Lesbók Morgunblaðsins - 09.11.1991, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 09.11.1991, Blaðsíða 4
Jing og chou. Chou þekkist alltaf á því að hann er málaður með hvítu í kringum munn og augu. Hér er hann að spaugast með eina fasanfjöður í húfu sinni, en „hershöfðingjar" hafa oft tvær slíkar í sínum höfuðbúnaði. Jing er með svart skegg og þá vita áhorfendur að um mann á besta aldri er að ræða. Hefði hann verið meðgrátt skegg, værí hann eldri maður en gamall ef skeggið væri hvítt. Tveggja alda hefð Peking-óperunnar inn mikill, litafegurð og leikni stórkostleg og geta listamannanna meiri háttar. Ekki eru allir „útlendingar" hrifnir af Peking-óperunni, en það er ég í ríkum mæli. Ég sá Peking-óperu í fyrsta sinn í Vínarborg 1959 og heillaðist strax. Ekki höfðu hin stórkostlegu akróbatikatriði síst áhrif á mig. Ég hef alltaf ánægju af Peking- óperu, hvort sem ég sé hana hérna megin á hnettinum, í stórborgum Kína eða úti á landi þar, eins og í Lanzou sem er í Norð- vestur-Kína í Gansu-héraði, en þar dvaldist ég í tvær vikur í apríl sl. Lanzou er borg við Gula fljótið og sjálft „óperuhúsið" er á árbakka þess. Húsið er reyndar birgðageymsla og tollhús, þó að götuhæð þess sé notuð til óperusýninga. Því miður vantar þar aðra lengri hliðina, þá sem snýr út að fljótinu. Sjálfsagt er það til þæginda þegar bátar og skip leggja að til að ferma og afferma, en fyrir starfsfólk og gesti sýninganna er þetta vægast sagt óþægilegt. Vissulega hangir hvítt, bætt og endurbætt, plast fyrir allri hliðinni sem heldur úti rigningu að mestu leyti, en inni í „sal" var jafnkalt og úti, eða um 5 gráður á celcíus í apríl. Hávaðinn frá bátaumferð- inni við árbakkann truflaði þó ekki sýning- ar því ennþá meiri „hávaði" var innandyra! Dag eftir dag fór ég á óperuna, og alltaf sá ég nýjar sýningar, þó stundum sæi ég sömu búningana notaða í mismun- andi hlutverkum. Ég gat ekki komist að því hvað margar uppsetningar voru í gangi hjá flokknum því ég tala ekki kínversku og gat því ekki talað við neinn þarna. Enginn listamannanna skildi heldur ensku. Listafólkið við Lanzou-óperuna er sann- kallað atvinnufólk, kunnátta þess og túlkun hlutverka er síst verri en í almennum óperu- húsum stórborga, þó að vinnuskilyrði séu af lakari endanum. Sýningarnar eru vinsæl- ar, ég var farin að kannast við marga sýn- ingargesti sem komu oft. Fyrir lítinn að- gangseyri naut ég sýninganna, drakk te þindarlaust, „spjallaði" við aðra sýningar- gesti (á táknmáli) og hafði það gott í þá rúma þrjá tíma sem sýningin stóð. Höfundur er danshöfundur. eking-óperan er 201 árs á þessu ári. Það var í sambandi við áttræðisafmæli Chien-Lung, keis- ara í Kína, árið 1790, sem þetta sérkennilega leikmenntafyrirbæri leit fyrst dagins ljós. Óperu-leikflokkur frá héraðinu Anhui hafði Þann 2. nóvember næstkomandi verður frumsýnt á stóra sviði Þjóðleikhússins leikritið M. Butterfly eftir David Henry Hwang. Það gerist að mestum hluta í Kína. f leiksýningunni koma fyrir Peking-óperuatriði, sem greinarhöfundurinn hefur samið fyrir leiksýninguna ásamt ^ nokkrum dörísum og sett upp. í því atriði er einn leikari og tveir dansarar. Af þessu tilefni hefur Unnur tekið saman nokkur atriði um Peking-óperu, sem hún hefur sjálf kynnt sér í Kína. Eftir UNNI GUÐJÓNSDÓTTUR komið til Beijing (Peking) til þess að skemmta keisaranum og öðrum í tilefni afmælisins og segja má með sanni að flokkurinn sló í gegn svo um munaði. Það sem Anhui-flokkurinn gerði var að sameina þætti ýmissa leikhefða frá ýmsum tímum og flokkum. Alveg frá því fyrir okk- ar tímatal höfðu hópar manna leikið, sung- ið, dansað og iðkað akróbatik en þó ekki allt í sömu sýningu eins og nú gerðist. Anhui-flokkurinn myndaði þannig nýjan sýningastíl sem breiddist óðfluga út um Miðríkið, hann varð geysivinsæll og er það enn þann dag í dag. Þó að margar borgir í landinu hafi sína eigin óperuflokka, með vissum staðarein- kennum, er þó alltaf talað um Peking-óperu þegar átt er við þessa tegund leiksýninga. Peking-ópera er mjög frábrugðin vest- rænni óperu. Hljómlistin er af allt öðrum toga spunnin en sú hljómlist sem okkar vestrænu eyru eru vön að hlýða á. Mörg þeirra hljóðfæra sem notuð eru, eru líka öðruvísi en okkar þó að bæði sé um ásláttar- hljóðfæri og strengjahljóðfæri að ræða. Söngurinn líkist ekki ögn því sem fólk á vesturhveli jarðar meinar með óperusöng, ró'ddin er pressuð, gjallandi og „öðruvísi". Allt talað og sungið mál á sviðinu er á kín- versku, en fyrir áhorfendur og áheyrendur er samt texta ljósvarpað á veggina sitt hvoru megin við sviðið, því fáir skilja það gamla mál sem farið er með á svo sér- stakan hátt. Hreyfmgar listamannanna eru mjög stíl- færðar; sterkt máluð andlit gefa í skyn um hverskonar manngerðir er um að ræða og það gerir einnig litur búninga, sem allir eru úr ekta silki, hvort sem um hefðarfólk eða þorpara er að ræða. Söguþráðurinn er yfírleitt einfaldur, óperan fjailar um löngu liðna atburði, hetju- frásagnir, . yfirnáttúruleg fyrirbæri og draugasögur eru vinsælt efni og einnig koma oft fyrir réttarhöld þar sem „vondu mennirnir" eru dæmdir til hinna verstu refsinga. Það er létt yfír sýningunum, hrað- -¦.. jL \ -. >¦<• 'Æ / l 4» ~X^*& * kdlLmmí XySM^-^ l * -\. S\! ^m -.'¦'• 7í_ J m '- í- ^att mUf'' J wm I „'¦¦ i. "% f Wjj ' íJt- •• <mwrm VLJ&&. y-JJmÐ mm Þm FWWm ' ¦ ¦ ¦ ' 1 ¦MHHB ! m ¦ Sheng tilbúinn að fara inn á svið en búningsherbergið var á bak við segldúk hægra megin við sviðið. Allir listamennirnir eru farðaðir á áberandi hátt, jafnt karlmenn sem konur. Þessar hvítu löngu ermar eru vanalegar og hreyfingar handanna fínlegar þegar verið er að hrísta þær fram úr þeim. Takið eftir belt- inu, sem er gjörð, henni er tyllt í búninginn að aftanverðu. Þykkir sólar sem eru á skóm Ieikarans í bakgrunni eru einkennandi fyrír síðasta keisaratímabilið (Ching 1644—1911), en búningar Peking-óperunnar eru gerðir með hliðsjón af klæðnaði keisarahirðanna í gegnum tíðina.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.