með mikla reynslu í ferðaþjónustu. Með þetta að leiðarljósi lögðum við upp og vöxturinn hefur verið ótrúlega hraður. í fyrra fóru 5.200 farþegar með okkur í leigu- flugi, þriðjungi fleiri en árið áður — 5.000 manns í áætlunarflugi. í sumar munu líklega 7.000 far- þegar fljúga með leiguflugi okkar. Þjónustutrygging, góð „vara“ Mér hefur oft fundist þjónusta við ferðamenn of einhæf; ekki leit- að leiða til að gera „vöruna“ betri. Samkeppni um áfangastaði er að, baki, því flestar ferðaskrifstofur bjóða Spán í leiguflugi. Nú er samkeppnin fólgin í að bjóða bestu „vöruna“. Veröld býður þjónustu- tryggingu, sem þýðir að við ábyrgjumst aðbúnað farþega okk- ar. Og þetta hefur haft sitt að segja, eins og könnun á vegum Félagsvísindastofnunar sýndi. I 2 ár í röð hefur Veröld verið með ánægðustu farþegana. Smáátriðin skipta geysimiklu máli. Ef íbúðir eru orðnar „þreytt- ar“ — líta ekki nógu vel út, njóta gestir hvíldar ekki eins vel. Það er áberandi hvað farþegar okkar hafa verið ánægðari með Kanarí- eyjar í vetur, af því þar var nú gist í glænýjum íbúðum. Sólar- landafarar leita með hverju ári eftir meiri gæðum. Sá tími er lið- inn að fólk láti sér nægja lélega gististaði, aðeins til að komast í sólina. Allir gististaðir okkar eru Sundlaugargarður við Trabolgan-sumarhúsin á írlandi. Fólk vill ráða hvað það dvelur lengi í fríinu og við verðum með vikulegt dagflug á alla áfanga- staði á Spáni frá 23. maí fram í október — með Oasis til Alicante og Costa del Sol og með Flugleið- um til Mæjorka og Ibiza. Það er mikið öryggi og þægindi í þessu beina flugi milli íslands og Spán- ar. Mæjorka er vinsælasti fjöl- skyldustaðurinn og gististaðir okkar eru á Alcudia, sem er ein hreinasta ströndin með merki bláa umhverfisfánans.. Uppbygging á Alcudia er ný, sem þýðir nýja, rúmbetri gististaði og rýmra um- hverfi í kring. Beint flug vikulega til írlands Suður-Irlands frá 7. júní fram í miðjan ágúst. Flogið verður til Cork, en þar í kring er mikil nátt- úrufegurð. Þetta eru ódýrustu ferðirnar og í írlandi er ódýrt að lifa. Við bjóðum upp á glæsileg sumarhúsaþorp, með sambæri- lega þjónustu og t.d. orlofshús í Borgarfirði, — en líka sumarhúsa- garðinn Trabolgan með alla þjón- ustu: yfirbyggða sundlaug með rennibrautum, gufuböð og sólar- lampa, íþróttamiðstöð, veitinga- hús, krókódílaklúbb fyrir börnin o.fl. Trabolgan er 35 km frá Cork, við góða sandströnd. Veðrið hefur verið mjög gott þarna sl. sumur svo hægt hefur verið að stunda sjóböð. Þeir sem gista í sumar- húsaþorpi geta gengið inn í þjón- ustuna í Trabolgan. Ég held að Islendingum muni líða vel á írlandi. íslenskur farar- stjóri verður á staðnum. Hægt er Að komast í burtu frá öllu amstri ... að komast í góða laxveiði í 3-4 daga á kr. 2.500; í verslunarferð- ir til Cork og Dublin eða snæða kvöldverð í kastala. Tvær vikur í sumarhúsi eru á meðalverði: kr. 31.250 á mann (2 börn, 2 fullorðn- ir). „Flug og bíll“ og gisting með morgunverði í viku á bóndabæjum eða iitlum hótelum: kr. 29.000. Hægt er að flakka á milli bónda- bæja, kaupa ákveðinn fjölda af gistinóttum og ákveða gistingu rjk % % Fjölskyldan sam- einast í hollri úti- veru. samdægurs, eða gista á herra- görðum, sem er aðeins dýrara. Veraldarreisur og Flórída Við bjóðum líka 3-7 daga sigl- ingu um Karíbahaf frá Miami á Carnival Cruise Line á hagstæðu verði. Til Flórída eru 10 daga ferðir algengastar (7 daga sigling og 3-4 dagar á Miami) og verð um 85.000 kr. Gríska eyjahoppið er sívinsælt. Þú ákveður brottför og komudag, en ræður svo ferð- inni í Grikklandi er þú flakkar á milli Aþenu og eyjanna." Veraldarreisur með Ingólf Guð- brandsson sem fararstjóra, eru þriggja vikna ferðir um framandi heimshluta. Um páskana verður farið um Gullna þríhyrninginn í Suður-Ameríku; Brasilíu, Chile og Argentínu. Verð kr. 169.000 (að- eins máltíðir undanskildar). I september verður menningar- og listaferð um Ítalíu, einnig undir stjórn Ingólfs. Og .í október fer hann með hóp til Japans, Kóreu og Taiwan. Þeir feðgarnir Ingólf- ur og Andri ættu að kunna að skipuleggja ferðirnar. O.Sv.B. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 2. MARZ1991 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.