Lesbók Morgunblaðsins - 13.07.1991, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 13.07.1991, Blaðsíða 4
lands, og einkum vestur til Davissunds, milli Grænlands og Baffinslands. Þangað komu Hollendingar 1719 og Englendingar 1725. Hvalfangarar frá nýlendum Breta vestanhafs tóku vaxandi þátt í veiðunum á Davissundi, sem haldið var áfram út 19. öld, en með sífellt minni árangri eftir því sem á stofnana gekk. Amerískir Hvalfangarar Breskir nýlendubúar vestanhafs hófu út- gerð á hval frá höfnum í Nýja-Englandi í lok 17. aldar. Þar kom að þeir, og afkomendur þeirra Bandaríkjamenn, tóku forystuna í hval- veiðum af Englendingum og Hollendingum. Þeir sneru sér snemma að búrhval, eins og síðar vérður vikið að, en hann gaf af sér verðmætari feiti en sléttbakur. Á 19. öld færðu bandarískir hvalfangarar sig í æ ríkara mæli vestur til Kyrrahafs, þar sem voru lítt nýttir stofnar af norðhval (græn- landssléttbak) og fleiri tegundum. Hvalveiðar Bandaríkjamanna sættu nokkr- um búsifjum á 18. og 19. öld. Skal þar fyrst nefndur aðskilnaður þeirra frá Bretum. Fram að frelsisstríðinu (1775-1783) nutu nýlend- .urnar í vestri styrkja til hvalveiða til að halda niðri hvalveiðaaveldi Hollendinga. I þeirra ^stað komu nú verndartollar sem tvöfölduðu verð bandarískra hvalafurða á breskum mark- aði. Þrælastríðið (1861-65) raskaði ýmsu í ríkjasambandinu, meðal annars hvalveiðum, Frá hvalstöð Norðmanna á Sólbakka í Önundarfirði um síðustu aldamót. Ursögu hvalveiða Bandarískir hvalveiðimenn yfirgefa skip sín í hafísnum norður af Alaska 14. september 1871. Yfir 30 skip brotnuðu í spón í ísnum, en ekkert numnljón varð. EftirÖRNÓLF THORLACIUS rá örófí alda hafa menn nýtt sjórekna hvali, haft kjöt og spik til matar, brætt lýsi til ljósmet- is og smíðað úr beinum og skíðum verkfæri, vopn og skartmuni. Snemma hafa sjómenn einn- ig farið að veiða smáhvali, sem þeir hafa trú- lega litið á sem stóra fiska. Á það má benda að Aristóteles flokkaði hvali með fiskum og í Gamla testamentinu er frá því greint að stórfiskur hafi gleypt Jónas þegar hann hugðist komast út úr lögsögu Israels. Hvalnytja og hvalveiða er getið í elstu rituðum heimildum frá Evrópu. í ævisögu dýrlings eins, sem St. Vaast hét, mun getið hvalveiða við strendur Frakklands árið 875. í Jónsbók (um 1281) eru ákvæði um eignar- rétt á hvalreka, og vikið er að hvalnytjum í íslendingásögum. Af Laxdælu má ráða að von um hvalreka hafi dregið landnáms- menn til íslands:, Björn og Helgi [synir Ketils flatnefs] vildu til Islands fara því að þeir þóttust þaðan margt fýsilegt fregnt hafa, sögðu þar land- kosti góða og þurfti ekki fé að kaupa. Köll- uðu vera hvalrétt [=hvalreka] mikinn og laxveiðar en fiskastöð öllum misserum. ' íslendingar ráku hvali á land með grjót- kasti og slátruðu síðan í fjörunni, líkt og Færeyingar veiða enn grindhval. Auk þess virðast hvalir hafa verið skutlaðir allt frá landnámsöld. „Hvalakomur voru þá miklar og skjóta mátti sem vildi," segir í Egils sögu þar sem greint er frá landnámi Skalla- gríms. Þegar Evrópumenn kynntust inúítum í N-Ameríku höfðu þeir lengi veitt stórhveli af húðkeipum með skutlum, sem á var fest taug úr skinni og á enda hennar uppblásinn selsbelgur. Mörgum skutlum var skotið í hvalinn þar til hann örmagnaðist og hægt var að vinna á honum með lagvopni. Talið er að sjómenn við Kyrrahaf - á Aljúteyjum, Kúríleyjum og nyrstu eyjum Japans - hafi snemma drepið hvali með eitruðum spjótum, án línu, og dregið skrokk- ana, sem flutu á sjónum, til lands. Þegar er vikið að grindadrápi Færeyinga. Það er ámóta refsivert þar í landi að hrópa um grindavöðu að ástæðulausu og að gabba slökkviliðið. Hvalveiðar hafa verið stundaðar hér með einum eða öðrum hætti frá landnámsöld, en löngu síðar hófu útlendingar að veiða hvali við ísland og Norðmenn settu hér upp hvalveiðistöðvar. Um aldamótin var mjög farið að ganga á hvalastofnana og þá hófust hvalveiðar á suðurhveli jarðar, þar sem Bretar og Norðmenn voru stórtækir og síðar Sovétmenn. Alþjóða hvalveiðiráðið var stofnað 1946, en nú er eins víst að það leysist upp á næstu árum. UtgerðBaska Baskar veiddu hnúfubak og sléttbak á heimaslóð af opnum bátum frá því á 10. öld. Þeir voru góðir sjómenn og skipasmiðir og urðu fyrstir til að gera út á hval á fjarlæg mið, þegar þeir sigldu frá Biskajaflóa (Baska- flóa) til Nyfundnalands og veiddu þaðan fisk og hval. Áreiðanlegar heimildir eru fyrir þess- ari útgerð frá því snemma á 16. öld; hugsan- legt er að hana megi rekja allt til ársins 1372. Baskar fóru víðar um norðurhöf. Meðal annars komu þeir stundum hingað til lands og leituðu vöruskipta við landsmenn eða stunduðu héðan veiðar. Þeirra er fyrst getið í íslenskum annálum 1613. Fleiri þjóðir veiddu hval hér við land, einkum á 17. öld, en þegar á 18. öldina leið voru miðin nær upp urin af þeim hvölum sem þá stóðu efni til að veiða. Samkvæmt^ ákvæðum einokunarverslunar frá 1602 var íslendingum óheimilt að versla við erlenda hvalveiðimenn. Baskar fóru hér sem víðar stundum með yfirgangi og grip- deildum, og í konungstilskipun árið 1615 var leyft að „taka skip þeirra og leggja þá að velli með hverju móti og á hvern hátt" sem vera skyldi. Það ár fórust þrjú hvalveiðiskip spænskra Baska á Ströndum en mannbjörg varð. Skipbrotsmennirnir voru á hrakhólum. Þeir tóku sér nauðþurftir ófrjálsri hendi og komust margir inn á ísafjarðardjúp. Vestfirð- ingar söfnuðu liði og felldu þá sem til náðist {Spánverjavígin) en aðrir rændu ensku skipi á Dýrafirði og komust undan. Að sögn Jons lærða Guðmundssonar kom- vust 83 lífs á land frá skipbrotinu. Af þeim voru 32 drepnir en 51 komst af. Baskar gátu sér gott orð sem hvalfangar- ar, og árið 1610, þegar Englendingar hófu hvalveiðar á Norður-Ishafi í allríkum mæli, réðu þeir reynda Baska til veiðanna, sem stundaðar voru frá stöðvum á Svalbarða. Sama gerðu Hollendingar, sem veittu Eng- lendingum harða og stundum mannskæða samkeppni í hvalveiðum þar nyrðra og urðu að lokum ofan á. í hvalstöð þeirra, Smeeren- burg (Spikbæ) á Svalbarða, var margt starfs- manna sem bræddu spikið og töppuðu lýsinu á tunnur. Þegar umsvifin voru mest er sagt að Hollendingar hafi gert út 300 skip til hval- veiðá og við útgerðina hafi starfað 18.000 menn. Þar kom að miðin við Svalbarða tæmdust vegna ofveiði og sóknin færðist til Græn- og árið 1871 luktust rúmlega 30 hvalveiði- skip ' inn í hafís á Norður-Ishafi og fórust. Örlagaríkast fyrir atvinnugreinina var þó þegar jarðolía fannst í Pennsylvaníu 1859 og leysti hvallýsi af sem Ijósmeti og smurolíu. Reynt var áð gera út á norðhval frá San Francisco en síðustu hvalskipunum þar var lagt upp úr 1920. Fram að tímum vélskipa voru hvalveiðar stundaðar á árabátum, oftast sexæringum, sem róið var frá móðurskipum. Bátsverjar skutluðu hvalina með línu. Þegar hvalurinn var nægilega þreyttur var hann drepinn með lagvopni. Englendingar þróuðu þá tækni að skutla hvali með línubyssu, sem Bandaríkja- menn notuðu sjaldan, en þeir beittu oft eftir 1860 handbyssum með sprengikúlum við hvalveiðar. KomiðAð Reyðarhvölunum Stóru reyðarhvalirnir, steypireyður, lang- reyður og sandreyður, synda of hratt til þess að hvalirnir verði veiddir úr árabátum. Auk þess sökkva þeir þegar þeir drepast, en skrokkar flestra annarra hvala eru feitari og .fljóta. Norskur selveiðimaður, kominn á eftir ár, Svend Foyn, hóf árið 1863 tilraunir með hval- veiðar með línubyssu sem skaut skutlum með sprengihleðslu. I skutlinum var sprengiefni með tímarofa, svo að sprengjan sprakk eftir að skutullinn var genginn inn í hold hvalsins. Með sprengiskutli má hæfa hval á 25 metra færi. Byssan var of þung til þess að árabátar bæru hana. Foyn kom hvalbyssu fyrir á hval- baknum fremst á hraðskreiðu gufuskipi sem hann lét smíða til að elta reyðarhvali. Loks hafði hann á hvalskipinu búnað til að dæla lofti í hvalina svo að þeir flytu. Samtímamaður Foyns, Thomas Roys frá New York, reyndi aðrar leiðir til að ná reyðar- hvölum. Árið 1863 kom hann til Islands með búnað sem hann hafði hannað. Þáð var skut- ull í línu með sprengihleðslu, knúinn eldflaug. Önnur nýjung var hvalvinda, eins konar talía, sem nota átti til að ná sokknum hval úr sjó. Roys settist að á Seyðisfirði og prófaði þar tól sín. Svend Foyn frétti af tilraunum Roys og gerði sér ferð til íslands 1866 til að kynnast tækninni af eigin raun.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.