Lesbók Morgunblaðsins - 02.11.1991, Blaðsíða 11
PR-sinnar ná ekki að sameinast og taka
saman höndum, hvað þá tengjast tryggðar-
böndum. Til að sýna fram á þessar skipting-
ar innan herliðs pólitísks rétttrúnaðar, sem
splundrast hefur í ótalmörg aðskilin baráttu-
mál, nægir að vitna til allra félagasamtak-
anna er starfa við Columbia-háskólann á
vegum nemendanna (allt skammstafað að
sjálfsögðu): BCAWC (Bandalag Columbia-
nema gegn stríði), NYSIPAC (Stúdentar í
New York er styðja málefni Isarelsríkis),
SMASH (Nemendur sameinaðir á móti
Saddam Hussein), JDO (Félag til varnar
Gyðingum), BCM (Samtök fyrir bættum
skilningi á blökkumönnum) og svo má áfram
telja. Hve'r hópur er skýrt afmarkaður og
hafa flestir góð og gild áform að leiðar-
við trúnni var tekið af lýði ... Gissur og
Geir, Gunnar, Héðinn og Njáll.” Þar voru
líka margar ágætar og merkar konur, þrátt
fyrir að sagnritarar fyrri tíðar hafi oft kos-
ið að líta fram hjá þeim. Pólitískur rétttrún-
aður undir forsæti femínismans hefur opnað
okkur nýjan skilningi á sögunni, kennt okk-
ur að skyggnast á bak við orð og myndir
og lesa á milli línanna, sýnt hvernig valda-
strúktúrar eru mótaðir, réttlættir og við-
haldið, og fléttað saman hinum mismunandi
háskólagreinum. Hér er ekki einvörðungu
um nýjasta tískufarald hugspekinganna að
ræða; slík eru rökin að hefðbundnar kenn-
ingar og fræðimennska hafa verið teknar
til gagngerrar endurskoðunar með þeim
hætti að ekki verður aftur til baka snúið.
Taka skal einnig fram að „pólitískur rétt-
trúnaður” er slagorð sem íhaldsöfl hér í
landi hafa miskunnarlaust brugðið fyrir sig
til að forðast að takast á við jafn viðkvæm
málefni og jafnrétti kynjanna og hlutskipti
minnihlutahópa. Þannig talaði George Bush
um nýja tegund af McCarthyisma á útskrift-
arhátíð í Michigan-háskólanum siðastliðið
sumar og beitti þessu vígorði fyrir sig er
hann réðst harkalega að „málhreinsunarað-
gerðum” og því harmakveini að blökku-
menn, Suður-Ameríkanar og Asíubúar
hefðu hlutfallslega allt of fáa fulltrúa í lykil-
stöðum í samanburði við hinn engilsaxneska
kynstofn. Kannski vegna þessara athuga-
semda skipaði Bush, aðallega upp á sýndar-
mennsku segja sumir, blökkumanninn Clar-
ence Thomas í embætti hæstaréttardómara
fyrir nokkrum mánuðum, en sá þykir með
eindæmum afturhaldssamur og að mati
kynsystra hans er hann næstum einróma
talinn hafa svikið hinn svarta málstað. Með
þessu móti hafa Bush og hans skoðanabræð-
ur vegið ódrengilega að flóknu málefni og
snúið vopninu við í höndum PR-sinna, sem
þykir að vonum sárt að láta bendla sig við
heilaþvott og andlegar þumalskrúfuaðferðir.
Hafa sum „fórnarlömbin” reynt að snúa
vörn í sókn og strunsa nú um borg og bý
með risastór barmmerki þar sem á eru letr-
uð bannorð er einungis hinir iilvígu geta
leyft sér að taka í munn: „Ég er hommatitt-
ur með mikla reisn.” „Varúð á vegum! Fer-
leg gribba á ferðinni” og „Niggarar lengi
lifi.”
Akademísk Síberíuútlegð
„Hvað er orðið um okkar starf í” ca
10—15 sumur? „Höfum við gengið til góðs
götuna fram eftir vegi?” Hefur pólitískur
rétttrúnaður skilað okkur bættri veröld? Það
er engum blöðum um það að fletta, að fylgis-
mönnum þessarar umbótastefnu hefur tek-
ist að svipta hulunni af valdaójafnvæginu
og öllum fordómunum sem því hefur verið
fylgjandi, á sama tíma og þeir hafa grafið
stíft undan hefðbundnum máttarstólpum
vestrænnar menningar. Spurningin er hins
vegar, er þetta bara „í kjaftinum” á mönn-
um, einhvers konar „ný-sófakommúnismi”?
Er nóg að tala á tungumáli hinna strangtrú-
uðu til að verða hólpinn, til að fá aðild að
þúsundáraríki hinnar pólitísku alsælu — til
að redda heiminum?
Þeir sem hafa vogað sér að hreyfa and-
mælum við þessum göfuga málstað (vitan-
lega aðallega hvítir karlmenn eins og ég sem
finnst að þeir eigi að einhverju leyti í vök
að veijast) telja að þar megi kenna ískyggi-
legan tvískinnung: PR-sinnar eru andvígir
hlutdrægni, mismunun, múgsefnun, þving-
unum, valdagræðgi og þeirri tilhneigingu
til yfirdrottnunar sem fínna má í núverandi
kerfi, en beita síðan nánast sömu aðferðum
við að koma sjónarmiðum sínum á fram-
færi og knýja fram þjóðfélagsbreytingar.
Postular hins pólitíska rétttrúnaðar virðast
ætla að falla í sömu gryfju og svo margir
boðberar háleitra hugsjóna á undan þeim
og sýnist hreyfingin lítið annað en afbrigði
af því úrkynjaða og forspillta kerfi sem
ennþá er við lýði þegar öllu er á botninn
hvolft, ekki rótttækt og endanlegt uppgjör.
Fáir þora að viðurkenna hlutdeild sína í
þessum „trúarsöfnuði”, síst af öllu höfuðpáf-
arnir, vegna þess að það brýtur í bága við
stefnuna að leyfilegt sé að þrengja skoðun-
um upp á aðra: mönnum er ekki meinað
að hafa sínar persónulegu sannfæringar,
þó öðru máli gegni um hvort leyfilegt sé
að tjá þær. Pólitískur rétttrúnaður nærist á
„ósýnilegum röddum” „ósýnilegri stefnu-
skrá” og „ósýnilegum áróðursbrögðum.
Flokkur PR-sinna hefur heldur enga meðlimi
né opinbera fulltrúa á þingi, og samt er
þeta öflugasta og kreddufastasti „stjórnmál-
aflokkurinn” í flestum hinna stærri háskóla
landsins. Þetta er eins og að vera skráður
í stjórnmálahreyfingu án þess að hafa feng-
ið tækifæri til að kynna sér stefnuskrána:
strax og nemendur setjast á skólabekk fá
þeir í hendurnar hið „ósýnilega flokksskír-
teini”. Það er líka eins gott að menn fari
eftir hinum óskráðu reglum vilji þeir ekki
gera sér lífið leitt og eiga það á hættu að
lenda í einhvers konar akademískri Síberíuú-
legð.
Bcawc, Nysipac Og Smash
En látum liggja á milli hluta þó fórna
verði nokkrum þverhausum í nafni þessarar
öfugsnúnu jafnréttisstefnu ef það leiðir til
sáluhjálpar fyrir heildina. Undir hatti hins
pólitíska rétttrúnaðar leynist margur mál-
staðurinn eins og áður er getið. Gallinn er
bara sá að hver hreyfing fyrir sig hefur svo
sérhæfð markmið á stefnuskrá sinni að
ljósi, en þegar litið er á alla sundrungina
innan hreyfingarinnar í stærra samhengi
er kannski ekki að furða að pólitískur rétt-
trúnaður hafi komið litlu til leiðar út í hinum
stóra heimi. Það væri ekki fjarri lagi að líkja
þessum skorti á sameiningu við herskara
af maurum sem eru að reyna að rembast
við að flytja epli úr stað, hver í sína áttina.
Bifast eplið eða rifnar bara hýðið af í átök-
unum um hvert skuli koma því?
Niðurstaðan virðist vera sú að hreyfingin
hafi tapað fyrir sjálfri sér. Siðapredikurum
pólitísks rétttrúnaðar hefur tekist að sund-
urgreina samfélagið með nýjum hætti,
hrekja fordóma og kreddur og svipta dýrðar-
ljómanum af gömlum hetjum, en á sama
tíma gjörsamlega mistekist að reisa betra
og umburðarlyndara kerfi á rústunum. Fyr-
irbærið þrífst á mótmælum og pólitísku
fjaðrafoki, kenningum og gagnkenningum,
fremur en samruna skapandi afla, og hefur
þess vegna einungis megnað að ýta undir
neikvæðni, niðurrifsstarfsemi og samfélags-
legan uppblástur. Það að hólfa mannfólk í
„blökkumenn”, „gyðinga”, „homma” og
þess háttar er í sjálfu sér nógu slæmt, þó
ekki sé verið að bijóta þessa minnihlutahópi
og þjóðarbrot niður í enn smærri einingar,
undir-grúppur og undir-undir-grúppur. I
stað þess að reyna að jafna ágreininginn
hefur hreyfingin þvert á móti kastað olíu á
eldinn og aukið meira á ósættið: Samkyn-
hneigðir eru nú m.a. flokkaðir til klæðskipt-
inga, sadómasókista eða bisexúala þrátt
fýrir helreið alnæmisveirunnar, sem sumir
héldu að myndi leiða til fullkominnar sam
stöðu á meðal þessa fólks; margir kvenna-
sérfræðingar vilja aðskilja rannsóknir sínar
frá öllu sem í karllegg má rekja og ætla
konum sérstakan bás í bæði listum og bók
menntum, og „bandaríkjamenn af afrísku
bergi brotnir” sem og íbúar annarra heim-
sálfa eru búnir að fá sig fullsadda af því
að þurfa eilíft að læra um evrópska sögu
og krefjast þess að fá að snúa sér í auknum
mæli að sinni eigin þjóðmenningu.
Blanda Ekki Saman Geði
Árið 1980 tilheyrðu aðeins 13 prósent
nemandanna í Stanfordháskólanum í Kali-
forníu minnihlutahópum, en nú er sú tala
risin upp í 37 prósent. Og Berkeley-háskol-
inn, sem var næstum „alhvítur” á hippatím-
anum, er orðinn svo fjölbreyttur að þar
skipar enginn einn kynþáttur lengur meiri-
hluta. Þetta er vitaskuld til mikilla bóta,
)ví hvar er eiginlega hægt að taka fyrsta
skrefið til aukins jafnréttis og stofna til
jákvæðs skilnings á siðum og menningum
hinna ólíku þjóða ef það er ekkki innan
skólaveggjanna? Raunin hefur hins vegar
verið önnur. Fjöldi kínverskra, indverskra,
svartra og suður-amerískra stúdenta er orð-
inn það mikill að þeir eru farnir að geta
stundað nám sitt án þess að þurfa nokkurn
tíma að blanda geði við aðra kynþætti. Hin-
ir ólíku þjóðflokkar hafa sterka tilhneigingu
til að rotta sig saman: Þeir hafa oftast sér-
álmur til afnota á stúdentagörðum, borða á
tilteknum svæðum í mötuneytunum, eru
meðlimir í lokuðum þjóðernisklúbbum og í
Vassar-háskólanum halda blökkumenn
meira að segja sínar eigin útskriftarhátíðir.
Nemendur af germönskum og engilsaxnesk-
um uppruna segja að þeir megi vart drepa
á sína eigin menningarsögu án þess að þeim
sé látið líða eins og kúgurum og þrælapynt-
urum af verstu sort, á meðan aðrir og þá
einkum þeldökkir hafa það á tilfinningunni
að litið sé niður á þá vegna þess að þeir
komust inn í skólann vegna nýja kvótakerf-
isins, en ekki fyrir eigin verðleika.
Stanford-háskólinn hefur reynt að sporna
við þessari uggvænlegu þróun með því að
leysa upp hina mismunandi þjóðarkjarna á
stúdentagörðunum og má ekkert hús núna
hafa ákveðinn kynþátt í meirihluta. Miklar
vonir eru bundnar við þessar breytingar og
hafa margir skólar hugsað sér að taka Stan-
ford sér til fyrirmyndar. En þrátt fyrir að
PR-sinnar hafi unnið einn og einn sigur
innan landamæra háskólans og gjörsamlega
umturnað hinum húmanísku fræðigi'einum,
bókmenntum og listum, sést varla högg á
vatni í þessum efnum úti í þjóðfélaginu
nema í formi augnajátningar. I dag gegna
fleiri konur og blökkumenn prófessorsstöð-
um en nokkur tíma áður hefur þekkst og
fleiri kynþættir fá notið æðri menntunar en
sá hvíti, þökk sé pólitískum rétttrúnaði. Það
breytir samt ekki þeirri staðreynd að feit-
ustu brauðin í þjóðfélaginu halda jafnt sem
áður áfram að falla í hendurnar á hvítum
karlmönnum. Hinir mega láta sér lynda að
vera settir skör lægra innan fyrirtækjanna
bæði hvað virðingarsess og tekjur varðar,
og þýðir þá oftast lítið að flagga framan í
atvinnurekendur „verðlausum” prófskírtein-
um.
PÓST-BÓHEMÍSK ÚTJAÐAR-
MENNSKA
Sú pólitíska aðgerðarstefna er átti svo
miklu fylgi að fagna á sjöunda áratugnum,
þegar menn fóru í kröfugöngur til að mót-
mæla öllu á milli himins og jarðar, tilheyrir
liðinni tíð. PR-sinnar hafa að mestu leyti
gefist upp á að andmæla atburðum utan
háskólalóðariijnar og einbeita sér þess í stað
að því að setja út á „óæskilegar” skoðanir
sinna eigin þegna: þeir mótmæla ekki stríði,
heldur nemendum sem eru meðfylgjandi
stríði. Vegna hins háskólalærða tæknimáls
er liggur til grundvallar stefnunni og þeirr-
ar neikvæðni sem einkennir hana er ólíklegt
að pólitískur rétttrúnaður komi til með að
ná almennri útbreiðslu, enda leggur hann
stund á einhvers konar póst-bóhemíska út-
jaðarsmennsku þar sem áhangendurnir
skiptast á að segja já og nei í öfugu hlut-
falli við viðteknar skoðanir.
PR-sinnar hafa beitt sér fyrir afnámi
hverskyns fordóma án þess að virðast gera
sér grein fyrir að ranglætið í heiminum á
sér yfirleitt hreinar efnahagslegar forsendur
(samkynhneigðir undanskildir), sem ekki
verður leyst með því að endurskrifa einfald-
lega orðabækur og setja mönnum málhöft.
Þrælahald þróaðist til að mynda ekki frá
kynþáttahatri, heldur kynþáttahatur frá
þrælahaldi. Við fáum engu um breytt hver
við erum, eða öllu frekar hvað við erum,
með því að breyta um orðaforða. Við fáum
aftur á móti eitthvað gert í því hvernig
okkur semur saman í fallvöltum heimi. Það
kann að hljóma hjákátlega að vísa til sam-
eignarhugsjónarinnar í þessu samhengi, en
vinstrimenn hafa löngum verið meðvitaðir
um nauðsyn þess að hefja málstað sinn yfir
alla kynþætti og þjóðerni og leggja áherslu
á hagfræðileg sjónarmið þess í stað. En við
vitum jú öll hvernig fór fyrir kommúnisman-
um. Eða hvað sagði ekki aftur þjóðskáldið:
”Það er svo bágt að standa í stað/ og mönn-
unum munar/ annaðhvort aftur á bak/ elleg-
ar nokkuð á leið.”
Höfundur er listfræðingur og starfar í New York
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 2. NÓVEMBER 1991 11