Lesbók Morgunblaðsins - 13.07.1991, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 13.07.1991, Blaðsíða 5
HVALVEIÐAR VlÐ ÍSLAND Árið 1865 löskuðust skip Roys í fárviðri og útgerðin lagðist niður. Danir hugðu á veið- ar við ísland með tækni Roys á árunum 1865-70 og Hollendingar prófuðu hana hér 1870-72. Er skemmst frá því að segja að hvorugir höfðu erindi sem erfiði. Aðferð Roys reyndist illa. Skot úr eldflaugabyssunni, sem skyttan lagði yfir öxlina, geiguðu oft, auk þess sem erfitt reyndist að ná hvölum úr sjó af þeim smábátum sem hann notaði. Forustan í hvalveiðum færðist nú í hendur Norðmanna sem settu upp veiðistöðvar víða við norðurhöf, og raunar einnig í suðurhöfum fljótlega eftir síðustu aldamót. Fyrstu hval- stöðvar þeirra utan heimalandsins voru ein- mitt á íslandi, en tvær þeirra voru stofnaðar 1883. Önnur fyrir austan, á Norðfirði, en hin á Vestfjörðum, við Álftafjörð. Um þetta leyti gerðu Norðmenn út á síld frá íslandi, og má ætla að það hafi auðveldað þeim að ráðast hér í hvalveiðar. Á árunum 1883-1915 voru hérlendis marg- ar hvalstöðvar, bæði á Austijörðum og Vest- fjörðum. Flestar voru í eigu Norðmanna. Veiðistöðin á Norðfirði tók aldrei til starfa vegna ágreinings eigandans, Svends Foyns, við yfirvöld. Hann sætti sig til dæmis ekki við að sigla skipum sínum undir dönskum fána. Hvalur var aðeins veiddur frá vestfirsk- um stöðvum til aldamóta, þegar frá er talin útgerð Foyns frá skipi, meðal annars úti fyr- ir Austfjörðum, á árunum 1891-93. Um alda- mót var orðið lítið um hval á Vestíjarðamiðum og útgerðin fluttist að verulegu leyti til Aust- fjarða. Frá hvalstöðvunum streymdi erlent fjár- magn inn í landið. Erlendu félögin greiddu skatta og aðstöðugjöld til ríkis og sveitarfé- laga, íslendingar fengu vinnu við hvalinn og ódýrt eða gefið hvajkjöt var mikil búbót snauðum heimilum. Á móti kom að sumir sjómenn óttuðust að hvalveiðarnar kynnu að trufla göngur fiska, einkum síldar. Mikill sóðaskapur fylgdi verkun hvalsins og bændur óttuðust að fé gæti veikst af því að komast í skemmt hvalkjöt og annan úrgang frá hval- stöðvunum. Þegar á leið fór að ganga á stofna hvalanna við íslandsstrendur, og margir kviðu þvi að ekkert yrði eftir þegar við hefðum sjálf- ir bolmagn til að stunda hér hvalveiðar. Árið 1886 voru veiðar á stórum skíðishvöl- um bannaðar í íslenskri landhelgi frá 1. maí til októberloka. Loks voru allar hvalveiðar við landið bannaðar með lögum árið 1913. Bann- ið tók gildi í ársbyijun 1916 og því var af- létt 1928. Þá var atvinnumálaráðherra veitt heimild til að úthluta hvalveiðileyfum, en ein- ungis til íslendinga sem gerðu út íslensk skip. Árið 1935 var farið að vinna hval við Tálkna- fjörð í samvinnu við Norðmenn, þar sem heimamenn vantaði enn fé og reynslu til að standa einir að útgerðinni. Veiðarnar lögðust af þegar síðari heimsstyijöldin hófst og norski flotinn lagði hald á hvalbátana. Hvalfriðun við ísland tók aðeins til stórra hvala, og einstakir sjómenn hafa veitt hrefnu hér við land síðan 1914, enda þarf mun ein- faldari búnað til að veiða hana og verka en aðra reyðarhvali. LEITAÐÁNÝMIÐ Um aldamótin 1900 voru flestir hvalastofn- ar í norðurhöfum orðnir rýrir vegna ofveiði, og hvalfangarar fóru að leita á fjarlægari mið, nærri Suðurskautslandi. Þar settu ýmsar þjóðir upp veiðistöðvar á eyjum, meðal ann- arra Norðmenn og Hollendingar, auk þess sem gerð voru út gríðarstór verksmiðjuskip með aðstöðu til að fullvinna hval, rannsóknar- stofum, sjúkrarými og eldsneytisbirgðum fyr- ir hvalveiðibátana. Eftir síðari heimsstyijöld urðu Norðmenn og Bretar afkastamestir hvalfangarar í suður- höfum þótt fleiri þjóðir kæmu talvert við sögu. Hvala var leitað úr flugvélum, einkum þyrl- um, eða með bergmálsleitartækjum er senda frá sér úthljóð. Einnig var úthljóði beitt til að hrella hvalina, reka þá á flótta og þreyta þá áður en þeir voru veiddir. Svo var skrokk- urinn blásinn upp til að hann flyti og auð- kenndur, stundum með útvarpssendi eða end- urvarpsbúnaði fyrir ratsjá. Smám saman tóku Sovétmenn og Japanar forustu í hvalveiðum í suðurhöfum og héldu út stórum verksmiðjuskipum eftir að aðrar þjóðir voru hættar hvalveiðum úti fyrir Suður- skautslandi. Hvalspikið, og stundum aðrir hlutar hvals- ins, bein og úrgangskjöt, var hitað upp svo að af því rann fljótandi-fita, hvallýsi. Það var löngum verðmætasta afurð hvalsins. Raunar var algengt fram á þessa öld að spikið eitt væri skorið af hvalnum og hræið síðan skilið eftir. Þetta er löngu liðin tíð. Síðustu áratug- ina hefur hvalurinn verið gernýttur, að mestu til manneldis og kjötið var orðið langverðmæt- ast. Lýsið varð hins vegar æ verðminna. Forðum var lýsi notað til ljósa eins og fyrr segir og síðar einnig til að smyija öxla og vélar og í sápu. Danakonungur fékk árið 1562 éinkaleyfi Hollenskir hvalfangarar í Norður-Ishafi. að veiðarnar beindust að langreyði og að ein- hvetju leyti að sáhdfeyði."Þeg'ár líka fóráð ganga á stofna þeirra í suðurhöfum var röðin komin að minnsta reyðarhvalnum, hrefnu. Hún var raunar talsvert veidd áður, en sókn- in jókst í suðurhöfum þar til tegundin var friðuð, ásamt öðrum hvölum, árið 1986. Líklegt má telja að hrefnu hafi fjölgað í suður- höfum á þessari öld eftir því sem fækkaði öðrum reyðarhvölum, sem keppa við hana um átu. I norðurhöfum var ástandið aldrei eins al- varlegt og á suðurhveli, enda var útgerðin nyrðra mun minni í sniðum alla þessa öld en fyrir sunnan. Her við land hófst hvalveiði eftir stríðið 1948, þegar Hvalur hf. hóf veiðar frá Hval- firði. Af stórum hvölum hefur mest veiðst af langreyði. Norðmenn luku að mestu við steypireyðina hér við land snemma á öldinni, en til Hvalíjarðar bárust samt 162 dýr áður en tegundin var friðuð. Skipuleg veiði á hrefnu frá Barðaströnd hófst 1974. Bandarískt hvalveiðiskip frá 19. öld. Framarlega á skipinu rýkur úr lýsisbræðslu- ofni, en Bandaríkjamenn bæddu lýsið um borð í skipunum, sem fyrir vikið gátu verið þrjú til fjögur ár úti. Baskar voru fyrstir til að bræða lýsi úti á sjó, en bandarískir h valveiðimenn endurbættu til muna tækni þeirra. til verslunar með lýsi á íslandi, sem notað var við að hreinsa brennistein úr Námaskarði tii púðurgerðar. Eftirspurn á hvallýsi, og hákarla-, sela- og þorskalýsi, jókst að mun eftir að götulýsing breiddist út í evrópskum borgum á 18. öld. Árið 1763 sömdu Danir til tuttugu ára um kaup á íslensku lýsi til að lýsa Kaupmanna- höfn, og 1779 hvöttu þeir íslendinga til þess að auka hvalveiðar og hétu verðlaunum fyrir góðan. Jramgang. Hins vegar dró um sinn verulega úr hvalveiðum, ekki síst í N- Ameríku, þegar ódýr jarðolía bauðst í stað lýsis á lampa og sem smurolía á síðari hluta 19. aldar. Brátt kom að því að ný not fundust fyrir hvallýsið. Það var hert í verksmiðjum - því breytt í fasta feiti sem notuð var í smjörlíki, sápu, ilmefni, málningu, sprengiefni, smur- olíu, gólfdúk og fleira. íslendingar og Japanireta hvalspikið, reng- ið . Hér er það súrsað en saltað í Japan. Inni í höfði búrhvals og í minni mæli í öðrum hvölum, svo sem andarnefju, er föst fita, hvalsauki. Hann var fyrrum eftirsóttur, m.a. í kerti. Annað verðmætt fituefni í búr- hval, líkast til sjúklegur saur, er hvalambur, sem ilmar sætt og var notað í sápur og ilmefni. Besta hvalkjötið fer til manneldis, ýmist fryst, soðið niður eða úr því unninn kjötkraft- ur. Lakara kjöt nýttist sem skepnufóður eða brætt var úr því lýsi sem fyrr segir. Hvalkjötið og lýsið er viðkvæmt og skemm- ist — þránar — ef meðferðin er ekki rétt. Þess vegna voru í hvalstöðvum, jafnt í verk- smiðjum og í landi, efnarannsóknastofur þar sem fylgst var reglubundið með ástandi afurð- anna. Búrhvalstennur voru notaðar í ýmsa smíðis- gripi líkt og fílabein. Úr skíðum skíðishvala voru forðum skornir fjaðrandi strengir sem notaðir voru í krínólínur, lífstykki, regnhlífar o.fl. Nú eru skíðin verðlaus. Hvalshúð nýtist ekki til iðnaðar. Þó má súta skinnið á getnaðarlim stórhvala og er sagt að hvalveiðistjórar hafi látið sauma á sig vesti eða yfirhöfn úr þessu leðri. í margar aldir hafa hvalfangarar stundað taumlausa ofveiði. Framan af, meðan veitt var úr árabátum, náðust aðeins hægfara hval- ir, eins og hnúfubakur, sléttbakur, norðhval- ur, sandlægja (gráhvalur) og búrhvalur. Ilnúfubakur, hægsyndur skíðishvalur sem heldur sig nærri ströndum, var auðveld bráð, enda fækkaði honum ört, en var veiddur fram á þessa öld. Hann var alfriðaður 1966, nema hvað frumbyggjum hefur verið leyft að veiða nokkur dýr með hefðbundnum aðferðum. Sandlægja, annar skíðishvalur er einnig auðveiddur strandhvalur. Hún er horfin úr Atlantshafi fyrir mörgum öldum og lifir síðan eingöngu í Kyrrahafi, þar sem henni var nær útrýmt á þriðja áratug þessarar aldar. Sand- lægja er nú alfriðuð og stofninn virðist hafa náð fyrri stærð. Sléttbakur og norðhvalur (eða íslandsslétt- bakur og grænlandssléttbakur) voru fyrr á öldum mikið veiddir vegna spiks og skíða. Báðir þessir hvalir eru nú afar fáséðir og alfriðaðir síðan 1946. Inúítar fá þó enn að veiða nokkur dýr. Eftir því sem sléttbak og norðhval fækkað beindu hvalveiðimenn á norðurslóð spjótum sínum meir að búrhval. Ólíkt þeim hvölum sem fyrr eru nefndir er hann tannhvalur, hinn stærsti í heimi. Bandaríkjamenn stunduðu umfangsmiklar búrhvalaveiðar frá 1750 í ein 100 ár, en óvíst er að stofnarnir hafi rýrnað að ráði. Svo dró úr búrhvalaveiðum á síðari hluta 19. aldar, e.t.v. af því að atorka hval- fangara beindist í vaxandi mæli að reyðar- hvölunum. Þegar minna varð um þá, upp úr 1930, sneru menn sér aftur að búrhvalnum, sem um skeið var veiddur af verksmiðjuskip- um, einkum í N-Kyrrahafi. Frá 1963 til 1976 fór ársveiðin aðeins einu sinni niður fyrir 20.000 dýr. Svo voru veiðikvótar skornir nið- ur og úhafsveiðar af móðurskipum bannaðar. Tegundin var friðuð í N-Atlantshafi 1982. Búrhvalur er langalgengastur af stórhvelum. Fjöldinn skiptir hundraðum þúsunda. Með sprengiskutli, hraðskreiðum vélskipum og loftdælum Foyns var loks hægt að ná til reyðarhvalanna, sem urðu þá verðmætasta bráð hvalfangaranna. Stærstu steypireyðar verða yfir 30 metra langar og eru stærstu dýr sem nokkru sinni hafa lifað á jörðinni. Þær voru eftirsóttastar allra hvala, enda gekk mjög á stofn þeirra á þessari öld. Samkvæmt skýrslum hafa um 350.000 steypireyðar veiðst síðan um alda- mót, langflestar í suðurhöfum. Hámarki náðu veiðarnar á steypireyði, langreyði og hnúfu- bak á vertíðinni 1930-31 (um sumarið þar syðra, frá desember fram í mars). Þá náðust í höfunum umhverfis Suðurskautsland 29.410 steypireyðar, 10.017 langreyðar og 576 hnúfubakar og eitthvað í öðrum höfum, þar á meðal 239 steypireyðar. í síðari heimsstyijöld fengu hvalirnir að mestu grið, en eftir stríðið hófst sóknin aft- ur. Veiðarnar náðu hámarki á vertíðinni 1961-62, þegar samanlagður aflinn í öllum heimhöfum var skráður 65.966 stórhveli - steypireyður, langreyður, sandreyður, hnúfu- bakur og búrhvalur. Síðan hefur sigið æ meir á ógæfuhlið. Steypireyður var orðin afar torséð þegar loks náðist samkomulag um al- gerá friðun á tegundinni 1966. Um miðja öldina var steypireyður orðin svo sjaldgæf Eftirlit Með Hvalveiðum Alþjóðlegt eftirlit með hvalveiðum var fyrst rætt á fundi Þjóðarbandalagsins 1927. Árið 1935 náðist samkomulag innan þess með helstu hvalveiðiþjóðum heims um veralega takmörkun á veiðum á sléttbak og norðhval, sem tók gildi 1937, ásamt hömlum á veiðum ákveðinna hvala annarra. Sem fyrr segir hafa sléttbakstegundirnar tvær verið alfriðaðar síðan 1946. 1946 var stofnað Alþjóðahvalveiðiráðið, sem ætlað var að standa að rannsóknum á hvalastofnum og vinna gegn ofveiði. Framan af var ráðið máttvana þar sem ekki tókst að fá hvalveiðiþjóðir til þess að samþykkja raun- hæfan samdrátt á hvalveiðum. Kvótar vegna veiðanna voru ár eftir ár svo háir að ekki tókst að veiða upp í þá þannig að hvalirnir voru í reynd ófriðaðir. Við það bættist að kvótum var ekki úthlutað til veiða á einstök- um tegundum, hejdur í „steypireyðaeining- um“. Fyrir hveija einingu mátti veiða eina steypireyði, tvær langreyðar, tvo og hálfan hnúfubak eða sex sandreyðar. Við slíkar að- stæður var mestur hagnaður af að veiða stærstu hvalina, og hvalfangarar, sem einkum voru á eftir langreyði, veiddu fegnir þær fáu steypireyðar sem þeir rákust á. Bandaríkjaþing setti árið 1972 lög til verndar sjávarspendýrum, þar sem öll hval- veiði í atvinnuskyni og verslun með hvalafurð- ir var bönnuð í lögsögu Bandaríkjanna. Tals- vert af höfrungum drepst samt í netum sem lögð era fyrir físk, einkum túnfisk í Kyrra- hafi. í kjölfar friðunarlaganna komu ákvæði um breytta tækni og tæki við þessar veiðar, og veralega dregið úr höfrungadrápi í tengsl- um við þær.2 Smám saman óx Hvalveiðiráðinu fískur um hrygg og hvalirnir voru friðaðir hver af öðrum þar til allar veiðar í atvinnuskyni vora bannað- ar 1986. Aðeins vora leyfðar takmarkaðar veiðar frumbyggja með hefðbundnum aðferð- um, og íslendingar og Japanar fengu um sinn að veiða tiltekinn fjölda af hrefnu í vísinda- skyni til að fylgjsat með ástandi stofnanna. Nú er svo komið að friðunarsinnar hafa töglin og hagldimar innan Hvalveiðiráðsins. Margir telja að ekki þurfi að búast við því að ráðið muni nokkurn tíma, eða að minnsta kosti ekki í náinni framtíð, leyfa hvalveiðar sem atvinnu. Andstæðingar hvalveiða benda á svarta sögu veiðanna, sem hér hefur verið getið, og höfða einnig til tilfinninga, halda því fram að við veiðarnar sé beitt ómannúðleg- um aðferðum, auk þess sem hvalir séu þrosk- aðar vitsmunaverur, sem mjög er raunar dreg- ið í efa. Sumir spá því að Alþjóðahvalveiðráð- ið muni leysast upp á næstu árum. Heimildir Chatterton E. Keeble: Whalers and Whaling. The Story of the Whaling Ships up to the Present Day. T. Fisher Unwin Ltd. London 1925. Encyclopædia Britannica. Fairley, James: Irish Whales and Whaling. Black- staff Press, Belfast 1981. Jóhann Sigurjónsson: Hvalir og hvalveiðar á Aust- fjörðum. Sjómannadagsblað Neskaupstaðar 1991. Jón Guðmundsson: Spánverjavígin 1615. íslensk rit síðari alda IV. Jónas Kristjánsson sá um útgáf- una. Kaupmannahöfn 1950. Nowak, Ronald M., & John L. Paradiso: Walker’s Mammals of the World. 4th Edition. The Johns Hopklns University Press, Baltimore and London 1983. Slijper, E. J.: Whales. Hutchinson, London 1962. Trausti Einarsson: Hvalveiðar við ísland 1600- 1939. Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Reykjavík 1987. Undraveröld dýranna, 12. Spendýr. íslenskir höf- undar Óskar Ingimarsson og Þorsteinn Thorar- ensen. Fjölvi/Veröld, Reykjavík 1988. Jóhann Sigurjónsson sjávarlíffræðingur las grein- ina yfir í handriti og færði ýmislegt til betri vegar. 1 Skipin voru 34 samkvæmt Encyclopædia Britannica. Chatterton, sem lýsir afdrifum skipanna allnákvæm- lega, telur þau hafa verið 32. 2Árið 1972 var áætlað að 368.600 höfrungar hefðu drepist eða særst illa í netum bandarískra fiskimanna og 55.078 við veiðar annarra þjóða. 1979 voru þessar tölur komnar niður i 17.938 og 6.837. Höfundur er liffræðingur og rektor Menntaskól- ans við Hamrahlíð. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13. JÚLÍ 1991 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.