Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1992, Síða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1992, Síða 6
Blaðaljósmynd ársins 1991: Sorg í Kosovo. Ljósmyndari: Georges Merillon. Fyrir utan það að höndla andrúm sorgarinnar, hefur myndin yfir sér blæ málverka frá Fólk í fyrri öldum. stríðim Fréttaljósmyndir ársins 1991 á sýningu í Listasafni ASÍ Idag verður opnuð í Listasafni ASÍ við Grensásveg árleg sýning Alþjóðlegra samtaka fréttaljósmynd- ara, þar sem íslenzkir blaðaljósmyndarar eiga aðild. Þessi samtök stofnuðu hollenzkir blaðaljósmyndarar árið 1956 og var þá farið að efna til alþjóðlegra samkeppna um beztu fréttaljósmyndirnar. Síðar varð til stofnunin World Press Photo Foundation, sem árlega stendur að slíkri samkeppni og árangurinn sjáum við nú á sýningu hér. Ekki er unnt að draga blaðaljós- myndir í einn dilk, svo ólíka þætti manniífs- ins sem blöð fjalla um, og því er keppt í nokkrum efnisflokkum. Segja má að aðalkeppnin sé um „Frétta- mynd ársins", en þar að auki eru veitt Oskar Bamack-verðlaunin, kennd við höfunda Leica-myndavélanna og fyrst veitt á 100 ára afmæli hans 1979. Þar eru verðlaun veitt fyrir temað „Maðurinn í umhverfi sínu“. Síð- an 1986 hefur og verið keppt um Budapest- verðlaunin; þar er verðlaunuð bezta myndin um mannleg samskipti. Þar að auki eru sér- stök verðlaun, sem dómnefnd barna veitir, verðlaun fyrir sérefni svo sem vísindi og tækni, íþróttir, listir, fólk í fréttum og dag- legt líf. Fjolþjóðleg nefnd, skipuð ljósmyndurum, ritstjórum, útgefendum, rithöfundum og list- amönnum, velur myndir til verðlauna og þar var af nógu að taka: 1390 Ijósmyndarar úr 61 landi sendu mn samtals 11.521 mynd. Verðlaunagripurinn heitir „Gullna augað“ og er sambærilegur við Oscarsverðlaunin og Felixverðiaunin í kvikmyndaheiminum. Sá sem heiðurinn hlaut að þessu sinni og er höfundur „Fréttaljósmyndar ársins“, heitir Georges Merillon og birtast Ijósmyndir hans í blöðum eins og Time, Stern, Newsweek og Paris-Match. Merillon, sem fæddur er 1957, hefur tekið myndir í Indlandi, Pakistan, Li- banon og á Balkanskaga. Þaðan er verðlaun- amynd hans, sem hér er birt: Sorg í Kosovo. Myndin er tekin 28. janúar á síðasta ári eft- ir blóðug átök á milli albanskra þjóðernis- sinna og hers þáverandi Júgóslavíu um Kosovo-héraðið. Þar féll meðal annarra sá ungi maður, Elshani Nasim, sem hér er á líkbörum, umkringdur syrgjandi ættingjum. í myndinni hefur ljósmyndaranum tekizt að festa á filmu það magnaða andrúm sorgar, sem í svona tiifellum er ævinlega blandað hatri. En jafnframt er í myndinni ýmislegt í birtu, lit, búningum fólksins og uppstilling- unni, sem minnir sterklega á ýmis verk lið- inna meistara í myndlist. Síðastliðið ár var sannarlega viðburðaríkt á alþjóðavettvangi og ber þar tvennt hæst: 1 fyrsta lagi Persaflóastríðið, sem hófst í janúar fyrir ári og í öðru lagi breytingarnar í áusturvegi með misheppnuðu valdaráni og síðan hruni og niðurlagningu Sovétkerfisins. I þriðja lagi er svo styrjöldin á milli Serba og Króata, sem háð hefur verið af grimmd og miskunnaleysi. Svo sem vænta má eru þær fréttaljósmyndir, sem merkastar þykja, einmitt flestar af átakasvæðum, þar sem ekki þarf lengi að bíða eftir því að sjá blóð fljóta. Um þetta snúast fréttaijósmyndir mestan part - alveg eins og fréttirnar, sem við les- um, heyrum og sjáum. Einhveijar framfarir á sviði vísinda eða afrek í listum eru þar ekki efst á blaði. Fyrir utan blóðug átök, manndráp og aðstandendur með gráti og gnístran tanna, er helzt að púður þyki í átök- um úr íþróttaheiminum. Þessvegna er til- breyting í myndinni, sem hér sést af knatt- spyrnumönnunum frá Camerún, vegna þess að hún lýsir hvorki hörku né átökum, heldur einskærri gleði. GS. Oskar Barnack-verðlaunin eru fyrir beztu rm hverfi sínu. Myndina tók Barry Lewis af verk úr sóti í Copsa Mica. Engn hefur þar verið gegnsósa í sýru- og blýmengun og mökkurinn ur, að hann er sýnilegur utan úr geimnum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.