Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1992, Side 8

Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1992, Side 8
sá mann klæddan geithéðni og með járn- staf í hendi ganga út út Lómagnúpi og kalla á menn hans í þeirri röð, sem þeir síðar voru drepnir. Þjóðtrú þessa tíma var mönnum sannleikur. Hún var samofin lífi fólsins og varð tæplega slitin úr tengslum við raunveruleikann. Njálsbrenna er talin gerast tíu til ellefu árum eftir kristnitökuna á alþingi. Er þá kristinna áhrifa harla lítið farið að gæta. Þegar þeir, sem stóðu að Njálsbrennu sáu, að þeir gátu ekki sigrað andstæðinga sína í vopnaviðskiptum, sagði Flosi: „Eru nú tveir kostir til og er hvorugur góður, sá annar að hverfa frá og er það vor bani, en hinn annar að bera að eld og brenna þá inni, og er það þó stór ábyrgð fyrir guði, er vér erum kristnir sjálfir, og munum vér láta taka eld sem skjótast.“ Flosi gerir sér ljóst að hann er að fremja níðingsverk með því að brenna þá inni, en óttinn við að ella muni þeir brennumenn falla fyrir Njálssonum og Kára, rekur hann áfram. Sem kunnugt er þá er kappa og hetju- dýrkun mikil í Islendingasögunum. Ætla má, að þar gæti áhrifa frá erlendum ridd- ara- og hetjusögum. Ekki síst hefur þó víkingatíminn haft áhrif í þessum efnum. Það þurfti að hafa góða bardagamenn á skipunum, ef sigur átti að nást. Mörg forn- ritin eiga sitt sögusvið í lok víkingaaldar. í Njálu má til dæmis nefna kappana Gunn- ar og Kolskegg Hámundarsyni, Kára Sölmundarson, Helga og Grím Njálssyni og Þráin Sigfússon, sem allir tóku þátt í víkingaferðum. Þótti það mikil fremd, ef menn höfðu þar sigur og fengu nokkurt herfang. í fornritunum er mikið lagt upp úr mann- lýsingum og ekki hvað síst á það við Njáls- sögu. Af öllum þeim fjölda persóna, sem nefndar eru í sögunni, hafa fæstar þeirra svo litlu hlutverki að gegna, að ekki sé varpað á þær nokkru ljósi, sem gefur le- sandanum hugboð um eðliskosti þeirra eða galla. Ekki er hægt að segja að Njála sé eingöngu saga karlrembusvínanna, svo mikið láta þær að sér kveða Hallgerður langbrók kona Gunnars, Bergþóra kona Njáls og Gunnhildur bróðurdóttir Flosa á Svínafelli og segjá má, að í sögunni sann- ist hið fomkveðna - að köld eru kvennaráð. Meðal þeirra, sem hvað skarpastar lýs- ingar hafa í Njálu eru Gunnar á Hlíðar- enda og Skarphéðinn. Gunnar er glæsi- mennið, sem stekkur hæð sína i öllum her- klæðum og eigi skemmra aftur en fram fyrir sig. Hann er hinn frækni bardaga- og íþróttamaður. Við hann sagði Haraldur konugur Gormsson, eftir að Gunnar hafði þreytt ýmsar íþróttir við menn hans: „Svo virðist mér, sem óvíða muni þeim jafningi fást.“ Á víkingaferðum sínum erlendis dvaldi Gunnar veturlangt hjá Hákoni jarli í Noregi. Lagði hann hug á Bergljótu, frændkonu eða systu jarls. Um kynni þeirra orti Guðmundur skólaskáld kvæðið, sem byijar svona: „Ég veit að metorð og völdin há, og vegur bíður mfn jarli hjá.“ Gunnar er í rauninni friðsemdarmaður, en hann á sér ýmsa öfundarmenn. Hann dregst því nauðugur inn í mikil vígaferli, sem verða að lokum til þess, að hann er dæmdur til þriggja ára dvalar erlendis ásamt Kolskeggi bróður sínum. Á síðustu stundu hættir Gunnar við utanförina og gefur sagan sínar skýrinag á því. Nokkru síðar koma óvinir hans fjölmennir, þegar hann er einn karlmanna heima og drepa hann eftir frækilega vörn. Skarphéðinn er hinn hermannlegi, skjót- ráði og gagnorði maður, sem lætur engan eiga inni hjá sér, hvorki í vopna- né orðavið- skiptum. Var hann svo ólíkur öðrum mönn- um, að allir þekktu hann af afspurn, þó þeir hefðu ekki séð hann áður. Njáll, faðir Skarphéðins, hafði varað Gunnar á Hlíðar- enda við því að vega tvisvar í sama kné- runn. Það sama hendir Skarphéðin. B'yrst vegur hann Þráin Sigfússon af fremur litlu tilefni og síðan son hans Höskuld, sem Njáll hafði fóstrað og lagt mikið ástríki Teikning: Þorvaldur Skúlason. Islendingasögurnar eru taldar skrifaðar á tímabilinu frá síðari hluta 12. aldar og fram á 14. öld. Það er eftirtektarvert að slíkar perlur, sem margar ís- lendingasögurnar eru í sagnalist, skuli hafa orðið til á þeim tíma, sem mestu flokkadrættir, róstur og Eitt af því sem einkennir fornritin og ekki síst Njálu er sterk örlaga-eða forlagatrú. Er það að vonum því að forlagatrú var mjög mikil í ásatrúnni og skapanornirnar þrjár, Urður, Verðandi og Skuld, skópu mönnum örlög sem ekki urðu umflúin. Eftir BENEDIKT BENEDIKTSSON vígaferli í íslandssögunni áttu sér stað. Helstu griðastaðimir voru klaustrin. Þar voru samankomnir margir lærðir menn, sem ekki þurftu að bera áhyggur fyrir morgundeginum. Það er því mjög sennilegt að innan klaustursveggjanna hafí mikið af okkar fornbókmenntum verið fært í let- ur, þó að ýmsir aðrir kunni að hafa fært þeim efniviðinn í hendur. Hvers vegna settu þessir fagurkerar bókmennta ekki svo mik- ið sem fangamarkið sitt undir ritverkin? - Ýmsar skýringar kunna að vera á því. Kannski hefur þeim fundist þeir vera að vinna fyrír aðra, sem höfðu beðið um þess- ar sögur, eða bara að skrásetja eitthvað sem þeir höfðu heyrt. Þessi nafnleynd þeirra sem rituðu fomsögur okkar er ekki aðeins íslenskt fyrirbæri. Sem dæmi má nefna frönsku sögumar um Tristram og Isolde. Þar eru engin höfundanöfn. Njálssaga eða Njála eins og sagan er oftast kölluð, er mikið og margslungið verk. Margir þeirra, sem nefndir eru til sögunn- ar tóku kristna trú af Þangbrandi, sem var hirðprestur Ólafs konungs Tryggvasonar. Kemur það fram í Kristnisögu í Flateyjar- bók, sem Sturla Þórðarson hefur verið orð- aður við. í Njálu er langur og ýtarlegur kafli um málaferlin á alþingi eftir brennuna á Berg- þórshvoli. Er þar sótt og varist af kappi af þeim Þórhalli Ásgrímssyni, fóstursyni Njáls, en hann var talinn þriðji lögfróðasti maður á landinu og Eyjólfi Bölverkssyni, sem tók að sér vörnina fyrir Flosa og menn hans. Skafti Þóroddsson var þá lög- sögumaður,en starf lögsögumanns var meðal annars í þvi fólgið að skera úr um hvað væra lög, ef mál vora véfengd. Mér er sagt af fróðum mönnum að megnið af lögunum í Njálssögu geti staðist og að nokkur atriði bendi til norsks réttar. Um svipað leyti og Njála er talin skrifuð var Magnús konungur lagabætir að láta semja lögbækur fyrir íslendinga, fyrst Járnsíðu, sem Sturla Þórðarson var talinn eiga mesta hlutdeild að með konungi og nokkra síðar aðra bók, sem meira var byggð á fomum íslenskum lögum og kennd var við Jón Einarsson lögmann og kölluð Jónsbók. Eitt af því sem einkennir fornritin og ekki síst Njálu er sterk örlaga- eða forlaga- trú. Er það að vonum því forlagatrú var mjög mikil í ásatrúnni og skapanornirnar þrjár Urður, Verðandi og Skuld skópu mönnum örlög, sem ekki urðu umflúin. Sú trú, að ekki verði feigum forðað né ófeigum í hel komið, er því mjög rík í Njálssögu. Sem dæmi má nefna þegar Þórður Leysingjason sagði Njáli frá sýn sinni og Njáll svaraði:„Þú munt vera maður feigur og munt þú séð hafa fylgju þína og ver þú var um þig.“ „Ekki mun mér það stoða“, segir Þórður, „ef mér er það ætlað“ Einnig var mikil trú á draumum og hverskyns fyrirboðum, samanber draum Gunnars á Hlíðarenda fyrir bardagann við Knafahóla og draum Flosa eftir Njálsbrennu, er hann Ung var ek gefin Njáli - Lítið eitt um Njálu og fleiri fornrit

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.