Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1992, Page 5

Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1992, Page 5
Kristján J. Gunnarsson Úr hestagirð- ingu - því miður er ástandið í þeim víða þessu tíkt; gróðurinn nagaður niður í rót og jarðvegs- rofið byrjað. Sú mórauða leit ekki upp þó Ijósmyndarinn væri kominn fast uppað henni. í baksýn er Hvítárnesið og skriðjökutíinn og Leggjarbrjótur. í fastasvefni, flestir kannski nýlega sofnað- ir. Popphávaðinn þagnaður og allt þögult nema niðurinn frá ánni, sem rennur fram úr þröngu gili. Þar fyrir innan er Laxárdal- ur, afskekt byggð, en nú eru bæirnir þar komnir í eyði. Þar bjó um tíma Sveinn frá Elivogum, snjall hagyrðingur og frægur fyr- ir níðvísur, en átti til að yrkja eftirminnilega um margt annað, mannlegan breyzkleika til dæmis, svo sem fram kemur í þessari fleygu vísu: Ef a f manni ber ég blak brosir enginn kjaftur. En ef í grannans bít ég bak, í bollann fæ ég aftur. Sólskin og sumarfegurð í hámarki vestur undir Geitaskarð. Þá kom blýgrá þokan inn af Húnaflóanum og lagði undir sig dýrðina. III Nimes - Suður-Frakklandi. Það er des- ember og hefðbundinn jólasvipur á öllu. Nema rómverska leikvanginum, sem enn stendur með prýði, risastór. Engir leikir framar þar sem skylmingaþrælar beijast eða annað álíka. Kannski hefur veröldin batnað. Nú er hér bílasýning. Og þeir hafa gert þak yfir leikvanginn með miklum verkfræð- ikúnstum. Hér eru blaðamenn sem eiga að aka nýjum bílum austur með Ríveríunni, þar sem ævinlega á að vera sól og sumstaðar jafnvel pálmatré. Ekki kannski sólarbreizkja eins og í myndum eftir van Gogh, sem bjó hér síðasta spölinn. Þá bregður svo við, að það er bara snjó- mugga. Hitinn alveg við frostmarkið 'og við spyijum: Hversvegna erum við hér, „hafrek- ið sprek á annarlegri strönd", þegar allt er autt og þýtt norður á ísa köldu landi? Því trúir vitaskuld ekki nokkur maður hér. Við ökum út í mugguna og krapið, sem gengur í risavöxnum skvettum undan vöru- flutningabílum með aftanívagna á meira en 100 km hraða. Við eigum að hafa samflot með 20 eða 30 öðrum bílum, en smám sam- an eru þeir allir horfnir. Engin kennileyti sjást, aðeins ókunnugleg bæjanöfn á skiltum. Snjómuggan þéttist. Og snjórinn vex. Krap- austurinn á hraðbrautinni verður sífellt mik- ilfenglegri. Þegar ég sé skilti sem vísa á Lyon inni í miðju landi, verður mér ljóst, að við erum villtir. En það er ekki hægt að snúa við á þessari hraðbraut. Ekki fyrr en búið er að aka langtímum saman í þveröf- uga átt við áfangastaðinn. Gott að aka heilum vagni heim að róm- verska leikvanginum í Nimes undir kvöld. Svona gat þá Riverían verið, þetta sólgyllta land. IV Á Haukadalsheiði í júlí. Bílalestin - eða öllu heldur jeppalestin - sveigði af veginum innan við Gullfoss og vestur á Línuveginn, sem svo er nefndur og liggur allar götur yestur á Uxahryggjaleið. Leiðin liggur í fyrstu um land Hóla, sem stundum voru kallaðir Upphólar og eru nú í eyði. Fyrr meir var sá bær efstur í byggð í Biskupstung- um. Nú er þar víða fallegt graslendi og hávaxinn puntur þar sem áður var örfoka land. Ásbrandsáin er vatnslítil á miðju sumri, jepparnir fara létt með hana. En vestar, þegar komið er á Haukadalsheiðina, er land- ið víða í flakandi sárum eftir uppblástur; þó er eins og lágmarkinu hafi verið náð, strá byijuð að gægjast upp milli steina. Við hrygg vaxinn háu melgresi er stað- næmst. Minnisvarði afhjúpaður um Greip í Haukadal, sem varð bráðkvaddur þarna á heiðinni í fyrra; ímynd hreystinnar í augum okkar sem þekktu hann. Þarna var starfs- vettvangur hans við að hemja landeyðinguna og hann var búinn að vinna stórvirki. Hann vann að ræktun lands og lýðs, stendur á minnisvarðanum. Hryggurinn með melgresinu var merkileg tilraun. Þá fóru þeir Greipur og Björn bóndi í Úthlíð riieð vélbundna heybagga og röðuðu þeim á sandinn. Með heyinu flyzt lífríkið í eyðimörkina; bakteríu- og sveppagróður. Og þegar heyið rotnar, myndar það þunnt lag af lífrænum jarðvegi. Svo var sáð melgresi, sem hefur heldur betur tekið við sér. Þegar sandurinn fýkur sezt hann í garðinn og nú er hann örðinn mannhæðar hár. En alltaf er melgresið ofaná. Nú hefur þessi upp- græðslutilraun verið endurtekin síðastliðið haust norður á Kili. Á eftir sýndi Sveinn Runólfsson í Gunnars- holti okkur árangur af starfi landgræðslunn- ar norðar á Haukadalsheiðinni, þar sem beringpunturinn er gróskumikill og virðist hreinlega vaxa uppúr gijótinu. Og þar er þessi háspennulína eins og illa gerður hlutur með öræfatignina allt um kring: Bláfell, Jarlhettur, Brekknafjöllin, Hagafell og vest- ar gnæfir Hlöðufell yfir Lambahraunsbung- una. Á eftir ókum við afleggjarann niður að Haukadal. Svo stórgrýttur er hann á köflum, að fara vérður löturhægt þó verið sé á jeppa. Á örstuttri leið á heiðarbrúninni breytir land- ið um svip. í stað urðarfláka og moldar- barða tekur kjarrið við og skógurinn, sem þarna hefur verið ræktaður. Þessi unaðsreit- ur, sem á að heita þjóðgarður, hefur löngum verið lokaður, rétt eins og hann komi þjóð- inni ekki við, eða sé til einkaafnota fyrir einhveija skógfræðinga og kerfiskarla. Það er mál að því linni og að fólki verði beinlínis vísaður vegurinn uppí Haukadals- hlíðina. Þjóðgarður verður að standa undir nafni. V Tampa í janúar. Lítið mál að fá skóginn til að dafna í Florida. Samt virðist hann alls- staðar vera lágvaxinn. Ég sá þar undarlega aðferð við flutning á lifandi tijám. í stað þess að rótstinga í hæfilegri fjarlægð frá trénu - og helzt að gera það ári fyrir brott- flutning - komu þeir með einhverskonar vél- skóflu - með kló eða krabba í stað skóflu - og létu þetta tól vaða beint á tréð og slitu það upp með dræsu af rótum. Svo óku þeir á brott með tréð í heljargreipum tækninnar og settu það niður í holu annarsstaðar. Þarna er fijósemin í hástigi; það þarf engar kúnst- ir til að láta tijágróður lifa. Tampa er eins og flestir amerískir bæir: Víðáttumikil breiða af mismunandi ljótum húsurn, þar sem ekkert stendur uppúr nema bísniskjarninn, sem er nákvæmlega eins og í öðrum bandarískum borgum. í landi hinnar fijálsustu samkeppni og einstaklingsfram- taks, gildir að gera það sama og gert er annarsstaðar og gera allt eins. Þessvegna eru Bandaríkin að mörgu leyti tilbreytingar- laust land. Sama hvar komið er: Aðalgatan í plássinu, Mainstreet, með McDonalds, Bur- ger King, Long John Silver og öðrum ámóta keðjubúðum. Helst að mollið í plássinu skeri sitt eitthvað úr. Það er því líkast sem þessu væri öllu saman stjórnað eftir óhemjulega smásmugulegri miðstýringu. Er það þetta sem fæst út úr fijálsri samkeppni? Bjöm Ólafs, arkitekt í París, færði fyrir því rök í Morgunblaðsgrein í fyrra, að Reykjavík sé miklu fremur amerískur bær en evrópskur. Ég verð að vera sammála honum, þó mér þyki það leitt. Samt er til- breytingarleysið í Reykjavík í smáum mæli á móti því sem blasir við í Tampa. Samlíking- in felst í því, að Tampa og Reykjavík eru ekki skipulagðar og byggðar eins og borgir, heldur slitrótt þéttbýli, sem dreifist yfir ógn- arlegt svæði og kallar á dýr samgöngumann- virki óg gerir alla háða einkabílnum. Það sem skilur á milli er hinsvegar það, að Tampa - og aðrir amerískir bæir- hverfa nánast í mislitan skóg æpandi auglýsinga- skilta, sem standa svo þétt, að ekkert þeirra vekur sérstaka eftirtekt. Eftir stendur rugl- ingsleg benda æpándi lita. Undarlegt hvað erfitt er að rata þarna vegna skorts á kennileytum. Hvað eftir ann- að lentum við í því að villast. Hér verða ókunnugir að aka eftir korti; ef maður nenn- ir því ekki, þá er ekkert öruggt nema villur. Niðurlag í næstu Lesbók. IMúll- punkturinn Líkt er himnaríki byggðastofnun lánar áhættupundin skuldunautum með frjálsræði viljans til að tapa við uppgjörið hringlar í beinagrind skiptaráðandans þegar hann slær striki undir reikninginn vandalaust að skilja milli sauðanna og hafranna þegar fyrir liggur óskeikull úrskurður endurskoðandans um tvöfeldni bókhaldsins og jákvæða eða neikvæða eiginfjárstöðu « en hvað um alla þessa sem eru á núllpunktinum? Höfundur er fyrrverandi skólastjóri og námstjóri. Leiðréttingar I jólablaði Lesbókar var ranglega farið með nafn ljósmyhdara. Myndina af Hannesi Pétursyni, skáldi, sem birtist með samtali við hann, hefur Guðmundur Jóhannesson í Nærmynd tekið, en ekki Guðmundur Ing- ólfsson í ímynd eins og ranglega var prent- að. Er Guðmundur í Nærmynd beðinn vel- virðingar á þessu. í annan stað leiðréttist hérmeð, að bók Jóns Hjaltasonar, sagnfræðings: Her- námsárin á Akureyri og Eyjafirði, sem birt- ur var kafli úr í Lesbók 7. des. sl. er ekki hluti af sögu Akureyrar eins og þar stóð í kynningu. Jón Hjaltason hefur skrifað 1. bindi Akureyrarsögu og fleiri eru væntanleg, en þessi bók er utan við þá röð, enda spannar efni hennar Eyjafjörðinn. Áréttað af g'efnu tilefni. Á síðastliðnu ári birtist ljóð í Lesbók, „Ort á Hrauninu" eftir Hallgrím Inga Hallgríms- son, sem þá var fangi á Litla-Hrauni, en er þar ekki lengur. Einnig var birt ljóð eftir samfanga Hallgríms, Lee Reynir Fre- er, sem hefur sent blaðinu orðsendingu þess efnis, að ljóð Hallgríms hafi oftar en einu sinni verið birt með minningargreinum í Morgunblaðinu, en því miður verið farið rangt með það. Hann biður Lesbókina þess- vegna að árétta þetta erindi, svo hægt sé að hafa það rétt eftir. Það skal gert og rétt er það svona, eins og það raunar var í Lesbók á sínum tíma: Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir, þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. LESBÓK MORGUN8LAÐSINS 11. JANÚAR 1992 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.