Lesbók Morgunblaðsins - 13.07.1991, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 13.07.1991, Blaðsíða 12
f Honda Accord með nýjan langbak Styrkur og velgengni Honda hefur ekki sízt legið í hönnun, sem oft er í mjög háum gæðaflokki og gegnum þykkt og þunnt verður að telja að þar hafi Honda nokkra yfirburði yfir hina japönsku'keppinauta. Flestar gerðir Honda eru vel teiknaðar, en sumar eru framúrskarandi, t.d. litli sportbíllnn CRX, Honda Civic, Honda Prelude, flaggskipið Honda Legend og Legend Coupé og síðast en ekki sízt Honda NSX, bezti sportbíll, sem Japanir hafa búið til að mati sérfræðinganna, sem taka slíka bíla til kostanna og skrifa um þá í útlend bílablöð. Honda Accord er vel teiknaður bíll, en vantar kannski herzlumun uppá að teljast framúrskarandi. Hönnunin að innan er öllu nær því að vera í háum gæðaflokki. Accord er hinsvegar með útlit, sem virðist falla mjög mörgum vel í geð og Bandaríkjamenn hafa tekið slíku ástfóstri við þennan bíl, að hann er kominn í það heiðurssæti, sem Chevrolet skipaði lörigum, að vera mesti sölubíll Bandaríkjanna. Það hefur áreiðanlega verið með þann risastóra markað í huga, að forráðamönnum Honda hefur þótt nauðsyn bera til að geta boðið uppá meira innanrými. Bandarískir lífshættir gera ráð fyrir því að farið sé í súpermarkað einu sinni í viku og þá er ekki víst að venjulegt skott dugi. Sú sem heitir á enskunni station car“, en við höfum 2) Mælaborð, stýri, hurðir og sæti: Hönnun ogfrá- gangur í háum gæða- flokki. Innsetta myndin: Loftpúði er öryggistæki sem verður í hinum nýja langbak. nefnt þverbak eða langbak, hefur þótt ómissandi í hinu ameríska stór-neyzlusamfélagi. Bæði hafa bandarísku bílaframleiðendurnir haft slíka bíla á boðstólum og Volvo hefur eignast þar drjúgan markað fyrir sinn rúmgóða þverbak. Þegar litið er á lagið á Hond- unni, sést að afturendinn er engan veginn þver fyrir eins og á Volvo, svo við nefnum hann þessvegna langbak. Það hefur verið nokkuð undir hælinn lagt, hvernig til hef- ur tekizt þegar fólksbílum er breytt í þessa veru. Toyota Camry er sá eini sem virðist græða á breytingunni, en oftar gerist hitt, að útlitið verður síðra. Hönnuðum Honda hefur tekizt vel upp eins og fyrri daginn; þeim hefur tekizt að útfæra langbak, sem ekki er neitt síðri en hin hefðbundna gerð, stallbakurinn. Samkvæmt upplýsingum frá Hondaumboðinu fáunyvið^-að/sjá þennan bíi hér um næstu áramót og á þessu stigi er ekki vitað um verð. Völ verður um tvennskonar vélar; 2.2 lítra, 125 hestafla og einnig 140 hestafla. í báðum gerð- unum verður völ um 5 gíra hand- skiptingu eða fjögurra þrepa sjálf- skiptingu. Þar að auki stígur Honda stórt skref til bætts örygg- is, því þessi nýi langbakyir verður búinn loftpúða, sem þenst út á 1/10 úr sek. Þetta öryggistæki hefur til þessa einungis verið í boði í dýrum fólksbflum og þá ekki nærri alltaf sem staðalbúnað- ur. Hurðir eru samlæstar og læs- ingunni er stjórnað með ijarstýr- ingu frá bíllykli. Með þessum bíl má gera ráð fyrir að Honda hafi eignast enn eitt tromp, sem aðal- lega styrkir stöðuna á stærsta bílamarkaði heimsins, í Bandaríkj- unum. GS. Honda Acc- ord langbak- lir. Þegar út- litiðerborið saman við Volvo séstað nokkru rými aftast hefur verið fórnað fyrirmýkri Iínur ogbætt útlit. 7 í markaðssetningu hjá Ford - að1 sérstaklega við Bandaríki l er ekki mið- .. Isérstaklega við Bandaríkin eða Evrópu, heldur allan heiminn, eða að minnsta kosti þáíhluta hans, þar sem einhveija hugsanlega bílakaupendur er að finna. Þannig var Escortinn hugsaður og hefur hann vissulega fengið góða útþreiðslu. Nú er komið að því að huga að nýju útliti og endurbótum á hinum gamalkunna Ford Sierra, sem er af meðalstærð, lengdin 4.42. Hánn er búinn að vera á ferðinni síðan 1982, en var þá svo straumlínu- lagaður að eftir nærri áratug er útlitið alls ekki tekið að verða gamal- dags eða úrelt. Ford tel- ur enda að ekki sé ástæða til að flýta sér með arftakann, sem ekki verður kynntur fyrr en á Genfar- sýningunni 1993. Samt eru nú þegar til prótótýpur og af mynd- um af þeim má ráða, að straum- línan verði áfram ráðandi. Að öðru leyti virðist svo sem Sierra hafi tapað einhveiju af sérstæðum karakter sínum; hér er kominn einhverskonar meðaltalsbíli, sem á ekki aðeins að koma í stað Si- erra, heldur og hinna amerísku Ford Tempo og Mercury Topaz ásamt gerðum, sem framleiddar eru í Ástralíu. Sierra verður sem fyrr með framdrifi. Áætlanir gera ráð fyrir einni hefðbundinni gerð með stuttu skotti og tvennra dyra út- færslu af sömu gerð. Þar að auki verður í boði hlaðbakur, svo og langbakur eins og meðfylgjandi teikningar sýna. Framleiðslan fer fram að nokkru leyti í Dagenham í Bret- landi, en að hluta til í Genk í Belgíu - ekki Gent, þar sem Volvo er með bílaverksmiðju. Nýjar vélar verða þróaðar, allt frá 1.6 lítra, 90 hestafla til tveggja lítra, 130 hestafla, asamt túrbódísil með 90 hestöfl. í þá sprækustu verða þróaðar og smíðaðar vélar hjá Porsche, 2.5 lítra með 150 og 170 hestöflum. G. Nýr Space Wagon frá Mitsubishi Nýr Ford Sierra handa heiminum Mitsubishi Space Wagon, sem hefur verið í umferð síðan í febrúar 1983, telst ekki beinlínis til fjölnotabíla, sem hafa rennihurð á hliðinni og eru ýmist til vöruflutninga, eða rúma 6-7 manns á ferðalögum. Space Wagon hentaði vel fyrir stórar fjölskyldur, en líka fyrir vinnufiokka og sem ferðabíll. Nú hefur Mitsubishi endurhannað Space Wagon, sem eftir orðanna hljóðan merkir rýmisvagn eða eitthvað álíka. Eftir myndinni að dæma fer ekki milli mála skyldleikinn við hinn nýja Pajero- jeppa frá Mitsubishi; báðir hafa tekizt vel og báðir eru mun betur teiknaðir en fyrirrenn- arar þeirra. Bilið á milli Space Wagon og hinna dæmigerðu fjölnotabíla svo sem Renault Espace og Toyota Previa hefur minnkað til muna með þessarí nýju gerð, sem 160 sm á hæð, en venjulegur fólksbíll er aðeins 135-140 sm. I hinum nýja Space Wagon verða sem fyrr þijár sætaraðir fyrír sjö manns, sem geta haft rúmt um sig og allir þekkja það úr ferðalögum, að það er kostur að sitja hátt. Það eru samt hvorki meira né minna en 12 uppröðunarmöguleikar á sætunum. Eftir uppiýsingum þýzka bílablaðsins Auto Motor & Sport, verður tveggja lítra, 105 hestafla vél í Space Wagon, en aldrif verði hinsvegar á annarri gerð, Space Runner G.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.