Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1992, Síða 3
LESBOK
HssiaiasiiEssiiŒifaii
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjór-
ar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunn-
arsson. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðs-
son. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 691100.
Eyðiland
lágkúru, klisju óg kláms, nefnir Karl Bretaprins
nútíma ensku í hvassri ádrepu, sem hann flutti
í tilefni nýrrar bænabókar. Hánn bar hana sam-
an við þá gömlu í málfarslegu tilliti og gerði það
að tilefni til víðtækari hugleiðinga um þá stefnu,
sem honum finnst að móðurmál hans hafi tekið.
Þær ábendingar eiga til dæmis vel við hér, þeg-
ar við íhugum stöðu og stefnu íslenzkunnar.
Forsíðan
Myndin er eftir Svein Bjömsson, listmálara í Hafn-
arfirði, og verður á sýningu sem hann opnar í dag
í Hafnarborg. Allar myndirnar á sýningunni hefur
Sveinn byggt á ljóðabálknum „Sálmum á atómöld“
eftir Matthías Johannessen. Á bls 9 er nánar gerð
grein fyrir tilurð myndanna og fátæktinni í trúar-
legri list á íslandi það sem af er öldinni.
Myndin á forsíðunni er við 19. sálminn í Sálmum
á atómöld.
Melkot
stóð við Suðurgötu í Reykjavík, ofanvert við ráð-
herrabústaðinn. Þar er fyrirmyndin að Brekkukoti
í Brekkukotsannál Halldórs Laxness, og skáldinu
var auk þess bærinn sérstaklega tengdur, þvi þar
fékk amma hans athvarf með unga dóttur sína
og þar kynntust þau Sigríður og Guðjón, foreldrar
Halldórs. Um mannlíf í Melkoti skrifar Guðjón
Friðriksson.
JÓHANN SIGURJÓNSSON
Ódysseifur
hinn nýi
Svikult er seiðblátt hafið
og siglingin afar löng.
Einn hlustar Ódysseifur
á óminnisgyðjunnar söng.
Marmarahöllin heima. -
Ég húmdökku gluggana sá
mæna eins og andvaka augu
út á hinn dimmmjúka sjá.
HöIIin er löngu hrunin.
hásætið orpið sand. -
Það bar enginn kennsl á beinin,
sem bylgjan skolaði á land.
Jóhann Sigurjónsson, 1880-1919, var frá Laxamýri í Þingeyjarsýslu, en
gerðist rithöfundur i Danmörku í anda nýrómantíkur og skrifaði mörg
leikrit og orti bæði á islenzku og dönsku.
B
B
FUKYRÐIUM
BÆKUR
Eg átti þess ekki kost að
fylgjast með endaspretti
bókmenntaleikanna sem
lauk nú um jólin. Ég
dvaldist erlendis og vissi
ekki margt af því sem
fram fór í menningarlífi
landsmanna. Þar sem það
er þó aðaláhugamál mitt fór ég strax á stúf-
ana er heim kom og reyndi að átta mig á
helstu viðburðum. Varð mér það helst til ráðs
að kanna vel ritdóma dagblaðanna til að
komast að því hvað bitastætt teldist og hvað
bæri að varast.
Ekki hafði ég lengi setið við athuganir
mínar á dómum um bækur síðasta árs er ég
veitti því athygli að við eitt dagblaðanna starf-
aði ritdómari sem fátt eitt gladdi, virtist raun-
ar hafa aldeilis takmarkalausa fyrirlitningu
á bókum og höfundum þeirra og auk þess
leggja fæð á bókmenntafræðinga.
Baljið virðist hafa byrjað sl. sumar er dr.
Örn Ólafsson gaf út verk sitt um Rauða
penna. Umræddur ritdómari fékk verkið til
umsagnar og finnur því ekki flest til foráttu,
heldur allt — enda ber ritdómurinn titilinn
„Hvorki fugl né doktorsrit“ — og virðist dóm-
. arinn okkar með þeim titli setja sig þar á
þann háa hest að bera brigður á að verk
Arnar sé verðugur grundvöllur doktorstitils
— sem auðvitað er glænýtt hlutverk ritdóm-
ara hér á landi. „... hún (bókin) er eitthvert
það ókræsilegasta samsafn af fljótfæmi og
flumbrugangi sem ég hef nokkurn tíma les-
ið,“ segir dómarimx og bætir svo við: „Oft
minnir þetta verk AÓ mig á símaskrána vegna
þess hve mikið er af þurrum og andlausum
staðreyndaupptalningum. Munurinn er aðal-
lega sá að símaskráin er miklu betur skipu-
lögð og auk þess verulega gagnleg." \
Nú er það svo að þekking okkar á bók-
menntasögu stendur á brauðfótum í mörgu
tilliti. Enn eigum við ekki góða bókmennta-
sögu nema helst skólabækur sem vitaskuld
geta vart verið anr.að er ágrip. Ég þekki
engan mann sem lesið hefur verk Arnar sem
ekki telur að mikill fengur sé að því þótt það
sé náttúrlega ekki fullkomið fremur en önnur
mannanna verk.
Öm gerir þau reginmistök að bera hönd
fyrir höfuð sér og bendir á margt það sem
dómaranum hafði orðið á. En viti menn.
Dómarinn var greinilega kominn til að dæma
lifendur og dauða og svarar hann Erni að
bragði og kom þá í ljós að ritdómurinn var
aðeins hluti þess sem pokahornið geymdi —
hann hafði nefnilega verið styttur af öðrum
áður en hann birtist. Bætti nú ritdómarinn
úr þessu og birti ýmislegt af því sem hann
hafði látið ósagt í sínu fyrra verki. Bendir
hann þar Erni á að hann sé á rangri hillu
sem bókmenntafræðingur og leggur til að
verk hans um Rauða penna gleymist maklega
hið fyrsta og bætir síðan um betur með því
að dylgja um það heldur betur dónalega hví
Örn Ólafsson hafí ekki enn fengið embætti
við Háskóla ísiands og fer það með staðlausa
stafi, líklega viljandi, þvi að Örn hefur fyrir
löngu fengið góðan hæfnisdóm til slíkra
starfa — og starfar nú um stundir við Kaup-
mannahafnarháskóla. Þannig hefur ritdómur-
inn snúist upp í níð, rógburð og hreinar lygar.
En nú var fjandinn laus og dómarinn búinn
að finna sína réttu hillu. Bókmenntastofnun
Háskóla íslands sendi frá sér „Spor í bók-
menntafræði 20. aldar", nokkrar þýddar
greinar valinkunnra erlendra fræðimanna um
bókmenntir og textafræði — og hefði betur
látið það ógert að mati hins vígreifa dómara.
Þar finnur hann ekkert gott eða vel unnið
er „hálfmenntaðir íslenskir bókmenntafræð-
ingar“ eru að „auglýsa útnesjamennsku sína
og minnimáttarkennd".
Illugi Jökulsson lenti í þeirri hremmingu
að skáldsaga hans endaði í höndum okkar
manns sem sá náttúrlega ekkert af viti þar.
Sigurður A. Magnússon var svo óheppinn
að senda frá sér þýðingu á ágætri bók, Safn-
aranum eftir John Fowles, og fær líka hirt-
ingu fyrir það frumhlaup sitt. Dómaranum
okkar kemur það mjög á óvart að Sigurði
skuli treyst fyrir þýðingunni og bendir á 9
ára gömul pennaglöp eða mistök í prófarka-
lestri til að berja á þýðandanum. Auk þess
fínnur hann í þýðingunni þijú dæmi um óná-
kvæmni í hinni nýju þýðingu Sigurðar og
dregur síðan þá ályktun að Sigurður „sé ekki
vel læs á skáldsögur“ og alls ekki treystandi
til að þýða stórvirki James Joyse, Ulysses.
Allt er þetta með miklum firnum.
Skáldsaga Jóns Óttars Ragnarssonar er
ekki góð og það er náttúrlega nógu leiðinlegt
fyrir höfundinn. Og nú komst dómarinn í
feitt. Hann lætur sér ekki nægja að hæðast
mjög að verkinu heldur snýr sér að höfundin-
um með ótrúlega rætnum háðsglósum og
bætir gráu ofan á svart með því að uppnefna
hann eins og götustrákur. Kallar hann Dr.
Mat. Væl. og Jón Ó Tar og finnst það greini-
lega með ólíkindum fyndið. Uppnefningar í
ritdómum hef ég ekki fyrr séð hér — en svo
lengi lærir sem lifir.
En nú leið að lokum ársins og jólin sín
hélt dómari vor hátíðleg með því að úthrópa
eitt verk enn, „Greinar um bókmenntir og
menningarástand" eftir Matthías Viðar
Sæmundsson. Þessar greinar eru að inínu
mati — og fleiri — alveg sérlega fróðlegar
og auk þess skemmtilegar og um margt nýst-
árlegar í íslenskri bókmenntaumfjöllun og
bæta verulega við heldur fátæklega umræðu
um bókmenntir seinni tíma.
Ritdómarinn spennir sig nú megingjörðum
og kallar dóminn „Skólaritgerðir" enda telur
hann að höfundur sé „eins og menntaskóla-
strákur sem er að sýna kennaranum sínum
að hann hafi lesið heima og kunni að beita
því sem hann hefur lært“. Auk þess er Matt-
hías sakaður um skort á „sálfræðilegu inn-
sæi“, bókin sé „upphafínn vaðall um ekki
neitt“ og höfundur sirkusdvergur sem lítur á
sig sem mannvitsbrekku. Að lokum er öðrum
aðstandendum bókarinnar bent á að þeir séu
litlu skárri: „Þessir þrír mætu menn (Ástráð-
ur Eysteinsson, Garðar Baldvinsson og Þor-
steinn Antonsson), sem ættu að hafa mennt-
un og skýrleika til að bjarga MVS frá því
að valda hneyksli með vankunnáttu sinni, eru
annaðhvort ekki betur að sér en hann eða
þá að þeir hafa ekki unnið eins vel og MVS
vill vera láta.“
Allt er þetta vítaverður subbuskapur.
Skítkast, skætingur og uppnefningar eru fyr-
irbrigði í íslenskum ritdómum sem ekki hafa
sést lengi og vonandi marka þessir dómar
ekki upphaf slíkrar hnignunar. Ég veit ekki
hvert hlutverk ritstjóra umrædds dagblaðs
er ef ekki að koma í veg fyrir óhæfu sem
þessa, sérstaklega þegar þess er gætt að blað-
ið hefur um árabil staðið fyrir myndarlegum
menningarverðlaunum, m.a. til rithöfunda.
Ég tel raunar að blaðið ætti þegar að sjá
sóma sinn í því að fá þessi verk, sem ég hef
nú nefnt, dæmd að nýju.
Ritdómarar verða að skilja það að þeir eru
að dæma bækur sem jafnan liggur gríðarleg
vinna að baki — hvert nýtt verk er yngsta
barn höfundarins og fráleitt að ata það auri
og skít að tilefnislausu. Ég tók eftir því að
fleiri dómurum en okkar manni varð illilega
á. Hvað eftir annað þurftu höfundar að svara
fyrir sig eftir að ritdómar birtust vegna þess
að dómararnir fóru með staðlausa stafi, sýndu
allmikla vankunnáttu eða birtu kolvitlausar
tilvitnanir í verkin sem um var fjallað. Traust-
ari vinnubragða verður skilyrðislaust að krefj-
ast eigi að vera liægt að taka mark á dómum
blaðanna.
ÞÓRÐUR HELGASON
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 1. FEBRÚAR 1992 3