Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1992, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1992, Blaðsíða 3
TEgRÉW MORGUNBLADS I N S Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjór- ar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunn- arsson. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðs- son. Ritstjórn: Aðalstraeti 6. Simi 691100. Jerúsalem er oftast böðuð í steikjandi sól og harla óvenjulegt, að ráðstefnur eða fundir falli niður vegna sjó- þyngsla. Þetta gerðist þó í vetur, þegar fjölþjóðleg þingmannanefnd kom þar saman. I nefndinni var frá Islandi Árni R. Árnason, alþingismaður og hér segir hann frá vetrarvíki í borginni helgu. París hefur auðgast af glæsilegum húsum, sem byggð hafa verið yfir listir og vísindi. Þar á meðal er nýja Óperan, vísindasafnið og hin uppgerða, gamla járn- brautarstöð, sem hýsir Orsay-safnið. Blaðamaður Lesbókar hugaði að mannlífi og sjónlistum á Signu- bökkum; fyrri hlutinn birtist í síðustu Lesbók og sá síðari hér. Forsíðan í tilefni páskavikunnar, sem nú fer í hönd, er forsíðu- myndin málverk af píslargöngu Krists: Ecce Homo eftir Lovis Corinth (1858-1925), máluð 1925. Corinth var austurrískur expressjónisti á fyrstu ára- tugum aidarinnar, geysilega góður málari. Eins og fleiri málarar þessarar aldar hefur Corinth málað Krist þjáningarinnar. Sú hlið hefur höfðað meira til nútíma listamanna en aðrar, sem voru vinsælli á fyrri öldum. Hitt er svo annað mál, að Kristur hefur ekki verið myndefni í þeim mæli, sem hann var fyrr. Skaginn austan Eyjafjarðar og vestan Skjálfanda er að heita má óbyggður nú orðið. Árbók Ferðafélags íslands fjallar nú um þetta svæði norðan byggða og hefur Björn Hróarsson.jarðfræðingur, skrifað textann. Hér er gripið niður í þann hluta bókarinnar, þar sem Björn segir frá vegum, slóðum og ferðamöguleikum um þetta heillandi svæði. EYSTEINN MUNKUR Úr Lilju Loftin öll af ljósi fyllast, legir og grund þau stóðu og undrast, kúguð sjálf svo nærri nógu náttúran sér ekki mátti. Giftist öndin guðdómskrafti góðu og huldist Maríu blóði, glaðrar dvelst í jungfrúr iðrum ein persóna þrennrar greinar. Hjörtun játi, falli og fljóti fagnaðarlaug af hvers manns augum, æ þakkandi miskunn mikla, minn drottinn, í holdgan þinni. Sé þér dýrð með sannri prýði, sunginn heiðr af öllum tungum eih'flega með sigri og sælu, sæmd og vald þitt minnkast aldrei. Fimm mánuðum og fjórum síðar fæddist sveinn af meyju hreinni, skyggnast sem þá er glerið í gegnum geisli brár fyrir augum várum. Glóir þar sól, að glerinu heilu; (gleðilegt jóð það skein af móður), að innsigli höldnu hennar hreinferðugra meydómsgreina. Engin heyrðust, engin vurðu jöfn tíðindi fyrr né síðar, bæði senn því mey og móður mann og guð bauð trúan að sanna. Loftin sungu komnum kóngi kunnugt lof, þar er hirðar runnu. Himnadýrð er hneigð að jörðu; hér samtengdust menn og englar. Vafi leikur á um höfund Lilju, hvort hann sé Eysteinn munkur Ásgrímsson, sem sat í Helgisetri í Noregi eða Eysteinn munkur, sem kemur við sögu í Þykkvabæjar- klaustri; eða hvort þeir hafi verið einn og sami maður. B B Systur páska og sankti Jósefs Upprisan er ekki fornald- arviðburður sem gerð- ist fyrir 2000 árum. Hún er lífsstíjl, andinn sem brýst fram úr tregðu efnisins, birtan í myrkri og hugrekkið þrátt fyrir ógnun dauð- ans og illskunnar og doðans. Þegar páska- sólin brýst fram þeytir hún burt dimmum skýjum hiks og efasemda og fyllir allt sem Iifir nýjum krafti. Krafti andans, sem stað- festir þverstæður og rökleysur tilverunnar, því að sönnun upprisunnar er sönnun anda og kraftar. Arnór Hannibalsson minnti mig á hin þverstæðufullu orð norðurafríska kirkjuföðurins Tertúllíanusar (160-220) sem sagði: „Guðssonurinn var krossfestur — skömmumst okkar ekki fyrir það af því að það var skammarlegt. Og Guðssonurinn dó — það er trúanlegt af því að það er ótrú- legt. Og hann var grafinn og reis upp — það er öruggt af því að það er óhugsandi." Upprisan á sér stað hér og nú og við lif- um í henni sem viljurn þiggja kraft hennar. Hún er birtan og frískleikinn, máttur og megin, gleði og fögnuður lífsins sem brýst fram í þjónustu við aðra, í starfi og í lífi með ástvinum. Hið „upprisna" líf, lífið með hinum upprisna er jákvæði sem stendur þvert gegn öllu neikvæði sem hrópar á okk- ur dag hvern. „Sá sem trúir á mig, frá hjarta hans mijnu renna lækir lifandi vatns,“ sagði Kristur og átti þá við andann sem gefur öllu líf og fyllir líkama mannsins styrkleika og tilþrifum í fórnfúsu starfi daglegra anna. „Lifandi vatn“ er orðtákn sem merkir þenn- an kraft lífsins sem lætur gróandann fram spretta og klæðir landið gróðurangan sinni. En það táknar einnig velgjörðir þær sem fúsar hendur veita öðrum sem á þurfa að halda. Þetta „lifandi vatn“ streymir úr „hjörtum" þeirra sem anda að sér andblæ páskanna og upprisunnar og veita honum til annarra. Það rennur stríðum straumum úr höndum þeirra sem þjóna, og það vökvar gróður mannssálnanna og læknar, græðir og gleður. Þessi er skýringin á fórnarstarfi St. Jós- efssystranna í Landakoti um 90 ára skeið. Þær lifðu í gleði upprisunnar sem kemur á eftir niðurlægingu krossins og hinna til- gangslausu þjáninga. Þær voru alltaf glaðar af því að þær lifðu hvern dag í návist Hins upprisna og teiguðu af uppsprettulindum upprisunnar í hverri tíðagjörð og guðsþjón- ustu-daginn langan og viku eftir viku, mán- uð eftir mánuð, ár eftir ár og áratug eftir áratug. Ailtaf hin sama óþrjótandi upp- spretta lifandi vatns, andans frá Guði. Og við þær vatnslindir glöddust þær í daglegu fómarstarfi sínu. Þær voru ekki glaðværar þótt þær væm trúaðar, heldur var trúin uppspretta gleði þeirra! — Þessa höfum við íslendingar notið nú um 90 ára skeið, og ég hef veitt því athygli að almenningur tek- ur mjög undir allt þakklæti til St. Jósefs- systra fyrir þeirra fórnfúsa starf við mikinn íjárskort (og stundum matarskort) og marg- víslega erfiðleika á liðnum árum. Það er gott að geta minnst þessa er páskar fara í hönd. Við Islendingar höfum sérstaka ástæðu til þess að halda páska í anda með systrunum, um leið og við blessum öll störf allra þeirra sem helga sig líkn og lækningu sjúkra. Andinn frá Landakoti, andi systr- anna — sem Guð gaf þeim — mun fylla öll störf heilbrigðisstéttanna, þótt menn viti ekki af því. Ef þú trúir ekki á Guð, gerir það ekkert til. Hann trúir á þig. Haraldur Hannesson hagfræðingur gaf mér ýmsa bæklinga um starf systranna, sem hann ýmist reit sjálfur eða þýddi og gaf út. Það hlýjar mér um hjartarætur að lesa skrif Haralds um Jón Sveinsson (Nonna) sem kom hingað til lands 1894. Hann kynnti sér hið hryggilega ástand meðal holdsveikra hér á landi og brann af þrá eftir því að koma hinum þjáða löndum sínum til hjálp- ar. Aðrir komu samt til skjalanna, en fjármunir þeirra sem Jón Sveinsson safnaði runnu til að byggja Landakotsspítala, sem tók til starfa 1902. Þannig hófst sú saga. Það styrkir lika upprisutrúna að lesa urn líknarstörf á Fáskrúðsfirði. Þangað komu þær systir Justine og systir Elisabeth undir lok síðustu aldar, en þá hafði séra Max Osterhammel komið þar á fót spítala. í endurminningum systur Clementíu, „Frá komu kaþólsku nunnanna til íslands 1896“, sem Haraldur Hannesson þýddi og ritaði formála og skýringar, segir frá margvísleg- um raunum og baráttu sem háð var af gleði og þrótti. (Þær birtust í Andvara 1981.) Systir Clementía lýsir því af barnslegri einlægni er þær fjórar systur stigu á land í Reykjavík 14. júlí 1896 og hryggðust yfir því hrörlega húsi sem frelsaranum var búið (þar sem nú stendur hin glæsta dómkirkja) en þær hófu strax störf í miklurrTþrengslum og glöddust innilega er þær tóku að líkna bæjarbúum sem til þeirra leituðu. Brátt var spítalinn risinn (1902) og senn varð hann kennsluspítali Læknaskólans og síðar læknadeildar Háskóla íslands (Landspítal- inn reis ekki fyiren 1930). Árið 1903 stund- uðu þær 221 sjúkling, en 1911 voru þeir 682, og voru legudagar það ár orðnir 17.893. Komu sjúklingamir alls staðar að á landinu. Oft voru þeir fluttir í stórri sjúkra- kistu sem reidd var á tveimur hestum er gengu samsíða. Ég er viss um að íslendingar taka undir með mér og óska systrunum í Garðabæ gleðilegrar hátíðar. Og ég þykist vita að þær segi við okkur öll: Gleðilega páska! ÞÓRIR KR. ÞÓRÐARSON. LESBÓK MORGCTNBLAÐSINS 11. APRÍL 1992 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.