Lesbók Morgunblaðsins - 13.07.1991, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 13.07.1991, Blaðsíða 3
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavik. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjór- ar: Matthías Johannessen, StyrmirGunn- arsson. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðs- son. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 691100. Forsíðan Myndin er eftir Theo Tobiasse, franskan málara og grafíklistamann af gyðinglegum uppruna. Hann er fæddur í Jaffa í ísrael 1927; þangað hafði fjölskylda hans flúið frá Litháen, en sneri síðan aftur um tíma. Þar ólst Tobiasse upp, en fluttist síðan með sínu fólki til Frakklands og hefur hann lengst af búið í Suður-Frakklandi. Tobiasse minnir að því leyti á Chagall, að gyðinglegur uppruni og bernska í þorpi í Litháen hafa orðið honum óþijótandi myndefni. Myndin á forsíðu heitir: „Fjölskylda mín flytur frá Litháen. Ferðablaðið birtir frásögn Agnesar Bragadóttur af ferð, sem Austurleið og Jöklaferðir h/f bjóða uppá, ýmist frá Höfn eða Smyrlárbjörgum og ekið uppá Vatnajökul í 830 metra hæð. Sumum þykir nóg um og sistja hljóðir og hugsa um, að betra sé að bremsurnar bili ekki, en allir eru sammála um, að þetta sér ógleymanleg reynsla. Hvalveiðar eiga sér langa sögu, til dæmis voru Spánveijar á hvalveiðum hér við land uppúr 1600 og Norðmenn reistu hér hvalveiðistöðvar um síðustu aldamót. Þess- ar veiðar voru lengi vel á algeru rányrkjustigi, sem náði hámarki um 1930, þá í höfunum við Suður- skautslandið. Um sögu hvalveiða skrifar Örnólfur Thorlacius. ÓLÖF SIGURÐARDÓTTIR Afturgengin ást Sé konu hefndin hræðileg, þið hljótið skynja það, að raun sé óumræðileg, sem ruddi henni af stað. Þið ættuð að heyra urg í þjöl, sem yddir konu hefnd. Þið ættuð að takast á við kvöl, sem ást í fyrstu er nefnd. Því það er hún, það heiftarfarg, hin hryggilega sjón, sem gerir harn að brennuvarg og breytir konu í ljón. Hún eitt sinn svaf í ungum hug, svo afar heit og stór. Menn vöktu hana og hófu á flug, svo hátt í loft hún fór. „Hún flýgur hátt“, þeir hlógu dátt og heitu flugið meir. Svo féll hún lágt, er missti mátt, og meira hlógu þeir. Hún vægðar aldrei böðla bað, þeir brostu að sinni fremd. En afturgengin ást er það, sem er nú kölluð hefnd. Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum, f. 1857, d. 1933 var á sinni tíð eindregin kvenréttindakona og orti um kvenlega reynslu og eigin þrá til frelsis og listsköpunar. Tvær Ijóðabækur hennar, sem báðar hétu Nokkur smákvæði, komu út 1888 og 1913. Sjálfsöryggi Eftir því sem ég verð eldri vex undrun mín yfir því hvað margt fullorðið fólk er mannhrætt, þ.e. hefur beyg af öðru fólki. Það er ekkert undrunarefni að börnum standi stugg- ur af skapsveiflum og geðþóttaákvörðunum fullorðinna, en ef slíkt kemur manni úr jafnvægi þegar maður er vaxinn úr grasi, er kannski ástæða til að spyija, hvers vegna? Við lifum í opnu, fijálsu samfélagi. Hvað getur annað fólk gert okkur sem réttlætir að við beygjum hegðun okkar undir vilja þess? Því láta svona margir sig hafa það að vera með sífelldan seyðing eða óróa í maganum af tilhugsuninni um hugsanlega vanþóknun annarra? Hvað gerir það til þótt annað fólk sé óánægt með mann ef maður hefur sjálfur enga ástæðu til að vera það? Þótt ekki beri endilega mikið á því, láta ótrúlega margir geðsveiflur og skoðanir annarra; fjölskyldumeðlima, vina eða sam- starfsmanna, stýra hegðun sinni. Ýmist til að halda friðinn, vinna sig í álit, til að skera sig ekki úr og vera eins og hinir, eða beinlínis af kjarkleysi. Þetta hlýtur að stafa af miklum skorti á sjálfsöryggi. Ekki endilega skorti á sjálfs- ánægju og sjálfstrausti, heldur innra ör- yggi. Oft eru þeir sem mest láta og bera sig mannalegast, hræddastir við að öðrum líki ekki við þá. Eitt allra mikilvægasta hlutverk foreldra er að mínu mati að vekja og efla með börn- um sínum þetta innra öryggi. Betri gjöf er tæpast hægt að fá með sér út í lífið. Því miður virðast margir uppalendur fremur draga úr þessu öryggi en efla það, þótt óviljandi sé, til dæmis með sífelldum saman- burði við aðra. Ef við innrætum börnum að þau eigi að standa sig til að þóknast öðrum og vanrækjum að kenna þeim að gera sitt besta sjálfs síns vegna, eru þau líkleg til að mæla velgengni sína síðar í lífinu í vel- þóknun annarra fremur en innri vissu um árangur og eigið ágæti. Hugsunarlaus framkoma við börn, eins og að blanda gestum inn í uppeldi þeirra og frammistöðu, er kannski meinlaus, en varla til fyrirmyndar og eflingar sjálfsörygg- is á eigin heimili. „Hvað heldurðu að fójkið haldi um þig?“ er oft sagt í vingjarnlegum vandlætaratón. Stundum flögrar að manni þegar maður er í hlutverki gestsins hvernig viðkomandi þætti það ef barn þess setti ofan í við það, til dæmis fyrir borðsiði, eða hávaða þegar það sjálft væri með gesti. Segði kannski í lágværum hneykslunar- og umvöndunartón „Hvað heldurðu að hann Siggi haldi um þig, pabbi?“ eða „Sýndu nú stelpunum að mamma mín kunni mannas- iði, settu svo á þig varalit áður en þú gefur okkur að drekka“ og flytti síðan fyrirlestur um þetta foreldri yfir vinum sínum, eins og það væri ekki viðstatt. Ef foreldri ætlast til kurteisi af börnum sínum, verður sú kurteisi að vera gagn- kvæm. Annars er það bara hlýðni og tillærð- ir kurteisissiðir sem þau temja sér, ekki sú kurteisi sem kemur að innan og fylgir þeim allt lífið. Hér er aðeins drepið á óheppilega óvana í umgengni, en það eru auðvitað oftast nær skammir, hávaði, hótanir, barsmíðar og kúgun margskonar sem vekur varanlegan beig í bijóstinu á börnum og jafnvel full- orðnu fólki, að ógleymdri sektarkenndinni. Það er óafsakanlegt að glæða og viðhalda sektarkennd hjá öðru fólki, einkum og sér í lagi börnum. En frá mínum bæjardyrum séð, er líka ámælisvert að fullorðið fólk skuli láta aðra kúga sig vegna sektarkennd- ar. Enn og aftur; hvers vegna í ósköpunum látum við reiði, vonbrigði eða drottnunar- girni annarra setja okkur úr jafnvægi og vekja með okkur kvíða, jafnvel viðvarandi kvíða? Af hveiju sættum við okkur við að vera ruslakista fyrir vandamál annarra? Einstaklingur sem býr yfir innri ró og öryggi, getur sýnt skilning og samúð, en hann truflast ekki af vandamálafólki eða skoðunum vandlætara og tískusmiða. Hann sækir styrk í uppsprettu innra með sér, en ekki í álit annarra. Sjálfsöryggi fólks á sér raunar marg- víslegar rætur. Sumir sækja öryggi í efna- hag, menntun, ætterni eða útlit, aðrir í annað, til dæmis trú. Þegar ég var barn átti ég góða vinkonu sem var aðventisti. Hún var tveimur árum eldri en _ég og afar hugmyndarík og skemmtileg. Ég held að hún sé trúaðasta manneskja sem ég hef kynnst. Trú hennar var gjörsamlega væmn- islaus og án tilgerðar af nokkru tagi. Þessi vinkona mín var engan veginn með guðsorð á vörum í tíma og ótíma, en samband henn- ar við almættið var að því er mér virtist hnökralaust. í það sótti hún sjálfsöryggi sem virtist gera hana alveg ótruflaða af aðstæð- um og tíðaranda. Eitt sinn komum við okkur upp búi bak við húsið heima og sönkuðum að okkur dóti úr ýmsum áttum. Við vorum sérstak- lega roggnar með stafla af undirskálum sem okkur hafði áskotnast og komum þeir fyrir á planka sem við skorðuðum upp við skúr og ímynduðum okkur- að væri eldhúshilla. Þegar við brugðum okkur frá, sáu stelpur úr nágrenninu, sem þótti nóg um herlegheit- in, sér leik á borði og ýttu við plankanum svo að undirskálarnar duttu niður og brotn- uðu allar sem ein. Við vorum auðvitað óskaplega mæddar. Mer fannst óskiljanlegt að einhver gæti fengið af sér að gera svona viljandi, en þegar ég hafði náð mér eftir undrunina fylltist ég mikilli bræði og hefnd- arhug. Þetta yrði jafnað út! En vinkonu minni var ekkert slíkt í huga. Hún var, glað- beitt að vanda, farin að laga búið og velta fyrir sér hvert við ættum nú að leita eftir leirtaui. Mér þótti alveg ófært að láta þessa óhefnt, en hún sagði að ég gæti verið alveg róleg. „Þeim hefnist fyrir,“ sagði hún með sann- færingarkrafti, „sannaðu til! Kannski ekki eins og við myndum hefna okkar, en enginn gerir svona án þess að honum hefnist fyrir. Guð sér um það! Það er nú það góða við hann að hapn losar okkur undan að burð- ast með óvildina." Ég hafði nú mínar efasemdir um að skap- arinn tæki á þessu máli með viðeigandi hætti og taldi tryggara að leggja þonum lið, en ég fann að hún var alveg ósnortin af þessu. Skemmdarverkið var ekki hennar vandamál, heldur þeirra sem frömdu það. Það var rétt eins og reiði og hefnigirni væru óvelkomnir gestir í hennar huga, gest- ir sem aldrei var boðið inn þótt fast væri knúið dyra. Lífsviðhorf og viðbrögð þessarar vinkonu minnar við hinum ýmsu málum höfðu mikil áhrif á mig þótt það liðu mörg ár þar til ég áttaði mig á því til fulls að reiði og hefni- girni eru heimatilbúin óreiða, nokkurs konar andlegur sóðaskapur og blettur á þeim sem ber hann í sér en ekki þeim sem hann bein- ist gegn. Þess vegna eiga menn ekki að hræðast reiði eða vanþóknun annarra. Slíkt er vandamál þess sem alltaf er tilbúinn til að opna upp á gátt þegar óværan knýr á og það er ástæðulaust að gera hans vanda- mál að sínu. Annað mál og miklu verra er að geta ekki borið virðingu fyrir sjálfum sér, en það er erfitt fyrir þann sem er ekki sjálfum sér samkvæmur. Eins' og ég hef áður bent á í rabbi og augljóst má vera, þá situr maður uppi með sjálfan sig til æviloka, meðan aðrir koma og fara. Þess vegna er sjálfsvirðing mörgum sinnum mik- ilvægari en virðing annarra. Oft er hið fyrr- nefnda reyndar forsenda fyrir því síðar- nefnda. Það er í eðl mannsins að vilja vera einn af hópnum og að líða best þegar hann er umvafinn velvild og virðingu. En það er ekki hægt að vera öllum þóknanlegur. Sá sem reynir það endar með því að þóknast ekki neinum, því það er ekki tekið mark á þeim til lengdar sem talar eins og hver vill heyra. Vinkona mín ein sagði mér um daginn frá átta ára strák úr Reykjavík sem var sendur í sumarbúðir KFUM. Hann undi hag sínum hið besta, kunni vel að meta áhersl- una á guðsorð og góða siði á staðnum og skemmtilegan félagsskap. Hann var þó ófeiminn við að skera sig úr þegar félagar hans ákváðu að taka skref sem hann taldi vissara að bera undir þá sem hann treysti best. „Flestir strákarnir gáfu guði hjarta sitt, - en ekki ég,“ sagði hann einlægur við for- eldra sína þegar hann kom heim. „Ég vildi spyija ykkur fyrst!“ JÓNÍNA MIKAELSDÓTTIR LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13. JÚLÍ 1991 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.