Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1992, Síða 9
og bíða þess að veðrinu slotaði og birti
af degi.
Ekki var hægt að grafa sig í fönn, eins
og oft var gert, því harðfennið var svo
mikið. Kletturinn var meters hár og álíka
langur. Nú hlóðu þeir böggum sínum í
skjólvegg og lögðust svo fyrir. Þá var
klukkan tíu um kvöldið. Þarna lágu þeir
til klukkan níu um morguninn og var það
víst köld og ömurleg nótt. Þeir lágu þétt
saman og allt að því hver á öðrum til
þess að hafa meiri hita.
Mikið var sungið um nóttina og talað
saman til þess að sofna ekki því það hefði
verið hættulegt.
Kristjáni Ólafssyni leið þeirra verst um
nóttina, enda lakast klæddur. Faðir minn
tók af sér trefilinn og vafði honum um
hálsinn á honum. Einnig tóku þeir sjóstakk
úr poka frá einum og breiddu yfir hann
og þótti fleirum gott að komast með höfuð-
ið undir stakkbrúnina til að fá sér hlýju.
Hundur föður míns lagðist um hálsinn
á honum og hafði hann af því mikla hlýju.
Þegar leið að morgni fór veðrinu að slota
og lægði alveg að lokum. Klukkan níu um
morguninn fóru þeir að reyna að hreyfa
sig, en urðu að skríða fyrst á hnjánum.
Smám saman liðkuðust þeir. Sturla og
Gunnlaugur voru með smá nesti, þijár flat-
kökur og tvo kjötbita. Var nú þessu skipt
jafnt á milli þeirra og ekki var Tryggur
skilinn eftir. Þeir borðuðu nú bitann og
hresstust vel við það. Þegar þeir fóru að
geta gengið var hugsað til ferðar. En nú
vissi enginn hvar þeir voru staddir eða í
hvaða átt skyldi halda.
Þá gerðist það sem gladdi þá alla svo
ólýsanlegt er. Sólin skein allt í einu milli
skýjanna og var þá ákveðið að halda í
sólarátt. Eftir að hafa gengið um það bil
í tíu mínútur komu þeir fram á háa kletta
og sáu niður í Reykjarfjörð sem er smá
fjörður sem gengur suður úr Arnarfirði.
Þá vissu þeir hvar þeir voru staddir. Þeir
voru á svonefndu Miðdegisfelli sem er
eyktamark frá bænum Reykjarfirði.
Miðdegisfellið, hátt fell, með kletta á
alla vegu nema þar sem þeir komu að
því, þar eru svona brekkur upp með smá
klettastöllum. Var það talin mikil mildi að
þeir skyldu stoppa þar sem þeir tóku sér
náttstað, því trúlegt er að þeir hefðu geng-
ið fram af klettunum, ef þeir hefðu haldið
áfram í svo mikilli blindhríð. Það mun
vera svona eins og hálfs tíma gangur frá
síðustu vörðu, sem þeir fóru frá þegar
þeir fóru að villast. Nú birti stöðugt svo
þeir voru ekki í neinum vafa hvar þeir
voru og hvert skyldi halda.
Nú hresstust þeir stöðugt og komið var
besta veður. Sumir tóku bagga sína á
bakið en aðrir drógu þá á sleðanum. Um
sleðann sem þeir týndu og bagga Ólafs
sinntu þeir ekkert um.
Ekki er vitað hvað þeir voru lengi niður
dalinn. En þeirra fyrsta verk, þegar þang-
að kom, var að fá sér að drekka úr læk
sem rann niður dalbotninn og voru víst
allir fegnir eftir mikinn þorsta. Þeir voru
lengi heim dalinn sem er langur og kjarri
vaxinn. Enda hvíldu þeir sig oft, því þreyt-
an sótti á þá. Loks komust þeir til bæja
klukkan hálf þijú að degi 30. mars. Það
var Tungumúli á Barðaströnd'Þar bjó þá
ekkja, Guðlaug Féldsted. Maður hennar,
Þórarinn Féldsted, hafði orðið úti þennan
sama vetur á jólaföstu, nokkru fyrir neðan
túnið í Tungumúla, seint um kvöld. Var
þeim þar vel tekið og vel við þá gert. Nú
átti faðir minn skemmst heim og bauð
hann öllum félögunum heim til sín. Hann
átti heima í Haga á innri jörðinni.
Það var mikill fagnaðarfundur hjá föður
mínum og konu hans, Steinunni Björgu
Júlíusardóttur, sem beið með þijú börn sín
komung eftir eiginmanni sínum. Þau voru
gift fyrir fjórum árum.
Tengdaforeldrar Þórðar, Jóna J. Jóns-
dóttir og Júlíus Ólafsson, voru hjá þeim í
Haga. Allt þetta fólk tók vel á móti ferða-
löngunum og lofaði Guð fyrir að hafa heimt
þá úr helju. Þeim var veittur hinn besti
beini og hlúð að þeim svo sem hægt var.
Eftir góða hvíld í Haga fór hver heim
til sín. Þeir lofuðu hver annan fyrir trausta
samfylgd. Snæbjörn lá nokkra daga eftir
ferðina og var sagt að hann hefði aldrei
náð sér að fullu. Allir eru þessir menn
dánir nú. Þarna voru þrennir bræður og
einn að auki. Sagt er að þeir hafi aliir
verið hinir bestu vinir meðan ævin entist.
Ég undirritaður var tveggja ára þegar
þetta gerðist og hef sjálfsagt lítið skynjað
hvað hér var að gerast.
Skráð í nóvember 1991.
ÓLAFUR KR. ÞÓRÐARSON, KENNARI
ERLENDIR HOFUNDAR
Hamingja rón-
ans og narmur
- Nokkur orð um Charles Bukowsky og William Kennedy
Fyrir um það bil tveimur árum voru sýndar tvær
frægar kvikmyndir í Reykjavík sem báðar fjalla
um hlutskipti utangarðsmanna í Bandaríkjun-
um, en hvor með sínum hætti. Þetta voru mynd-
irnar „Barflies“ með Mickey Rourke og Fay
Þeim Bukowski og
Kennedy tekst að koma
þeim boðskap prýðisvel
til skila, að
utangarðsmaðurinn og
fyllibyttan sé þegar allt
kemur til alls, ekki verri
persóna en næsti
smáborgari.
C
Eftir ÁGLJST B.
SVERRISSON
Charles Bukowski
THE MOST BEAUTIFUL
WOMAN IN TOWN
& other stories
Dunaway í aðalhlutverkum og „Ironweed“
með þeim Jack Nicholson og Meryl Streep.
Grunnurinn að þessum myndum er ekki
brandara- og byssugleði og yfírborðsleg
hugvitsemi rútíneraðra handritshöfunda í
Hollywood eins og svo margt það rusl sem
heilaþvær unga bíógesti, heldur söguheimur
tveggja mikilla en ólíkra skáldsagnahöfunda
þar vestra sem lengst af ævi sinnar höfðu
farið varhluta af þeim dýrðarljóma sem
umlykur kvikmyndaheiminn. Þetta eru höf-
undarnir Charles Bukowski og William
Kennedy. Báðar kvikmyndimar koma verk-
um þeirra meira en prýðilega til skila enda
önnuðust báðir handritsgerð, hvor að sinni
myndinni. Bukowski hóf skáldferil sinn með
ljóðagerð en þekktastur er hann fyrir röð
sjálfsævisögulegra skáldsagna um fyllibytt-
una og rithöfundinn Henry Chinaski en
Chinaski þessi er lítt dulbúin eftirmynd
Bukowskis sjálfs.
Meðal þessara bóka má nefna „Factot-
um“, „Post Office“ og „Women“ og fást þær
á frummálinu í hérlendum bókaverslunum
en ekkert hefur verið íslenskað eftir
Bukowski utan ein smásaga sem birtist í
Vikunni 1985 í þýðingu Jóns Óskars Sól-
ness. Kvikmyndin vinsæla „Barflugur“ er
ekki efnislega byggð á neinni sögu
Bukowskis heldur er eins og ein sagan í
viðbót í flokknum um Chinaski og hefur til
að bera sama andrúmsloft og frásagnaranda
og bækumar. Orðstír Bukowskis sem rithöf-
undar grundvallast ekki á frumlegri bygg-
ingu verka hans eða nokkru því sem telja
má til tíðinda í skáldhugsun eða formi þó
að vissulega standist verk hans allar kröfur
um tæknilega fágun.
Aðall þessara bóka er stórkostleg hrein-
skilni og opinberun þeirrar hrikalegu
lífsreynslu sem höfundur tjáir á einfaldan
og látlausan hátt með fáorðum en kjarngóð-
um lýsingum og hnyttnum samtölum. Chin-
aski er óforbetranlegur drykkjurútur sem
auk þess að hella í síg ótrúlegu magni
áfengra drykkja þvælist úr einni skítavinn-
unni í aðra, kynnist hrikalegu samansafni
af neðanmálsfólki og á vingott við ótöluleg-
an fyölda vafasamra kvenna. Síðast en ekki
síst hefur Chinaski rétt eins og Bukowski
náttúrulega þörf og hæfileika til skáldskap-
ar. Fyrir þá lesendur sem ekki eru viðkvæm-
ir fyrir klámi og ljótu orðbragði eru þessar
sögur (ásamt myndinni) hin besta skemmtun
en auk þess mikil og merk heimild um fárán-
leika mannlegrar tilveru og skuggahliðar
þjóðfélagsins.
William Kennedy og Charles Bukowski
eru vissulega ólíkir höfundar en báðum tekst
að koma þeim boðskap prýðisvel til skila
að utangarðsmaðurinn og fyllibyttan sé
Tfte Putiiscr Prizwitminx ttmvl
í WILLIAM KENNEDY
Charles Bukowski á kápu bókar sinnar.
Kápan á Járngresi Williams Kennedy.
þegar allt kemur til alls ekki verri persóna
en næsti smáborgari í þessum harða heimi
samkeppni og fallvaltleika. Engu að síður
er grundvallarmunur á viðhorfum þeirra til
rónalífsins og einmitt sá munur gerir saman-
burð á verkum þeirra athyglisverðan.
Grunntónninn í verkum Bukowskis er
stjórnleysið og sú skoðun að hver maður
lifi eins og honum sé eiginlegt og það sé
ekki verra lífsstarf en hvað annað að ganga
á birgðir áfengisverslana og öldurhúsa (eins
og menn vita dregur slík iðja úr fjárlaga-
halla íslenska ríkisins, en það er önnur
saga). Þó viðurkennir aðalpersónan Chin-
aski að hann drekkur til að flýja ljótleika
tilverunnar eins og segir á einum stað í
„Factotum": „Þegar maður drakk þá var
heimurinn enn á sínum stað en hann hélt
ekki lengur fyrir kverkarnar á manni.“ En
einkunnarorð sömu bókar, tilvitnun í
franska höfundinn André Gide lýsa þó enn
betur viðhorfum Bukowskis til viðfangsefn-
isins: „Rithöfundurinn þráir ekki að sjá ljón-
ið bíta gras. Hann veit sem er að einn og
sami Guð skóp úlfinn og lambið, leit á verk
sitt „og sá að það var gott.““
William Kennedy hefur lifað öllu stilltara.
lífi en Bukowski. Hann hefur búið alla sína
ævi í borginni Albany í New York-fylki og
kennir þar ritlist við Ríkisháskólann. Allar
bækur hans gerast á þessum slóðum en
„Járngresið“ er þeirrar þekktust og hefur
hlotið hin eftirsóttu Pulitzer-verðlaun og
fleiri viðurkenningar. Bókin hefur komið út
í íslenskri þýðingu Guðbergs Bergssonar. í
henni gætir annarra viðhorfa til drykkjusýk-
innar en hjá Bukowski. Meiri áhersla er
lögð á hörku umhverfisins (sagan gerist á
kreppuárunum) og .rónarnir eru útigangs-
menn sem eiga hvergi höfði að halla og
hættan á því að frjósa í hel að næturþeli
er stöðugt fyrir hendi. Fyllibyttur Bukowski
s eru nánast hamingjusamar, þær eru
drykkjufólk að eðlisfari en í „Jámgresi"
Kennedys er enginn róni í eðli sínu. Róninn
er þar jafngóð persóna og broddborgarinn
einmitt vegna þess að upphaflega var hann
ekki róni. Jafnvel sá sem ekki virðist eiga
sér neina fortíð í borgarlegri tilvem hefur
þó einhvern tíma verið lítið barn og „lítið
barn er enginn róni“ eins og komist er að
orði á einum stað í sögunni. Drykkjan er
harmleikur, ógæfa þeirra sem verða undir
í lífsbaráttunni. Aðalpersónan Francis Phel-
an, er fyrrum hafnarboltaleikmaður sem
gæfan sneri baki við á einu örlagaríku
augnabliki: Eitt sinn kom hann heim létt-
kenndur af 3-4 bjórum eftir að hafa fagnað
glæstum sigri í vinahópi, tók nýfæddan son
sinn í fangið en missti hann á gólfið með
þeim afleiðingum að barnið dó samstundis.
Yfirkominn af harmi og umfram allt sektar-
kennd flúði Francis konu sína og tvö eftirlif-
andi börn og hefur lifað í 20 ár í ræsinu
þegar sagan hefst. Þar á hann vingott við
Helen, háskólamenntaða konu með tónlist-
arhæfileika, viðkvæma sál sem lent hefur á
glapstigum vegna útskúfunar úr fjölskyldu
sinni. Sagan (og afbragðsgóð myndin) lýsa
á fagran hátt vináttu og samstöðu meðal
útigangsfólksins sem og átakamiklu ástar-
sambandi Francis og Helenar. Frásögnin
er þunglamaleg framan af þegar hún endur-
speglar kyrrstætt líf rónans þar sem enga
stefnu er að fínna og engin markmið, enga
framtíð. í seinni hluta sögunnar dregur hins
vegar til tíðinda þegar Francis mannar sig
upp til að heimsækja fyrrverandi fjölskyldu
sína sem hann hefur ekki séð allan þennan
tíma. Þegar sá ís er brotinn fer að rofa til
í lífi hans þó að endurfundirnir séu ekki
átakalausir.
„Járngresið" er hrífandi og ægifagurt
verk og margslungið í uppbyggingu vegna
stöðugra skiptinga og samruna nútíðar og
hins liðna en draugar fortíðarinnar ásækja
stöðugt aðalpersónuna Francis Phelan og
neyða hann loks til sjálfsuppgjörs og endur-
funda við fjölskyldu sína því að enginn flýr
sjálfan sig til lengdar. Stíll sögunnar er fjöl-
breytilegur og spannar allt frá ruddalegu
orðbragði rónanna til hástemmdra og hátíð-
legra lýsinga á hugrenningum og tilfinning-
um hinnar viðkvæmu listamannssálar sem
Helen, lagskona Francis, er.
Því er ekki að neita að saga Kennedys
hrífur borgaralegan lesanda á borð við
greinarhöfund meira en verk Bukowskis og
virðist hafa mikilvægari boðskap að flytja
og tjá dýpri tilfinningar en kaldhæðnisleg
saga Chinaskis. Hér skal þó alls ekki dreg-
ið úr trúverðugleika Bukowskis sem reynt
hefur á eigin skrokk hvað það er að lifa í
ræsinu. Báðir höfundarnir segja miklar sög-
ur hvor með sínum hætti og báðir virðast
hafa fram að færa mikilvæg en afstæð sann-
indi um lífið.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 25. JANÚAR 1992 9