Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1992, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1992, Blaðsíða 9
Þýzkur nútíma symbólismi: Eitt kunnasta sýningargallerí Parísar var lagt undir þetta eina verk Þjóðveijans Anselms Kiefers. Meðalverð á verkum hans hefur verið um 35 milljónir króna. borgarinnar. Þar var Chagall fenginn til að mála myndir innan á stóra hvelfingu og þessvegna er hún fögur og ævintýraleg. Það eru aðeins fá ár síðan þessi rússneski Gyð- ingur lézt, þá 96 ára og hafði verið að mála fram í andlátið. Hann var heppinn að setjast að í París, þar sem hann var metinn að verðleikum. Ekki hefði hann átt minnstu möguleika í samkeppni um myndverk í Ráðhús Reykjavíkur, þar sem ákveðið hafði verið fyrirfram, að einungis þunnildi kæmu til greina. Ekkert myndverk með áhrifa- mátt eða slagkraft mátti sjást þar, en það er önnur og miklu dapurlegri saga. Nýja óperuhúsið við Bastillutorgið, sem tekið var í notkun á 200 ára afmæli frönsku byltingarinnar, 1989, er eins og nærri má geta afar ólíkt gömlu Parísaróperunni. Bæði húsin eru börn síns tíma, en líklega geta Parísarbúar hrósað happi að hafa ekki fengið nýtt óperuhús fyrr. Nú hefur mesta harkan úr módernismanum vikið fyrir mun mýkri línum, sem lýsir sér m.a. í því, að hringformið er aftur komið til skjalanna. Forhlið óperunnar við Bastillutorg er bog- mynduð, en samt er hún afar nútímalegt hús. Og þó húsið hafi þá tilvitnun í klassík- ina að vera samhverft, eða symmetrísk, þá er ekki hægt að tala um neinskonar post- modernisma með beinum „tilvitnunum" í boga og súlur og annað úr byggingarlist fortíðar. Ferningurinn er gerður að grunnformi í byggingunni og birtist í 8 stórum og mis- háum ferningum á forhliðinni, sem hverjum fyrir sig er skipt'upp í marga smærri fern- inga. Því miður átti ég þess aðeins kost að sjá forsalinn, en einnig þar eru ferningar, stórir og smáir, gegnumgangandi tema. Ljósgulur marmari gerir þetta viðhafnarlega umhverfi hlýlegt, en svart látið mynda kröft- uga andstæðu. Symmetría, sem til að mynda má sjá í aðalbyggingu Háskóla íslands, hefur þá náttúru að yfirbragðið verður hátíðlegt og virðulegt. Það er athyglisvert í óperuhúsinu við Bastillutorg, að symmetrían er ögn brot- in upp - ekki í húsinu sjálfu - heldur með einskonar hliði yfir tröppunum að inngang- inum. Þetta er kunnáttusamlega gert og rímar við bygginguna þrátt fyrir allt. Óperu- húsið var talsvert umdeilt eins og oft vill verða; sérstaklega var því haldið fram að sú lausn sem varð fyrir valinu, hafi verið langt í frá að vera sú bezta af þeim sem stóðu til boða. Allt orkar tvímælis þá gert er og sízt af öllu verður fólk sammála um byggingar. XI Af einhverjum ástæðum hefur gamla Parísaróperan aldrei náð'því að verða einn af þeim hátindum, sem óperusöngvarar á heimsmælikvarða telja sig þurfa að klífa, svo sem Scala, Vínaróperan, Covent Garden í London og Metropolitan í New York. í Orsay-safnið er til húsa í gamalli járnbrautarstöð á vinstri bakka Signu. Þarna er einkum 19. aldar myndlist og þykir mörgum, að þetta mikilfenglega hús taki um of athyglina frá verkunum. efnisskrá óperunnar við Bastillutarg fyrir veturinn, sem nú er að líða, sá ég þó að mikið er við haft á köflum; þar voru nefnd- ir karlar eins og Carreras, Domingo og Pavarotti. Þótt samkeppnin sé ekki síður grimmileg á söngsviðinu en í öðrum list- greinum, sker stjörnustaða þessa þríeykis sig alveg úr. Pavarotti er samt kóngurinn. Þessir afburða söngvarar hafa náð því að verða einskonar popparar í klassíkinni í þeim skilningi, að almenningur þekkir nöfn- in þeirra. Engir rithöfundar búa við neitt svipaða frægð og mjög langt í frá, að ein- hveijir núlifandi myndlistarmenn séu svona frægir. Frank Stella, de Kooning og Anselm Kiefer eru líklega þeir sem mest fá fyrir verk sín; kannski 30-50 milljónir króna, - samt þekkir almenningur trúlega ekki þessi nöfn. Verk eftir Þjóðveijann Kiefer sá ég ein- mitt á sýningu í einu af þessum fínu gallerí- um í París, sem eru svo falin að aðeins stað- kunnugir vita um þau. Þessvegna fékk ég Laufeyju Helgadóttur, sem lengi hefur búið í París og oft skrifað um myndlist hér í Lesbók, til að leiðbeina mér á nokkra slíka leynilega staði, sem eru ekki sízt á svæðinu í kringum Pompidou-safnið og í „Mýrinni“, sem svo er nefnd á svæði austur að Bastill- utorgi. Þar var næsta fátt eftirminnilegt að sjá, en Kiefer skar sig úr með eitt einasta verk, sem látið var fylla út í myndarlegan sal á þekktum sýningarstað. Þetta var skúlptúr. Uppúr sviðinni jörð, eða sprungnu leirflagi, reis eldflaug úr blýi eða einhverju álíka, en á hliðarvegg var einskonar leik- mynd; húshlið með gluggum, allt sviðið og brennt. Inntak verksins ætti að minnsta kosti að vera auðskilið, en einhvernveginn fannst mér þetta vera full ódýr lausn, þó hún væri fyrirferðarmikil og táknrænt inni- hald alltof augljóst; ekkert til að lesa á milli línanna. Þetta var miklu frekar sviðs- mynd fyrir leikhús en áhrifamikð, sjálfstætt listaverk. XII Þeir sem París gista og hafa áhuga á arkitektúr og borgarskipulagi ættu að leggja í það ómak að fara með neðanjarðarlestinni norður á Parc de Villette. Þar hafa borgar- feður skipulagt og byggt glæsilega yfir Vísindasafnið. Jafnframt er þar útivistar- svæði og á sunnudagseftirmiðdegi mátti sjá, að þar var fjöldi foreldra með börnin sín. Hér hefur verið byggt dálítið eftir þeim tóni, sem gefinn var með Pompidou-safninu og Thor Vilhjálmsson orðaði svo skemmti- lega í grein, að væri „með iðrin úti“ eins og Gísli Súrsson, þegar hann mætti dauða sínum. Iðrin eru allar lagnirnar, stokkar og risa-rör, semliggja utaná. Það hefur þótt við hæfi að Vísindasafnið minnti á heim tækninnar; það er þó ekki beint fallegt hús; til þess er það of „brutal“ og hrátt. Meða! þess sem þar er að sjá innan dyra er geysi- stór veggmynd eftir Erró, sem hann var fenginn sérstaklega til að vinna í þessa byggingu og var að sjálfsögðu mikill heiður fyrir hann. í áhrifamikilli andstöðu við brútalismann í húsinu hefur verið byggð kúla á hæð við fimm hæða hús, öll lögð spegilgleri. í kring- um hana er rennandi vatn og rétt hjá er kafbátur, sem er vinsælt að skoða. Villette- garðurinn er gríðarstór og í hæsta máta nútímaleg framkvæmd. Hann ber þess sann- arlega vott, að hér eru ennþá menn sem hugsa stórt. Ef eitthvað vantar þarna, þá er það líklega rómantík, en hún virðist helzt þurfa að vera víðs fjærri þegar hugað að framtíðinni og vísindunum. Rómantíkin var aftur á móti á sínum stað, þegar komið var til baka með neðanjarðar- lestinni niður á Óperutorg. Þar er Kaffihús- ið Café de la Paix enn á sínum stað, þar sem Hemingway sat við skriftir forðum daga og allskonar frægðarmenni höfðu að föstum áningarstað. A gangstéttinni eru borð, sem mér sýnist að séu skipuð yngra fólki; margt af því er ugglaust túristar. En innan dyra ríkir andrúmsloft, sem minnir á virðulegan klúbb; enginn hávaði eða læti, en samt eru líflegar umræður, því Frans- menn þykja miklir rökræðumenn. En sumir eru niðursokknir í síðdegisblöðin og hafa kannski fengið sér koníaksstaup. Þarna sér maður ákveðinn lífsstíl; ékkert stress, eng- inn að sturta í sig kaffinu og hendast út vegna þess að þeir séu að missa af lest- inni, eða það eigi að loka búðum eftir mín- útu og alveg eftir að verzla. Menn segja gjarnan að stressið fylgi stórborgum, en hitt er jafn víst, að þar sér maður einnig afslappaða lifnaðarhætti, rétt eins og tíminn skipti ekki máli. Þannig eru áhrifin af því að setjast niður á Café de la Paix. Þar var gott að koma eftir ferðina á Vísindasafnið; fá sér bolla af cafe au lait um leið og rökkr- ið færðist yfir og minnast þess, að engin borg er sem París. Og sem betur fer hefur hún lítið breyzt. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11.APRÍL1992 9 \

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.