Lesbók Morgunblaðsins - 13.07.1991, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 13.07.1991, Blaðsíða 2
TOMAS TRANSTRÖMER Sex vetur Jakob S. Jónsson þýddi 1 Á svarta hótelinu sefur barn. Og úti: vetramóttin þar sem stóreygir teningarnir renna. 2 Einvalalið dauðra steingerfðist í Katarínakirkjugarði þar vindurinn næðir í Svalbarðsbrynju sinni. 4 ís hangir undir þakbrún. Grýlukerti: öfugsnúinn gotneskur stíll. huglægur fénaður, speni úr gleri. 5 Á hliðarspori stendur tómur járnbrautarvagn. Kyrr. Tignarlegur. Með ferðir íklóm sínum. 6 Með kvöldi snjómistur, tunglskin. Tunglskinsmarglyttan sjálf svífur fyrir framan okkur. Bros okkar á heimleið. Álagavegur. Tomas Tranströmer er sænskt Ijóðskátd er hlotið hefur margvíslega viðurkenníngu fyrir skáldskap sinn, m.a. bókmenntaverð- laun Norðurlandaráðs. Jakob S. Jónsson er leikhúsfræðingur og leikstjóri, búsettur í Stokkhólmi. Hann hefur einnig starfað sem þýðandi og þáttageröarmaður. PÁLMI ÖRN GUÐMUNDSSON Ljúffengur laugardagur Öruggur á skerinu þú sem mátt þín einskis og hefur droppað í tilverulausum dansi við gullkálfana þessa róstimbruðu daga. Konurnar sem sitja í plusssófunum með velferðarþjóðfélagið einsog koníaksstaup og TV glampa æsku sinnar í augum. Þær hanga heima á ímynduðum bar ímyndaðra tilfinninga og fylgjast grannt með hræringum hugsana sinna tilfinninga og framavona i sólinni á Miami og Mæjorka. Tryggur er efnahagurinn og þær því alltaf í góðu skapi veljandi símanúmerin inní dýrðarsali kaupahéðna fallegar einsog blóm vikunnar. Ljóðið er úr nýrri Ijóðabók höfundarins, sem heitir „Kaldur Tyrkinn kveður". Örskammt ofan við Ölfusárbrú standa stakir klettar uppúr ánni. Þeir voru löng- um þrír en eru nú tveir. Klettar þessir heita einu nafni Jóruhlaup og eru kennd- ir við Jórunni nokkra, sem var bóndadóttir á bæ í nágrenninu. Á þjóðsagnaslóðum Jóra í Jórukleif að er fljótfarið eftir hringveginu- maustur yfir Hellisheiði. Brátt liggur leiðin niður Kamba, fram hjá Hveragerði og austur Ölfus. Fyrr en varir er ekið gegnum skarðið milli Kögunarhóls og Silfurbergs, en svo heitir nefíð á Ingólfsfjalli. Opnast þá mikil sýn til austurs, þar sem mest kveður að Heklu, Tindafjöllum og Eyjaijallajökli, en úti við hafsrönd lyfta Vestmannaeyjar sér Iíkt og silfurfloti á bláum sænum. En hið næsta okkur Iiggur Selfoss, fjölmenn byggð á bökkum Olfusár. Þessi kaupstaður tók að vaxa upp sem verslunar-, þjónustu- og atvin- numiðstöð á fyrra helmingi aldarinnar, en upphaf sitt rekur byggðin til smíði Ölfus- árbrúar. Segja má að með gerð þessarar fyrstu stórbrúar landsmanna, sem vígð var við hátíðlega athöfn hinn 8. september 1891, hafi nútíminn haldið innreið sína í íslenskt þjóðlíf. Hugsjóna- og athafnamaðurinn Tryggvi Gunnarsson bar veg og vanda af brúarsmíð- inni. Hann lét reisa hús austan árinnar til að hýsa smiði sína og verkamenn. Það var fyrsta húsið á þessum verðandi kaupangi og stendur enn, þótt mjög sé það breytt frá upphaflegri gerð. í Tryggvaskála, en svo heitir húsið, hófst snemma greiðasala og önnur þjónusta. Verslun hófst á staðnum á öðrum tug aldarinnar. Mjólkurbú Flóa- manna tók til starfa árið 1929 og Kaupfé- lag Árnesinga var stofnað 1930, en þau tvö fyrirtæki hafa verið stórtækust í atvinnu- r^kstri bæjarins. Árið 1930 voru íbúar á Selfossi 68 að tölu, en nú eru þeir um fjög- ur þúsund. Byggðin á Selfossi reis að verulegu leyti í landi Sandvíkurhrepps, þótt Hraungerðis- og Ölfushreppar legðu einnig nokkuð af mörkum. Selfosshreppur tók til starfa sem sérstakt sveitarfélag í ársbyrjun 1947. Sú skipun mála hélst til 1978, þegar þessi unga byggð fékk kaupstaðarréttindi. Brúin sem reist var 1891 var miðuð við umferð gang- andi og ríðandi fólks, en ekki bifreiðarferð- ir, er byijuðu að marki skömmu fyrir 1920. Hún entist þó til 1944, er hún slitnaði loks niður undan tveimur vörubílum á myrkri haustnótt. Brátt var hafíst handa að nýju og núverandi brú komst í gagnið hinn 21. desember árið 1945. Örskammt fyrir ofan Ölfusárbrú standa stakir klettar upp úr ánni. Þeir voru löngum þrír, en eru nú tveir, því að einn hvarf í miklu flóði sem kom í ána árið 1959. Klett- ar þessir heita einu nafni Jóruhlaup og eru kenndir við Jórunni nokkra, sem var bónda- dóttir á bæ í nágrenninu. Jórunn þessi var alltaf kölluð Jóra eftir að hún ærðist, varð að trölli og lagðist út. Til er þjóðsaga af þessari ógæfusömu heimasætu, er hljóðar eitthvað á þessa leið: Einu sinni var stúlka, Jórunn að nafni, á bæ einum í Sandvíkurhreppi í Flóa. Hún var ung og efnileg, en þótti skapstór í meira lagi. Eitt sinn var haldið hestaat í nágrenn- inu. Átti faðir hennar annan hestinn er etja skyldi. Jórunn var viðstödd atið og sá að hestur föður hennar fór heldur halloka. Varð hún þá æf og tryllt, svo að hún óð að hinum hestinum og reif undan honum lærið. Hljóp hún með það hraðar en hönd á festi upp að Ölfusá hjá Laxfossi eða Sel- fossi. Þar reif hún bjarg úr hömrunum við ána og kastaði næstum út í miðja á. Síðan hljóp hún yfír á stillum þessum og mælti um leið: Mátulegt er meyjarstig, mál mun vera að gifta sig. Heitir þar síðan Jóruhlaup. Hélt hún síð- an upp Ölfus austan Ingólfsfjalls og upp í Grafning, þar tilliún kom að hamragili sem liggur vestur úr Grafningi, skammt frá Nesjum. Hljóp hún eftir því, þar til hún kom upp í Hengil. Þar tók hún sér bólfestu í Jóruhelli og varð hið versta tröll sem grand- aði bæði mönnum og málleysingjum. Það var siður hennar að ganga á hnjúk einn í Henglafjöllum. Sat hún löngum þar sem síðan heitir Jórusöðull. Þar efra gáði hún að mannaferðum og sat síðan fyrir vegfar- endum í gili einu, sem síðan heitir Jóru- kleif. Rændi hún menn og drap eftir að hún hafði lokið við hestlærið. Gerðist hún brátt svo ill og hamröm að hún eyddi byggð í nánd við sig og vegir lögðustu af. Varð af þessu mikið mein og var safnað liði til að ráða hana af dögum, en það bar engan árangur. Þegar í þessi vandræði var komið og engin ráð virtust duga til að vinna á Jóru eða stökkva henni brott, varð ungur maður til að bjarga þessu við. Hann var í förum milli landa og dvaldist þá einn vetur í Nor- egi. Dag einn gekk hann fyrir konung og skýrði honum frá meinvætti þeim sem sest hefði að í Henglinum. Bað hann konung að kenna sér ráð til að vinna á tröllinu. Brást konungur vel við þessu. Ráðlagði hann hon- um að fara að Jóru um sólarupprás á hvíta- sunnumorgni, því að „ekki er svo vond vættur né svo hamramt tröll að ekki sofi það þá. Muntu þá koma að Jóru sofandi og mun hún liggja á grúfu. Er hér öxi er ég vil gefa þér,“ segir konungur og fær honum um leið öxi silfurrekna. „Skaltu höggva henni milli herða tröllinu. Mun þá Jóra vakna er hún kennir sársaukans, snúa sér við og segja: „Hendur fastar við skaftið.“ Þá skaltu segja: „Fari þá öxin fram af.“ Mun hvort tveggja verða að áhrinsorðum og mun Jóra velta sér niður í vatn það sem þar er ekki langt frá er hún liggur og með axarblaðið milli herðanna. Mun axarblaðið síðan reka upp í á þá sem við öxina mun kennd verða. Þar munu íslendingar síðan velja sér þing- stað.“ Svo mælti konungur, en maðurinn þakk- aði honum ráðin og axargjöfína. Fór hann síðan út til íslands og fór að öllu sem kon- ungur hafði fyrir hann lagt og banaði Jóru. Rættist öll spá konungs og rak axarblaðið upp í þá sem síðan heitir Öxará, þar sem Islendingar settu alþing sitt. JÓN R. HJÁLMARSSON ÍVAR HALLDÓRSSON Ef ást... Ef um kvöld þú kæmir til mín með flugvél með pakka merktan mér. Þá færi ég dulbúinn frá þér með hraði með lest ómerktur. Hver hreyfing þín er sprengjutilræði. Hver þín hugsun óðs manns æði. Líf mitt hangir á bláþræði og ástin hangir á spýtunni. Ef ást er til þá ert þú ekki hún. Höfundur er tónlistarmaður. TRYGGVI V. LÍNDAL Æsku- fyigja Sem tungl í brunni flökta brástjörnur, sem fuglar í búri berjast hjörtu bakvið krosslagða handleggi. Ég heyri hvað þú segir, einnig hvað þú meinar, þú fylgja æsku minnar. Það verður of seint ef þú leitar mín á Fróni eftir öll þessi ár. Mamma er löngu dáin og lukkupeningurinn minn hvítur blettur í hnakkanum. Dauði Garcia Lorca Þrátt fyrir meðvitaða kappreið þína við svarta riddarann, barði hún upp á hjá þér nafnlaus byssukúlan. Þú opnaðir fagnandi; þekktir hann aftur í auga byssuhlaupsins. Nú heyrir þú riffla spennta. Þú skimar kringum þig í leit að svörtum hestum. Ég og tíminn Ég hef vasaúr með loki á til að læsa tímann inni. Heyrí þó alltaf í tifinu. Skoða stundum gangverkið; himinfögur flughjólin. Urkeðjan er óslítandi óg ég trekki alltaf upp, því við erum síamstvíburar, ég og tíminn. Höfundur er þjóðfélagsfræðingur og hefur gefið út Ijóðabók.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.