Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1992, Side 12

Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1992, Side 12
HRAFN HARÐARSON Fuglar himins Tónar úr hörpu skaparans fjaðurvængjaðir svífa skýjum ofar neðar liggja í loftinu eins og loforð. . . renna sér, smjúga milli strengja fiðlunnar Lisztflug. . . vefa litþráðum strekkja glitbönd í bogann þjóta um hvel sem örvadrífa .. . bera vængi ótt berast vængjum, hljótt, speglast í glæbirtu sjáaldurs himins þessi tónfygli á flygli hafsins. Höfundur er bókavörður í Kópavogi. í Perlunni hefst hinn 15. apríl sýning á myndum, unnum í málm, eftir Grím Marinó Stein: dórsson, myndhöggvara. Myndirnar eru við Ijóð eftir Hrafn Harðarson og verða ljóðin stækk- uð og sýnd ásamt myndunum. Einnig verður leikin tónlist eftir Gunnar Reyni, tónskáld, sem hann hann hefur samið við myndir Gríms Marinós. Við opnunina er vonast til að þar verði lifandi flutningur, en síðan verður tónlistin flutt af bandi. Að ofan er ein af myndum Gríms Marinós, sem verða á sýningunni, og Ijóðið, sem hann byggði á. KRISTJÁN J. GUNNARSSON Friðþæging Nú skil ég, Krístur, loksins þjáningu þína, þyngrí og óbærílegrí en helförín sjálf sem fara varðstu á föstudeginum langa, og ótal þúsundir annarra saklausra manna urðu líka að ganga í tilgangsleysi aftökustaðinn á því ekki var hlutverk þeirra heiminn að frelsa né heldur frelsaðist heimurinn fyrir þá. Nú skil ég Kristur loksins þjáningu þína, hið þjakandi ok sem er á frelsara lagt heimsins syndir á herðum sér burtu að bera og borga svo mannanna skuldir að hann fyrir alla einn skuli ábyrgur vera. Hver glötuð sál til syndagjaldanna fann. Sektinni, viðurstyggð glæpsins, nístandi kvölinni þú af henni léttir. Og sökin á sjálfum þér brann. Syndarans guðsfirrtu útskúfun hlaustu að reyna. Framundan dómurinn. Aftakan völin eina. Aðeins þín friðþæging fellt gat skuldina niður. Negling á krossinn. Síðusárið. Síðasta andvarpið. Dauðans friður. Helfró Ieggst yfir harmleikasviðið, Hausaskeljastað. - Syndin afplánuð. Upplýst gullna hliðið. Allt er fullkomnað. Höfundur er fyrrverandi skólastjóri og námsráögjafi. ARNOLD EIDSLOTT Bergmál eftir útflytjendunum Sigurjón Guðjónsson þýddi Að þessari gráu strönd beindist öll mín þrá Nöktu stormbörðu augun á þessu nægjusama útslitna fólki með Guðsótta þetta hafland mitt og fólk Haflandið þar í vesturátt á alla ást mína Ég gef brimgnýnum þrá mína og bognum fiskimönnum við netfjötrana sem veittu þeim daglegt brauð undir skýjum Strönd bernsku minnar strönd máfagargs og lág ský yfir fiskibátunum sem taka dýfur í vindhviðunum og snjófjúkinu ár eftir ár sama sviðsmynd af stritinu fyrir afkomunni í strangrí og nakinni náttúru Þessari fátæku strönd gef ég alla þrá mína því hér lifði ég minn fyrsta dag og liér vil ég helzt eiga minn síðasta hér undir hafmistri yfir vígðri jörð feðra minna Höfundur er skáld í Noregi. 12

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.